Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 3 Lcnc Zachnriasscn í stofunni í Dæli frá mér. En þetta á sér auðvitað skýringu í því að hér er ntikið myrkur á þessum árstíma og því gerð meiri skil á haustinu og jól- unum.“ Þann sið að sjóða hangikjöt á Þorláksmessu hefur Lene tekið upp og þykir hann skapa mikla jólastemmningu. Hins vegar finnur hún fyrir litlum hátíðleika þótt jólakveðjur séu lesnar í útvarpinu og henni, líkt og svo mörgum útlendingum sem hing- að koma, Jaykir þetta skrýtið fyrirbæri. „Eg hef þá tillfinningu að þetta sé eilífur auglýsingalest- ur,“ segir hún og hlær. „Eg get ekki sætt mig við þetta. Mér finnst ég verða hálf stressuö að hafa þennan lestur glymjandi í útvarpinu og þess vegna reyni ég að komast hjá því að hlusta á þetta." Skepnurnar fá aukafóður á aðfangadagskvöld „Aðfangadaginn reynum við aö hafa eins rólegan eins og við getum,“ segir Lene þegar hún er spurö um hátíðarhaldið sjálft á heimilinu. „Við borðum ntöndlu- grautinn um miðjan daginn líkt og ég er vön og þá konia gjarnan fleiri úr fjölskyldunni. Þá finnst mér oft vanta þessar vangaveltur um það hvort nissinn veröi ekki reiður ef ekki verði settur út grautur handa honum en kannski tekst mér að skapa stemmningu í kringum þetta þegar börnin verða stærri," segir hún. Farið er með fyrra fallinu í fjós í Dæli þetta kvöld og þá segir Lene líka að haft sé fyrir sið að gefa skepnunum aukalega fóður, svo þær finni líka að ekki er um venjulegan dag að ræða. „Síðan borðum við alltaf svínasteik á aðfangadagskvöld og setjumst því næst niður við jólakortin og jólapakkana. Oft er talað um aö íslendingar séu gjafaglaðir en heima í Noregi er Ifka mikið um gjafir þannig að því er ég vön aö heiman." Lene segir að jólin séu eini árstíminn sem hún finni fyrir heimþrá. „Ég hugsa rnikið heini enda er þetta mikil fjölskyldu- hátíð. Þess vegna hef ég þaö fyrir sið síðan ég kom hingað að ganga aðeins út á aðfangadagskvöld og eyða stund með sjálfri mér. Þaö er auðvitað citthvað seni vantar þegar maöur er fjarri heimaland- inu en þetta breytist sanit alltaf smátt og smátt, sérstaklega þegar maður fer að cyöa þessari hátíð með cigin fjölskyldu," segir Lene Zachariassen í Dæli. JÓH Islcndings þáttur Svo barst að citthvcrt snniar, að cinn íslcnzkur maður, ung- ur og frálcgur, lconi til Ilar- alds konungs og bað liann ásjá. Konungur spurði, ef ltann kynni nokltura fræði, cn hann lczt kunna sögur. Þá sagði konungur, að hann nmn taka við honum, cn liann slcal þcss skyldur að skcmmta ávallt, cr vildi, hvcr scm liann bæði. Og svo gerir liann og cr vinsæll við hirðina, og gcfa þcir honurn klæði, og konung- ur gcfur honurn vojm í liönd sér, og líður nú svo fram til jóla. Þá óglcður íslcnding og spyr konungur, hví það gcgndi. Hann lcvað rnislyndi sína til konia. „Ekki mun það vera,“ segir konungur, „og mun ég geta til. Þess get ég til,“ segir hann, „að nú muni uppi sögur þínar. Þú hefur ávallt skemmt í vetur, hverjum sem beiðzt hefur, - mun þér nú illt þykja, að þrjóti að jól- unum.“ „Jafnt er svo sem þú getur," segir hann; „ein er sagan eftir, og þori ég þá eigi hér að segja, því að það er útferðarsaga þín.“ Konungur mælti; „Sú er og svo sagan, að mér er mest um aö heyra, og skaltu nú ekki skemmta til jólanna fram, er menn eru nú í starfi. En jóladag skaltu til taka þessarar sögu og segja af nokkurn spöl, og ég mun svo til stilla með þér, að jafn- drjúg mun verða sagan og jólin. Nú eru drykkjur miklar um jólin og má skömmum við sitja að lilýða skemmtan, og ekki muntu á finna, meðan þú segir, hvort mér þykir vel eða illa.“ Nú er það og, að íslendingur segir söguna, hefur upp jóladag og segir um hríð, og biður kon- ungur brátt hætta. Taka ntenn að drekka og ræða margir um, að þó sé djörfung í þessu, er hann íslendingur segir þessa sögu, eða hversu konungi muni virðast. Sumunt þykir hann vel segja, en sumir vinnast minna að, - fer svo fram um jólin. Konungur var vandur að, að hlýtt væri vel, og stenzt það á nteð umstílli konungs, er lokið er sögunni og jólin þrýtur. Og hið þrettánda kveld, er lok- ið var sögunni áður um daginn, mælti konungur; „Er þér eigi forvitni á, Islendingur," segir hann, „hversu mér líkar sagan?“ „Hræddur er ég unt, herra," segir hann. Konungur mælti: „Mér þykir allvel og hvergi verr en efni eru til, eða hver kenndi þér söguna?" Hann svarar: „Það var vandi minn úti á landinu, að ég fór hvert sumar til þings, og nam ég hvert sumar af sögunni nokkuð að Halldóri Snorrasyni." „Þá er eigi kynlegt," ségir kon- ungur, „að þú kunnir vel, og mun þér að gæfu verða, og vcr með mér velkominn, og skal það heimilt ávallt, er þú vilt.“ Konungur fékk honum góðan kaupeyri, og varð hann þroska- maður. Morkinskinna. Óskum viöskiptavinum okkar og starfsfólki gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári. SjaMúut Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. EBÓKVAL - Kaupvangsstræti 4, sími 26100 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. Skipagötu 12 sími 21464 Gleðileg jól og farsœlt fcomandi ár Þökkum viðskiptin á árinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.