Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 8
8 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Mörg eru þau byggðarlög sem í auðn hafa farið á þessari öld. Gömul tóftar- brot vitna um búsetu löngu genginna kynslóða, og geyma sögu, sem stundum er að nokkru kunn, en oftar en ekki hulin móðu gleymskxmnar. Hér verður lítil- lega íjallað um eitt slíkt byggðarlag, Hrolleifsdal í Sléttuhlíð í Skagaflrði. Þar var eitt sinn búseta á fjórum jörðum, en áratugir eru liðnir frá því að síðasti bóndinn í dalnum brá búi. Nú vitna þögl- ar rústir um staðina sem áður voru vett- vangur daglegs amstiurs og harðrar lífs- baráttu. í Skagafirði eru víða örnefni sem rekja má aftur til landnáms. Sléttuhlíðin og nálægar byggðir eru engin undantekning. Nafn Höfða-Þórðar varðveitist í hinum mikilúðlega Þórðarhöfða, en sunnar minnir heiti Unadals á samnefndan landnámsmann, sem þar sat að búi. Hofsós er kenndur við Iandnámsjörðina Hof, og svo mætti lengi telja. Hrolleifur hinn mikli í Vatnsdæla sögu er greint frá til- drögum þess, að Hrolleifsdalur fékk nafn sitt. Er dalurinn kenndur við Hrolleif, sem kallað- ur var hinn mikli, en hann „kom út í Hvítá ok móðir hans er Ljót hét. Lítt var hon lofuð at skap- lyndi, ok ein var hon sér í lýzku, ok var þat líklegt, því at hon var fám góðum mönnum lík. Sonr hennar var henni mjök líkr í skapsmunum. Hrolleifr var bróð- ursonr Sæmundar, fóstbróður Ingimundar. Þau fóru á fund hans til Skagafjarðar ok sögðu honum deili á sér ok sögðu hann frænda sinn.“ Þannig hljóðar frásögn Vatns- dælu. Sæmundur hinn suður- eyski, landnámsmaður, sem Sæmundarhlíð er kennd við, var fóstbróðir Ingimundar gamla, sem bjó á Hofi. Sonur Sæmundar var Geirmundur, sem bjó að Geirmundarhóli. Hrolleifur var slíkur óhappa- maður, af fáum er til að líkja. Hann „var allra manna stcrkastur ok fór illa með afli sínu við sér minni menn. Var hann glettinn ok ágangssamr ok launaði illu gott með ráði móður sinnar." Ekki er þetta fögur mannlýs- ing. Hrolleifur lenti brátt í úti- stöðum við Geirmund, frænda sinn. Sæmundurfékk Hrolleifi og Ljótu þá bústað í dalnum, sem síðan er við hann kenndur. Hrol- leifur og Ljót voru illa þokkuð af nágrönnum sínum, og fór Hrol- leifur jafnan með ójöfnuð og yfir- gang, enda fór illa fyrir honum að lokum. Hann varð Oddi Unasyni úr Unadal að bana, og var gerður útlægur úr Skagafirði fyrir það verk. Tildrög þess voru að hann hafði þótt gera Hróðnýju, dóttur Una, óvirðingu, en Uni hafði þá synjað honum ráðahags við Hróðnýju. Greip Sæmundur þá til þess ráðs að senda þau mæðgin til Ingimundar gamla, fóstbróður síns og fornvinar. Hann fékk þeim As í Vatnsdal til ábúðar. Ekki leið á löngu áður en til tíðinda dró á ný. Synir Ingimund- ar fóru til veiða í Vatnsdalsá, en Hrolleifur var þar fyrir. Neitaði hann að hleypa þeim að ánni, eins og um hafði verið samið. Fóru leikar þannig að Ingimund- ur gamli kom að ánni til að stilla til friðar, en Hrolleifur drap hann. Ingimundarsynir vógu hann síðan og móður hans einn- ig, eftir nokkurn aðdraganda. Staðhættir og landslag í HroIIeifsdal Hallgrímur Jónasson, kennari, lýsir staðháttum og landslagi á þessum slóðum svo í árbók Ferðafélags íslands árið 1946: „Tvö stöðuvötn eru í Sléttuhlíð, sitt hvorum megin Fells. Dalir tveir ganga suðaustur í hálendið. Heitir hinn stærri og syðri Hrol- leifsdalur, en sá minni Skálárdal- ur. Fjöllin ofan við byggðina heita ýmsum nöfnum. Þau eru ekki sérlega há, allbrött og sums staðar klettótt. Norðan við Höfðahóla skagar fram Róðhólshnúkur vestanvert við op Hrolleifsdals. Er hann klettóttur að vestan. Upp í fjallið skerst dalskora lítil milli jarð- anna Róðhóls og Bræðraár. Það- an sveigist hálendið til suðausturs inn með Hrolleifsdal, og eru þar ýmsir afdalir suður í fjöllin, svo sem Geirmundarhólsdalur milli jarðanna Kráksstaða og Geir- mundarhóls, Þverárdalur innan við Þverá, Barnadalur og Lamba- dalur. Austur úr botni Hrol- leifsdals heitir Almenningsskarð, og er þaðan stutt yfir í Nyrðriár- dal í Fljótum. Hlíðin norðaustan við Hrolleifsdal nefnist Arnar- hlíð upp undan Arnarstöðum, en þar utar í frá er Skálárhnúkur, hömrum girtur að austan og 353 m hár. Inn með honum liggur Skálárdalur, en Tungufjall milli hans og Tunguskarðs." Horft að bæjarstæðinu á Klóni, þar sem Jón hörgur bjó við kröpp kjör í byrjun aldarinnar. Fjallið heitir Hrossahjallahnjúkur, og er 590 in yfir sjáv- armáli. Myndir: EHB Síðustu ábúendur í Hrolleifsdal í Hrolleifsdal voru frá fornu fari fjórir bæir, og eru þeir allir komnir í auðn. Innsti bærinn í dalnum, Klón, er einnig sá eini austan Hrolleifsdalsár. Vestan árinnar voru, talið frá Bræðraá, Krákustaðir, Geirmundarhóll og Þverá. Þverá átti land gegnt Klóni, og er stutt milli jarðanna, þar sem áin aðskilur lönd þeirra í kröppum sveig. Geirmundarhóll átti dalinn vestan Hrolleifsdalsár, frá Þverármerkjum að merkjum Krákustaða. Þar að auki „átti Geirmundarhóll allmikið land austan Hrolleifsdalsár gegnt Geirmundarhólslandi; er það Geirmundarhólsskógur, er skilur lönd Klóns og Arnarstaða. Það eru stórvöxnustu og víðáttu- mestu skógarleifar, sem til eru í Skagafirði, en eiga erfitt upp- dráttar, sökum mikilla snjó- þyngsla. - bærinn stóð nokkuð frá fjallshlíðinni utan við svonefnda Geirmundarhóla," segir í 4. bindi Jarða- og búendatals í Skaga- fjarðarsýslu, 1781-1958. Samkvæmt sömu heimild voru síðustu ábúendur í Hrolleifsdal þessir: Á Klóni Þorsteinn Krist- jánsson og Guðný Einarsdóttir, en þau bjuggu þar árin 1905-6. Þorsteinn og Guðný fluttu að Skarðsdalakoti, Siglufirði, en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.