Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 5
^rrrr
Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 5
iiili
Aígreiðsliitími verslana
í desember umfram \reti)'u
Föstudagiim ........ 21. desember frá lcL 09.00-22.00
Laugardagmn ........ 22. desember frá Id. 10.00-23.00
Mánudaginn ......... 24. desember írá Id. 09.00-12.00
Kaupfélag Byfirdinga — Kaupmannafélag Akureyrar
bœkur
-í
Gaman og alvara
- Myndir úr lífi
Péturs Eggerz,
fyrrverandi sendiherra
Út er komin bókin Gaman og
alvara - Myndir úr lífi Péturs
Eggerz, fyrrverandi sendiherra.
I kynningu frá útgefanda segir
m.a.:
„Þetta er minningabók Péturs
Eggerz. Hann segir hér fyrst frá
lífi sínu sem lítill drengur í Tjarn-
argötunni í Reykjavík, þegar
samfélagið var mótað af allt öðr-
um viðhorfum en tíðkast nú á
dögum. Síðan fjallar hann um
það er hann vex úr grasi og
ákveður að nema lögfræði og
hvernig það æxlast að hann ræðst
síðar til starfa í utanríkisþjónust-
unni og verður sendiherra.
Pétur Eggerz hefur kynnst
miklum fjölda fólks og þar má
nefna Svein Björnsson forseta og
Georgíu forsetafrú, Ólaf Thors,
Vilhjálm Pór, Jóhann Sæmunds-
son lækni, Jónas Thoroddsen og
fleiri. f sendiherrastarfi getur
margt gerst, bæði gaman og
alvara..."
Siðfiræði
Út er komin bókin Siðfræði eftir
Pál Skúlason prófessor í heim-
speki.
Bókin skiptist í þrjá hluta. I
fyrsta hluta er fjallað um frum-
atriði siðferðisins, verðmæti og
bresti í siðferði fólks. í öðrum
hluta er fjallað um siðfræði sem
sjálfstæða fræðigrein og þær
hættur sem henni stafa af for-
•ræðishyggju og sjálfdæmis-
hyggju. 1 þriðja hluta er fjallað
um forsendur siðferðilegrar
ákvörðunar og sett fram líkan af
helstu kenningum sem taka má
mið af í því sambandi. Þriðja
hlutanum fylgja æfingar sem
henta til þjálfunar í siðferðilegri
yfirvegun.
í viðauka bókarinnar er fjallað
um þrenns konar grunnafstöðu
manna til náttúrunnar. Þá fylgja
ítarlegar orðskýringar. Einnig er
að finna í bókinni skrá yfir
íslensk rit og greinar um siðfræði,
auk erlendrar ritaskrár. Aftast er
viðamikil atriðaorðaskrá.
Siðfræði kemur út á vegum
Rannsóknarstofnunar í siðfræði
en bókaforlagið Birtingur annast
dreifingu.
Á Landakoti
Bókaútgáfan Setberg hefur sent
frá sér bókina Á Landakoti.
Höfundur bókarinnar, dr.
Bjarni Jónsson, yfirlæknir, var
um áraraðir fremsti sérfræðingur
Islendinga í bæklunarsjúkdóm-
um og meðferð höfuðslysa.
í kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „Þetta er saga af merkri
stofnun, m.a. um líknarstarf
systra í nærri heila öld. Margir af
fremstu læknum landsins koma
hér við sögu.“
Á Landakoti er 256 blaðsíður
að stærð-