Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. desember 1990 - DAGUR - 7 l 1 in næring kom inn fyrir hennar varir. Út frá ömurlegum hugsunum grét hún sig í svefn á beru gólfinu, umkringd myrkri og kulda, yfirbug- uö af sorg og sulti. Næsta dag eftir jaröarförina fluttu ung hjón dótið sitt inn í timburskúr- | inn og settust þar aö með tvo drengi, á fyrsta og öðru ári. Eygló var ólýs- anlega fegin komu þessarar fjöl- skyldu, hjónin voru henni notaleg og nærgætin frá fyrsta degi. Áður bjuggu þau á einu af grasbýlum sýslumannsins skammt utan við þorpið og komu þaðan svo til alls- laus, öreigar. Maðurinn sagði Eygló að hann hefði keypt rúmið hennar á uppboðinu að ráði hreppstjórans þar sem nú væri það skylda þeirra að sjá henni fyrir rúmi. í því rúmi svaf Eygló síðan öll árin meðan hún var hjá þessum hjónum og þar til hún var sótt og flutt að Mikluhæðum. Strax á öðrum degi varð það meðal skylduverka Eyglóar að gæta drengj- anita, oftast frá morgni til kvölds, þar sem hjónin unnu bæði á fiskverkun- arstöð sýslumannsins og slepptu þar aldrei vinnudegi. Svo þegar Eygló var næstum tíu árá kom hreppstjór- I inn með þau boð frá sýslumanninum að Eygló skyldi hefja vinnu á fisk- verkunarstöðinni, jafnframt sagði hann þeim ungu hjónunum að til þess væri ætlast að stelpan yrði kyrr á þeirra heimili þar til annað yrði ákveðið. Pau fengju áfram meðlagið frá hreppnum, það sem Eygló kynni að vinna sér inn rynni óskert í hreppssjóðinn. Engum mótmælum var hreyft í skúrnum, enda tilgangs- laust, hreppsstjórinn sagði hana eign hreppsins og þaðan kæmi meðlagið. Þar með fór Eygló að vinna í fiski útgerðarinnar undir berum himni jafnt vetur sem sumar og átti engin skjólföt til hlífðar í regni eða hrak- viðrum. ígangsföt, fæði og húsnæði voru hjónin í skúrnum skyldug til að leggja henni til af sinni fátækt. Laun- in þeirra voru ákveðin á skrifstofu útgerðarinnar og greidd í úttekt í verslun sýslumannsins. Eygló var hátt á fjórtánda ári þeg- ar verkstjóri útgerðarinnar kom að máli við hana og fékk henni lær- dómskver í hendur, tossakverið sem átti að gagnast vitgrönnum börnum sem biblíusögur, þau orð fylgdu kverinu að það væri sent úr h'úsi sýslumannsins, kverið ætti hún að lesa og læra utanbókar um veturinn, það gæti hún gert með vinnunni, að vori yrði hún væntanlega fermd upp á þann lærdóm sem væri einskært guðsorð. Konan sem Eygló var hjá hafði kennt henni að lesa á sams kon- ar kver, nú kom sú kunnátta að góðu haldi, eftir það notaði hún hverja stund sem gafst til að lesa og læra orð guðs af blaðsíðum tossakversins og konan í húsinu var henni innan hand- ar við námið og hlýddi henni yfir. Hún stóðst því yfirheyrslur prestsins þá urn vorið og náði fermingu. Fermingunni fylgdi sú umbreytni að vinnuálag jókst um allan helming, engin frístund var gefin. Hún vann við þvotta og hreingerningar, þar á milli í fiskverkunarhúsinu eða þá við ræstingar í húsum fiskverkunarstöðv- arinnar þar sem allt var á sífelldu kafi í óþverra vegna illrar umgengni. Þegar Eygló var sextán ára komu orð til hjónanna sem hún var til húsa hjá í þrengslum en aldrei í ónáð, skilaboð um að nú yrði hætt að gefa með Eygló af hreppnum, hún gæti sjálf greitt þeim hjónum húsnæði og fæði af þeim peningum sem hún ynni sér inn í fiski. Eftir það fékk hún vikulega peninga, sem svöruðu hálf- drættings kaupi, þá peninga lét hún ganga óskipta til konunnar í skúrn- um, enda voru henni fengnir pening- arnir. Á því sama vori kom svo ráðsmað- urinn á Mikluhæðum með orðsend- ingu frá sjálfri Friðfríði maddömu að Eygló bæri að koma samdægurs með ráðsmanninum fram að Mikluhæð- um. Eygló stóð í fiskvaski þegar ráðsmanninn bar að. „Á Mikluhæðum færð þú nóg að starfa, kindin mín,“ sagði sá búralegi ráðsmaður og glotti við. Af hans einskærum góðvilja fékk hún að skjótast heim til sín að sækja dótið sitt. Þar í húsi var enginn heima og því engan að kveðja. í litlum skýlu- klút kom hún dótinu sínu fyrir, fata- görmum og kverinu, sem gleymst hafði að skila eftir ferminguna, hún eignaði sér kverið. Ráðsmaðurinn teymdi klyfjahest að garðstæðu og þar klöngraðist hún á bak reiðingi og klyfbera og sat onímilli og þannig var hún flutt fram að Mikluhæðum. Séra Björn sat enn um stund eins og gróinn við grasbollann, svo var honum mikið niðri fyrir, svo djúpri hryggð var hann sleginn. Sagan hennar Eyglóar var svo þungur áfell- isdómur yfir því fólki sem hann hafði tengst án nokkurs fyrirvara, án þess að vita hvað hann var að gera, áfell- isdómur yfir konunni hans sem hann lifði með og auðnum sem hann hafði tengst, völdunum sem hann sóttist eftir og keppti að. Hann átti erfitt með að skilja hvernig manneskjur sem töldu sig tilheyra Kristi gátu beitt svo miskunnarlausri harðýðgi við saklaust barn sem engan átti að, engan sem tók málstað þess hversu eins oa þú vilt að aðrir aki! iJUMFERÐAR hvart sem það var leikið. Hann horfði í augun hennar Eyglóar, svo björt og hreinskilin, og andlitið hennar sem var það fegursta sem hann hafði augum litið. Björn hvarf til hennar með kossum og faðmlög- um og fann að hann tilheyrði henni einni, að hann elskaði hana af öllu lífi sínu, allri sinni trú á lífið. Þau hvíldu saman og unnust. Á heimleiðinni hvarf ekki frá hon- um sú hugsun hvað honum sjálfum bæri að gera, hann margþýfgaði hugann, en varð engu nær. Hver gat guðs vilji verið? Hann sem hafði látið „lögmál byrst lemja og hræða“ þetta saklausa barn hlaut líka að vilja friða og græða. Var hann presturinn til þess valinn? Hann gerði dálítinn þyt með svipunni sinni og hestarnir fóru á harðaspretti heim túnið. Á hlaðinu sté hann af baki og gekk rakleitt til stofu, ráðafár og umvafinn þúsund þráða örlagaflækjum. Strax varð honum litið út um gluggann og sá að Eygló hraðaði sér í bæinn og eftir örskamma stund var hún á leið út að bæjarlæknum með tvær þungar tré- fötur. Þetta sumar notaði séra Björn hvert tækifæri sem gafst til þess að vera einn með Eygló, sjálfur vann hann ekki að bústörfum en sinnti sín- um skyldustörfum því betur við kall og kirkjur. Hvern góðviðrisdag lét hann sækja hest í haga og gerði sér erindi að heiman í fylgd Eyglóar sem átti enn að boði maddömunnar að gæta hesta og reiðtygja. Einn dag seint á sumri átti prestur- inn erindi í kauptún eitt við sjó fram allfjarri kauptúni sýslumannsins. Þar lét hann taka mynd af Eygló, mynd sem varð hans helgidómur ævilangt. í fyrstu var Eygló hrædd og hik- andi og barðist af veikum mætti gegn ástleitni prestsins, en fljótlega varð hennar eigin ást óttanum yfirsterkari og eftir það gaf hún sig alla á vald til- finninganna, ástarinnar, án þess að hugleiða hvers gjalds yrði af henni krafist. Hún bar fullt traust til séra Björns og gerði því skóna í fáfræði sinni að hann ætti auðvelt með að ráða fram úr hverjum þeim vanda sem að höndum bæri. Sjálfur var presturinn fullur efasemda þegar frani í sótti og alvaran blasti við. Hann spurði sig í sífellu hvort hann gæti skilið við konuna, embættið og auðinn, allar þær glæstu framtíðar- vonir sem byggðust á því gulli sem í götunni lá, þeim vegi sem eiginkona hans hafði frændafl til að leggja. Hann vissi sinn eið gagnvart guði og mönnum, var hann maður til að rjúfa þann eið? Þegar á leið haustið gat Eygló ekki leynt þunganum fyrir ráðskonunni, ckki síst vegna þess hve hún var í þunnum pilsum og hve tággrönn hún var. Eygló var að varpa af sér eldi- viðarpoka frammi í hlóðaeldhúsi þegar ráðskonan veitti þessu athygli og rauk strax í ráðsmanninn sem var þar nærri staddur og sagði honum í hljóði hvað sig grunaði og var strax uppi með alls konar getsakir. Eygló heyrði hvað þau töluðu og var komin á flugstig með að þjóta fram í stofu til prestsins, hún vissi að fortjaldið var fallið og að brátt yrði öllum Ijóst hennar ástand. Þegar hún kom í eld- húsið með annan eldiviðarpoka sat ráðskonan fyrir henni og næstum krafðist þess að vita hver hefði gert henni barn. Síðan rak hver yfir- heyrslan aðra, maddaman kom fyrst og hafði þá heyrt ávæninginn af hljóðskrafinu. Eygló, sem var næst- um afkróuð í einu eldhúshorninu, var spurð 'næstum spjörunum úr en hún kom engu orði fram á varirnar, gat engu svarað. „Það hefur einhver óþokkinn not- að sér fávitann," sagði ráðskonan og maddaman hótaði því að hann skyldi ekki sleppa hver sem það væri, hún mundi ná taki á kauða. Þær voru fok- vondar og maddaman rauk fram í stofu til prestsins, hann hlaut eitt- hvað að vita. Séra Björn átti síst á því von að Eygló hefði komið upp um sinn þunga svo skammt á leið komin. Hann tók þó árás maddömunnar með ró og fór konan út frá mannin- um sínum án þess að verða nokkurs vísari. Presturinn hafði ekki gefið á sér nokkurn höggstað, hann var ekki undir það búinn að játa, mest vegna þess að hann hugðist leita færis að koma Eygló burt af heimilinu á öruggan stað áður en versta hrinan dyndi yfir. Nóttina næstu varð Birni ekki svefnsamt, hann barðist í sífellu við ásæknar hugsanir um rétt eða rangt og kom hvað eftir annað að sömu torfærunum. Hann var eiðsvarinn eiginkonunni frammi fyrir guðs altari í kirkju. Á næstum sama hátt var hann eiðsvarinn konunni ungu sem gekk með barnið hans, konunni sem hann unni svo heitt. Undir morgun festi hann örstuttan blund og þá skinu honurn tvær stjörnur svo skær- ar eins og guðs eigin ásjóna hefði stigið niður af himnum, það voru augu ástmeyjarinnar, svo fagurblá og hreinskilin og biðjandi, þann eið gæti hann aldrei rofið.“ Matvöruverslunin Kimarr Hafnarstræti 20 Opiö sunnudaginn 23. desember, (Þorláksmessu) til kL 22.00 Aðfangadag til kl 12.00 Þökkum góðar móttökur og óskum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári Bændur munið bláu nótumar Kiman í jólaskapi - sími 25655 Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Lifandi tónlist öll kvöld 20.-23. desember Segitlbcindið 26.-29. desember Amma Dýrunn 30.-31. desember Hljómsveitin Namm Vertu rétt staðsettur Jólahlaðborð í hádegi fram að jólum. Frí heimsendingarþjónusta Sími 24199

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.