Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 7
I 066 iv jt;■o!' ' \ vimfcbuíí>öri — HUOAO - 3 Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 7 í DAGS-ljósinu Frestun á uppboði á eignum Sana hf. í fyrradag: í loftfimleikum með lagabókstaf Eins og komið hefur fram í Degi og öðrum fjölmiðlum fékk lögfræðingur Sana hf. frest á nauðungaruppboði á eignum fyrirtækisins í fyrra- dag með því að áfrýja úrskurði bæjarfógetans á Akureyri, frá öðru og síðara uppboði þann 30. nóvember sl., til Hæstaréttar. Lögmað- urinn ver þessa áfrýjun með því að annað og síðara upp- boð hafi ekki verið nægilega auglýst en í greinargerð sinni rekur hann fleiri atriði sem hann telur vera athugaverð og vill frá úrskurð Hæsta- réttar um. f greinargérðinni segir Hrafn- kell Ásgeirsson að í nauðungar- uppboðsauglýsingunni komi ekki fram hvað sé átt við með „ofl.“ Þá segir hann ekki hægt að sjá að veðhöfum og þinglýstum eiganda hafi verið sendar þær tilkynning- ar sem beri að gera samkvæmt lögum um nauðungaruppboð en þessi gögn beri að senda þegar um sé að ræða uppboðsmeðferðá fasteign. Þessu til viðbófar sé ekki hægt að sjá að þessara ákvæða hafi verið gætt við fyrra uppboð á fasteigninni sem fram fór 26. nóvember 1989. Og loks segir hann að uppboðið sé ekki auglýst í landsblöðum eins og beri að gera skv. 7 gr., 2. mgr. laga nr. 12 frá 1987. „Þegar ofangreind atriði eru höfð í huga er ljóst að vísa beri uppboðsmálinu frá,“ segir hann í greinargerðinni. Stangast auglýsingin á við lög? í byrjun má staldra við auglýsing- una í Degi sem lögfræðingur Sana hf. heldur hvað hæst á lofti í afrýjun sinni. Eins og áður segir telur hann að ekki hafi verið aug- lýst eins og lögin kveði á um. í málsástæðum og lagarökum í greinargerðinni segir Hrafnkell orðrétt: „Uppboðið hefur ekki verið auglýst í dagblöðum sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 12/1987 sbr. 29 gr. laga nr. 57/1949. Skýra ber orðið dagblöð sem landsblöð en ekki er nægilegt að auglýsa í staðbundn- um blöðum, sem út koma einu sinni eða oftar í viku og hafa aðallega eða eingöngu útbreiðslu á staðbundnu svæði. Þessi skýr- ing hefur stoð í greinargerð með frumvarpinu sem urðu síðan lög nr. 12/1987. í greinargerðinni segir svo meðal annars: „Um 2. mgr.: í... lögum. Þess skal getið að ákvæði þetta ráðgerir þá meg- inreglu, að annað uppboð sé aug- lýst í dagblaði, en ekki er útilok- að að önnur samsvarandi opinber auglýsing geti komið í staðinn, til dæmis útvarps- eða sjónvarps- auglýsing..." Hér er ljóst að lög- gjafinn gerði ráð fyrir því, að auglýsingin næði til landsins alls en ekki aðeins til staðbundins svæðis, þar sem eignin er staðsett. - Það er öllum aðilum, bæði eiganda og lánadrottnum í hag, að sem flestum sé kunnugt um uppboðið, til þess að sem hæst verð fáist fyrir eignina. - Ljóst er að ekki hefur verið fylgt þessu ákvæði," segir lögfræð- ingurinn. Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Akureyri og Eyþór Þorbergsson fulltrúi ræða stöðu mála í húsnæði Sana við Norðurgötu. Mynd: Goiii Hér vitnar Hrafnkell aðeins til greinargerðar með frumvarpi til laga nr. 12 frá 1987 en birtir hvergi orðrétt úr þessum umræddu lögum eftir að laga- frumvarpið hlaut afgreiðslu Alþingis. Um auglýsingu á öðru uppboði segir orðrétt í lögum um nauðungaruppboð frá 1987, 7 gr-:, , „I auglýsingu um annað upp- boð skal þess geta að það sé ánn- að og síðara uppboð. Auglýsing- in um annað uppboð skal birt hið minnsta í einu dagblaði eða á annan hátt sem uppboðshaldara þykir til hlýða.“ Þeir lögfróðu menn sem blaðið ræddi við í gær voru sammála um að þessi lagagrein gæfi uppboðs- haldara öll völd til að ákveða hvernig hann auglýsti uppboð á þann hátt sem hann teldi bestan. Þetta atriði sem uppistaða í áfrýjunarmálinu sé þvf haldlítið. Einnig má spyrja hvaða áhrif það hafi ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að þessi umrædda auglýsing hafi ekki ver- ið nægjanleg. Væru þá ekki allar uppboðsauglýsingar fógeta- embættisins á Akureyri ólöglegar þar sem embættið birtir þær í Degi? Og á hvaða forsendum ættu Reykjavíkurblöðin frekar að teljast landsblöð þó að þau séu gefin út í Reykjavík en Dagur á Akureyri? Mætti þá ekki alveg eins spyrja á hvaða forsendum eigi að skilgreina t.d. Morgun- blaðið sem landsblað en Dag ekki? Hvað er framundan? Uppboð á Sana hf. á Akureyri verður ekki að sinni, svo mikið er víst. Þessi frestur gefur eigendum fyrirtækisins tíma til aðgerða, t.d. með sölu á fyrirtækinu eða að nýr aðili komi inn í rekstur- inn. Margir þeirra sem glöggt þekkja til stöðunnar telja fátt annað framundan en gjaldþrot eigendanna, jafnvel innan skamms tíma vegna þess hve slæm staðan sé. Hvað áfrýjunar- málið varðar þá tæki bústjóri við því og félli væntanlega frá því, æxluðust mál á þennan veginn. En hvað þá yrði um bjórfram- leiðsluna í verksmiðjuhúsinu við Norðurgötu er óljósara. Á þess- ari stundu eru þó allir sammála um að eitthvað hljóti að gerast í málum Sana hf. og eigenda fyrir- tækisins innan mjög skamms tíma. JÓH Jólagjöf vélsleðamannsins færðu hjá okkur Fjölbreytt úrval af Polaris vörum t.d.: Peysur, skyrtur, sleðaskór, hanskar, hjálmar, nýrnabelti og ótal margt fleira. Polarisumboðið á íslandi: Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 b, sími 22840. Líthi á verðið Dole ananas sneiðar Vi dl....69. Lambahamborgarlæri......... 679. Rækjur 1 kg ............... 549. Luxus skafís M.S. 1 lítri . 295. Konfekt 400 gr Nói......... 729. Koronet kökur og hnappar....129. Kalkúnar................... 998. Kjúklingar................. 568. Úrval af svínakjöti, hangikjöti og lambahamborgarhryggjum. Veríð velkomin. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.