Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 20
í Danmörku yrði litið á mig sem algjöran fomgrip — litið inn í kjallaranum í Kárahúsi á L. -Árskógssandi hjá Binari Petersen frá Kleif Pað var kyrrlátt liaustsíðdegi. Eyjaíjörðurinu spegil- sléttur og himinninn roðaði. Fátt rauf þögnina á Litla- Árskógssandi nema gargið í múldíanum. Erindið var að banka upp á hjá Einari Petersen, sem alla jafna er kenndur við Kleif, en býr nú í kjallaraherbergi í Kára- liúsi á Sandinum. Einar tók vel undir kveðju komu- manns og bauð til herbergis. Þar inni var rúm, sjónvarp, útvörp, skrifborð, kista, stólar, ritvél og ósköpin öll af bókum, bæði innlendum og erlendum. Þegar að var gáð kom í ljós að þær voru flestar uin nátt- úruvísindi. Átta tugir að baki Einar varð áttræður þann 10. október sl. Hann ber aldurinn vel, að vísu má glöggt sjá að hendurnar eru orðnar vinnulúnar og krafturinn ekki sá sami og fyr- ir mörgum árum þegar blaðamað- ur fylgdist með ræktunarmannin- um Einari Petersen brjóta land með stórvirkum vinnuvélum sín- um úti í Svarfaðardal. Þá lét hann sig ekki muna um að sitja heilu sólarhringana úti á gömlu stóru dráttarvélinni með plóginn í eft- irdragi. En hver er Einar Petersen? Nafnið vísar til þjóðernisins. Ein- ar er danskur og kom fyrst til íslands árið 1931 fyrir áeggjan íslenskra skólabræðra sinna í lýðháskólanum í Askov í Dan- mörku. Ári síðar, 1932, kom hann aftur til fslands og réðist í vinnumennsku hjá séra Hálfdáni Helgasyni í Mosfelli. Séra Hálf- dán kenndi Einari þýsku og ensku og kveikti áhuga hans á jarðvísindum, sem eru honum afar hugleikin. Heim að Kleif Leið Einars lá aftur til heima- landsins þar sem hann réðist í vinnumennsku. Kjörin ytra voru kröpp og svo fór að hann ákvað að flytjast til íslands og setjast þar að. Þetta var árið 1939. Einar vann í fjögur ár hjá Stef- áni bónda Stefánssyni í Fagra- skógi við Eyjafjörð og síðar víðar um land, t.d. hjá Mjólkurbúi Flóamanna og á Sámsstöðum. Bóndinn blundaði alltaf í Ein- ari. Hugur hans stóð til búskapar í Danmörku, en bág kjör komu í veg fyrir það. Sem einskonar aukagreiðslu fyrir vinnu í Fagra- skógi útvegaði Stefán Einari ábúð á ríkisjörðinni Kleif í Þor- valdsdal, sem þá var komin í eyði. „Mitt fyrsta verk var að taka haka og skóflu og gera veg- sneiðing fram að Kleifi," sagði Einar þegar hann spurður um hvort ekki hafi verið heldur óálit- legt að hefja búskap á svo afskekktri jörð. „Á þessum árum var mjög erfitt að fá jarðnæði og Kleif var eina jörðin sem stóð mér til boða,“ bætti hann við. Kjörin heldur bág Einar lét hendur standa fram úr ermum. Hann ræsti fram landið með skóflunni einni saman og þurrkaði upp mýrlendið. Skurð- irnir sem Einar gróf voru á þriðja kílómetra á lengd. Árið 1947, tveim árum eftir að Einar flutti að Kleif, fékk hann Fordson dráttarvél og plóg og þá gengu jarðabæturnar betur. Kleif var húslaus jörð og Ein- ar vantaði sárlega fjármagn til þess að byggja útihús. Örlögin höguðu því þannig að minna varð um búskap en efni stóðu til og fór Einar víða og vann sér inn aura. Meðal annars fór hann til Reykja- víkur og vann þar ýmis störf. Síð- ar festi hann kaup á stórvirkri dráttarvél, sem þótti mikið tæki í þá daga, og plægði flög fyrir bændur í Eyjafirði. Um 1970 flutti Einar inn á Akureyri og vann hjá Möl og sandi. Hann fór síðan aftur heim á Kleif og bjó þar í nokkur ár með svín. „Fljótlega varð mér ljóst að það var ekki hægt að ég væri þar einn. Ég var þá orðinn hjartasjúklingur og óráðlegt að ég dveldi þar einn, ef eitthvað kæmi upp á. Því flutti ég hingað niður á Sandinn, þar sem ég hef verið síðan," sagði Einar. Kleifarsteinarnir merkilegu Eins og áður segir hreifst Einar af jarðvísindum þegar hann var vinnumaður á Mosfelli. Þessi áhugi hans kviknaði fyrir alvöru á sjötta áratugnum. Einar fann þá tvo stóra steina á Þorvaldsdaln- um, sem honum fundust mjög áhugaverðir. Steinarnir eru báðir settir bollum á suðausturhlið, og telur Einar að þeir séu mannanna verk, tákn móður og jarðar cr gætu veitt dauðlegum mönnum gæfu til handa sér og sínum. Kenning Einars er að þessa bolla hafi fólk höggvið í steinana fyrir 3-4000 árum, m.ö.o. löngu fyrir landnám. Sé þessi tilgáta rétt varpar hún nýju ljósi á bú- setu við Eyjafjörð og víðar um land. Einar hefur ritað fjölda lærðra greina um hugmyndir sínar í hérlend blöð, svo og erlend vís- indatímarit, og jarðvísindamenn innlendir sem erlendir hafa barið steinana augum og undrast hvað þarna geti verið á ferðinni. Sumir efast um að bollarnir séu af mannanna völduni, aðrir taka undir með Einari. Greinilegt er að leyndardómur Kleifarstein- anna er ofarlega í huga fræði- mannsins, en hann skortir þrek til að rannsaka þá enn frekar. og sanna kenningar sínar. Kannski gerir það einhver síðar? Mikill sósíalisti Af stærð bókasafns Einars má draga þá ályktun að hann er vel lesinn, einkum á sviði náttúruvís- inda. Hann fylgist ekki mikið með fjölmiðlum, les lítið af dag- blöðum, telur enda að þeim hafi farið mikið aftur. Þar sé lítið um uppbyggjandi og fræðandi grein- ar. Éinar var dyggur lesandi Þjóðviljans hér á árum áður, enda mikill sósíalisti. Hann sagði Þjóðviljann ekki lengur læsilegan, því Árni Bergmann, ritstjóri, hafi eyðilagt hann. „Maður sér ekki lcngur greinar í Þjóðviljan- um eftir hina vinnandi alþýðu,“ sagði Einar. Sósíalisma sinn skilgreinir Ein- ar sem „bændasósíalisma". Hann er ákafur talsmaður íslensks landbúnaðar og segir skelfilegt að horfa upp á að sveitunum blæði smám saman út. Við tókum að ræða heimsmál- in, sem Einar sagðist ekki fylgjast mikið með í dag. Stjórnmála- menn nú til dags kæmust ekki með tærnar þar sem foringjar eins og Mao Kínaleiðtogi hefðu haft hælana. Einar sagði að menningarbylting Maos hafi að hans mati verið einn merkasti viðburður þessarar aldar. Aðspuröur um afstöðu hans til Stalíns sagði Einar að hann hafi gert það sem þurfti að gera. Ekki hrifínn af prestum Einar hefur ætíð fylgt íslenskum sósfalistum að málum. Hann kaus í þá daga Þjóðvarnaflokk- inn og Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. „Ég hef aldrei kosið Framsókn eða Sjálfstæðis- flokkinn og kratana kýs ég aldrei," sagði hann. Við þróunina í Alþýðubanda- „Mitt fyrsta verk var að taka haka og skótlu og gera vegsneiðing fram að Kleif." Einar Petersen í fullum skrúða í kjallaraherbergi sínu ■ Kárahúsi á Litla-Árskógssandi. Mynd: Qþh laginu er Einar ekki sáttur. Hann sagði Ólaf Ragnar vera dæmi- gerðan ótrúverðugan atvinnu- stjórnmálamann og ekki væri ólíklegt að hann myndaði næstu ríkisstjórn með Þorsteini Pálssyni og félögum í Sjálfstæðisflokkn- um. En er sósíalistinn Einar Peter- sen trúaður? Hann sagði svo ekki vera og kvaðst ekki vera hrifinn af kennisetningum hinnar lút- ersku kirkju. „Ef eitthvað er þá er kaþólska kirkjan betri,“ bætti hann við. En fer Einar þá aldrei til kirkju? „Bara þegar ég fylgi vinum mínum til grafar," sagði hann. Vii ekki snúa heim til Danmerkur Hann sagðist ekki halda upp á jólin í sama skilningi og aðrir, þau væru í hans huga ekki fæð- ingarhátíð frelsarans, heldur sól- risuhátíð. Daginn væri þá tekið að lengja og því bæri að fagna. Einar sagði að ekki hafi hvarfl- að að sér að flytja aftur heim til föðurlandsins. Hann heimsótti ættmenni sín þar ytra fyrir nokkr- um árum og var lítt hrifinn af því sem fyrir augu bar. Hann sagði sveitirnar mergsognar af kapítal- istunum og borgarastéttinni og bændur ættu í vök að verjast á alla lund. „Frændur mínir hafa boðið mér til Danmerkur þar sem ég geti fengið betri húsa- kynni en þetta herbergi hér. Þar myndi ég eiga kost á samskonar ellilaunum og hér. Hins vegar hef ég búið á íslandi í hálfa öld og samlagast íslensku þjóðfélagi og aðstæðum. Það yrði litið á mig sem algjöran forngrip í Dan- mörku. Nógu er það slæmt hér á íslandi, en það yrði helmingi verra í Danmörku." óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.