Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 14
14 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990
Verslun Haraldar Júlíussonar er elsta starfrækta verslun á Sauðár-
króki í dag fyrir utan Kaupfélag Skagfirðinga. Hún stendtrr utarlega í
bænum við Aðalgötuna og fyrir utan hana eru olíudælur merktar Olís.
Þegar gengið er inn í verslunina er eins og að skiptist milli ára, gengið
sé aðeins til baka í tímanum. Andrúmsloftið í litlu búðinni er örugg-
lega eins og það var fyrir áratugum. Vöruúrvalið hefur auðvitað breyst
að einhverju leyti, en sami vinalegi andinn umlykur og árið 1960.
Stressið sem einkennir stórmarkaði á íslandi fyrirfinnst ekki í þessari
Htlu búð. Þegar blaðamaðrrr kom í fyrsta sinni inn í verslunina var
fljótt á litið eimmgis eitt sem gaf til kynna að hann væri staddur í nú-
tímanum. Eitt af leikföngunum sem til sölu voru, var geislabyssa í
efstu liillunni bak við búðarborðið. Sá sem rekur þessa vinalegu versl-
un á Sauðárkróki heitir Bjami Haraldsson, almennt kallaður Bjarni
Har. Blaðamaður Dags fékk hann til að spjalla lítillega um lífshlaup
sitt.
Haldinn bfladellu
Bjarni er innfæddur Króksari og hefur
búið þar allt frá því hann fæddist fyrir sex-
tíu árum. Eitt af því sem hann hefur stund-
að mikið er akstur vörubifreiða og segist
hann ennþá vera haldinn bíladellu og taka
eftir fallegum bílum þegar hann sjái þá.
Eins keyrir hann stöku ferð suður, en hann
er með einn vöruflutningabíl í stöðugum
ferðum. Árið 1959 tók hann við rekstri
verslunar föður síns, þegar hann féll frá og
hætti þá að stunda aksturinn að staðaldri.
- Hvernig var akstri vörubíla háttað í
þá daga sem þú varst að byrja að keyra?
„Ég byrjaði að keyra 1948 um leið og ég
fékk bílpróf og þá vörubíl af gerðinni
International. Farin var ferð og ferð suður
þegar vantaði vörur. Bíllinn átti mig allan
á þessum tíma og oft var maður lengi í
ferðum. Vegum og öðru hefur fleygt það
fram að ég held að óhætt sé að segja að
maður sé minnsta kosti helmingi fljótari
núna að fara sömu leiðir og farnar voru í
þá daga. Þetta var samt miklu skemmti-
legra þá, tók bæði miklu lengri tíma og oft
fléttaðist eitthvað annað inn í það.
Hálfsmánaðar ferð
Lengsta ferð sem ég hef farið tók nærri því
hálfan mánuð. Ég og Hallur Jónasson í
Varmahlíð fórum héðan að norðan á mán-
udegi og komumst suður í Fornahvamm
um kvöldið. Morguninn eftir héldum við
síðan til Reykjavíkur og það lokaðist allt á
eftir okkur. Við komumst ekki af stað til
baka fyrr en næsta mánudag og stoppuð-
um yfir nóttina í Fornahvammi, eins og
venja var. Á þriðjudeginum börðumst við
áfram norður á Blönduós og komum þang-
að um klukkan þrjú næstu nótt. Þar var
brjálað veður og allt ófært og við þurftum
að bíða fram á laugardag eftir mokstri.
Klukkan tíu á sunnudagsmorgni vorum við
síðan komnir heim aftur eftir nærri því
hálfsmánaðar ferð.
í þá daga var annar andi í öllu, ekki
sami hraðinn og stressið og einkennir allt
nú til dags. Nú verður allt að vera komið á
stundinni, annars er voðinn vís. Það kom
fyrir að leiðin suður lokaðist í mánaðar-
tíma og þá gat verið orðið erfitt hjá mörg-
um þegar vantaði vörur en menn urðu
bara að sætta sig við það.“
...frá ungum blómarósum...
- Hvernig voru þeir bílar í snjó sem voru
í notkun á þessum tíma?
„Þetta voru auðvitað allt sex hjóla bílar
og þegar einhver fyrirstaða var, varð bara
að setja á keðjur og taka fram skóflurnar.
Nú til dags er aldrei tekin upp skófla, bara
beðið eftir mokstri. Bílarnir eru einnig
orðnir svo góðir núna, tíu hjóla og með
drif á afturöxli, að þeir sem í þessu eru
hafa það ansi gott miðað við okkur sem
vorum í þessu á sínum tíma. Öllu var hlað-
ið á bílana með handafli og Iengi vel var
einungis segl strengt yfir vörurnar á pallin-
um.“
- Reyndi fólk ekki að notfæra sér þess-
ar ferðir til að komast sjálft milli staða?
„Jú, jú, oft var setið um það. Sumir bíl-
arnir voru með tvöfalt hús, en ég held að
allir bílstjórarnir hafi verið hálfleiðir á að
vera með mikið af farþegum. Enda var
það bindandi, en samt yfirleitt setið um að
komast með og var það fólk á öllum aldri
og af báðum kynjum, allt frá ungum blóma-
rósum upp í gamla stútungskarla og kerl-
ingar. Það sem hafði það í för með sér að
fólk sóttist eftir að komast með okkur var
yfirleitt það að ekki þurfti að borga fyrir
farið, eins og með rútunum, þó að við vær-
um miklu lengur á leiðinni."
Ellefu ára í vegavinnu
Bjarni keyrði einnig í nokkur ár rútur hjá
Norðurleið og segir hann oft á tíðum hafa
verið kátt á hjalla í þeim ferðum. Rútu-
söngvar voru sungnir á sólbjörtum sumar-
dögum og rúturnar oft troðfullar þegar
lagt var af stað. Meðal vega sem Bjarni
keyrði hjá Norðurleið var vegur yfir Öxna-
dalsheiði sem hann tók sjálfur þátt í að
leggja þegar hann var strákur.
„Ég fór ungur í vegavinnu, ellefu eða
tólf ára, og var kúskur sem þýðir það að ég
var í því að teyma hesta fyrir kerrum. Tvö
sumur var ég í þessu norður á heiði og í
hópnum voru 20-30 manns. Sofið var í
tjöldum, en skúr var fyrir ráðskonurnar