Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990 prufukeyra sprautusteypuvélar fyrir plast hjá Sæplasti hf. á Dalvík. Ætlunin er að framleiða trollkúlur í þessum vélum. Að sögn Péturs Reimarssonar, fram- kvæmdastjóra stefnir í metár hjá Sæplasti hf. og áætlar hann að á þessu ári verði framleidd um 20 þúsund fiskikör. Nær helmingur þeirrar framleiðslu mun fara á erlendan markað og hefur hlutur útflutnings í framleiðslu Sæplasts hf. aukist ár frá ári. 5. „Þeir hefðu getað sparað sér að byggja hér höfn,“ sagði Haraldur Jóhannsson, útgerðar- maður í Grímsey vegna úthlutun- ar kvóta á smábáta. Haraldur var ómyrkur í máli og sagði meðal annars að með úthlutuninni væri smábátaútgerð stefnt í algjöra tvísýnu og fótunum kippt undan útgerð á afskekktum stöðum eins og Grímsey, sem hefði ekki að neinu öðru að hverfa. 6. Allir loðnubátar hafa hætt veiðum vegna ástands loðnu- stofnsins. Útgerðir skipanna stefndu þeim til hafnar samkvæmt tilmælum sjávarútvegsráðuneytis- ins, en útvegsmenn ætla að bíða þar til eftir áramót með að senda skipin á veiðar á ný. Bræðslurnar eru því verkefnalausar og undir- menn á loðnuskipunum atvinnu- lausir. 7. „Of snemmt að alhæfa um stærð loðnustofnsins," sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norður- lands. Sverrir sagði að útvegs- menn væru mjög slegnir yfir þessu ástandi og málið væri mjög alvarlegt eins og það væri túlkað af fiskifræðingum. „Eins og að vera komin heim aftur,“ sagði Signý Pálsdóttir í tilefni þess að hún hefur verið ráðin leikhússtjóri á Akureyri frá og með 1. apríl. Signý var leikhússtjóri á Akureyri á árun- um 1982 til 1986. 13. í könnun um viðhorf íslendinga til landbúnaðar, sem fram fór á vegum Félagsvísinda- stofnunar, kom meðal annars fram að 77% aðspurðra voru andvíg innflutningi á búvörum ef það yrði til aukinnar byggða- röskunar og um 57% voru hlynnt því að nýr búvörusamningur verði gerður. 15. „Hátíðisdagur fyrir vist- menn og starfsfólk,“ sagði Bjarni Arthúrsson, forstöðumaður Kristnesspítala í tilefni þess að tekinn var í notkun hluti nýrrar byggingar við spítalann. „Draumur um bætta aðstöðu fyr- ir skjólstæðinga okkar er orðinn að veruleika," sagði Bjarni Arthúrsson m.a. í ræðu við opn- um nýbyggingarinnar. 18. Jarðgöngin í Ólafsfjarðar- múla voru formlega opnuð fyrir umferð síðastliðinn sunnudag, Stöðugur straumur bíla var í gegnum göngin á opnunardaginn en formleg vígsla þeirra verður væntanlega síðari hluta febrú- armánaðar. 19. Óvenju margir leituðu eft- ir fjárhagsaðstoð til Félagsmála- stofnunar Akureyrar fyrir jólin. Guðrún Sigurðardóttir, deildar- stjóri Ráðgjafadeildar, sagði greinilegt að þessi vetur hafi ver- ið mörgum erfiður og óvenju þungur fjárhagslega. 21. „Akureyringar versla mun meira með peningum en Reyk- Sameining sveitarfélaganna framan Akureyrar að veruleika á árinu 1990: Ejjafjarðarsveit skal afkvæmið heita þrisvar sinnum að kjörborðinu á árinu - íbúarnir gengu Kaflaskipti verða nú um ára- mótin hjá íbúum hreppanna þriggja framan Akureyrar þegar sveitarfélögin renna saman í eitt. Þctta sameining- armái hefur þróast á senn liðnu ári og vegna þess, og sveitarstjórnakosninga á árinu, hafa íbúar hreppanna gengið þrisvar sinnum að kjörborðinu á árinu. Seint t haust fékk sameiningarhug- myndin endanlega samþykkt íbúanna og heitir afkvæmið Eyjafjarðarsveit. Samhliða sveitarstjórnakosn- ingum þann 26. maí fór fram skoðanakönnun meðal fbúa Hrafnagils-, Öngulsstaða- og Saurbæjarhrepps þar sem spurt var hvort fólk væri fylgjandi cða andvígt sameiningu hrcppanna Þriggja. Yfirgnæfandj meirihluti lýsti sig samþykkan sameiningarhug- myndinni því 323 reyndust fylgjandi en 65 á móti. Um 80% þeirra sent tóku afstöðu voru samþykkir sameiningu. Pessi úrslit gáfu tóninn um það fylgi sem sameining naut og strax var byrjað að undirbúa hana. Er haustaði var tekin ákvörð- un um að kjósa um samciningu þann 6. október. Kjörsókn var dræm, cða um 54%, en sem fyrr naut sameiningin mikils fylgis og var þar með samþykkt. Samhliða fór fram skoðana- könnun um 14 möguleg nöfn á nýja sveitartelagið. Þá fékk nafnið Eyjafjarðarbyggö flest atkvæöi eða 58 en nafnið Eyjafjarðarsveit kom næst með 57 atkvæöi. Eftir umfjöllum um málið í sveitarstjórnunum þremur varð Eyjafjarðarsveit fyrir valinu. Par með lá fyrir að ganga enn á ný til kjörklefa og nú til að kjósa fulltrúa í nýju sveitar- stjörnina sem skipuð er 7 aðal- mönnum. Kosningadagur var 17. nóvember. Sveitarstjórnirn- ar komu sér saman um fram- boðslista en mótframboð kom fram undir nafninu „Listi nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit". Úrslií kosninganna urðu þau að E-listinn, þ.e. listi sveitar- stjórnanna, fékk 632 atkvæði og fimrn menn kjörna en N-Iisti 284 atkvæði og tvo menn kjörna. Hin nýja sveitarstjórn hefur komið saman til óformlegra funda en fyrsti formlegi fundur- inn verður haldinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Hrafna- gili fyrsta laugardag á nýja árinu. Pangað er boöið fjölda gesta, meðal annars Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra, og að sjálfsögðu öllum íbúum hins nýja sveitarfélags. JÓH víkingar,“ sagði Páll Ársælsson, nýr verslunarstjóri í fatadeild Amaró. „Greiðslukort eru áber- andi nú sem fyrr þó er ekki aukn- ing þar á,“ sagði Ragnar Sverris- AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA spariskIrteina ríkissjóeis FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.91-10.01.92 kr. 19.532,32 1975-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 14.744,83 1976-1. fl. 10.03.91-10.03.92 kr. 14.045,24 1976-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 10.675,34 1977-1. fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 9.963,65 1978-1.fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 6.755,61 1979-1. fl. 25.02.91 -25.02.92 kr. 4.467,21 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1981 -1. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 180.357,77 1985-1. fl.A 10.01.91-10.07.91 kr. 44.290,93 1985-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 29.512,92** 1986-1. fl.A 3ár 10.01.91-10.07.91 kr. 30.529,16 1986-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 32.729,89 1986-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 21.766,86** 1986-2. fl.A 4ár 01.01.91-01.07.91 kr. 28.099,85 1987-1. fl.A 2ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1987-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1986-1.fl. SDR 10.01.91 kr. *** 1988-1. fl.SDR 11.01.91 kr. *** 1988-1. fl. ECU 11.01.91 kr. *** "Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. "‘Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. k**Sjá skilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiöslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, desember 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS son í JMJ, formaður Kaup- mannafélags Akureyrar. 28. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í Presthólahreppi og Öxar- fjarðarhreppi greiddi atkvæði með því að hrepparnir verði sam- einaðir í kosningu sem fram fór laugardaginn 22. desember. Alls voru 166 íbúar, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni í báðum hreppunum, fylgjandi sameining- unni en aðeins 25 voru henni henni andvígir. „Einsdæmi að fá lamb í svart- asta skammdeginu þegar bændur eru að halda ám sínum,“ sagði Kristján Theódórsson, bóndi að Brúnum í Eyjafjarðarsveit er vet- urgömul ær eignaðist mórauða gimbur 21. desember. Ærin hafði eignast sitt fyrsta lamb í maí á síðast liðnu vori. tiuðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar og Stefán Guðbergsson frá Krafttaki takast í hendur og staðfesta afhendingu verktakans á Múlagöngum til Vegagcrðar ríkisins. Barnadeild FSA: Þakkar mikinn og góðan stuðning á árinu Barnadeild FSA þakkar mikinn og góðan stuðning á árinu sem er að líða. Sérstakar þakkir eru færðar: Kvenfélaginu Hlíf, sem af fádæma dugnaði hefur styrkt deildina með tækjakaupum síð- ast liðin ár. Minningarsjóði Kvenfélagsins Hlífar, sem gaf í tilefni af 30 ára afmæli sínu á árinu miklar gjafir á leikstofu deildarinnar. Antoni Mellado sem í sumar skipulagði hjólreiðadag og gaf ágóða hans til deildarinnar. Pedro-myndum, sem færði peningagjöf nú fyrir jólin. Einnig öllum börnum, sem haldið hafa tombólur og gefið ágóða þeirra til leikfangakaupa. Öllum þessum aðilum svo og öllum velunnurum, börnum og foreldrum, sem dvalið hafa á deildinni og sent gjafir og hlýjar kveðjur færir starfsfólk deildar- innar sínar bestu þakkir og óskar þeim Guðs blessunar á komandi ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.