Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990 STAÐGREIÐSLA Skatthlutfall og persónuafsláttur árið 1991 Áríðandi er að launagreiðendur kynni sér rétt skatthlutfall og skattafslátt 1991 Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt- hlutfalli og persónuafslætti verða ný skattkort ekki gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Frá og með 1. janúar 1991 ber launa- greiðanda því að reikna staðgreiðslu af launum miðað við auglýst skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar og taka tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar sem tilgreint er á skattkorti launamanns. Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991 verða einungis gefin út til þeirra sem öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn. Á þeim verður aðeins tilgreint hlutfall persónu- afsláttar auk persónubundinna upplýs- inga um launamanninn en skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar kemur þar ekki fram. Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin 1988-1990. Skatthlutfall staðgreiðslu er39,79% Áárinu 1991 verður skatthlutfall staðgreiðslu 39.79%. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða síðar, verður 6%. Persónuafsláttur er22.831 kr. Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið ákveðinn 273,969kr. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður þá 22.831 kr. Sjómannaafsláttur er 630 kr. Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður 630 kr. fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjómannsstörf. Breytingar síðar á árinu Breytingar sem kunna að verða á upp- hæð persónu- og sjómannaafsláttar síðar á þessu ári verða auglýstar sér- staklega. Auk þess fá allir launagreið- endur sem hafa tilkynnt sig til launa- greiðendaskrár RSK orðsendingu um breytingar á fjárhæðum. RSK RÍKISSK ATt stj ö r I SITJIR ÞÚ í BIL - SPENNTU ÞÁ BELTIÐ! UiSSEBDAR OKTOBER 2. Hlaða og hey brunnu á bæn- um Hólkoti í Reykjadal. Slökkvi- liðinu á Húsavík tókst ásamt fjölda fólks er aðstoðaði við slökkvistarfið að verja fjárhús- byggingu. Áður en hjálp barst tókst heimamönnum að bjarga 30 lömbum úr eldinum. 5. Álverið verður á Keilisnesi. Iðnaðarráðherra og fulltrúar Atlantsálshópsins staðfestu síð- degis í gær áfanga í átt að bygg- ingu nýs álvers á íslandi og lýstu því sameiginlega yfir að það skyldi rísa á Keilisnesi. Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra, sagði að ekki hefði orðið ljóst fyrr en með þessari undirskrift að Keil- isnes yrði fyrir valinu þótt ljóst hafi verið orðið að hugur Atlants- álsmanna stæði til þess staðar- vals. 9. Mikill meirhluti fbúa Öngulsstaða- Saurbæjar- og Hrafnagilshrepps samþykkti sameiningu hreppanna í kosning- um sem fram fóru á laugardag. Kjörsókn var á bilinu 53 til 55% eftir hreppum. 13. Háskólinn á Akureyri get- ur skilað 4 milljörðum í veltu á næstu fimm árum ef uppbygging verður með eðlilegum hraða, að mati Stefáns G. Jónssonar, for- stöðumanns rekstrardeildar skólans. í því sambandi nefndi hann launagreiðslur og fjármuni til rekstrar skólans, uppbyggingu stúdentagarða og almenna eyðslu nemenda til daglegra þarfa. 16. Valur Arnþórsson, banka- stjóri Landsbankans og fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, fórst í flugslysi á laug- ardag. Aðeins þremur mínútum eftir flugtak, tilkynnti Valur flugturninum í Reykjavík að báðir hreyflar vélarinnar, sem hann flaug væru að missa afl og kvaðst ætla að reyna að nauð- lenda á flugbraut 1-4. En áður en vélin náði inn á brautina brotlenti hún á sjónum og sökk á skammri stund. Valur var látinn þegar kafarar Slysavarnarfélags íslands komust niður að flakinu. Rekstrarhagnaður Kaupfélags Skagfirðinga var rúmar 30 millj- ónir króna fyrstu átta mánuði ársins. Samskonar uppgjör á sama tíma á síðasta ári sýndi um 300 þúsund króna hagnað þannig að rekstrarbati frá september- byrjun í fyrra til ágústloka í ár er um 30 milljónir króna. 19. Aflaverðmæti á Norður- landi var samtals 7.112 milljónir á árinu 1989. Hæst aflaverðmæti á íbúa var í Hrísey um 1200 þús- und krónur á hvern einstakling. Alls bárust um 20% bolfiskafla landsmanna til hafna á Norður- landi á árinu 1989. 20. „Vonleysi má ekki skjóta rótum,“ sagði Sigurður P. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., í framsöguræðu á borgarafundi sem JC Akureyri stóð fyrir um atvinnumál. Sigurður sagði með- al annars að koma yrði í veg fyrir fólksflótta og staðreyndin væri sú að þegar á reyndi gætu allir gert aðeins betur í starfi og leik. „Mikilvægt að allir leggist á eitt,“ sagði Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, um atvinnumálin. Hann sagði að þegar væri farið að gæta brottflutnings frá Eyjafjarð- arsvæðinu, einkum frá Akureyri, vegna slæmrar stöðu í atvinnu- málum. Til marks um hina slæmu stöðu benti Sævar á að óvenju mikið framboð væri af húsnæði á Akureyri. 23. Miklar deilur blossuðu upp á fundi Hrossaræktarsam- bands íslands á Akureyri. Full- < trúar frá Skagafirði, Vestur- Húnavatnssýslu og einn fulltrúi af Vesturlandi gengu af fundi. Deilurnar spunnust upp vegna tillögu þar sem lýst var stuðningi við afgreiðslu stjórnar Búnaðar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.