Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 18
18 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Sungið af hjartans lyst. isaiuur tsaiavinssnn syngur einsong með kornum. Karlakórinn Hreimur í Hvammi: Heimilisfólkið kunni vel að meta sönginn og heimsóknina Karlakórlnn Hreimur heimsótti nýlega Hvamm, dval- arheimili aldraðra á Húsavík, og söng nokkur lög fyrir heimilisfólkið. Var kómum vel tekið og ekki leyndi sér að heimamenn kunnu vel að meta söng hans og þá ekki síður heimsókn svo margra vaskra manna. Milli laga var talsvert hvíslast á um ættir kórfélaga og uppruna og reynt að kenna svip manna af minningum um svipmót feðra þeirra og áa. Stóð kona ein á því fastar en fótun- um að Robert Faulkner, stjómandi kórsins, væri greini- lega ættaðxu- úr Mývatnssveit og líklegast náskyldur Práni Pórissyni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hreimur kemur og syngur í Hvammi, kórinn var stofnaður 1975 og er því 15 ára. Söngmenn kórsins eru úr sex hreppum Suð- ur-Þingeyjarsýslu auk Húsavík- ur. Tvö síðustu árin hafa hjónin Juliet og Robert Faulkner frá London starfað með kórnum, hann sem stjórnandi en hún sem undirleikari, þau eru tónlistar- kennarar við Hafralækjarskóla en kórinn kemur saman til æfinga þar og að Ydölum. Einsöngvarar með kórnum eru Rangárbræður, Baldur og Baldvin Kr. Baldvins- synir. Kórinn hefur haldið fjölda tón- leika á Norðurlandi, einnig hefur hann tekið þátt í kóramótum og haldið tónleika á Selfossi og í Reykjavík nú í nóvember. Þrisv- ar hefur kórinn farið erlendis í söngferðir; til Færeyja, Noregs og Englands. Gestkvæmt á aðventu Pað var gestkvæmt í Hvammi um mánaðamótin, í sömu viku og Hreimur var á ferðinni kont einn- ig kór Barnaskóla Húsavíkur og söng fyrir heimilisfólkið undir stjórn Line Werner. Kvenfélagið í Mývatnssveit kom í heimsókn, en kvenfélögin í sýslunni hafa það fyrir reglu að heimsækja Hvamm til skiptis mánaðarlega. Lionsmenn komu síðan eitt kvöldið og héldu félagsvist í Hvammi. Venjulega mun vera mikið urn það að ýmsir hópar komi í heimsókn í Hvamm fyrir jól en síðan eru færri á ferðinni eftir áramót. Lions- og Kiwanis- klúbbarnir koma þó 1-2 sinnum á vetri og eitthvert kvenfélaganna mánaðarlega, eins og fram hefur komið. „Heimilisfólkinu líkar þessar heimsóknir mjög vel og það hef- ur ekki síst gaman af söng,“ sagði Hörður Arnórsson, framkvæmda- stjóri Dvalarheimilis aldraðra, aðspurður um heimsóknirnar. Hörður tók undir það að þeir sem kæmu í Hvamm hefðu ekki síður gaman af heimsóknunum en heimilisfólkið. Það er sannar- lega ekki síður notalegt á aðvent- unni en á öðrum árstímum, að setjast niður hjá göúilum kunn- ingjum og heyra sögur af öfum og ömmum og þeim tímum þegar fólk var ekki alltaf að flýta sér svona óskaplega mikið. Og kannski er velþegnasta jólagjöfin sem við getum gefið, svolítið af okkur sjálfum og ofurlítið af tíma okkar. Skreytum og höfum hátíðlegt um jól í vor verða liðin 10 ár frá því að fyrstu íbúarnir fluttu í Hvamm. Nú eru 50 heimilismenn í aðal- byggingunni og þangað koma einnig 10-12 manns sem eru í dagvist. Hús með þjónustuíbúð- um hafa verið reist við Hvamm, þegar hafa 11 íbúðir í níu húsum verið teknar í notkun og verið er aö byggja hús meö fjórum íbúð- um sem taka á í notkun í janúar. - Hvernig eru jólin í Hvammi? „Það er messað hér á jóladag og á annan í jólum koma Lions- menn í heimsókn. Fólkið fer í heimsóknir til barna og annarra ættingja hér í bænum en það er ekki mikið um að fólk fari af heim- ilinu til að gista, nema þá þeir sem fara út í sveit.“ - Ég hef trú á því að þú sért sjálfur talsvert mikið í Hvammi um jólin. „Alltaf á aðfangadagskvöld erum við hérna bæði hjónin. Þá borða allir saman en síðan fer fólk talsvert inn á sín herbergi því það sest snemma að. Við reynum að skreyta hérna og hafa það svolítið hátíðlegt um jólin.“ Kristín Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Heimilisfólk á tónleikunum. Dóróthea Jónsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir og Guðrún Gísladóttir hlusta hugfangnar á sönginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.