Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 1
Lögfræðingi Sana hf. tókst í gær að fá þriðja og síðasta uppboði á fyrirtækinu frestað: Vísar úrskurði bæjarfógetans á Akureyri til Hæstaréttar - uppboðsmál Sana í biðstöðu þar til Hæstaréttardómur fellur - telur uppboðsauglýsingar í Degi ekki nægilega auglýsingu á uppboðum Það var mikil dramatík í lofti þegar þriðja og síðasta uppboð á fasteignum og tækjum Sana hf. á Akureyri, öðru nafni Vik- ing brugg, hófst í verksmiðju- húsinu við Norðurgötu í gær. Fyrir uppboðið hafði lögfræð- ingur Sana hf. lagt fram grein- argerð þar sem hann áfrýjaði úrskurði bæjarfógeta frá öðru uppboði til Hæstaréttar. Vegna þess kvað Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akur- eyri, upp þann úrskurð að á meðan þetta kærumál gengi í Hæstarétti yrði ekki um upp- boð á eignum Sana hf. að ræða. Lögfræðingur Lands- banka íslands, Gunnar Sólnes, krafðist þess að uppboðið færi fram en eftir hlé á uppboðinu ítrekaði fógeti fyrri úrskurð „Birtum áfra auglýsingar - segir Elías I. Elíassc „Við höldum áfram að birta Elí okkar upphoðsauglýsingar í frestu Degi og höfum gert það síðan muni þetta mál kom upp,“ sagði uppbi Elías 1. Elíasson, bæjarfógeti hcldu á Akureyri, þegar hann hafði unbla frestað uppboði á eignum Dagu Sana hf. þar til dómur í Hæsta- v,tt 0 réttarmáli, vegna uppboðs- m auglýsinga embættisins í lnrta Degi, er failinn. Það e m okkar í Degi“ in, bæjarfógeti as sagði við fjölmiðla eftir n uppboðsins að embættið áfram auglýsa nauðungar- að í einu dagblaði, hvort r það verði Dagur, Morg- ðið, DV eöa önnur. „En r kemur hér út og hann fer g breitt um landið, að því ér skilst og við munum auglýsingar þar áfram. r nærtækast fyrir okkur“ JÓH „Tel tilgani teíja fyrir u - segir lögfræðingur I „Við teljum að hér sé um hf. málatilbúning að ræða í þeim „É tilgangi að tefja fyrir upp- til að boði,“ sagði Gunnar Sólnes, uppb lögfræðingur Landsbankans, talda á uppboðinu í gær sem fyrir óttas hönd bankans lagðist gegn dæm þeirri ákvörðun að fógeta að Þessu fresta uppboði á eignum Sana Gunr ipnn að ppboði" .andsbankans g treysti Degi fullkomlega auglýsa uppboö enda hafa oðsauglýsingar þar verið r fullgildar hingað til. Ég að það hafi slæmt for- sgildi ef þeir vinna málið á m forsendum,“ sagði iar. JÓH Ágreiirnigurin] auglýsingin sé - segir lögfræðingi „Það er ágreiningur um hvort eigni auglýsing á uppboðinu, sem „Sj aðeins er auglýst í staöar- erun blaði, sé nægileg eða hvort ná til þurfi landsblað, útvarp eða aðs s sjónvarp. Mín skoðun er sú að ú að auglýsing í Degi sé ekki hafi í nægileg,“ sagði Hrafnkell um í Ásgeirsson, lögfræðingur hoöu Sana hf., eftir að Ijóst varð í kel1 1 gær að vegna afrýjunar hans Ha á úrskurði bæjarfógetans á langa Akureyri, á öðru og síðara meðf uppboði þann 30. nóvember að ál sl., til Hæstaréttar hefði verði þriðja og síöasta uppboði á en í j i uin hvort nægileg“ ar Sana hf. im Sana verið frestað. jurningin er sú hvort hér að ræða dagblað sem á að landsins alls eða takmark- væðis. Þaö er Hæstaréttar rskurða hvort bæjarfógeti þessu tilfelii fariö eftir lög- auglýsingum sínum á upp- m eða ekki,“ sagði Hrafn- samtali við blaöiö. nn vildi ekki tjá sig um hve n tíma þetta mál verði í erð Hæstaréttar en ijóst sé :vörðun um hvenær málið tekiö liggi ekki fyrir fyrr úní á næsta ári. JÓH sinn. Vörn lögfræðings Páls G. Jónssonar, aðaleiganda Sanitas hf. og Sana hf., snýst aðallega um það að fógeti hafi ekki aug- lýst annað uppboð nægilega þar sem það hafi verið auglýst í Degi einu dagblaða. Þessi túlk- un hans fer nú til úrskurðar Hæstaréttar en á meðan kem- ur ekki til nauðungaruppboðs á eignum Sana hf. Til að skýra atburðarás gær- dagsins verður að hverfa aftur til 30. nóvember sl. en þá fór fram annað og síðara uppboð á fyrr- nefndum eignum Sana hf. Hrafn- kell Ásgeirsson, hæstaréttarlög- maður, krafðist þess þá að upp- boði yrði frestað þar sem það hefði aðeins verið auglýst í Degi Gunnar Sólnes, lögfræðingur Landsbanka íslands, ræöir hér við Hrafnkel Asgeirsson, lögfræðing Sana hf., eftir að Ijóst var orðið að uppboði á eignum Sana yrði frestað. Mynd: Goiii Barnaskóli Akureyrar: Yfirkennarinn segir upp - ber við samstarfsörðugleikum við skólastjórann Á kennarafundi í Barnaskóla Akureyrar, þriðjudaginn 18. desember, stóð yfirkennarinn Elín Stephensen upp og lýsti því yfir að hún myndi segja upp störfum við skólann frá og með 1. janúar 1991. Elín ber við að samstarfsörðugleikar við skóla- stjórann, Benedikt Sigurðar- son, séu ástæður þessa. I sam- tali við blaðamann Dags í gær staðfesti Elín að til uppsagnar kæmi og að hún myndi leggja fram bréf til staðfestingar upp- sögninni. „Ég hef tekið þá ákvörðun að tjá mig ekki um málið við fjöl- miðla. Þessi ákvörðun er stað- reynd. Uppsögnin tekur mið af 1. janúar, en hvenær ég læt af störf- um er ekki vitað enn,“ sagði Elín Stephensen. Ér leitað var til skólastjórans, Benedikts Sigurðarsonar, vildi hann ekki tjá sig um málið, en sagði þó: „Ég vænti þess að fá uppsagnarbréfið og get staðfest að þessi tilkynning var borin upp á kennarafundi. Mál þetta kemur mér á óvart. Ekkert hefur hent síðustu misserin sem réttlætir að til þessarar uppsagnar komi. Hins vegar er það yfirkennarans að ákveða hvernig hann skipar sínum störfum. Elín hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. Áunninn orlofstími er um einn mánuður og auk þess á yfirkenn- arinn inn veikindafrí frá síðast- liðnu sumri. Uppsagnartíminn styttist því og verður reiknaður út samkvæmt áunnum réttind- um.“ ój Dalvík: Dalborg EA seld til Keilavíkur Útgerðarfyrirtækið Eldey hf. í Keflavík hefur keypt togarann Dalborgu EA af Söltunarfélagi Dalvíkur. Kaupverðið var 182 milljónir króna en með togaranum fylgir um 700 tonna kvóti, eða um 450 tonn í þorsk- ígildum. Togarinn er 274 tonn af stærð og telst til minni skuttogara. Hann var byggður á Ítalíu árið 1971 en endurbyggður í Slipp- stöðinni á Akureyri fyrir nokkr- um árum. -KK einu dagblaða. Taldi hann þá, og ítrekaði þá skoðun sína í gær, að blaðið teldist ekki landsblað og því væri uppboðið ekki nægilega auglýst. Eftir hlé á uppboðinu kvað Elías Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, upp þann úrskurð að uppboðið væri nægilega auglýst og var því þá fram haldið. Þriðja og síðasta uppboð á eignum Sana hf. var síðan auglýst ki. 14 í gær og sem fyrr birtist auglýsingin í Degi og Lögbirting- arblaðinu. Skömmu fyrir upp- boðið lagði Hrafnkell fram áðurnefnda greinargerð og vísaði þar með úrskurði bæjarfógetans frá uppboðinu 30. nóvember til Hæstaréttar. Eftir að bæjarfógeti hafði hafnað kröfu lögfræðings Landsbanka íslands áfrýjaði Gunnar Sólnes þeim úrskurði til Hæstaréttar þannig að nú fær rétturinn tvo úrskurði bæjar- fógeta á Akureyri, vegna upp- boðsmála Sana hf., til meðferð- ar. Samkvæmt áfrýjunarstefnu lögfræðings Sana hf. verður mál- ið þingfest í Hæstarétti 1. febrúar næstkomandi og þá líða fjórir mánuðir á meðan gengið verður frá dómsgerðum. Eftir það verð- ur málið hæft til flutnings en hve- nær úrskurður liggur fyrir er ómögulegt að segja um í dag. Hæglega gæti liðið á annað ár þangað til, samkvæmt upplýsing- um lögfróðra manna. Framtíð bjórverksmiðjunnar á Akureyri er mjög óviss þrátt fyrir þessa atburði gærdagsins. Lög- fróðir menn töldu í gær nær úti- lokað að eigendur Sana vinni áðurnefnt Hæstaréttarmál enda liggi fyrir dómur í hliðstæðu máli. Ljóst er að fjárhagsleg staða Sana er veik því fyrirtækið skuld- ar á fjórða hundrað milljónir króna og hefur, samkvæmt upp- lýsingum blaðins, nýverið samið um stffa greiðslu 40 milljóna króna virðisaukaskattskuldar við ríkissjóð. Því hafi atburðir gær- dagsins aðallega snúist um að vinna tíma. Annars staðar á síðunni eru birt álit nokkurra þeirra aðila sem tengjast þessu máli, eftir atburðina í gær. JÓH 4 daaar I WwWwWm wwm tiCjóía

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.