Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990
Heppin fjölskylda á Sauðárkróki. Þorsteinn, Jón Grétar, Örvar og María með Katrínu í fanginu eftir að þau
hrepptu stóran vinning í Lottóinu.
NOVEMBER
1. „Atvinnumálaumræðan ein-
kennist af kveinstöfum og úrtöl-
um,“ sagði Sigmundur Guð-
bjarnarson, rektor Háskóla
Islands, í útskriftarræðu um helg-
ina. Hann sagði umræðuna ein-
kennast af ástæðulausu vonleysi
sem drægi kjark og þrek úr yngra
fólki. Vandinn væri í raun fram-
taks- og fyrirhyggjuleysi því
vissulega ættum við auðlindir
sem yrðu enn eftirsóknarverðari
þegar fram líða stundir.
6. Fimm manna fjölskylda á
Sauðárkróki hlaut tæpar 14 millj-
ónir króna í lottóvinning á laug-
ardagskvöld. Húsmóðirin, María
Ásgrímsdóttir, hafði keypt tíu
sjálfvaldar raðir í lottóinu á
föstudag og ein þeirra gaf af sér
fyrsta vinninginn, sem ekki skipt-
ist milli fleiri aðila.
7. Atvinnuleysi vörubifreiða-
stjóra var rætt í bæjarstjórn
Akureyrar í gær en 13 vörubif-
reiðastjórar voru skráðir atvinnu-
lausir um síðustu mánaðamót.
Bifreiðastjórarnir höfðu sent
Akureyrarbæ erindi þess efnis að
biðja um leiðréttingu ýmissa
mála er þeir telja að miður hafi
farið í samskiptum þeirra við
bæjarfélagið.
9. Þrír stjórnarmenn í Fjöri
hf., sem stóð að Melgerðismela-
hátíðinni 1988, voru dæmdir í
þriggja mánaða skilorðsbundið
varðhald til tveggja ára vegna
brota á lögum um söluskatt.
10. „Eins og högg fyrir neðan
bringspalir," sagði Sólmundur
Einarsson, formaður Skotveiði-
félags íslands um leigusamning
Akrahrepps og Skotveiðifélags
Akrahrepps um rjúpnaveiði á
Öxnadalsheiði.
„Þarna er unnið þvert gegn
hagsmunum skotveiðimanna um
allt land,“ segja skotveiðimenn í
Eyjafirði, sem ætla að fjölmenna
á Öxnadalsheiði og fá fram kæru-
mál til að fá skorið úr Iagalegu
réttmæti þess að leigja einum
aðila rétt til rjúpnaveiði á heið-
inni.
17. „Með GATT-tilboði ríkis-
stjórnarinnar er einungis opnað
fyrir umræður með mjög skýrum
takmörkunum,“ sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon, landbúnaðarráð-
Þingfulltrúar ræðast við í rafmögnuðu andrúmslofti á Landsþingi hesta-
manna sem haldið var á Húsavík.
Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins í góðum félagsskap á flokksþingi í nóvember. Á mynd-
inni má meðal annars sjá Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, Olaf Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og
Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra er þau þágu boð um að heimsækja flokksþing Framsóknarflokksins.
laugardag ^pið til
sunnudag Wpiðtll
Gamlárskvöld opið til hl. 04.00
Áramótadansleikur ótakmarkað dansgólf um allt hús.
Bfóbarinn diskótek/efri hæðin |_j Ijómsveitin MAMM
Heilsaðu Nýju Ári