Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 3
Salan á hlutabréfum ríkisins í Pormóði ramma hf.:
Verkalýðsfélagið Vaka mótmælir söluimi
- frumvarp flutt á Alþingi vegna málsins
Skiptar skodanir eru á Siglu-
firði um sölu ríkissjóðs á 57%
af hlutafé í Þormóði ramma hf.
til tveggja fyrirtækja, hlutafé-
Iaganna Egilssíldar og
Drafnar. Verkalýðsfélagið
Vaka mótmælir sölunni á þeim
grundvelli að framtíð fyrir-
tækisins sé tryggust í því formi
að ríkið eigi mestan hluta þess.
Á Alþingi hefur verið lagt
fram frumvarp um að fjár-
málaráðherra sé óheimilt að
selja hlutabréf í Þormóði
ramma án þess að leggja málið
fyrir Alþingi.
Um áramótin ganga í gildi nýj-
ar reglur um stjórn fiskveiða,
Húsavík:
Sjómenn mjög
þungbúnir á fundi
- vilja ræða fiskverð við FH
Fundarmenn voru mjög þung-
búnir á fundi í Sjómannadeild
Verkalýðsfélags Húsavíkur sl.,
miðvikudag, að sögn Ágústs
Óskarssonar hjá Vinnumiðlun
Húsavíkur.
Á fundinum var kynntur
nýgerður kjarasamningur.
Atkvæðagreiðsla um samningana
hófst á fundinum og stendur til
30. des., kosið er á skrifstofu
verkalýðsfélaganna en síðan
verða talin atkvæðin af öllu land-
inu fyrir sunnan. „Ég held að ég
geti sagt að það hafi komið fram
almenn óánægja með samning-
ana á fundinum," sagði Ágúst.
Um 60-70 manns eru í sjómanna-
deildinni og mættu 20-25%
þeirra á fundinn. Stjórn fékk
heimild til verkfallsboðunar ef
samningarnir yrðu ekki sam-
þykktir.
Á fundinum var samþykkt til-
laga um að óska eftir viðræðum
við Fiskiðjusamlag Húsavíkur
um fiskverð fyrir togarana og það
strax, áður en togararnir fari aft-
ur til veiða.
Jakob Hjaltalín er formaður
deildarinnar en með honum í
stjórn eru Jósteinn Hreiðarsson
og Guðmundur Guðmundsson.
Að sögn Ágústs verður-
almennur fundur hjá Verkalýðs-
félagi Húsavíkur 10. jan. Par
verður tekin fyrir hugsanleg aðild
að Lífeyrissjóði Norðurlands.
IM
ÁlMdur hætt að aðstoða Steingrím:
„Tvö ár í Reykjavík
er kappnóg fyrir mig“
Álfhildur Ólafsdóttir, ráðu-
nautur á Akri í Vopnafirði,
mun um næstu áramót láta af
starfí sínu sem aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra og snúa
sér á ný að bústörfum heima í
Vopnafirði.
Álfhildur tók að sér starf
aðstoðarmanns landbúnaðarráð-
herra eftir að Steingrímur J. Sig-
fússon settist í ráðherrastól á
haustdögum árið 1988.
Álfhildur sagði í samtali við
Dag að ástæður fyrir því að hún
léti af störfum í landbúnaðar-
ráðuneytinu væru persónulegar.
„Tvö ár í Reykjavík er alveg
kappnóg fyrir mig og í þessum
mánuði hef ég verið nánast allan
sólarhringinn í loðdýrunum. í>að
er enginn bilbugur á okkur í loð-
dýraræktinni," sagði Álfhildur.
Sérvalin jólatré,
sem ekki fella barrið.
Jólatrésfætur sem duga.
Munnblásið gler írá Hollandi.
Borðbúnaður frá Villeroy og Boch.
Jólatréskraut í anda langömmu og
langafa.
Hurðakransar, gluggakransar, kerta-
skreytingar og hyacintuskreytingar.
Kerti sem beðið hefur verið eftir lengi
Blómahúsið
Glerárgötu B4 • Sími 96-23551j^^f 1
sem kveða á um að óheimilt sé að
selja kvóta úr byggðarlögum
nema viðkomandi sveitarstjórn
fái málið áður til umfjöllunar.
Eftir því sem Dagur kemst næst
er eitt af því sem ýmsir óttast á
Siglufirði að aðstæður kunni að
skapast sem hafi í för með sér
hættu á að kvóti tapist úr byggð-
arlaginu.
Pálmi Jónsson og Páll Péturs-
son eru flutningsmenn áður-
greinds frumvarps. Pálmi segir að
fjármálaráðherra hafi undirritað
sölusamninginn þrátt fyrir mikil
mótmæli nokkurra þingmanna og
viðvaranir sumra bæjarfulltrúa á
Siglufirði. „Mín skoðun er sú að
ekkert athugavert sé að selja
hlutabréf í fyrirtækinu, enda
verði það þannig gert að heima-
aðilar á Siglufirði hafi jafnan rétt
til að kaupa. Á annað hundrað
manns hafa lýst yfir vilja til að
kaupa hlut í félaginu, en á það er
ekkert litið, heldur samið við tvo
aðila. Ég tel að meðal skilyrða,
sem setja eigi við sölu á slíku
fyrirtæki sem er algjör burðarás í
atvinnulífi staðarins, sé að friður
ríki um málið. Pað hefði verið
hægt að skapa slíkan frið með því
áð gefa heimaaðilum jafnan rétt
til að kaupa hlutabréfin, en ekki
velja tvo aðila úr og ræða ekkert
við hina sem bjóða í fyrirtækið,"
segir Pálmi.
Hafjrór Rósmundsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Vöku,
skýrði frá því að stjórnarfundur í
félaginu sl. sunnudag hefði lagst
eindregið gegn því að bréf ríkis-
ins yrðu seld. „Við teljum ríkið
tryggari eignaraðila en einstakl-
inga, m.a. vegna þeirrar reynslu
sem við liöfðum af því þegar
Albert Guðmundsson seldi Sigló
í hendur einstaklinga sem ráku
fyrirtækið í fjögur ár og sátu svo
uppi með þrotabú upp á hundruð
milljóna. Ég er ekki að óska
þessum aðilum ills, síður en svo,
en við erum hræddir við fordæm-
in hér, því við vitum að ef illa fer,
ég ítreka ef, þá ganga menn ekki
suður í ráðuneyti og segja: Nú
takið þið við þessu aftur. Por-
móður rammi er burðarásinn í
atvinnulífinu í bænum," segir
Hafþór.
Sverrir Sveinsson á Siglufirði
segir að breið samstaða hags-
munaaðila sem þetta mál varðar,
sjómanna og fiskverkafólks,
hefði þurft að vera bakvið
ákvarðanir um framtíð Þormóðs
ramma. Benti hann á að bæjar-
stjórn Siglufjarðar hefði ályktað í
þessa veru fyrir skömmu. „Vilji
framsóknarmanna var að mynda
breiða samstöðu um málið, og
enginn hefur sagt að nýju eigend-
urnir hefðu ekki getað verið inni
í henni. En eðlilegra hefði verið
að gera ekkert í samruna þcssara
fyrirtækja og mati á eignum
þeirra fyrr en eftir áramót, þegar
ársreikningur Þormóðs ramma
liggur fyrir ásamt árangri af þeim
ráðstöfunum sem ríkisvaldið
gerði í málefnum fyrirtækisins á
árinu. Vegna jákvæðra áhrifa
vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir
sjávarútveginn um allt land er
ásókn einstaklinga mikil í fyrir-
tæki sem þetta,“ segir Sverrir.
EHB