Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 13
„ Minning:
IT Elín Jónsdóttir
Fædd 11. september 1911 - Dáin 15. desember 1990
Far þú í friöi,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi, glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Við komum ekki lengur við hjá
Ellu ömmu í Marahúsi. Okkar
fyrsta verk, þegar komið var
norður á Húsavík, var að heilsa
upp á þau göjnlu og það var líka
okkar síðasta verk þegar aftur
kom að kveðjustund, að minnsta
kosti hjá okkur þeim sem búa
fjarri. Én nú er amma Ella dáin
og víst er að heimsóknir þangað
verða ekki fleiri.
Elín Jónsdóttir er fædd í
Móbergi á Húsavík. Foreldrar
hennar voru Jón Gunnarsson og
Sigurhanna Sörensdóttir. Pau
eignuðust átta börn, þar af eru nú
fjögur á lífi, Axelína, Einar,
Jakob og Sverrir.
Elín trúlofaðist Gunnari
Maríussyni þann 11. september
árið 1931 - á þeim degi er hún
varð tvítug. Þau giftu sig rúmu
hálfu ári síðar, þann 23. mars
árið 1932. Þá hófu þau strax
búskap í húsi því sem í daglegu
tali gengur undir nafninu Mara-
hús og er húsið númer 8 við Ár-
götu á Húsavík.
Fyrsta barn þeirra Elínar og
Gunnars fæddist þann 21. des-
ember 1932. Hún var skírð í
höfuðið á móðurömmu sinni, en
þar með var barneignum þeirra
hjóna ekki lokið. Fyrir þeim átti
eftir að liggja að eignast tólf börn
á sextán árum, átta dætur og
fjóra syni. Börnin komust vel á
legg og lifa nú öll móður sína.
Elsta dóttirin, Sigurhanna, er gift
Jóni Hjartarsyni og eru þau
búsett að Læk í Ölfusi. Næstur í
röðinni kemur Jón Bergmann.
Hann giftist Ásu Jóhannesdóttur,
sem nú er látin. Sambýliskona
hans er Guðrún Mánadóttir og
eru þau búsett á Húsavík. Helga
er gift Siguróla Jakobssyni og eru
þau búsett á Húsavík. Gerða er
gift Gunnari Halldórssyni, búsett
á Húsavík. Björg er gift Ingvari
Hólmgeirssyni, búsett á Húsavík.
Maríus er giftur Erlu Jóhanns-
dóttur, búsett í Sandgerði. Matt-
hildur er gift Gunnsteini Sæþórs-
syni, búsett í Presthvammi í
Áðaldal. Sigurlaug er gift Davíð
Eyrbekk, búsett í Keflavík.
Vigdís er gift Guðmundi Bjarna-
syni, búsett í Reykjavík. Inga
Kristín er gift Baldvin Jónssyni,
búsett á Húsavík. Benedikt er
giftur Guðbjörgu Bjarnadóttur,
búsett í Sandgerði. Hákon er
giftur Snæfríði Njálsdóttur og eru
þau búsett í Árbót í Aðaldal.
Afkomendur Elínar og Gunn-
ars eru nú komnir yfir hundraðið.
Það hefur reynst erfitt að henda
reiður á tölu ættmenna hin síðari
ár, en hún amma Ella, eins og við
kölluðum hana gjarnan, hafði þá
tölu ávallt á hreinu, enda vorum
við vön að grínast með að það
væru hæg heimatökin. Hún þyrfti
ekki annað en að telja saman all-
ar myndirnar í gömlu stofunum í
Marahúsi svo ekki sé talað um
alla afmælisdagana, sem hún
myndi alla. Samkvæmt því bók-
haldi eru barnabörnin nú fjörutíu
talsins og barnabarnabörnin
fimmtíu. Afkomendur Gunnars
og Elínar eru því hundrað og
tveir um þessar mundir. Hópur-
inn hittist allur í fyrrasumar,
ömmu til mikillar gleði.
Foreldrar Gunnars, Maríus
Benediktsson og Helga Þor-
grímsdóttir, bjuggu með syni sín-
um og Ellu ömmu í Marahúsi allt
til dauðadags - hann andaðist
árið 1948 og hún 1960. Gunnar
afi stundaði sjósókn og landbún-
‘aðarstörf. Lengst af rak hann
sinn búskap á Bakka á Tjörnesi.
Alltaf bjuggu þau þó á Húsavík.
Aldrei lærði afi á bíl. Þess í stað
gekk hann hvern einasta dag út í
Bakka og heim aftur.
Ella amma rak stórt heimili,
sem alltaf stóð opið þeim sem
þangað vildu sækja. Þó fjölskyld-
an í Marahúsi hafi verið stór, var
alltaf pláss fyrir fleiri. Marahús er
lítið tveggja hæða timburhús,
Þegar stórt
er spurt...
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Þegar stórt er spurt... eftir Gunn-
hildi Hrólfsdóttur, en áður hafa
komið út eftir hana fjórar barna-
og unglingabækur.
Þar segir frá ævintýrum þeirra
félaganna Tomma og Árna er
þeir dvelja sumarlangt í sveit. Á
bókarkápu má meðal annars
lesa: „Þegar stórt er spurt verður
oft lítið um svör, segir máltækið,
og víst er að hjá tveimur 11 ára
strákum vakna ýmsar spurningar
um lífið og tilveruna sem ekki er
alltaf auðvelt að svara. Afi og
amma í sveitinni eiga svör við
flestum lífsins gátum og vinirnir
Tommi og Árni koma þroskaðri
heim eftir viðburðai íkt sumar."
Þegar stórt er spurt... er sjálf-
stætt framhald bókarinnar ÞIÐ
HEFÐUÐ ÁTT AÐ TRÚA
MÉR! sem kom út í fyrra og
hlaut góðar viðtökur iesenda.
Bókin er myndskreytt af Elínu
Jóhannsdóttur.
Ný skáldsaga
eftir Ammund
Backman
komin út
Fróði hf. hefur gefið út skáld-
söguna Böndin bresta - Sagan af
Helga frænda eftir Arnmund
Backman. Þetta er önnur skáld-
saga Arnmundar en fyrsta bók
hans, Hermann kom út á síðasta
ári.
Böndin bresta felur í sér sam-
tímasögu íslendinga í hnotskurn.
Ungur maður kemur heim til
íslands eftir langdvöl erlendis. í
sem enn stendur. Sú regla komst
snemma á í fjölskyldunni þegar
börnin voru komin í heiminn að
piltarnir svæfu niðri hjá Helgu
langömmu, en stúlkurnar átta
skiptu á milii sín svefnplássinu
uppi. Oft var glatt á hjalla í litla
húsinu við Árgötu, en á nútíma
mælikvarða þætti húsplássið ekki
mikið. Þrátt fyrir það var alltaf
nóg rými fyrir félagana úr skólan-
um og systkinin hafa í gegnum
tíðina verið mjög samrímd.
Eins og gefur að skilja þurfti
strangan aga á svo stóran barna-
hóp og það var eitt af hennar
hlutverkum að halda honum
uppi. Hún var skapmikil kona.
Hún var líka ljúf og ákaflega
greiðug. í öllu þessu fjölmenni
minnast börnin tólf þess ekki að
hafa nokkru sinni farið í jólakött-
inn og fjölskyldan gerði sér daga-
mun á hverju einasta afmæli. Jól-
in á stóra heimilinu voru í föstum
skorðum. Menn fengu ný heima-
saumuð föt. Heimasmíðað jóla-
tré var skreytt kertum og í kring-
um það var dansað jólin út.
Eftir að hafa fætt af sér tólfta
barnið fékk amma blóðtappa í
fótinn, þá 39 ára gömul. Áf því
náði hún sér aldrei fyllilega.
Áfram hélt þó lífið og í mörgu
var að snúast. Vinnudagur ömmu
var ekki mældur í átta klukku-
stundunr, eins og nú tíðkast.
Hann var mun lengri.
Elsku afi. Við vottum þér okk-
ar dýpstu samúð. Megi Guð gefa
þér styrk á þessari kveðjustundu.
Barnabörnin.
huga hans lifir minningin um
sterka og samheldna fjölskyldu
sem á rætur í „Fjórmenninga-
klíkunni“ á Gassastöðum, sveita-
bæ norður við ysta haf. Helgi
frændi, sem var stoð hans og
fyrirmynd í uppvextinum fyrir
norðan, er nú orðinn gamall og
lúinn og fluttur á mölina. Leiftur
hins liðna tíma, tíma áhyggju-
leysis og gleði, víkur fyrir æði-
bunugangi neyslusamfélagsins.
Jafnvel ungi maðurinn, sem
ann fortíð sinni og fjölskyldu, er
svo upptekin af amstri hverdags-
ins, að hann má ekki vera að því
að hlúa að rótum sínum.
íslensk
frímerki 1991
ísafoldarprentsmiðja hf. hefur
sent frá sér 35. útgáfu frímerkja-
verðlistans „íslensk frímerki“
eftir Sigurð H. Þorsteinsson.
Athygli vekur að mikil verð-
hækkun hefur orðið á íslenskum
frímerkjum frá síðasta ári og er
sums staðar um allt að tvöföldun
að ræða.
Bókin „íslensk frímerki 1991“
er 120 blaðsíður og eru í henni
skráð og verðlög öll útgefin
íslensk frímerki frá upphafi frí-
merkjaútgáfu.
í formála bókarinnar segir
höfundur m.a.: „Þegar undirbún-
ingur minn að þessari útgáfu
verðlistans hófst, gerði ég mér
ljóst að langt var síðan jafn mikil
verðhækkun hafði orðið á
íslenskum frímerkjum. Þetta eru
að því leyti sérstök gleðitíðindi
að hér er um að raunhæfa verð-
hækkun að ræða, langt umfram
það sem er almenn verðhækkun á
öðrum innlendum markaði. Þar
með má telja lokið þeim öldudal
sem verð íslenskra frímerkja hef-
ur verið í undanfarin tólf ár."
bœkur
Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 13
Opið
til kl. 22.00
í kvöld 21. desember
HAGKAUP
Akureyri
Vandið valið - Veljið traust merki
JAPISS
kmm\
SKIPAGATA 1 - SIMI 96 25611
Jólagjafir
fyrír fólk á öllum aldrí!
Sony * Panasonic * Technics * Denon
+ Hljómtæki
+ Upptökuvélar
* Ferðatæki
* Morgunhanar
Ath. allt að 18
mánaða
afborgunarkjör
Sérpöntum — Póstsendum
r
íspan auglýsir:
A
Spegla-súlur • Spegla-flísar • Speglar í plaströmmum •
Speglar með myndum • Smellurammar •
Speglar skornir eftir óskum • Plexygler
ISPAN HF.
Norðurgötu 55
Símar: 96-22688 og 96-22333.