Dagur - 20.12.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. desember 1990 - DAGUR - 15
íþróttir
l
Akureyrarmót í handbolta:
Þór og KA í Höllmni annað kvöld
- „ætlum að vinna leikinn,“ segir Jóhann Samúelsson leikmaður Þórs
Meistaraflokkslið KA og Þórs
mætast annað kvöld í fyrri leik
liðanna í Akureyrarmótinu í
handknattleik. Leikurinn fer
Handbolti:
Akureyrannót
í HöUiimi
Keppni í Akureyrarmótinu
í handbolta hefst á morgun
föstudag í íþróttahöllinni en
þá verða leiknir 11 leikir.
Keppni hefst kl. 13.00 og
stendur fram á kvöld. Að
venju eru það lið Þórs og
KA sem eigast við í mörgum
flokkum.
Ástæða er til þess að hvetja
handknattleiksunnendur ti!
þess að mæta í Höllina og
fylgjast með skemmtilegum
viðureignum. Annars er tíma-
setning leikjanna á morgun
þessi:
Kl. 13.00 6. fl. ka. A.
Kl. 13.30 6. fl. ka. B.
Kl. 14.00 5. fl. kv. A.
Kl. 14.30 5. fl. ka. A.
Kl. 15.10 5. fl. ka. B.
Kl. 15.50 5. fl. ka. C.
Kl. 16.30 4. fl. kv. A.
Kl. 17.10 3. fl. ka. A.
Kl. 18.05 3. fl. kv. A
Kl. 19.00 3. íl.,ka. B.
Kl. 20.30 mfl. ka.
Leikur Þórs og KA í 4.
flokki karla verður leikinn 28.
desember nk. -KK
fram í íþróttahöllinni og hefst
kl. 20.30. Yngri flokkar sömu
félaga mætast einnig í sömu
keppni á morgun og er nánar
sagt frá tímasetningu þeirra
annars staðar á síðunni.
Þórsarar eiga heimaleik, ef
hægt að tala um slíkt en seinni
viðureign félaganna fer fram á
sama stað föstudaginn 28. des.
nk. Þór og KA hafa leikið nokkra
æfingaleiki innbyrðis í vetur og
þá hefur oftast verið jafnræði
með liðunum.
KA-menn eru sem stendur í 7.
sæti 1. deildar að loknum 16
umferðum. Leiknar verða 22
umferðir en síðan tekur við
úrslitakeppni 6 efstu liða um
íslandsmeistaratitilinn og keppni
6 neðstu liða um fall í 2. deild.
Þórsarar hafa staðið sig mjög
vel í 2. deildinni og sitja á toppi
deildarinnar um þessar mundir.
Þeir hafa aðeins tapað einu stigi
en það var gegn UMFN í Njarðvík
í fyrsta leiknum. Blaðamaður
Dags hafði samband við Jóhann
Samúelsson stórskyttu Þórsara
og spjallaði stuttlega við hann um
leikinn við KA á morgun og um
árangur Þórsliðsins í 2. deildinni.
„Við ætlum okkur að vinna
þennan leik við KA og ef við spil-
um skynsamlega á okkur að tak-
ast það. Þetta verður mikill bar-
áttuleikur eins og alltaf þegar
þessi lið mætast og ég vona að
áhorfendur láti sig ekki vanta í
Höllina," sagði Jóhann.
„KA og Þór eru með mjög ólík
lið að því leyti að ég tel okkar lið
vera mun jafnara. Það sést best á
því hvernig markaskorunin rað-
ast á leikmenn liðanna. Marka-
skorunin hjá okkur dreifist
nokkuð jafnt en hjá KA er Hans
Guðmundsson oftast atkvæða-
mestur og hann getur gert út urn
leiki á góðum degi.“
Varðandi keppnina í 2. deild,
sagði Jóhann að liðin í deildinni
væru mjög misjöfn að getu og að
segja mætti að hún skiptist í
tvennt.
„Það hefur verið nokkuð góð-
ur stígandi í Þórsliðinu og hópur-
inn er samhentur. Okkar erfið-
ustu andstæðingar hafa verið
HK, Breiðablik og UMFN. Við
eigum eftir að leika gegn HK fyr-
ir sunnan og það verður örugg-
lega erfiður leikur. En við leggj-
um alla áherslu á að verða efstir
í undankeppninni og komast
þannig með fjögur stig í úrslita-
keppnina."
Þór er ennþá nteð í bikar-
keppninni og leikur gegn
Ármanni eftir áramót og eiga
Þórsarar mjög góða möguleika á
því að komast í 8 liða úrslit í
þeirri keppni. -KK
Jóhann Samúelsson og félagar hans í Þór mæta KA í Akureyrarmótinu í
handbolta á morgun. Mynd: Goiii
Atvinnumaðurinn af Króknum:
Iist vel á gengi gömlu körfufélaganna
stutt spjall við Eyjólf Sverrrisson
Knattspyrnumaöurinn af
Króknum, Eyjólfur Sverris-
son, sem nú er að gera garðinn
frægan með liði Stuttgart í
Þýskalandi kom sl. þriðjudag
heim í stutt jólafrí. Dagur
hafði samband við kappann,
en síðasta afrek hans var að
skora sigurmark Stuttgart gegn
Frankfurt í síðasta leik liðsins
fyrir jól.
„Það er gaman þegar vel
gengur, en maður á ekki fast sæti
í liðinu, því um leið og eitthvað
er farið að slaka á dettur maður
út aftur. Nýi þjálfarinn er strang-
ur og grimmur og er nákvæmlega
sama hvað mennirnir heita. Við
erum búnir að vinna þrjá af fjór-
um síðustu leikjunt og mórallinn
er góður í liðinu, þó að stundum
heyrist hljóð úr horni þegar
stjörnurnar fá ekki að vera með.“
í vetur reif Eyjólfur vöðva aft-
an í læri og sleit hásin, en segist
Flokkakeppni Borðtennis-
, sambands íslands:
Agætur árangur
keppenda frá HSÞ
Borðtenniskrakkar úr Magna á
Grenivík tóku þátt í Flokka-
keppni Borðtennissambands ís-
lands um helgina og kepptu
þar undir merki HSÞ og stóðu
sig nokkuð vel. Keppt var í
fjölmörgum riðlum en Magni
sendi þrjú tveggja manna lið til
þátttöku í unglingaflokki, eitt
piltalið og tvö stúlknalið, þá
kepptu stúlkurnar einnig í
kvennaflokki.
Víkingar áttu flesta þátttak-
endur í mótinu og stóðu kepp-
endur félagsins uppi sem sigur-
vegarar í nánast öllum riðlum.
Um var að ræða fyrri umferð
keppninnar en sú síðari fer fram í
mars á næsta ári og í framhaldi af
því leika tvö efstu liðin í riðlun-
um til úrslita.
Lið HSÞ varð í öðru sæti í sín-
um riðli í unglingaflokki pilta og
A-lið stúlkna frá HSÞ varð einnig
í öðru sæti í sínum riðli og B-lið
félagsins í því þriðja. í piltaliði
HSÞ voru þeir Ægir Jóhannsson
og Gauti Valur Hauksson, í A-
liði stúlkna voru Elín Þorsteins-
dóttir og Elva Helgadóttir en í B-
liðinu Margrét Hermannsdóttir
og Berglind Bergvinsdóttir.
Þegar stúlkurnar léku í
kvennaflokknum, voru Elín og
Margrét saman í liði og höfnuðu í
öðru sæti riðilsins og Elva og
Berglind léku saman og höfnuðu
í fjórða sæti. -KK
vera búinn að ná sér að fullu eftir
það. Hann segist vera búinn að
koma sér ágætlega fyrir hjá þjálf-
arnum eftir síðustu leiki, en ekki
sé hægt að tala um hann sem
fastamann ennþá. Dagur spurði
hann að því hvernig tilfinning
það væri að gera sigurmark í
þýsku knattspyrnunni og hvort
það væri öðruvísi en skora á vell-
inum undir Nöfunum á Sauðár-
króki.
„Tilfinningin er býsna góð, en
ég held að mark sé nú bara alltaf
mark.“
Eyjólfur var einnig einn af lykil-
mönnum körfuknattleiksliðs
Tindastóls áður en hann fór utan
í atvinnumennsku. Fylgist hann
með gengi sinna gömlu félaga?
„Ég reyni að fylgjast grannt
með því og líst vel á það sem er
að gerast og ég spái því að
íslandsmeistaratitillinn komi
loksins á Krókinn. Það væri ekk-
ert léiðinlegt að vera í körfu líka
eins og áður, en nóg er að gera í
fótboltanum einum.“
Samningur Eyjólfs við Stuttgart
rennur út næsta sumar, en hann
segist ekkert vera farinn að velta
framhaldinu fyrir sér. Trúlega
verði þó farið að ræða málin eftir
áramót. Eyjólfur sagði alltaf
jafngaman að koma heim á
Krókinn og sérstaklega núna í
hangikjötið og laufabrauðið.
Hann fer utan aftur á annan í
jólum, en þá heldur lið Stuttgart
til Flórída f æfingabúðir áður en
slagurinn byrjar aftur. Dagur
óskar Eyjólfi gleðilegra jóla og
góðs gengis á vellinum eftir ára-
mótin. SBG
Knattspyrna:
Tveir KA-
menn í drengja-
landsliðinu
- sem keppir í ísrael
í kringum áramótin
Tveir knattspyrnumenn úr
KA, þeir ívar Bjarklind og
Brynjólfur Sveinsson, hafa
verið valdir í drengjalands-
lið Islands sem tekur þátt í
Winter Tournament í Israel
í kringum áramótin. Liðið
heldur utan þann 26. des-
ember nk. og kemur heim 3.
janúar.
íslenska liðið leikur fyrst
gegn Portúgal, Tyrklandi og
Póllandi en á gamlársdag
verður leikið unt sæti. Úrslita-
leikur keppninnar fer hins
vegar fram 2. janúar.
Sautján Ieikmenn voru vald-
ir til fararinnar og þeir eru:
Alfreð Karlsson ÍA
Árni Arason ÍA
Brynjólfur Sveinsson KA
Gunnar Egill Þórsson Víkingi
Gunnlaugur Jónsson ÍA
Helgi Sigurðsson Víkingi
Hrafnkell Kristjánsson FH
ívar Bjarklind KA
Jóhann Steinarsson ÍBK
Jón Gunnar Gunnarsson FH
Lúðvík Jónasson Stjörnunni
Orri Þórðarson FH
Pálmi Haraldsson ÍA
Sigurbjörn Hreiðarsson Val
Sigurvin Ólafsson Tý
Viðar Erlingsson Stjörnunni
Þorvaldur Asgeirsson Fram
Þjálfarar liðsins eru þeir
Kristinn Björnsson og Þórður
Lárusson. -KK
Knattspyrna:
Þorvaldur í
Breiðablik
Þorvaldur Jónsson, mark-
yörður Leiftursmanna í
Ólafsfirði, hefur ákveðið að
flytja sig yfir heiðar og verja
mark Breiðabliksmanna í 1.
deildarkeppninni í knatt-
spyrnu á næsta keppnistíma-
bili.
Þorvaldur hefur verið að
huga að félagaskiptum á
undanförnum vikuni og hafa
nokkur félög syðra verið inni í
myndinni, m.a. ÍR. Breiðablik
varð að lokum fyrir valinu,
enda ávann félagið sér rétt til
að leika í fyrstu deild á næsta
keppnistímabili.
Þorvaidur þekkir vel til
markvörslu í fyrstu deildinni.
Hann varði á sínum tíma mark
KA-manna og síðar Leifturs,
þegar félagið spilaði í fyrstu
deild. óþh
Vertu stilltur
allan sólarhringinn.... rrQ§>ru$|f<
FM98.7
★ Góð tónlist
★ Getraunir
★ Viðtöl
Fro^il
FW98.7
-útvarpið þitt í jólaskapi.
j