Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 16
Laugardaginn 22. desember frá kl. 17.-22. bjóðum við hlaðborð í Smiðju Úrval heitra og kaldra rétta á aðeins kr. 1.000.- pr. mann. Þorvaldur Hallgrímsson leikur jólalög á píanó. Fræi sáð í menningarjarðveginn á Akureyri: Stofimn bamaleik- húss í undirbúningi - Örn Ingi telur leiklistarþörf barna vanrækta Myndlistarmaðurinn Örn Ingi hefur viðrað þá hugmynd að koma á fót leikhúsi barna og unglinga á Akureyri. Hann tel- ur fulla þörf fyrir slíkt leikhús enda sé leiklistarþörf barna hvergi nærri fullnægt, en þau hafi hins vegar greiðan aðgang að myndiist og tónlist. Örn Ingi kveðst harðákveðinn í því að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd og hann stefnir að því að geta farið með leikhóp á listahátíð barna sem haldin verður í Reykjavík næsta vor. „Mig langar að fylgja því eftir sem ég hef gert annars staðar með börnum, og reyndar full- orðnum líka, og bjóða upp á leiklistarnámskeið eða leik- smiðju. Þetta er tilraun og ég óska eftir áhugasömu fólki sem vill taka þátt í þessu starfi. Tilraunin kallar á húsnæði sem er nægilega stórt til að rúma námskeiðssýn- ingar og jafnvel sérstakar barna- leikhússýningar, en þau mál eru nú í athugun," sagði Örn Ingi. Hann segir að hugmyndin um barnaleikhús hafi fengið góðan hljómgrunn í menntamálaráðu- neytinu og barnamenningarnefnd og hann telur ekki óeðlilegt að skóla- og menningarmálayfirvöld á Akureyri láti málið líka til sín taka. Þá hefur Sjónvarpið sýnt áhuga á að taka upp væntanlegan afrakstur af starfi barnaleikhúss til að sýna í barnatímum. Aðspurður kvaðst Örn Ingi fullviss um það að börn hefðu mikinn áhuga á leiklist og sagðist hann m.a. hafa kynnst því við uppsetningu árshátíða í skólum. Hann vill að barnaleikhúsið fáist að mestu við frumsamin verk og rækti spunann. Þarna gætu for- eldrar og áhugamenn um leiklist komið inn í og framhaldið gæti jafnvel orðið stofnun áhugaleik- félags, sem hann segir tilfinnan- lega vanta á Akureyri: „Leikfélög setja gjarnan upp barnaleikrit en það er óplægður akur að láta börnin gera þetta sjálf. Fátt þykir mér aumkunar- verðara en að sjá fullorðið fólk leika börn. Ég efast heldur ekki um að Leikfélag Akureyrar myndi fagna þessu framtaki því það gæti sótt góðan efnivið í barnaleikhúsið. Akureyri er góð- ur bær en það má gera hann betri,“ sagði Örn Ingi. SS ■ Flestir vissu að Ijósmyndarinn okkar er hávaxinn, en að hann gæti litið niður á Ijósastaur hafði engum komið til hugar. Mynd: Goiii Jólaljósin slökkt á Húsavík: Sextíu perum hnuplað afjólatrénu „Það er búinn að vera bölvaður ófriður með þetta,“ sagði Sig- mundur Þorgrímsson, verk- stjóri hjá Húsavíkurbæ, aðspurður um þá áráttu Húsvíkinga að fjarlægja Iitaðar Ijósperur og slökkva þannig jólaljósin sem bæjarstarfs- menn tendra á jólatré bæjar- ins. Viku af desember var reist norðan við Vegamót lítið en laglegt, sjö metra hátt jólatré. Bærinn keypti tréð og fékk það úr Kjarna. Tréð var skreytt með um 90 lituðum ljósperum, en nú hafa alls verið fjarlægðar 60 per- ur af trénu og sagði Sigmundur að bærinn væri hreinlega að verða uppiskroppa með litaðar perur og því hefði verið gripið til þess ráðs að setja ólitaðar perur neðst á tréð. Eina nóttina um síðustu helgi vakti lögreglan Sigmund, en þá var búið að losa stög sem héldu trénu og urðu bæjarstarfsmenn að fara af stað til að festa tréð aftur. Sigmundur sagði að oft hefði verið afar slæm meðferð á jólatrénu en sjaldan eins og núna, þetta væri einkennileg árátta að geta ekki látið tréð í friði. Sigmundur sagðist vona að þetta færi að lagast, tréð hefði fengið frið síðan á mánudag og á miðvikudagskvöld hefðu komið stálpaðir unglingar heim til sín, játað að hafa valdið hvarfi á perum, beðist afsökunar og lofað bót og betrun. Þótti Sigmundi vænt um þá heimsókn. Talsvert hefur verið um að ruslakössum í bænum væri spark- að niður og umferðarmerki skemmd í vetur, en að sögn Sig- mundar er umgengni ruslakassa- niðurrifsmannanna frekar að skána. IM Fiskiðjusamlag Húsavíkur: JólaMð hófst í gær Síðasti vinnsludagur fyrir jól hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur var í gær og er starfsfólkið í jólafrí. Vinna hefst ekki á ný fyrr en Kolbeinsey kemur úr fyrstu veðiferð eftir jólin. Togarinn er nú í slipp á Akur- eyri. Júlíus Havsteen kom úr veiði- ferð í gær og er á leið í slipp til Akureyrar. Um er að ræða venjulegt viðhald á báðum togur- unum. IM Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Dregur sig úr Sölusamtökum umáramót „Undirbúningur hefur staðið yfir á þessu ári og sölu- starfsemin hjá okkur er komin af stað en það má segja að formlega verði þessi breyting um áramótin,“ sagði Baldvin Valdemarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri K. Jónssonar & Co. hf. á Akureyri, en um ára- mót gengur fyrirtækið úr Sölu- samtökum lagmetis og sér eftir það sjálft um sölu á fram- leiðslu sinni. „Með þessu má segja að flytjist hingað a.m.k. fjögur stöðugildi. Ég hef trú á að í framtíðinni eigi þessi þáttur innan fyrirtækisins, þ.e. sölustarfsemin, eftir að fara vaxandi með fjölbreyttari fram- leiðslu," sagði Baldvin. Hann segir ekki hægt að tala um að mikil reynsla sé komin á þessa starfsemi innan fyrirtækis- ins þótt hún sé komin af stað. Hins vegar hafi verið fullreynt að selja í gegnum Sölusamtökin og því verið full ástæða til að reyna nýj- ar leiðir. „Þessu fylgir líka að störf sem unnin voru í Reykjavík flytjast hingað heim. Því fylgir hagræðing sem á að gera okkur samkeppnishæfari,“ sagði Bald- vin. JÓH er besta jólagjöfín 1. Ég hef lifað mér til gamans Gylfi Gröndal Kr. 2.780,- 2. Þá hló þingheimur Árni Johnsen og Sigmund Kr. 2.880,- 3. Neistar frá sömu sól Svanhildur Konráðsdóttir Kr. 2.680,- 4. Kristján Garðar Sverrisson Kr. 2.680,- 5. Bubbi Silja Aðalsteinsdóttir og Ásbjörn Morthens Kr. 2.980,-/1.980,- 6. Saga Akureyrar Jón Hjaltason Kr. 5.000,- 7. Næturverðirnir Alastair MacNeill Kr. 1.788,- 8. Seiður sléttunnar Jean M. Auei Kr. 3.480,- 9. Betri helmingurinn Ýmsir höfundar Kr. 2.480,- 10. Islensk sanitíð* Ritst. Vilhelm G. Kristinsson Kr. 2.986,- Barna- og unglingabækur 1. Tár, bros og takkaskór Þorgrímur Þráinsson Kr. 1.290,- 2. Ráðgátan í víkinni Enid Blyton Kr. 1.148,- 3. Haltu mér, slepptu niér Eðvarð Ingólfsson Kr. 1.390,- 4. Emil, Skundi og Gústi Guðmundur Ólafsson Kr. 998,- 5. Solla Bolla og Támína - Jólaskemmtunin Elfa Gísla og Gunnar Karlsson Kr. 878,- 6. Undan illgresinu* Guðrún Helgadóttir Kr. 1.480,- 7. Fríða framhleypna Lykke Nielsen Kr. 890,- 8. Leynifélagið sjö sainan* Enid Blyton Kr. 1.148,- 9. Ari lærir að synda Suzy-Jane Tamier Kr. 590,- 10. Anna í Grænuhlíð 3 L.M. Montgomery Kr. 1.190,- TÖLVUTÆKI BÓKVAL Nýjar bækur á listanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.