Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 24

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 24
Kaupþing Norðurlands hf. á Akureyri: Hlutabréf seld fyrir um 300 mflljónir á þessu ári - líflegt í sölu hlutabréfa í gær og sl. fimmtudag Mikið sala var á hlutabréfum hjá Kaupþingi Norðurlands hf. í gær og fyrradag. Að sögn Jóns Halls Péturssonar, fram- kvæmdastjóra, var mest áber- andi að einstaklingar væru að kaupa bréf í því skyni að tryggja sér skattaafslátt við álagningu á næsta ári. Einstaklingur verður að kaupa hlutabréf fyrir að lágmarki 125.900 krónur til þess að ávinna sér skattaafslátt á næsta ári. Afslátturinn nemur um 50 þús- undum króna við álagningu árið 1991. Til þess að fá afsláttinn verður að kaupa bréfin fyrir ára- mót. Á föstudag voru fáanleg hjá Kaupþingi Norðurlands hf. hlutabréf í Eimskip, Sæplasti, Útgerðarfélagi Ákureyringa, Hlutabréfasjóðnum og Auðlind. Jón Hallur segir að kaup á hlutabréfum gefi góða raun- ávöxtun vegna þess að skatta- afslátturinn geri það að verkum að hlutabréfin megi falla um allt að 30% í verði án þess að kaup- endur verði fyrir nokkru tapi á næsta ári. Jón Hallur segir erfitt að spá í hlutabréfamarkaðinn á næsta ári. „Það fer eftir framboði og eftir- spurn á hlutabréfum og einnig afkomu fyrirtækja. Mér sýnist að afkoma fyrirtækja á því ári sem er að líða verði yfirleitt góð. Flest hlutabréf hafa hækkað mjög mik- ið í verði á síðustu tveim til þrem árum. f>að er að vísu ekki ávísun á framtíðina. Að sjálfsögðu er Áramótaverðrið: Norðlæg átt og éljagangur Útlit er fyrir að áramótaveðrið á Norðurlandi verði þokka- legt, ekki meira. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt og éljagangi um norðanvert land- ið en léttskýjað verður syðra. Bragi Jónsson, veðurfræðing- ur, sagði í samtali við Dag í gær að spáin hljóðaði upp á norðlæga átt bæði á gamlársdag og nýárs- dag með tilheyrandi éljagangi á Norðurlandi. Hann sagði of snemmt að spá um vindstyrk en sennilega yrði frekar hægur vind- ur á gamlársdag. Ekki bjóst Bragi við neinum fimbulkulda. Frost gæti orðið á bilinu 4-8 stig en ef norðangarr- inn næði sér á strik yrði kuldinn áþreifanlegri. SS Næsta blað kemur út fimmtu- daginn 3. janúar. Auglýsendur sem vilja koma auglýsingum í það blað, þurfa að skila inn handritum fyrir kl. 11.00, mið- vikudaginn 2. janúar. ekki annað en eðlilegt að einhver hlutabréf lækki í veðri. Önnur hækka í verði,“ sagði Jón Hallur. Hann sagðist skjóta á að Kaupþing Norðurlands hafi seit hlutabréf á þessu ári fyrir um 300 milljónir króna. Þar af voru seld bréf í Útgerðarfélagi Akureyr- inga fyrir 200 milljónir og Sæ- plasti fyrir 40 milljónir króna. Þeim sem hafa í hyggju að kaupa hlutabréf fyrir áramótin, en hafa ekki tryggt sér bréf, er bent á að opið er hjá Kaupþingi Norðurlands hf. fyrir hádegi á gamlársdag. óþh Jmfé TfW'M' Cðð tíðindi fyrir þd sem viljo nó longt um jólin Nú eru jól í tvennum skilningi. í fyrsta lagi eru það hin hefðbundnu jól og svo jól hjá þeim er vilja hringja í vini sína og ættingja úti á landi eða erlendis. Ástæðan er mikil verðlækkun á langlínusímtölum innanlands og milli landa. Þeir sem fara seint að sofa um hátíðarnar geta hringt enn ódýrara eftir kl. 23. ■FC4 Notaðu símann til að óska vinum þínum og ættingjum gleðilegra jóla - það er svo ódýrt. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.