Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 21. desember 1990 i Ávinningur af sameiningu Presthóla- og Öxarfjarðarhrepps: Bætt skuldastaða og aukin framlög - Jöfnunarsjóður mun styðja mjög við bakið á nýju sveitarfélagi frétfir Nefnd skipuð hreppsnefndar- mönnum í Presthólahreppi og Öxarfjarðarhreppi í Norður- Þingeyjarsýslu hefur á þessu ári kannað möguleikana á því að hrepparnir tveir verði sam- einaðir í eitt sveitarfélag. Eftir að félagsmálaráðuneytið gaf grænt Ijós á tillögur sameining- arnefndar var ákveðið að efna HOTEL KEA óskar viðskiptavinum sínum gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Á föstudag, laugardag og sunnudag bjóðum við vestfirska skötu og saltfisk m/hnoðmör og hamsatólg. Opnunartími Súlnabergs og veitinga- sala II. hæð verður sem hér segir. Föstudagur 21. des. til kl. 22.00 Laugardagur 22. des. til kl. 23.00 Mánudagur 24. des. til kl. 13.00 Jóladagur 25. des. LOKAÐ Annar í jólum 26. des. LOKAÐ Gamlársdagur 31. des. til kl. 13.00 Nýársdagur 1. jan. LOKAÐ Aðra daga er opið eins og venjulega ll Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. Hótel KEA fyrir vel heppnaða veislu til kosninga um málið og ganga íbúar í hreppunum tveimur að kjörborðinu nk. laugardag. Hreppasameining iiefur verið býsna algeng á síðustu árum og rökin fyrir sameiningu hafa yfir- leitt verið í grófum dráttum þau að eitt tiltölulcga fjölmennt sveit- arfélag sé sterkara en tveir eða nokkrir fámennir hreppar. Þessi rök virðast líka eiga við í þessu tilviki, en við skulum líta nánar á þann ávinning sem samciningar- nefndin er að fiska eftir. Ljóst er að helsti ávinningur- inn fyrir Presthólahrepp er sá að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun greiða upp ábyrgðarskuklir sem hafa hvílt þungt á hreppnum eftir gjaldþrot fyrirtækja. Stærsti pósturinn þar er gjaldþrot Sæbliks. Með sameiningu verður skuldastaða Presthólahrepps og Öxarfjarðarhrepps jöfnuð. Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, sagði að nýr sameinaður hreppur myndi fá tekjujöfnunarframlag sem væri tæplega 4 milljónum króna hærra en Presthólahreppur fær nú. Skýringin er sú að íbúar í nýja hreppnum verða yfir 300 talsins og þar með eykst tekjujöfnunar- framlag og þjónustuframlag. Öxfirðingar fá þannig á sama hátt aukið tekjujöfnunarframlag svo og þjónustuframlag, sem þeir fá ekki í dag sökum fámennis. Báðir hrepparnir hagnast síðan á því að Jöfnunarsjóður greiðir 70% af eðlilegum launum sveit- arstjóra í fjögur ár. „Einnig má nefna að félags- málaráðuneytið mun beita sér fyrír því við samgönguráðuneytið að hraðað verði gerð bundins slit- lags frá Skinnastað að Raufar- höfn. Þetta voru okkar óskir og við lögðunt til að framkvæmdir myndu hefjast 1992 og ljúka 1994. Félagsmálaráðuneytið hef- ur tekið undir það sjónarmið að nauðsynlegt sé að hafa samgöng- ur í lagi þegar sveitarfélag er stækkað á þennan hátt," sagði Ingunn. Hún gat þess líka að ef af sam- einingu verður muni félagsmála- ráðuneytið óska eftir því við Byggðastofnun að stofnunin beiti sér fyrir atvinnuuppbyggingu í hinum sameinaða hreppi. Loks nefndi hún að Jöfnunarsjóður myndi greiða 50% af fram- kvæmdum við hitaveitulögn í Lundarskóla og grunnskólanum á Kópaskeri því með sameiningu yrði litið á þetta sem stofnfram- kvæmd. SS Staða starfsmanns til að vinna að eflingu heimilisiðnaðar í sveitum auglýst: I upphafi verður sjónum beint að heimilisiðnaði og smáverkefnum - segir Álfhildur Ólafsdóttir Starfshópur á vegum landbún- aðarráðuneytisins, Stéttar- sambands bænda og Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins hefur auglýst eftir að ráða atvinnumálafulltrúa sem hafi það hlutverk að vinna að efl- ingu heimilisiðnaðar og skyldra verkefna í sveitum. Einkum er sjónum beint að atvinnu sveitakvenna. Álfhildur Ólafsdóttir, ráðu- nautur að Akri í Vopnafirði, sem sæti á í starfshópnum, segir að Framleiðnisjóður hafi ákveðið að 2,5 milljónir króna skyldu renna til þessa verkefnis og í ljósi þess hafi verið ákveðið að auglýsa starf atvinnumálafulltrúa lausa til umsóknar. „Við höfum reiknað með að í upphafi einbeittu menn sér að ýmiss konar heimilisiðnaði, gerð minjagripa og öðrum minniháttar verkefnum. Við vitum um að fólk er að fást við ýmislegt, en vantar smáaðstoð, t.d. við markaðssetn- ingu, tæknimál og fleira. Við vilj- um í upphafi byggja á því fólki sem þegar er byrjað að vinna að einhverju eða hefur fastmótaðar hugmyndir um verkefni. Vandinn er að fá góðan starfsmann í þetta. Við teljum að til þess að þetta vinnist vel verði viðkomandi að vera afar ferða- glaður og tilbúinn til þess að fara um allar sveitir,“ sagði Álfhildur. óþh „Lindubílliim11 lokaði hrmgvegmum - lenti þversum í Ból- staðarhlíðarbrekkunni „Lindubíllinn“ svokalladi frá Akureyri lokaði hring- veginum í Bólstaðarhlíðar- brekkunni vestan Vatns- skarðs á þriðju klukkustund sl. miðvikudag, þegar hann lenti þversum á veginum. Vöruflutningabíllinn var að koma niður brekkuna þegar hjöruliðskross gaf sig og bíli- inn fór að fríhjóla niður. Endirinn varð síðan sá að bíil- inn lenti algjörlega þversum á veginum og stöðvaðist. Fá varð veghcfil úr Skagafirði til að draga bílinn burtu og niður að Húnaveri. Á meðan mynd- aðist töluverð biðröð beggja vegna frá af bílum. Mestu mildi má telja að bíllinn stöðv- aðist þarna, en fór ekki út af veginum eða valt. SBG Húsaleiga hækkar Leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem sam- kvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðai- launa, hækkar um 3,0% frá og með 1. janúar 1991. Pessi hækkun reiknast á þá leigu sem cr í desember 1990. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í febrúar og mars. Launavísitalan: HækkarumO,l% milli mánaða Hagstofan hefur reiknað launavísitölu fyrir desem- bermánuð 1990, miðað við meðallaun í nóvember. Er vísitalan 117,0 stig eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sent gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveð- lána, tekur sömu hækkun og er því 2.561 stig í janúar 1991. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð • Kjörbúð KEA Sunnuhlíð \k W Vörukynningar föstudag og laugardag Ötker frómas ★ Frón smókökur ★ Kjörís ★ Jólaöl fró Sanitas Óskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrajóla og farsœldar á nýju ári. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Opið föstudag frá kl. 9-22, laugardag kl. 10-23 og aðfangadag kl. 9-12

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.