Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 3
fréttir Fimmtudagur 20. desember 1990 - DAGUR - 3 Iðnþróunarfélag Pingeyinga: Hugmyndir um stóriðju í sýslunni - vinnsla á súráli og gullgrýti frá Grænlandi Vinnsla súráls úr báxíti og vinnsla gulls úr gullgrýti frá Grænlandi voru meðal þeirra stóriðjukosta sem Asgeir Leifsson, iðnráðgjafi á Húsa- vík, kynnti á aðalfundi Iðn- þróunarfélags Þingeyinga sl. mánudag. Við slíka vinnslu gæti komið til greina að nota jarðgufu frá háhitasvæðinu í Oxarfirði eða frá Þeistareykj- um. Staðsetja mætti slíkan iðn- að á strandlengjunni á Tjör- nesi, frá Mána að Engidal og að Bangastöðum, eða austur við Leirhöfn. í ársskýrslu Iðnþróunarfélags- ins segir Asgeir að atvinnuástand Fjarvinnslustofan Orðtak á Hvammstanga hefur nú gert samning við útgáfufyrirtækið Líf og sögu og hefur hafið umbrotsvinnu fyrir það. Að sögn Steingríms Steinþórsson- ar í Orðtaki inunu þeir trúlega sjá um umbrot á allt að 15 ætt- fræðibókum á næsta ári fyrir Líf og sögu. Þessi samningur var gerður fyrir skömmu og er það stærsta sem Orðtak hefur þessa stundina í takinu að sögn Steingríms. Auk þess er veriö að vinna í ýmsu smáu og farið er að nálgast lok hlutafélagaskrárinnar sem Orðtak hefur verið að vinna fyrir ríkið. í Þingeyjarsýslum sé ótryggt en sérstaklega þó í Norður-Þingeyj- arsýslu, þar sé spáð um helmings- fækkun fólks á næstu 20 árum. Þingeyjarsýslur eiga þó ýmsar auðlindir, svo sem margvísleg steinefni, orku bæði í formi jarð- hita og vatnsafls og ef til vill gas og olíu í Öxarfirði. Á döfinni er uppbygging áliðn- aðar á íslandi. Vinnsla súráls úr báxíti er mjög orkufrek, en til þarf um fjögur tonn af gufu á hvert tonn súráls, einnig þarf olíu eða gas til að glæða súrálið. Talið er að hagræði við að nýta jaröhita fyrir súrálsverksmiðju með verið að forvitnast urn fjar- vinnslustofuna og virtist áhugi fyrir stofnun slíkra fyrirtækja vera mikill. „Ég held að það sé grundvöllur fyrir fjölda fjarvinnslustofa á landinu, en auðvitað getur fólk ekki bara treyst á ríkið varðandi verkefni, heldur verða menn að fiska á fleiri stöðum. Þegar sam- keppni verður komin á í þessari atvinnugrein verða það síðan þeir sem standa sig best sem lifa af eins og í öðru,“ sagði Stein- grímur Steinþórsson. afkastagetuna 600 þúsund tonn á ári nenii 21 milljón dollara á ári. Heildarstofnkostnaður við slíka verksmiðju, að meðtalinni höfn, gufulögn, borunum og rannsóknakostnaði mundi vænt- anlega nema um 25 til 30 millj- örðum króna. Við vinnslu súráls úr báxíti myndast mikið af rauðri leðju. Telur Ásgeir að losna megi við leðjuna til ýmissar framleiðslu; járnframleiðslu, sementsfram- leiðslu. til keramikiðnaðar og vegagerðar. Aðstæður til þessar- ar framleiðslu kunna að vera ein- stæðar í Þingeyjarsýslu þar sem fáanleg er jarðgufa í miklum mæli og hana er hægt að leiða nálægt góðu hafnarsvæði, en jarðgufu mun hægt að leiða lang- ar vegalengdir með tiltölulega litlum kostnaði. Ásgeir segir einnig í skýrslunni að vinnsla gullgrýtis mcð jarðhita sé orðin þekkt aðferð. Gullgrýtið sé gabbró sem síðan sé hugsan- legt að nýta í slitlag á vegi. Hann segir að í sýslunni séu finnanleg ýmis steinefni í miklum mæli, svo sem vikur, gjall, gjallsandur og hugsanlega perlusteinn sem gæti orðið útflutningsvara og hugsan- legt að nýta ásamt rauöu leðjunni og gabbróinu, vinna og þurrka og flytja út mcð sömu skipum og kæmu með báxítið. Tilraunaboranir í Öxarfirði tel- ur Ásgeir aö kosti um 70 milljón- ir og ekki kosti minni upphæð að rannsaka Þeistareykjasvæðið. Hann telur að mcð núverandi mannafla væri hægt að standa undir fyrirtæki með um 300-400 störfum í Þingeyjarsýslum. IM Fjarvinnslustofan Orðtak: Umbrotssaimiingur við Iif og sögu - áhugi fyrir fleiri íjarvinnslustofum Þið gertö betrí matarkaup iKEAHETTO Braga kaffi ný jóiablanda. kr. 102.- pk. Braga Colombia.....kr. 102.- pk. Braga Santos.......kr.102.- pk. Braga Ameríka......kr. 91.- pk. Athugið okkar verð á Emmess ís, jólaöli, Sanitas-gosdrykkjum, niðursoðnum ávöxtum og niður- soðnu grænmeti frá K. J. Klementínur kr. 1.050.-, 10 kg. kassi. Athugið! Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. 24. desember opið frá kl. 09.00-12.00. Kynnist NETTÓ-verdi KEANETTÓ Steingrímur segir að staða fyrirtækisins verði ágæt um ára- mót, að vísu ekki miklir afgangs- fjármunir, en heldur ekki miklar skuldir. Hann sagði að töluverð- ur fjöldi fólks víðs vegar á land- inu hefði haft samband við sig og Aflabrögð á Norðurlandi: Iitiðumlcðnu í nóvember- mánuði Heildarafli landsmanna í nóvembermánuði síðastliðnum var 146.259 tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands, en í sama mánuði í fyrra veiddust 138.763 tonn. Hér er því um nokkra aukn- ingu að ræða, en Norðurland er eini landshlutinn sem sýnir verulegan samdrátt. Á Norðurlandi komu togarar og bátar með 21.713 tonn að landi í nóvember á móti 34.488 tonnum í nóvember 1989. Skýringin á þessum samdrætti er aðallega fólgin í minni loðnuafla. í nóvembermánuði fengu norð- lensku loðnubræðslurnar 11.936 tonn á móti 24.535 í sama mán- uði á síðasta ári. Að öðru leyti er ekki um mikl- ar sviptingar að ræða. Þorskafl- inn er ívið meiri nú og það sama má segja um ufsann. Karfinn hrapar úr 1.307 tonnum í 526 og ýsuaflinn dregst einnig saman. Þá var steinbíturinn tregur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.