Dagur - 21.12.1990, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Föstudagur 21. desember 1990
Innilegar þakkir og óskir um
gleðileg jól
og gott nýtt ár,
færum við öllum þeim sem hafa
styrkt okkur, hjálpað og sýnt
okkur hlýhug í erfiðleikum okkar.
Sigtryggur Sigtryggsson
°g
Alda Guðmundsdóttir.
BRIDGE
íslandsbankamót
Mótið verður haldið sunnudaginn 30. desember
og hefst kl. 10.00 f.h.
Spilað verður í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, 4.
hæð.
Spilaður verður tvímenningur með Mitchell-fyrir-
komulagi og spilað um silfurstig.
Þá er keppt um farandbikar auk bikara í 1., 2. og
3. sætið, sem íslandsbanki gefur.
Auk þess verður fjöldi aukavinninga.
Ókeypis kaffi meðan spilað er.
Keppnisgjald er kr. 2.000.- á par.
Skráning á staðnum. Allir velkomnir.
ÍSLANSBANKI
BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR.
Fluguhnýtinga-
menn
Stórkostlegt úrval af fluguhnýtingar-
efni var að koma: Tól, tæki, fjaðrir,
skott, hamir og önglar í miklu úrvali.
Fluguhnytingar:
sportið í sportinu
KARRIM0R
útivistarfatnaður
frá Skátabúðinni.
lii EYKTORÐ S
SP. Hjalteyrargötu 4 • Sími 25222 [gT
Hugsað heim
Noregi 30. nóv. 1990.
Á liðnum mánuðum höfum við
hjónin dvalið hjá frændum
okkar, Norðmönum, í góðu yfir-
læti. Þar höfum við átt þess kost
að fá að kynnast mörgu áhuga-
verðu og vera með í uppbyggi-
legu kirkjustarfi, auk þeirra sér-
stöku verkefna sem við höfum
verið að vinna að. En við slíkar
aðstæður reikar hugurinn líka
heim og eins og ósjálfrátt sér
maður sinn eiginn akur í nýju
ljósi og ýmsar hugmyndir vakna
sem gaman er að velta eilítið fyrir
sér.
Sterk safnaðarvitund og
fjöldi starfsmanna
Hér vekur þó fyrst athygli sterka
safnaðarkennd eða safnaðarvit-
und og hve almennt það viðhorf
virðist vera að sjálfsagt sé að
rækja samfélagið í sóknarkirkj-
unni og leita þangað með alla
kirkjulega þjónustu. Ýmislegt er
líka gert til að efla tengsl ein-
staklinganna og heimilanna við
kirkjuna, og t.d er fólk, sem er
nýflutt í sóknina, heimsótt og
boðið sérstaklega velkomið í
söfnuðinn.
Á hverjum stað eru einnig leik-
ir starfsmanna í föstum störfum,
- sem leiðtogar, djáknar (diakon-
issur) eða fræðarar, - og eru þeir
í skipulagðri þjónustu við heimil-
in ásamt prestunum. Pá hefur
tölvutæknin víðast hvar verið
tekin í notkun, a.m.k. í stærri
söfnuðum, en með því móti er
unnt að hafa betri yfirsýn yfir
söfnuðinn og hafa alla starfsemi
markvissari en ella. Og þá má
ennfremur nefna að sólahrings-
vaktir eru skipulagðar á flestum
stöðum.
Sóknarpresturinn hefur eins-
konar verkstjórn með höndum
og safnaðarheimilið er miðstöð
starfsins. En ineð öllu þessu
hjálparfólki geta prestarnir líka
helgað sig boðunarstarfinu og
sálusorguninni, sem er þeirra
sérsvið og þeir hafa sérstaklega
verið menntaðir til. Rík áhersla
er þá jafnframt lögð á þjónustuna
en ekki einstaklinginn sem innir
þjónustuna af hendi, og þetta
sér-íslenska fyrirbæri sem ég hefi
stundum leyft mér að kalla
„prestavitund“ (og sem við
þekkjum betur heima en safnað-
arvitund) sýnist mér nær óþekkt
hér.
Stuðningur
sveitarfélaganna
Þá vekur sérstaka athygli að sum-
ir starfsmenn safnaðanna eru
ráðnir beint af sveitarfélögunum
og launaðir af þeim. Einkum á
það við um þá starfsmenn sem
eiga að sinna hinum félagslegu
störfum, barna- og unglingastarfi
og öldrunarstarfi eða er ætlað að
stýra ýmis konar klúbbstarfsemi
eða veita hjálp eða hjástoð í
heimahúsum. Hér sjá forstöðu-
menn sveitarfélaganna hag í því
að hafa náið samstarf við
þjóðkirkjusöfnuðina í stað þess
að byggja upp sjálfstætt félags-
starf við hlið safnaðarstarfsins.
En hér er líka þannig búið að
starfsmönnum kirkjunnar í laun-
um að þeir geta helgað sig starf-
inu óskiptir og kjör þeirra eru allt
önnur en við þekkjum heima í
samanburði við aðrar stéttir. Þá
er og algengt að tala um „starfs-
kirkjur," einkum í nýjum
hverfum, en þá er átt við þessar
miðstöðvar sem sóknir og sveit-
arfélög hafa byggt upp sameigin-
lega. Par eru kirkja, safnaðar-
heimili, dagvistarstofnanir fyrir
yngri sem eldri og heilsugæsla og
jafnvel fleiri opinberar stofnanir,
nátengdar og stundum undir
sama þaki.
Djáknaþjónusta
Með þessa reynslu í huga kemur
margt upp í hugann sem betur
mætti fara heima. Ég held þó að
eitt brýnasta verkefni okkar
hljóti að vera að ráða djákna
(eða safnaðarsystur) til starfa og
það fleiri en einn. Ég tel að sú
stefna hafi ekki verið rétt á ís-
landi að einblína ætíð á að fjölga
prestum þegar auka hefur átt
þjónustu kirkjunnar, hafa þá svo
eina í starfi og ætla þeim jafn
fjölþættan verkahring eins og
raunin hefur verið. Það er miklu
nær að ráða sérmenntað fólk til
starfa, a.m.k. í stóru söfnuðun-
um, (menntað t.d. sem
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða,
félagsráðgjafa, fóstrur eða
kennara), fólk sem ynni síðan að
skipulögðu líknar- og trúfræðslu-
starfi. Sérstökum fræðslunám-
skeiðum fyrir slíka starfsmenn,
vegna hinnar kirkjulegu þjón-
ustu, ætti þjóðkirkjan hæglega að
geta komið á fót t.d í Skálholti og
Löngumýri. Á nýafstöðnu
Kirkjuþingi var mikið um þetta
rætt og samdóma álit að nauðsyn-
legt væri að efla félags- og líknar-
þjónustu innan kirkjunnar.
Félagsbundið s^naðarstarf,
(bræðralög, kvenfélög, æskulýðs-
félög) á eflaust ennþá einhvern
tíma framundan. Þó er félags-
bundið barna- og æskulýðsstarf
víða á undanhaldi í þjóðfélaginu
miðað við það sem áður var og
þeirri þróun verður kirkjan líka
að kunna að mæta. Nú er sterk
áhersla lögð á að styrkja heimilin
og fjölskylduna sem einingu, og
vilji kirkjan taka þátt í því starfi,
verður hún að mennta og ráða
fólk til þeirra starfa.
Pá verður forvitnilegt að fylgj-
ast með því hvernig fjölskyldu-
guðsþjónustunum verður tekið,
sem við stefnum að síðar á vetr-
inum. Par er hugmyndin sú að
sameina sunnudagaskólann og
safnaðarguðsþjónustuna að hluta
til og í þeirri von að fjölskyldan
öll finni þá eitthvað við sitt hæfi
með kirkjugöngunni.
Nýir tímar
- nýir starfshættir
Akureyrarsókn er nú orðin ein
fjölmennasta sóknin á íslandi og
töluvert fyrir ofan þau mörk sem
eiga skv. lögum að vera hámark í
óskiptum sóknum á íslandi. Út af
fyrir sig fylgja fjölmenninu ýmsir
kostir og því getum við t.d. þakk-
að að við eigum nú sérstaklega
vel búna kirkju og nýtt safnaðar-
heimili sem gefur mikla mögu-
leika í starfi. En fjölmenninu
fylgir líka sú hætta að hið pers-
Séra Þórhallur Höskuldsson.
ónulega samband prestanna við
sóknarbörnin verði minna en ella
og einstaklingar „hverfi" í fjöld-
ann ef svo má segja. Jafnframt
vilja hin almennu safnaðarstörf
oft lenda á fárra herðum og með
alltof miklu starfsálagi en fjöld-
inn verður óvirkur og kirkju-
starfið mörgum jafnvel framandi
eða ópersónulegt .
Þetta er sá vandi sem mér sýn-
ist að við blasi nú, þegar svo góð
starfsaðstaða hefur verið sköpuð.
Hvernig á að fylgja ytri uppbygg-
ingu eftir með innra starfi? Og sú
spurning hlýtur að vera áleitin,
hvernig við getum styrkt innvið-
ina, styrkt tengsl hinna mörgu við
kirkjuna og fengið æ fleiri til að
taka þátt í lifandi trúarstarfi.
Sú fjölgun starfsmanna sem ég
hef rætt um hér að framan
myndi leysa brýnasta vandann.
En það er líka unnt að varpa
þeirri spurningu fram hvort ekki
eigi að skipta Akureyrarsókn
eins og t.d. var gert í Éella- og
Hólahverfi í Breiðholti og mynda
minni einingar þar sem fleiri yrðu
kvaddir til starfa og ábyrgðar? Þá
yrði að tryggja að náið og gott
samstarf yrði á milli sóknanna,
t.d. um afnot af kirkjunni og um
ráðningu og verkaskiptingu
starfsmanna.
En aðrar leiðir eru líka hugs-
anlegar? Kemur ekki til greina að
skipta sókninni í starfssvæði eftir
hverfum? Þá myndum við t.d.
kalla sérstaklega til þeirra sem
búa á Oddeyrinni einn sunnudag
í mánuði og í þeirri von að mán-
aðarleg kirkjuganga gæti orðið
að fastri venju sem flestra. Starfs-
hópur yrði kvaddur til eða nefnd
sem héldi utan um guðsþjónust-
una og barnastarfið þann sunnu-
dag, sæi um auglýsingar og
messukaffi og yrði eins konar
tengiliður kirkjunnar við svæðið,
jafnframt því sem sjúklingar eða
einstæðingar í þeim bæjarhluta
myndu síður gleymast. Ég hef á
tilfinningunni að engin vöntun
yrði á vinnufúsum höndum og
virkum starfskröftum ef þetta
yrði reynt.
E.t.v. er líka liægt að hugsa sér
að setja á fót starfshópa eða
Skemmtisögur
úr skólanum
Gamansögur af nemendum og lærimeisturum á öllum skólastig-
um hafa löngum notið vinsælda hér á landi. í fyrra kom út bókin
„Skólaskop“ sem hafði að geyma fjölmargar slíkar sögur og hlaut
hún ágætar viðtökur. Nú er komin út bókin „Meira skólaskop“,
þar sem þráðurinn er tekinn upp að nýju. Höfundar bókarinnar,
eða safnarar, eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson.
Hér á eftir birtum við nokkrar
sögur úr „Meira skólaskop",
valdar af handahófi.
f vistfræðiprófi í Menntaskólan-
um á Egilsstöðum var m.a.
spurt:
„Hvað er framvindaV
Eitt svarið var dálítið kostu-
legt:
„Framvinda er framstykki á
handsnúinni þvottavél.“
Móðir nokkur fylgdi tvíbura-
dætrum sínum í Vogaskólann
fyrsta skóladag þeirra. Er hún
kom á skólalóðina, heyrði hún
einn drenginn segja:
„Nei, nei, sjáiði strákar.
Þarna er sama stelpan tvisvar."
Á karlaklósetti í framhaldsskóla
í Reykjavík stendureftirfarandi:
„Dagar íslenskukunátunar
eru talnir."
Úr náttúrufræðiprófi á Akureyri:
„Hver er undirstaða alls dýra-
lífs í sjó?“
Svar eins nemandans var:
„Botninn."
Úr ritgerð um hafið:
„Fiskurinn er langfjölmenn-
asta dýrið í sjónum."
Nemandi í einum af grunn-
skólunum í Breiðholti snaraði
eftirfarandi dönskum texta yfir á
íslensku á snilldarlegan hátt:
Danski textinn var: „Hann
blev röd í hovedet og var lige
ved at græde.“
Þýðingin var: „Hann fékk rör í
höfuðið og varð að liggja þar tii
það greri.“
Sami nemandi þýddi setning-
arhlutann ....sejl og blæst“...
þannig:
...„sæll og blessaður."
Úr ritgerð um ísland:
„Ef Atlantshaf væri á megin-
landi Evrópu væri hér lítið um
fiskveiðar."
Drengur í Skagafirði var eitt
sinn spurður að því í dýrafræði-
tíma hvar kameldýr væri aðal-
lega aö finna. Hann svaraði:
„Það hlýtur að vera í Reykja-
vík eins og allt annað.“
Á félagsfræðiprófi í mennta-
skóla voru nemendur beðnir um
að útskýra hugtakið „kjör-
gengi“. Ein útskýringin var:
„Kjörgengi er það nefnt þegar
fólki er ekið á kjörstað en síðan
látið ganga heim.“
Úr söguprófi í 6. bekk í Hafnar-
firði:
„Hvenær dó Jón Arason
biskup?“
Svar eins nemanda:
„Þegar hann var hálshöggv-
inn.“
Ábyggilega er hér alveg hár-
rétt svar á ferðinni en við höll-
umst nú frekar að því að kenn-
arinn hafi verið að spyrja um
árið sem Jón dó.
Úr söguprófi í 6. bekk:
„Af hverju var Skúli fógeti
nefndur faðir Reykjavíkur?
Svar ólesins nemanda var:
„Af því hann átti svo mörg
börn.“
Spurning á prófi í kristnum
fræðum:
„Um hvað fjölluðu boðorðin
tíu?“
Eitt svaranna var:
„Um eitthvað sem ekki mátti
gera í fornöld en er nú leyfi-
legt.“
Úr söguprófi í 4. bekk:
„Hvaða kosti höfðu Þingvellir
sem þingstaður til forna?“
Svar eitt var:
„Það var svo gott að muna
nafnið."
nefndir til að sinna afmörkuðum
verkefnum í nafni kirkjunnar,
námskeiðum eða þjónustu við
ákveðna aldurshópa. Skylt er
okkur t.d. að reyna að ná til og
styðja þá mörgu sem dvelja í
skólum innan sóknarinnar og/eða
á vistheimilum og sjúkrastofnun-
um og margir fjarri fjölskyldum
sínum, þar hef ég ekki síst í huga
sálusorgun eða hinn persónulega
stuðning. Allt slíkt starf myndi
svo mætast hjá prestum og sókn-
arnefnd og öðru starfsliði safnað-
arins og vera innt af hendi í sam-
starfi við þá aðila.
En hvaða leiðir sem við förum
er þó eitt víst „Safnaðarlífinu“ á
að haga eins og „samboðið er
fagnaðarerindinu,“ eins og segir í
Filippibréfi. Og „musteri Guðs
eru hjörtun sem trúa,“ sagði Ein-
ar Benediktsson. Slík orð minna
á út frá hvaða forsendum verður
að ganga fyrst og fremst.
Hin reglubundna
trúariðkun
Margt fleira kemur upp í hugann,
þótt ég láti hér staðar numið,
enda tilgangurinn eingöngu sá að
vekja til umhugsunar um hvernig
við getum sem best staðið að
safnaðarstarfinu. En samhliða
breyttu skipulagi og starfsháttum
skulum við gera okkur ljóst að
enginn söfnuður stendur undir
nafni og ekkert kirkjustarf
blómgast, sem ekki rækir „náð-
armeðulin" fyrst og fremst og
sækir þangað næringu sína.
Aldrei verður því of rík áhersla
lögð á bænastarfið og biblíulestr-
ana og seint má gleymast að
mikilvægasti trúboðsakurinn er
heimalandið sjálft. Við kirkjunn-
ar menn þurfum að fara með
boðskapinn út til fólksins í bók-
staflegri merkingu, um leið og
við hvikum þó aldrei frá mikil-
vægi sunnudagsguðsþjónustunn-
ar og hinnar reglubundnu trúar-
iðkunar. Okkur hættir sennilega
til of mikillar íhaldssemi og við-
kvæmni gagnvart nýjum leiðum
og erum sjálfsagt aldrei nógu
vakandi fyrir breyttum tíðaranda
og nýjum viðhorfum.
En nú er komið nóg að sinni!
Aðventan er framundan með
allri sinni eftirvæntingu og undir-
búningi. Notum þann tíma til að
búa okkur undir komu frelsarans
á jólum, en hugleiðum um leið
hvað við getum betur gert til að
efla trúarstarfið og samfélagið
við hann.
„Hvetjum og uppörvum hvert
annað“ til þeirra hluta, eins og
postulinn skrifar. Guð gefur
ávöxtinn og „akrarnir eru þegar
hvítir til uppskeru.“
Með bestu kveðjum.
Þórhallur Höskuldsson.
Höfundur er sóknarprestur í Akureyrar-
sókn.
Erindi þetta var upprunalega skrifað
til hirtingar í Safnaðarblaði Akureyr-
arkirkju, en barst ekki í tæka tíð áður
en blaðið fór í prentun. Bréfið var rit-
að er sr. Þórhallur var í námsleyfi í
Noregi, en hann er nú kominn til
starfa á ný, eins og kunnugt er.
Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 9
Norðlendingar • Norðlendingar!
Bókin
//
„Sólris
IjóÖ og sögur
eftir Bjarna Marinó frá Siglufirði
er komin í bókaverslanir.
Útgefandi.
HerrabúÖin auglýsir:
Vel klæddur
í fötum frá ™A?DT
Vandaður fatnaður
í fjölbreyttu úrvali
Nýjar sendingar daglega
fram að jólum.
Klæðskeraþjónusta
Verslið hjá fagmanni
Opið í hádeginu alla daga.
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendl), sími 26708.
Vertu stilltur
allan sólarhringinn...
Frostnjisír
FM98.7
★ Góð tónlist
★ Getraunir
★ Viðtöl
rmrým
FM98.7
-útvarpið þitt í jólaskapi.