Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. desember 1990 - DAGUR - 3 fréttir Verslun á Norðurlandi í desember: „Reíknuðum ekki með aukningu“ - og því eru ílestir ánægðir, segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri hljóðið í verslunarmönnum vítt i reyndist kaupmönnum góður og breitt.- Desembermánuður ' verslunarmánuður. ój Norðurland vestra: Ekið á hross í Skagafirði - ökumaður á sjúkrahús „Kaupmenn á Akureyri og á Norðurlandi er flestir mjög ánægðir með verslunina í des- ember. Veðurfar og færð á vegum hafði þar mikið að segja, því sveitafólkið komst í kaupstað til að versla og almennt séð var verslunin jöfn og góð allan mánuðinn. Síð- ustu dagarnir fyrir jól voru góðir og verslanir voru opnar 10 tímum lengur í ár en í fyrra. Við kaupmenn reiknuðnm Verslun var með líflegra móti fyrir þessi jól að sögn kaup- manna á Norðurlandi vestra. Greinilegt var að bókasala tók mikinn kipp frá síðustu jólum og fólk kann að meta Iægra verð á bókum. Verslun í heimabyggð virðist vera meiri en um síðustu jól og með minna móti um að fólk sæki í önnur byggðaiög til að gera jólainnkaupin. Dagur ræddi við nokkra kaupmenn á Norðurlandi vestra. Að sögn Brynjars Pálssonar hjá Bókabúð Brynjars á Sauðár- króki var bókasala mun meiri nú en í fyrra. „Það er greinileg aukning í sölu hjá mér fyrir þessi jól. Bókin hans Björns frá Löngu- mýri er sú sem hefur selst best en það hefur verið mjög góð sala í nokkrum öðrum titlum," sagði Brynjar. Verslun í Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki var einnig meiri en um Verslunarmenn í Þingeyjar- sýslu, á Vopnafirði og Egils- stöðum eru yfirleitt nokkuð ánægðir með jólavertíðina og finnst álíka mikið eða jafnvel meira verslað en í fyrra. Flestir telja að fólk fari talsvert mikið til stærri bæja til að versla, og þá aðallega til Akureyrar. „Verslun var mjög svipuð og í fyrra í heildina, en síðar á ferð- inni,“ sagði Ragnar Jóhann Jónsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga aðspurður um jóla- verslunina. Ragnar sagði að aukning milli ára nú væri svipuð og verðlagshækkanir og kaupfé- lagsmenn hefðu ekki fundið meira fyrir verslunarferðum fólks til Akureyrar en áður, þrátt fyrir góða tíð. „Salan var meiri hjá okkur síðustu dagana og mér dettur helst í hug að fólk hafi ekki áttað sig fyrr á að jólin voru að koma vegna þess hve tíðarfar- ið var gott,“ sagði Ragnar. „Verslunin var ekkert til að kvarta yfir og bóksala var góð. Pað seldist minna af stærri og dýrari hlutum en í fyrra, t.d. sjónvörpum, en bóksalan bætti það upp,“ sagði Ingvar Þórarins- son, eigandi Bókaverslunar Þór-. arins Stefánssonar á Húsavík. ekki með mikilli aukningu og því eru flestir ánægðir með að halda sínu,“ sagði Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri og formaður Kaup- mannafélags Akureyrar. Er haft var samband við versl- unarmenn vítt og breilt um Norðurland var það eitt að heyra að menn væru ánægðir og sáttir við sinn hlut. Brjánn Guðjónsson, deildar- stjóri Matvörudeildar KEA hafði síðustu jól. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar verslunar- stjóra gekk versiun vel. „Það komu allar deildir vel út hjá okkur. Sérstaklega þó ný deild sem lagði áherslu á að bjóða fjöl- breyttan og vandaðan fatnað fyr- ir yngri kynslóðina,“ sagði Ómar Bragi. Hjá Kaupfélagi Húnvetninga Blönduósi var verslun einnig meiri en um síðustu jól. Að sögn Péturs Arnars Péturssonar full- trúa hjá Kaupfélagi Húnvetninga var útkoma góð í öllum deildum. „Bókasala var mikil hjá okkur og lágt bókaverð skilar sér vel í auk- inni sölu. Fólk var duglegt að versla í heimabyggð og við meg- um vera ánægðir með jólaversl- unina að þessu sinni, sagði Pétur Arnar." Kaupmenn mega því vel við una með úkomu jólaverslun- arinnar og svo virðist að kaup- geta almennings sé að minnsta kosti ekki minni en fyrir síðustu jól. kg Ingvar sagði að auk niðurfelling- ar virðisaukaskatts af bókum þá væri meira úrval af bókum í ár en í fyrra og stærri upplög gerðu verðið einnig hagkvæmara. „Það má segja að þetta hafi verið ákaf- lega þægileg verslun, það var allt- af nóg að gera en það myndaðist engin örtröð. Til allrar hamingju eigum við marga góða viðskipta- vini hér á Húsavík og í ná- grenni,“ sagði Ingvar. Hann sagði að mjög mikið hefði verið verslað að morgni aðfangadags. Þá hefði einnig komið í búðina hópur ungs fólks og sungið hreint og fallega, sú heimsókn hefði verið eftirtektarverð og áhrifa- mikil. „Verslunin gekk alveg þokka- lega,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, verslunarstjóri KÞ á Kópaskeri. „Það var talsvert mikið keypt af jólagjöfum hér miðað við að úrvalið er ekki mjög mikið,“ sagði Helga. „Verslunin gekk ágætlega. Það var meiri sala núna í heildina heldur en í fyrra og við erum að sjálfsögðu ánægð. með það,“ sagði Angela Ragnarsdóttir í úti- búi Kaupfélags Langnesinga á Raufarhöfn. „Salan var viðunandi og aukn- ing í sumum verslananna. í flest- þetta að segja um verslunina í desember: „Matvöruverslun í verslunum KEA fór hægt af stað í desember. Sumar vikurnar náðu ekki aukningu í krónutölu, en þegar litið er til mánaðarins alls þá er um óverulega aukningu að ræða. Misjafnt er hversu vel eða illa hefur gengið, en besta og jafnasta verslunin var í KEA Hrísalundi. Strangt tölfræðilegt mat liggur ekki fyrir á þessari stundu, en við sem höfum unnið að verslun til fjölda ára höfum þetta nokkuð á hreinu. Aukning verslunar var óveruleg.“ Að sögn Birkis Skarphéðins- sonar í Amaro hefur engin heild- arúttekt farið fram á versluninni í desember. „Annríkið var mikið og hinar ýmsu deildir voru fullar af viðskiptavinum daginn inn og daginn út. Ég álít að þegar litið er til allra deilda sé um aukningu að ræða. Mikil uppsveifla varð í Fatadeildinni, en við höfum endurskipulagt þá deild. Ég er ánægður og í raun má hver kaup- maður vera ánægður sem heldur sínu,“ sagði Birkir Skarphéðins- son. Ekki náðist til verslunarstjóra Vöruhúss KEA, en það var lokað í gær. Guðmundur Sigurðsson, versl- unareigandi í Leikfangamarkað- inum að Hafnarstræti 96 á Akur- eyri var ánægður með sinn hlut. „Salan er á sömu nótum og í fyrra, hvorki minni né meiri. Að vísu hefur ekkert uppgjör farið fram og mánuðurinn er ekki liðinn. I dag er mikil verslun og svo verður trúlega fram að ára- mótum þannig að ég held mínum hlut,“ sagði Guðmundur. „Ég þarf ekki að kvarta, allt fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Júlíus Snorrason í Örkinni hans Nóa. Þannig var um deildum seldum við mjög vel og langt umfram það sem við höfðum reiknað með. Á aðfanga- dag var alveg feykilega hressileg verslun þessa þrjá tíma sem opið var og bæði föstudagur og laugar- dagur voru ágætir,“ sagði Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn. „Mér fannst ekkert leiðinlegt að fólk sem hafði farið til Akureyrar rétt fyrir jól fór að skamma mig fyrir hvað ég hefði svínakjötið ódýrt, þegar heim kom sá það að það hafði keypt dýrara svínakjöt á Akureyri," sagði Kristján Karl. „Verslunin var alveg þokkaleg og mun betri en í fyrra, aðal- deildirnar koma betur úr,“ sagði Sigrún Pálsdóttir, verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga. „Verslunin gekk sæmilega, fór dálítið hægt af stað en tók mikinn kipp síðustu dagana. í heildina tekið finnst okkur salan þó vera heldur lakari en var á síðasta ári,“ sagði Jörundur Ragnarsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. Aðspurður um orsakir fyrir minni verslun nefndi Jörundur að svo til engin síldarsöltun hefði verið á fjörðunum. Hann sagði að bóksala væri þó betri í ár en í fyrra. IM A aðfaranótt föstudags voru unnin spjöll á jólatré þeirra Blöndósinga. Klifrað hafði verið í trénu og skorið á stög sem héldu við tréð. Ekki er vit- að hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Á fimmtudagskvöld var ekið á hross við bæinn Dýabekk í Skagafirði. Hrossið sem ekið var á þurfti að aflífa og einnig urðu töluverð- ar skemmdir á bifreið þeirri sem ók á hrossið. Ökumaður bif- reiðarinnar hlaut minniháttar höfuðáverka og var fluttur á sjúkrahús á Sauðárkróki. Hross- ið sem ekið var á mun hafa verið annálað fyrir að tolla ekki innan girðinga og varð það því að aldurtila. Að sögn lögreglu á Blönduósi höfðu einhverjir orðið uppi- skroppa með ljósaperur á aðfara- nótt föstudags og brugðið á það ráð að ná í perur á jólatré bæjar1 búa. Nokkrar skemmdir voru Aflaverðmæti Af viðtölum við sjómenn, fiskifræðinga og hafvísinda- menn má ráða að þorskstofn- inn sé kominn niður í það sem hann var 1983. Klak þorsksins hefur verið lélegt allt frá 1986 og enn um nokkur ár verða þessir lélegu árgangar uppi- staða aflans. A Akureyri blómstrar togaraútgerð og sóknin er mikil. Togurum Útgerðarfélags Akureyringa hf. hefur gengið vel svo og togurum Samherja hf. Þegar leitað var eftir tölum um afla- verðmæti togaranna kom í Ijós að Akureyrin EA 10 er hæst allra skipa á íslandi og er afla- verðmætið 677 milljónir. Að sögn Þorsteins M. Bald- vinssonar, framkvæmdastjóra Afkoma Samherja hf. var góð á árinu sem er að líða. „Við erum búnir að eiga ágætt ár eins og margir í sjávarútvegi, en sjáum fram á samdrátt í kvóta. Það er m.a. Ijóst að ef engar loðnuveiðar verða fá loðnuskipin einhvern bolfísk- veiðikvóta sem er þá tekinn af heildinni. Maður sér fram á erfíðara ár vegna þess að um töluverðan samdrátt verður líklega að ræða,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri. Þorsteinn Már segir að mark- aðsverð á fiski sé komið í topp, og fiskverð muni því ekki hækka unnar á trénu. Það var þó ekki brotið þrátt fyrir að þeir peru- lausu höfðu klifrað í greinum þess. kg Iðnþróunarfélag EyjaQarðar hf.: Ásgeir ráðinn Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri í Neskaupsstað, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar hf. og mun hann væntanlega taka við starfínu þann 1. aprfl nk. Ásgeir hefur verið bæjarstjóri í Neskaupsstað frá árinu 1984 og hefur því mikla reynslu af sveit- arstjórnarmálum. Hann er tækni- menntaður frá Danmörku. Sigurður P. Sigmundsson, núverandi framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins„ læ.tur, af þvj starfi nú um áramótin. óþh 1,6 milljarðiir Samherja hf. á Akureyri hafa all- ir togarar félagsins aflað mjög vel. Misjafnt er hversu stór skipin eru og til hvernig veiða þeim er haldið, en heilt yfir er fram- kvæmdastjórinn mjög ánægður. Akureyrin EA 10 er enn sem fyrr í fararbroddi hvað varðar afla- magn og aflaverðmæti. Akureyr- in hefur aukið aflaverðmæti milli ára um þriðjung. Aflaverðmæti togarans er 677 milljónir króna. Hjalteyrin EA 310 aflaði fyrir 318 milljónir króna og Margrét EA 710 fyrir tæpar 400 milljónir. Oddeyrin EA 210, sem er minnst skipanna, aflaði fyrir 210 milljón- ir króna þannig að af þessum töl- um má sjá að togarar Samherja hf. hafa aflað á árinu 1990 fyrir liðlega 1,6 milljarð króna. ój á næsta ári. Spurningin sé hvort verðið haldi sér eða lækki á árinu 1991. „Fiskverðið er orðið það hátt að um neysluminnkun hefur orðið að ræða víða erlendis. Samdráttur hefur orðið í sölu vegna þessa háa fiskverðs. Norð- menn munu auka afla sinn á næsta ári og ég held að þrátt fyrir samdrátt í Norðursjónum muni framboð á fiski aukast frá Noregi og úr Barentshafinu. Það verður því ekki um samdrátt að ræða með tilliti til heildarframboðs, sem muni leiða til verðhækkunar. Afkoma útgerðarinnar á næsta ári getur því versnað frá því sem hún var í ár,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. EHB Norðurland vestra: Lííleg jólaverslun - mest aukning í bókasölu Jólaverslun á Norðausturlandi: Verslunarmenn nokkuð ánægðir - mikil sala síðustu daga fyrir jól Togarar Samherja hf.: „Fiskverð gæti lækkað og aíkoma útgerðar versnað“ - segir Porsteinn Már Baldvinsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.