Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990 Fimmtudagur 20. desember 1990 - DAGUR - 9 ★ Ástir og óskapnaöur. ★ Átök og gamanmál. Bókin fæst í Bókabúð Jónasar. Akureyringar og nærsveitamenn: Hræringur með súru slátri - ný bók eftir Stefán Þór Sæmundsson. tréssala Kr'r,"r,”‘ auðgreni lúgreni * Stájhfura Fjallaþinur - Normansþ inur ? greinar * >> 10.00-22.00. 8.00. Akureyri og 24830 Spegla-súlur • Spegla-flísar • Speglar í plaströmmum • Speglar með myndum • Smellurammar • Speglar skornir eftir óskum • Plexygler ICDA || || t ■ w ■ a w nr. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333. Opið til kl. 22.00 í kvöld 20. desember HAGKAUP Akureyri Fulltruar Atlantsálfyrirtækjanna á ferð í Eyjafirði ásamt fulltrúum heimamanna. Dysnes við Eyjafjörð þar sem álverið „átti ekki“ að rísa. Kom aldrei airnar staður til greina en Reykjanes? Hugmyndir um byggingu álvers og staðsetningu þess eru eitt þeirra mála er sett hafa svip á árið sem er að líða. Allt árið hafa staðir yfír viðræður við erlenda aðila um að þeir reistu álverksmiðju á íslandi. Staðarval slíkrar verksmiðju hefur verið viðkvæmt mál enda eftir miklu að sækjast í atvinnulegu tilliti. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu Iandsbyggðar- manna að þetta tækifæri yrði nýtt til atvinnusköpunar utan Reykjavíkursvæðisins, sem hefur á undanförnum árum dregið sífellt meira af atvinnustarfsemi og mannafla til sín á kostnað annarra byggða landsins. Þann 4. október síðast liðinn kynnti Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, síðan opinberlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda og Atlantsáls um að Keilisnes á Reykjanesi hefði yfírburði umfram aðra staði er til greina komu. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. hefur öðrum fremur haft veg og vanda af því starfí er Norðlendingar stóðu fyrir í þeim tilgangi að fyrirhuguð álverksmiðja yrði reist við Eyjafjörð. Sigurður ræðir í þessu spjalli um álmálið, aðdraganda þess, meðferð og niður- stöðu. - Kom niðurstaða stjórnvalda og Atlantsálsmanna ykkur sem starfað höfðu að málinu á vett- vangi Norðlendinga á óvart? „Niðurstaða þessara aðila var á þá leið að Keilisnes hefði yfir- burði umfram aðra staði er til greina komu. Ódýrast yrði að reka álverið þar og það hefði einnig minnsta áhættu í för með sér. Afstaða útlendinganna væri svo ótvíræð, að þeir teldu ekki mögulegt að verðleggja það sem talin var aukin áhætta er fylgja myndi staðsetningu þess við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Pví hafi hugmyndir íslenskra stjórn- valda um að jafna aðstöðumun ekki notið neinnar hylli. Pessi ótvíræða niðurstaða kom okkur undarlega fyrir sjónir og hefur vakið upp margar spurningar. Okkur var sagt að munurinn milli Dysness og Kelisness væri ekki afgerandi. Á þann hátt var haldið á spilunum gangvart heimamönn- um. Öll svör er við fengum voru á þann veg að Eyjafjörður kæmi fyllilega til greina sem staðsetn- ing fyrir álver af þeirri stærð sem fyrirhugað er að byggja. Fulltrú- ar Atlantsáls og Iðnaðarráðu- neytisins staðfestu þetta síðast á fundi um miðjan ágúst síðast liðinn. Þessi vinnubrögð koma hins vegar ekki saman við hina skýru niðurstöðu staðarvalsins og hafa margir velt því fyrir sér hve- nær staðarvalið hafi raunverulega legið fyrir. Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, og Árni Gunnarsson, alþingismaður sögðu á borgara- fundi um atvinnumál á Akureyri 18. október síðast liðinn að þeir hefðu vitað um niðurstöður stað- arvalsins í maí. Ef það er rétt þá hafa stjórnvöld skapað viðkom- andi sveitarfélögum mikinn kostnað að óþörfu, sem teljast verður ábyrgðarhluti. Niðurstað- an um staðarvalið er reyndar með ólíkindum sé höfð hliðsjón af samþykktum ríkisstjórnarinn- ar um málið og yfirlýsingum meirihluta ráðherra." Menn vissu ekki af Keilisnesi fyrr en.... - Er hugsanlegt að aldrei hafi átt að byggja álver utan Stór-Reykja- víkursvæðisins? „Þegar iðnaðarráðherra ákvað að bjóða erlendu fyrirtækjunum frítt spil varðandi hugsanlega staðsetningu álvers, eftir að Alusuisse dró sig út úr Atlantal samstarfinu, var það að líkindum dauðadómur yfir möguleikum landsbyggðarinnar. Sú ráðstöfun bendir til að að aldrei hafi verið pólitískur vilji til þess að stað- setja álverið úti á landi. Ég held menn hljóti að hafa gert sér grein fyrir að mikill aðstöðumunur er milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar varðandi þjónustu og vinnuafl. Þánh aðstöðumun er erfitt að jafna. Landsbyggðin var í fyrstu í sam- keppni við Straumsvík, er var af mörgum talin óaðgengilegur kostur. Möguleikar Eyfirðinga virtust því nokkuð góðir á þeim tíma. í mars á þessu ári er fyrst farið að tala um Keilisnes og spyrja má hvort það hafi verið einstök tilviljun. Vissu menn ekki af Keilisnesi fyrr eða var það keppikefli áhrifaafla að halda væntanlegu álveri á Reykjanesi hvað sem það kostaði?“ Stjórnvöld fríuðu sig af ákvörðunum um staðarval - Var erfiðara fyrir Norðlend- inga að keppa við Keilisnes eftir að það „fannst“ en meðan var verið að ræða um annað álver í Straumsvík? „Strax í upphafi var ljóst að erfitt yrði að keppa við Keilisnes. Staðurinn er að ntörgu leyti heppilegur fyrir byggingu álvers. Lítil búseturöskun þarf að eiga sér stað og nálægðin við aðlþjóða- flugvöll og helsta þjónustusvæði landsins er ntjög mikil. Áróður- inn fyrir álveri á Keilisnesi varð einnig fljótt mjög þungur og fór vaxandi eftir því sem á leið, eink- um á bak við tjöldin. Athafnir ráðamanna virðast hafa mótast af því hvernig þeir kæmust best frá málinu gagnvart landsbyggðinni á sársaukaminnstan máta. Sem dæmi um slík vinnubrögð má nefna að stjórnvöld fríuðu sig ætíð af ákvörðunum um staðar- val og kváðu útlendinga ráða mestu þar um eins og þau varðaði hreint ekkert um þróun byggðar í landinu á næstu árum. Þá má einnig nefna að tveim stöðum á landsbyggðinni var áfram gefin von um álver í stað þess að sam- einast um einn. Var það gert til að fyrirbyggja að landsbyggðin sameinaðist í þessu máli?“ Sigurður P. Sigmundsson álmálið upp í viðtali rifjar Þingmenn kjördæmisins stóðu ekki einhuga að málinu - Var frumkvæði og framganga heimamanna ekki með nægilega afgerandi hætti? „Umræða um hugsanlegt álver við Eyjafjörð er ekki ný af nál- inni. Á árunum 1982 til 1985 voru gerðar margvíslegar tilraunir og athuganir í Eyjafirði. Niðurstöð- ur þeirra komu til góða þegar þráðurinn var tekinn upp að nýju að frumkvæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar vorið 1989. Iðnþró- unarfélagi Eyjafjarðar var falið að kanna möguleika á staðsetn- ingu álvers og vann síðan að mál- inu ásamt álviðræðunefnd sveit- arfélaga á svæðinu og síðar Hér- aðsráðs Eyjafjarðar. Reynt var að virkja sem flesta til að vinna að framgangi álversmálsins þar á meðal sveitarstjórnarmenn, þing- rnenn og aðra áhrifamenn. Lögð var rík áhersla á það við stjórn- völd að nú hefðu þau í höndum einstakt tækifæri til snúa við þeirri byggðaröskun sem orðið hefur á undanförnum árum og hefja nýja sókn. Var það gert í þeirri góðu trú að stjórnvöld hefðu eitthvað með staðsetningu álversins að gera og engin ástæða til að trúa öðru. Veikleiki okkar var hins vegar sá að þingmenn kjördæmisins stóðu ekki einhuga að málinu. Einn þeirra, Stefán Valgeirsson, barðist reyndar hatrammlega á móti því, annar þingmaður var raunar einnig á móti þótt hann vildi ekki vinna gegn því og sá þriðji aðhafðist ekkert. Hinir reyndu að hafa áhrif eftir bestu getu meðal manna með málflutningi og skrif- um í dagblöð. Alversandstæðingar í Eyjafírði fámennur en hávær hópur - Telur þú að andstaða nokkurra heimamanna hafi getað skipt sköpum? „í minnisblaði um staðarval í skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis um stöðu samninga um nýtt álver segir á blaðsíðu 31. „Þá er rétt að geta þess, að mótmæli af hálfu íbúa úr flestum hreppum Eyjafjarðar, sem send voru for- sætisráðherra og Atlantsálfyrir- tækjunum í ágúst, greiddu ekki fyrir staðsetningu álvers í Eyja- firði.“ í því sambandi má spyrja við hvað sé átt með þessu. Ér verið að gefa í skyn að þetta atriði hafi ráðið rniklu um staðar- valið? Af máli ráðamanna í lok sumars var það að skilja að andstaða heimamanna skipti miklu máli fyrir liina erlendu aðila þar sem þeir vildu hafa góð samskipti við nágrannana. Því má spyrja af hverju lét iðnaðar- ráðuneytið þá aldrei gera könnun á viðhorfum Eyfirðinga? Athug- aði iðnaðarráðuneytið hvað bjó að baki mótmælum frá þessum 34 einstaklingum sem skrifuðu undir skjalið? Einnig má velta því fyrir sér hvort meirihluti manna hafi ekki verið orðinn þreyttur á því upplýsingaleysi sem Eyfirðingar bjuggu við varðandi umhverfis- málin. NILU skýrslan unt dreif- ingu mengunarefna í lofti var ekki gerð opinber fyrr en í júlí og greinargerðir á íslensku sáust ekki fyrr en í ágúst og þá eftir mikinn eftirgang. Þessi seina- gangur hafði meiri áhrif í Eyja- firði en á öðrurn stöðum þar sem staðsetning álvers var til umræðu því Eyjafjörður er mikilvægt landbúnaðarhérað. Fulltrúar Atlantsáls virtust ekki hafa áhyggjur af þessu í viðræðum við okkur sem unnum að framgangi álversmálsins í Eyjafirði og héldu fram góðum árangri fyrirtækja sinna á sviði mengunarvarna. Að okkar mati eru álversandstæðing- ar í Eyjafirði fámennur hópur en hávær og villti það mönnum ef til vill sýn. Erfitt er að trúa því að stjórnvöld hafi fremur tekið mark á skrifum Stefáns Valgeirs- sonar og félaga, en vilja hins stóra meirihluta." Útlendingarnir - áhugasamir og eins og þeir vildu stappa í okkur stálinu - Var erfitt að ráða í svör erlendu framkvæmdastjóranna? „Af máli þeirra var erfitt að ráða í stöðuna hverju sinni. Hinir erlendu aðilar voru mjög varkárir í svörunt, enda reyndir samn- ingamenn. Þeir virtust áhuga- santir um staðhætti og stundum var eins og þeir vildu stappa í okkur stálinu. Því má vera að slík hvatning hafi kveikt meiri vonir hjá einhverjum okkar en ástæða var til. Annars er erfitt að segja til um það og erfitt getur verið fyrir okkur að setja sig í þeirra spor. Þeirn virtist koma á óvart hvað fjölbreytt menningarlíf er á stöðum eins og Akureyri og Reyðarfirði. í þeirra augum ligg- ur ísland á mörkum hins byggi- lega heims. Yarhugavert að treysta á að umbætur komi aðeins frá hinu opinbera - Getur landsbyggðin dregið ein- hvern lærdóm af álversmálinu? „Niðurstaða álmálsins er lær- dómsrík fyrir landsbyggðina. Fólk mun sjálfsagt taka yfirlýs- ingum ráðamanna með meiri var- færni en áður. Fólk mun einnig gera sér grein fyrir að lífsafkoma þess er að miklu leyti undir því sjálfu komin. Landsbyggðarfólki mun skiljast betur að setja verður markið hátt og horfa fram á veginn. Við erum að tala unt sjálf okkur sem mótvægi við Reykja- vík. Þá dugar ekki óskhyggjan ein og rneira verður að koma til. Landsbyggðin má ekki stöðugt vera í varnarstöðu. Með því að virkja krafta sína enn betur er mögulegt að ná nteiri árangri. Því miður er allt of mikið um að fólk hafi misst trú á sínu byggðarlagi. Ef það heldur áfram er illa komið fyrir okkur sem þjóð. Stjórnvöld mega heldur ekki haga aðgerðum sínum á þann hátt að þær dragi úr framtaki fólksins á landsbyggð- inni heldur vekja stolt þess. Landsbyggðarfólk verður einnig að átta sig á að varhugavert er að treysta því að umbætur komi aðeins frá liinu opinbera. Þær koma fyrst og fremst frá því sjálfu. Margar leiðir eru í raun til þess að vinna að framförum. Má þar nefna ýmis hagsmunasamtök, stjórnkerfi sveitarfélaganna, þjóðstjórnina og síðast en ekki síst fyrirtæki á viðkomandi stöðum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að framgangur byggðarlags byggist á samspili rnargra aðila. Þar má enginn vera undanskilinn. Þótt stórar lausnir geti verið æskilegar fyrir atvinnu- lífið eins og bygging álvers hefði orðið fyrir Eyjafjörð er ljóst að þær eru ekki alltaf fyrir hendi. Því verður ávallt að leitast við að ná sem mestu úr því afli og þeim arði sem fyrir er.“ Þ1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.