Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 16
16 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) , FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), S'KÚLI BJÖRN GUHNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HAL LDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞROSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HöRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar hestu jóla,- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnu ári. ÍBUNAÐARBANKI ÍSLANDS útibúið Akureyri. og afgreiðslan verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Kaupfélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sínum, starfsfólki, svo og öðrum viðskiptavinum, bestu óskir um gleðiríkjól og farsœld á komandi ári. SMjílShwSMsíMBtm SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM Glámur Pórhallur bóndi á Þórhallsstöðum í Forsæludal hcfur í þingííir einni rck'- izt á þrælinn Glóm og róðið hann til sín sauðamann. Kemur hann að vet- urnóttum og fcrst vcl Ijargcxiuslan, en cr þó öllunr hvimlelður. Nú leið svo þar til er kemur aðfangad; íur jóla; þá stóð Glámur snemma upp og kallaði til matar síns. Húsfreyja svarar: „Ekki er það háttur kristinna manna að matast þennan dag, því að á morgun er jóladagur hinn fyrsti," segir hún, „og er því fyrst skylt að fasta í dag.“ Hann svarar: „Marga hindur- vitni hafið þér, þá er ég sé til einskis koma. Veit ég eigi, að mönnum fari nú betur að heldur en þá, er menn fóru ekki með slíkt. Þótti mér þá betri siður, en ntenn voru heiðnir kallaðir, og vil ég mat minn, en engar refjar.“ Húsfreyja mælti: „Víst veit ég, að þér mun illa farast í dag', ef-þú tekur þetta illbrigði til.“ Glámur bað hana taka matinn í stað, - kvað henni annað skyldu vera verra. Hún þorði eigi annað en að gera sem hann vildi. Og er hann var mettur, gekk hann út og var heldur gustillur. Veðri var svo farið, að myrkt var um að litast, og flögraði úr drífa, og gnýmikið, og versnaði mjög sem á leið daginn. Heyrðu ntenn til sauðamanna öndverðan daginn, en miður er á leið. Tók þá að fjúka, og gerði á hríð um kvelöið. Komu menn til tíða, og leið svo fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim. Var þá um talað, hvort hans skyldi eigi leita, en fyrir því, að hríð var á og niðamyrkur, þá varð ekki af leitinni. Kom hann eigi heim jólanóttinc., - biðu menn svo fram um tíðir. Að ærn- um degi fóru menn í leitina og fundu feð víða í fönnum, lamið af ofviðri eða hlaupið á fjöll upp. Því næst komu þeir á traðk mik- inn ofarlega í dalnum: þótti þeim því líkt sem þar hefði glímt verið heldur sterklega, því að grjótið var víða upp leyst og svo jörðin. Þeir liugðu að vandlega og sáu, • hvar Glámur lá skammt á brott ÞorPmniir karlsefni hefur vetursetu mcð Eirxki rauða að Brattahlíð í Grænlandi. En er dró að jólum, tók Eirík- ur að verða ógiaðari en hann átti vanda til. Eitt sinn kom Karlsefni að máli við Eirík og mælti: „Er þér þungt, Eiríkur? Ég þykist finna, að þú er nokkuð fálátari en verið hefur, og þú veitir oss með mikilli rausn, og erum vér skyldir að launa þér eftir því, sem vér höfum föng á. Nú segðu, hvað ógleði þinni veldur.“ Eiríkur svarar: „Þér þiggið vel og góðmannlega. Nú leikur mér það eigi í hug, að á yður hallist frá þeim. Hann var dauður og blár sem hel, en digur sem naut. Þeim bauð af honum óþekkt mikla, og hraus þeim mjög hugur við honum. En þó leituðu þeir við að færa hann til kirkju og gátu ekki komið honum nema á eiitn gilsþröm þar skammt ofan frá sér og fóru heim við svo búið og sögðu bónda þennan atburð. Hann spurði, hvað Glámi mundi hafa að bana orðið. Þeir kváðust rakið hafa spor svo stór, sem keraldsbotni væri niður skellt þaðan frá, sem traðkurinn var, og upp undir björg þau, er þar voru ofarlega í dalnum, og fylgdu þar með blóðdrefjar miklar. Það drógu menn saman, að sú meinvættur, er áður hafði þar verið, mundi hafa deytt Glám, en hann muni fengið hafa henni nokkurn áverka, þann er tekið hafi til fulls, því að við þá meinvætti hefur aldrei vart orðið síðan. Annan jóiadag var enn til farið að færa Glám til kirkju: voru eykir fyrir beittir og gátu þeir hvergi fært hann, þegar sléttlend- ið var og eigi var forbrekkis að fara; gengf nú frá við svo búið. Hinn þriðja dag fór prestur með þeirn, og leituðu allan daginn, og fannst Glámur eigi. Eigi vildi prestur oftar til fara, en sauðamaður fannst, þegar prest- ur var eigi í ferð. Létu þeir þá fyrir vinnast að færa hann til kirkju og dysjuðu hann þar, sem var hann kominn. Litlu síðar urðu menn varir við það, að Glámur lá eigi kvrr. Varð mönnunt að því mikið mein, svo að margir féllu í óvit, ef sáu hann, en sumir héldu eigi vitinu. Þegar eftir jólin þóttust menn sjá hann heima þar á bænum. Urðu menn ákaflega hræddir, - stukku þá margir menn í brott. Því næst tók Glámur að ríða húsum á nætur, svo að lá við brotum; gekk hann þá nálega nætur og daga. Varla þorðu menn að fara upp í dalinn, þó að ættu nóg erindi. Þótti mönnum þar í héraðinu mikið mein að þessu. Grettis saga. um vor viðskipti. Hitt er heldur, að mér þykir illt, ef að er spurt, að þér hafið engin jól verri haft en þessi, er nú koma í hönd.“ Karlsefni svarar: „Það mun ekki á þá leið. Vér höfum á skip- um vorum malt og mjöl og korn, og er yður heimilt að hafa af slíkt, sem þér viljið, og gerið veislu slíka, sem stórmennsku ber til.“ Og það þiggur hann. Var þá búið til jólaveizlu og varð hún svo sköruleg, að menn þóttust trautt slíka rausnarveizlu séð hafa. Þorfinns saga karlsefnis. Krossgötur Sumir segja, að krossgötur sé þar t.d. á fjölluni eða hæðum, sem sér tll fjögun-a klrkna. Elzta trúiu er sú, að menn skuli liggja úti jólanótt, því þá er áraskipti, og enn í dag telja menn aldur sinn eftir jólanótt- um og sá er t.d. ltallaður flmmtán vetra, sem hefur lifað flmmtán jólanættu-. Síðar færðu rnenn árs bjTjunina á nýjársnótt. Þegar menn sitja á krossgöt- um, þá koma álfar úr öllum átt- um og þyrpast að manni og biöjo. hann að koma með sér, en maður má engu gegna. Þá bera þeir manni alls konar gersemar: Gull og silfur, klæði, mat og drykk, en maður má ekkert þiggja. Þar koma álfakonur í líki móður og systur manns og biðja mann að koma, og allra bragða er leitað. En þegar dagur rennur, þá á maður að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Þá hverfa allir álfar, en allur þessi álfaa'jður verður eftir, og hann á þá maðurinn. En svari maður eða þiggi boð álfa, þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni, sem Fúsi hét og sat úti á jólanótt, og stóðst lengi, þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það, sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Beit hann þá bita sinn úr flot- skildinum og trylltist og varð vit- laus. Jón Sigurðsson forseti. Jólasveinar Jólasveinamir vom sj'iiir Grrýlu og Leppa-Lúða. Raunar er það suxnra manna mál, að Grýla hafi átt þá, áður en hún giftist Leppa-Lúða, og greinir þó ekiti frá faðemi þeirra. Jólasveinar heita svo eiginleg- um nöfnum: 1. Stekkjastaur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvöru- sleikir, 5. Pottasleikir, 6. Aska- sleikir, 7. Faldafeykir, 8. Skyr- gámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12. Ketkrókur og 13. Kertasníkir. En því eru þeir þrettán að tölu, að hinn fyrsti kemur þrettán dög- um fyrir jól. síðan einn á hverj- um degi og á'á síðasti á aðfanga- dag jóla. Á jóladaginn fer hinn fyrsti burt aftur, og svo hver af öðrum, en hinn síðasti á þrett- ánda dag jóla. Jólasveinar hafa verið, eins og foreldrarnir, hafðir til að hræða börn með, en einkum um jóla- leytið. Áttu þeir þá að koma af fjöllum ofan til mannabyggða ti! að fremja þá iðn, er hver þeirra tamdi sér og flest nöfn þeirra eru við kennd. En allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau, er hrinu mjög eða voru á annan hátt óstýrilát. Þó það virðist eftir áður sögðu engum efa bundið, að jólasveinar hafi verið þrettán að tölu, hefur þó ekki öllum borið saman um það atriði, heídur en um faðerni þeirra. Segja sumir, að þeir hafi ekki verið fleiri en níu, og bera fyrir sig þulu þessa: Jólnsveinar einn og átta ofan koma affjöllunum. í fyrrakveld, þá fór ég að hátta, þeir fundu hann Jón á VöIIunum. En Andrés stóð þar utan gátta, - þeir ætluðu að færa hann tröllunum; en hann beiddist afþeim sátta, óhýrustu köllunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Jón Árnason. Malt og mjöl og kom

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.