Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990 Jólagjöf vélsleðamannsins færðu hjá okkur Fjölbreytt úrval af Polaris vörum t.d.: Peysur, skyrtur, sleðaskór, hanskar, hjálmar, nýrnabelti og ótal margt fleira. Polarisumboðið á íslandi: Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 b, sími 22840. Mortons grænar baunir 430 gr 44.50 kr. Mortons grænar baunir 300 gr 33.00 kr Mortons gulrætur heilar 540 gr 70.00 kr Mortons gulrætur sneiddar 300 gr 38.50 kr Langelands rauðkál 580 gr 117.00 kr Langelands rauðrófur 580 gr 124.50 kr Úrval af sykursnauðum niðursuðuvörum frá TESCO Lambahamborgarhryggur Hangilæri með beini Hangiframpartur með beini Hangilæri úrbeinað Hangiframpartur úrbeinaður Nýtt svínalæri 1/1 & 1/2 Nýir svínahryggir Svínahamborgarhryggur Svínabógur úrb. reyktur Svínakambur úrb. reyktur Bayonneskinka Kalkún 699 kr. kg 778 kr. kg 499 kr. kg 1.135 kr. kg 879 kr. kg 673 kr. kg 1.098 kr. kg 1.282 kr. kg 1.098 kr. kg 1.150 kr. kg 985 kr. kg 1.070 kr. kg Opið á Þorláks- messu frá kl. 10-20. MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b Húsavíkurkirkja: Þegar Jódi bjargaði jólunum - „veitti ekki af að eiga inni þarna uppi“ gluggann og var það venja. Pegar ég gáði að, sá ég bjarma inni og hentist þá suður fyrir kirkjuna. Þá var fólk að koma, en ég virtist alveg hafa gleymt því að búið var að færa orgelið og söngloftið var að vestanverðu í kirkjunni og söngfólkið gekk því inn þar ásamt kirkjugestum. Fyrsti mað- urinn sent ég mætti að vestan- verðu var Eggert Jóhannesson, slökkviliðsstjóri og hinn slökkvi- liðsstjórinn, Ingólfur Helgason kom rétt á eftir. Ég sagði þeirn hvað var að gerast og þeir þutu náttúrlega suður í brunaskúr, en þegar Ingólfur opnaði síðan dyrnar á líkhúsinu þá stóð eldsúl- an uppundir þakskegg. Þeir höfðu það með þessum tækjum, það var sótt sjódæla og þeir höfðu það.“ - Hvað kom til að þú fórst þarna austurfyrir kirkjuna? „Toggi heitinn, vinur ntinn frá Hóli, var líka í kirkjukórnum og hann hélt því nú fram að ég hefði þurft að kasta af mér vatni. En ég var einhvernveginn búinn að gleyma því að söngloftið hefði verið fært og skildi því krakkana eftir að vestanverðu. Ætli það hafi ekki einhver verið við stýrið hjá mér þarna. Ég var ósköp ánægður yfir þessu eftirá. Ég mætti hjá sýslumanni á þriðja í jólunt í réttarhald ásamt sóknarnefndinni. Hana skipuðu Jón á Laxamýri, Kári á Hall- bjarnarstöðum og Þórarinn Stef- ánsson. Slökkviliðsstjórarnir skrifuðu undir það, að ekki hefði mátt muna mínútum til þess að þeir hefðu ekki ráðið við eldinn, því það var þéttings sunnangola og það var bara panelþil á milli skrúðhússins og líkhússins. Skorsteinninn í kirkjunni var hlaðinn úr múrsteini og það var kynt með koksi. Múrsteinarnir höfðu látið sig og eldglæringarnar stóðu út um skorsteininn. Mét var vel þakkað fyrir þetta, sóknarnefnd vildi greiða mér fyr- ir en ég liélt nú ekki; sagði að mér veitti ekki af að eiga inni þarna uppi.“ IM Húsavíkurkirkja var vígð 1907. Kirkjan er mikið mannvirki og talin rúma 450 manns í sæti. Þetta er krosskirkja, reist úr norsku timbri og teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni. Kirkjan setur mikinn svip á Húsavíkurbæ og margir líta á hana sem tákn bæjarins. Skömmu eftir 1940 mátti þó litlu muna að breyting yrði þar á; að kirkjan brynni á sjálft aðfangadags- kvöld. Þá varð sjómaður á Húsavík, Jósteinn Finnbogason, sem flestir kalla Jóda og sumir Skarfinn, fyrir því láni að upp- götva í tíma að eldur var laus í kirkjunni, þannig að slökkvi- liðinu tókst að ráða niðurlögum hans. Jódi féllst á að rifja þetta atvik upp fyrir Dag, en hann hefur ekki sjálfur sagt frá því opinberlega fyrr. „Ég söng í kirkjukórnum fram að áramótum en þá fór ég suður á vertíðarnar. Sr. Friðrik og Gertrud, kona hans, voru þá með kórinn. Söngloftið var að sunn- anverðu í kirkjunni og kórinn fór alltaf inn um suðurdyrnar. Á jólanóttina fór ég með krakkana mína, Guggu og Hreið- ar, til kirkju og skildi þau eftir á kirkjutröppunum að vestan- verðu, en fólkið var að flykkjast til kirkjunnar. Ég gekk austur fyrir kirkjuna. Þegar ég kom undir líkhússgluggann heyrði ég snark, en eina litla rúðu vantaði í Jósteinn þenur nikkuna. Síðasta blað af Degi fyrir jól kemur út laug- ardaginn 22. desember. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 13.00, fimmtudaginn 20. desember. Tvö blöð koma út milli hötíða, þ.e. föstudag- inn 28. desember og laugardaginn 29. des- ember. Skilafrestur auglýsinga í föstudagsblaðið er til kl. 11.00 ö fimmtudag, nema um sé að rœða 3ja dölka eða stœrri auglýsingar svo og litabeiðnir, um þœr þarf að löta vita ö föstudaginn 21. desember fyrir kl. 15.00. auglýsingadeild, sími 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.