Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990 Minnisverðir atburðir á árinu 1990 „Við vorum ánægð með úrslit bæjarstjórnarkosninganna í vor. Ekki er um miklar framkvæmdir að ræða í bænum, en við lítúm björtum augum til framtíðarinn- ar m.a. vegna endurskipulagning- ar á fjármálum bæjarins. Þetta hefur verið töluverður umsnún- ingur. I atvinnumálum hefur Ingi- mundur hf. og flutningur þess fyrirtækis til Siglufjarðar verið til að auka fólki bjartsýni. Það voru mikil tíðindi, og lausn á erfiðu máli þar sem atvinna var tryggð fyrir allmargt starfsfólk. Æskulýðsstarfið í bænum er að komast í nýtt húsnæði eftir langt árabil, og eru það einnig mjög jákvæð tíðindi. Árið var að mörgu leyti mjög ánægjulegt. Hvað mig sncrtir persónulega þá fór ég ásamt fjöl- skyldunni í gott og eftirminnilegt sumarleyfi til Englands. Auk þess fór ég í fyrsta sinn í ferð til Héðinsfjarðar, en þangað hafði ég aldrei komið þótt ég sé inn- fæddur Siglfirðingur. Það var mjög góð ferð.“ EHB Benjamín Baldursson: Innílutningur búvara og klúðrið í álmálinu „Af málum hér á heimaslóðum er mér efst í huga sameining hreppanna þriggja framan Akureyrar sem tókst vel og svo að segja með fullri einingu íbúa þeirra. Astandið í málefnum kúabænda hefur verið viðun- andi. Mjnlknrframleiðslan vaxJ jafnvægi a.m.k. fyrri hluta árs, en hefur nú farið vaxandi og er fyrirsjáanlegt að kúm verður að fækka nokkuð aftur ef fram- leiðslan á ekki að fara úr bönd- unum,“ segir Benjamín Bald- ursson, bóndi Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Innflutningur búvara var nokk- uð á dagskrá á árinu og var Alþýðuflokkurinn í fararbroddi eins og jafnan áður. Menn verða aö gera sér Ijóst að fáar þjóðir flytja jafn mikið inn af landbún- aðarvörum eins og íslendingar. Má þar nefna kornvörur, sykur, grænmeti o.fl. Nú vill fyrrnefnd- ur flokkur einnig vinna að því að heimilaður verði innflutningur á kjöti og mjólkurvörum og þar með koma íslenskum landbúnaði fyrir kattarnef. Auðvitað verður að keppa að því að halda búvöru- verði í lágmarki, þar verða allir að leggjast á eitt á öllum vinns- lustigum, einnig miililiðirnirnir sem jafnan hafa haldið sínu og vel það. Sjónarspilið í kringum álmálið er enn í fersku minni. Þar var fyrrnefndur flokkur einnig í for- ystu og klúðraði því máli gjör- samlega. Þessir menn virðast með köldu blóði stefna að því að ísland verði borgríki við Faxa- flóa. Mitt mat er það að þetta hafi veriö eitt af síðustu tækifær- um landsbyggðarinnar til að rétta sinn hlut nokkuð og skref í þá átt að snúa við þeirri þróun að allir landsmenn búi innan fárra ára í Reykjavík og nágrenni. Vonandi hugsa íbúar á Norður- og Aust- urlandi sig vel um áður en þeir greiða þessum „landsbyggðar- hættulega" flokki sem Álþýðu- flokkurinn virðist vera, atkvæði sitt í kosníngunum í vor.“ ÞI Karl Sigurgeirsson: Aukin bjart- sýni fólks á Hvammstanga „Erlendis stendur þíöan milli austurs og vesturs upp úr. Hún hefur haft mótandi áhrif á þetta ár. Ég tel að menn hljóti þó að horfa með nokkrum ugg til þess sem er að gerast í Sovétríkjunum þessa dagana. Sömuleiðis vofir yfir ógn átaka um Kúvæt, en svo virðist sem sé vilji hjá stórveldunuin að leysa málið á friðsamlegan hátt,“ segir Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri átaksverk- efnis Vestur-Húnvetninga í atvinnumálum. „Hér á Hvammstanga gætir aukinnar bjartsýni eftir erfiðleika í atvinnumálum á undangengn- um árum. Hjöðnun verðbólgunnar, ef hún er raunhæf, hlýtur að varða alla landsmenn, ekki síst hinar vinnandi stéttir. Hins vegar finnst mér of margir endar lausir varð- andi bæði húsnæðis- og peninga- málin. Fólk veit ekki almennilega hvar það stendur. Stjórnvöld verða að draga úr mismun milli höfuðborgar og landsbyggðar. Það er mín grjótfasta skoðun að það verði að hyggja að dreifbýl- inu þannig að það geti lifað og dafnað, því við viljum í reynd örugglega ekki sjá borgríki fyrir sunnan. Á síðustu mánuðum ársins tók ég þá ákvörðun að búa áfram á Hvammstanga. Ég seldi ríkinu húsið mitt og keypti annað. Með þá ákvörðun er ég mjög ánægð- ur. Ég hef unnið við atvinnuþró- unarverkefni hér og finn vænting- ar fólks um að hægt sé að cera góða hluti úti á landi. I fram- haldi af því vil ég þakka öllu sam- starfsfólki á liðnu ári fyrir góða samvinnu og óska okkur öllum hins besta.14 óþh Magnús B. Jónsson: BHMR-deUan „Af erlendum vettvangi er fall Berlínarmúrsins mér enn efst í huga og þá býst ég við að afsögn Shevardnadzes verði eftirminnileg þegar fram líða stundir,“ sagði Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skaga- strönd. „Það er erfitt að velja úr inn- lendum atburðum en BHMR- deilan er eftirminnileg og allt ævintýrið í kringum bráðabirgða- lögin. Þau eiga líka sennilega eft- ir að verða afdrifaríkasti atburð- ur ársins. Síðan voru sveitar- stjórnarkosningar i vor og þær eru minnisstæðar á sinn hátt. Auðvitað hefur líka margt eftir- minnilegt gerst í kringum starfið og það sem snýr að manni sjálfum, en ég held ég láti þetta duga.‘‘ -vs VINNUMALASAMBAND SAMVINNUFELAGANNA SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSAND1105 REYKJAVÍK SÍMI 686855

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.