Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 A MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN PORBJÖRNSSON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH,: RlKARÐUR B. JÓNASSON,
ÞRÖSTUR HARALDSSON.
AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Um áramót
Nú er liðið að lokum ársins
1990. Áramót eru tími uppgjörs
og reikningsskila og þá er við
hæfi að gera hvort tveggja í
senn; að líta um öxl og skyggn-
ast ögn fram á veginn. Það er
ávallt vandasamt að kveða upp
úr um sögulegt mikilvægi líð-
andi stundar og gefa ári, sem
ekki er á enda runnið, einhverja
algilda einkunn. Það sem okkur
kann að þykja merkilegt og
eftirminnilegt í dag getur fyrr
en varir fallið í gleymskunnar
dá sem hver önnur dægurfluga.
Þó má leiða getum að því að
nokkrir atburðir ársins 1990
verði taldir þess verðir að fær-
ast á spjöld sögunnar þegar
þar að kemur. Á alþjóðavett-
vangi mun fall hins illræmda
Berlínarmúrs t.d. örugglega
hljóta verðugan sess í sögunni
og verða talið órækt vitni um
batnandi samskipti austurs og
vesturs. Innrás íraka í Kúwæt
er einnig líkleg til að hljóta náð
fyrir augum mannkynssögurit-
ara, þótt afleiðingar þeirrar
hernaðaraðgerðar séu hvergi
nærri ljósar þegar hér er komið
sögu.
Hvað innanlandsmálin varð-
ar verður ársins 1990 ef til vill
fyrst og fremst minnst sem árs
þjóðarsáttar og nokkurrar ein-
ingar í kjaramálum, þótt ýmsar
blikur væru á lofti í þeim
efnum. Ljóst er að á árinu hefur
ríkt meiri stöðugleiki í efna-
hagslífinu en um langt árabil
og leita þarf tvo áratugi aftur í
tímann til að finna minni verð-
bólgu. Vonandi verður fram-
hald hér á því íslensk þjóð er
langþreytt á eínahagsholskefl-
um. Hagur fyrirtækja fór að
sama skapi almennt batnandi á
árinu eftir langvarandi
erfiðleikatímabil. Pólitískar
sviptingar voru á hinn bóginn
með minnsta móti, þótt kosið
væri til sveitarstjórna, og gæti
sú staðreynd jafnvel talist til
tíðinda þegar frá líður.
Á árinu háðu þrír landshlutar
harða keppni um ný atvinnu-
tækifæri í stóriðju en á endan-
um höfðu Suðurnesjamenn
sigur, þótt enn sé hann ei nema
hálfur. Mörgum Norðlending-
um fannst það mikið áfall að
nýrri álbræðslu skyldi ekki
verða valinn staður við Eyja-
fjörð en þeir sem óttuðust
mengunarhættu frá slíku iðju-
veri fögnuðu málalyktum. Sjálf-
sagt er einnig að minnast þess
að á dögunum voru tekin í
notkun jarðgöng um Ólafsfjarð-
armúla og markar sú fram-
kvæmd viss þáttaskil í sam-
göngusögu þjóðarinnar.
Með nýju ári hefst sá áratug-
ur sem mun fleyta okkur inn í
21. öldina. Fullyrða má að á
næstu árum mun íslenskt sam-
félag taka miklum og örum
breytingum. Einangrun okkar
sem eyland á mörkum hins
byggilega heims verður endan-
lega rofin, hvort sem okkur lík-
ar betur eða verr, þegar Evrópa
verður ein samfelld markaðs-
heild árið 1992. Þótt menn
greini á um hvaða leið eigi að
fara til að tryggja hag þjóðar-
innar sem best, er óhjákvæmi-
legt að íslendingar taki þátt í
þeim breytingum sem eiga sér
stað. Æ fleiri virðast því miður
hallast að því að full aðild að
Evrópubandalaginu sé leiðin til
lífsins. Aðrir berjast ötullega
gegn fullri aðild íslands að EB
og benda á þær hættur sem
sjálfstæði þjóðarinnar og sjálfs-
forræði er búið af svo róttækri
aðgerð. Á næstu tveimur árum
mun staða íslands í sameinaðri
Evrópu ráðast. Niðurstaðan
mun ráða miklu um þróun þjóð-
mála hér á landi um langa
framtíð.
„Sitt er hvort gæfa eða
gjörvileikur, “ segir máltækið.
Þá margreyndu speki er öllum
hollt að hafa í huga, ekki síst
um áramót, þegar staðan er
metin. Dagur óskar lesendum
sínum og landsmönnum öllum
árs og friðar. Megi nýja árið
færa þjóðinni heill og hamingju.
BB.
Minnisverðir atburðir á árinu 1990
„come back“ með sigri í hálf-
maraþon í Reykjavíkurmaraþon-
inu og varð íslandsmeistari í
víðavangshlaupi. Það eru fjögur
ár frá því ég náði svona árangri
þannig að eðlilega ber þetta hátt í
minningunni.
Á landsvísu held ég að árið
verði mér minnisstætt fyrir þá
opnun sem hefur orðið á hluta-
bréfamarkaðnum. Þar finnst mér
hafa orðið hröð þróun til hins
betra.
Innrásin í Kúwæt er stærsti
viðburðurinn á erlendum vett-
vangi á árinu og maður kemst
ekki hjá því að velta afleiðingum
hennar fyrir sér enda tengist hún
okkur í gegnum olíuverð og
annað.“ JÓH
Pálmi Gunnarsson:
Frítt inn á
leiksýningar
stjómmálamanna
„Ef við tölum fyrst um heims-
málin þá þykir mér afar slæmt
að allt skuli við það að fara í
bál og brand við Persaflóann.
Það setur alltaf að manni ugg
þegar sú staða kemur upp að
þurfí að murka lífíð úr þúsund-
um ef ekki hundruðum þús-
unda manna bara til þess að
eitthvert jafnvægi komist á.
Innst inni bar maður þá von að
þetta væri liðin tíð,“ sagði
Pálmi Gunnarsson, tónlistar-
maður á Vopnafírði.
„Á heimavettvangi rís hæst
hvað maður getur farið oft í
Ieikhús án þess að borga inn.
Þetta gerir maður einfaldlega
með því að fylgjast með stjórn-
málamönnum og stjórninni okk-
ar sem er búin að gera svo margt
fallegt og gott fyrir okkur, eða
hitt þó heldur.
Síðan er síðasta veiðitímabil
minnisstætt, sérstaklega veiði í
Laxá í Mývatnssveit þar sem ég
lenti í þeirri brjáluðustu þurr-
fluguveiði sem ég hef kynnst.
Þarna var 27 stiga hiti og mikill
fiskur þannig að þessu gleymir
maður ekki.
Á árinu tók ég upp nýja plötu
með Mannakornum og það er
alltaf viðburður þegar maður fer
í hljóðver. Fyrir utan þetta hafði
maður nóg við að vera í músík-
inni.
Ég óska auðvitað öllum hins
besta og í lokin langar mig til að
spyrja kvótanefndina góðu sem
nú er að kaupa upp alla Iaxa-
kvóta, hvort þeir geti ekki fundið
einhverja kvóta í Argentínu!
Þetta fer að verða spurning um
að teygja sig hinum megin á
hnöttinn." JÓH
Birgir Þórðarson;
Sameinmgarmál
sveitarfélaganna
einkenna árið
„Af erlendum vettvangi standa
breytingar í Austur-Evrópu
upp úr og það má segja að það
sem gerst hefur þar á þessu ári
hafi gjörbreytt heimsmynd-
inni. Þessu til viðbótar ber
auövitað ástandið við Persa-
flóann hátt þar sem nú er svip-
uð óvissa og var í Austur-
Evrópu fyrir einu ári,“ sagði
Birgir Þórðarson, oddviti á
Öngulsstöðum í Óngulsstaða-
hreppi.
„Ef við lítum til innanlands-
mála þá finnst mér sá árangur
sem náðst hefur í að halda niðri
verðbólgunni einkenna árið.
Þetta hefur gjörbreytt rekstrar-
möguleikum á mörgum sviðum
og allri fjármálastarfsemi.
Hvað mig sjálfan snertir þá
hefur árið einkennst af starfi
mínu varðandi sameiningu sveit-
arfélaganna framan Akureyrar.
Það starf varð meira en við gerð-
um ráð fyrir og hefur að sama
skapi gengið betur. Þetta þakka
ég hvað íbúarnir hafa verið
jákvæðir í þessu máli. Nú um
áramótin gengur sameiningin í
gildi og því eru að verða mikil
tímamót fyrir okkur á þessu
svæði.
Af öðrum þáttum varðandi
sveitarfélagið má nefna að nú
erum við að gera fokheldar fyrstu
íbúðir fyrir aldraða en með þeim
kemur nýr liður inn í þjónustu
sveitarfélagsins. Þetta er því eitt
af stóru skrefunum á árinu.“
JÓH
Guðný Sverrisdóttir:
Ferð Grenvíkmga
til Stryn
og álmálið
„Ef ég lít í eigin barm og rifja
upp þá atburði frá liðnu ári
sem snerta mig persónulega þá
er mér efst í huga er ég var ráð-
in sveitarstjóri á Grenivík í
annað sinn. Ég hafði starfað
sem sveitarstjóri undanfarin
þrjú ár og get því ekki annað
en litið á endurráðningu mína
sem traustsyfírlýsingu. Við síð-
ustu sveitarstjórnarkosningar
voru ekki boðnir fram listar í
sveitarfélaginu heldur einungis
kosið um menn og því hafði ég
ekkert annað á bak við mig en.
þau störf sem ég hafði unnið í
þágu sveitarfélagsins,“ segir
Guðný Sverrisdóttir, sveitar-
stjóri Grýtubakkahrepps.
• Annar atburður sem mér er
mjög minnistæður er ferð 50
Grenvíkinga til Stryn, sem er
vinabær okkar í Noregi. Þetta var
einstaklega vel heppnuð ferð,
bæði hvað þátttöku varðaði því
íbúar Grenivíkur eru einungis
422 og einnig allar þær höfðing-
legu móttökur sem við fengum
hjá frændum okkar í Noregi. f
ferð sem þessari nær maður að
kynnast landi og þjóð mikið bet-
ur en þegar ferðast er á eigin veg-
um eoa hópferðum ferðaskrif-
stofanna.
Af hinum neikvæðari málefn-
um ársins eru mér endalok
álversmálsins ofarlega í huga nú
þegar líður að áramótum. Mig
furðar hvað stjórnmálamenn
virðast lítið hafa látið þetta mál
til sín taka þrátt fyrir margar yfir-
lýsingar um að álverið þyrfti að
rísa á landsbyggðinni og með
þeim hætti mætti vinna gegn
þeirri byggðaröskun sem átt hef-
ur sér stað og ekki sér fyrir end-
ann á.“ ÞI
Sverrir Leósson:
Hagstætt ár
fyrir sjávar-
útveginn
„Um þessi áramót er mér efst í
huga að árið sem er að líða
hefur verið sjávarútveginum
hagstætt. Nú eru að vísu blikur
á lofti varðandi loðnuna en öll