Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 9
hvað er að gerast
myndlist
!•
Akureyrarkirkja:
Jólatónleikar
Passíukórsins
Jólatónlcikar Passíukórsins á
Akureyri verða haldnir í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 30. des.
nk. kl. 17.00. Flutt verður Messa
fyrir einsöngvara, tvo kóra og
hljómsveit eftir Marc-Antoine
Carptentier. Flytjendur eru
Passíukórinn á Akureyri ásamt
einsöngvurum og hljómsveit und-
ir stjórn Roars Kvam.
Einsöngvarar eru Hólmfríður
Benediktsdóttir, Ingibjörg Guð-
jónsdóttir, Pórunn Guðmunds-
dóttir, Þuríður Baldursdóttir, Jón
Helgi Pórarinsson og Steinþór
Þráinsson. Hljómsveitina skipa
félagar úr Kammersveit Akur-
eyrar.
Marc-Antoine Carpentier
(1634-1702) var barrok tónskáld
sem legið hefur í gleymsku um
aldabil og það er ekki fyrr en á
þessari öld sem verið er að draga
verk hans fram í dagsljósið.
Hann naut ekki vinsælda í lifanda
lífi vegna óvenjulegrar hljóma-
notkunar auk þess sem hann
braut margar grundvallarreglur
hljómfræðinnar í tónlist sinni.
Verk þetta hefur ekki verið
flutt áður hér á landi og er því
ástæða fyrir Akureyringa að
koma í kirkjuna á sunnudaginn
og verða vitni að miklum listavið-
burði.
Akureyrarprestakall:
Messur um áramótin
Messað verður í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 30. desember kl.
14. Sungnir verða sálmar 105,
106, 104 og 516. Séra Birgir Snæ-
björnsson predikar og þjónar fyr-
ir altari.
Á gamlársdag verður messað á
dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. Kór
aldraðra syngur, organisti verður
Áskell Jónsson. Séra Birgir Snæ-
björnsson predikar og þjónar fyr-
ir altari. Klukkan 18 verður
aftansöngur í Akureyrarkirkju.
Sungnir verða sálmar 100, 96, 97
og 98. Séra Þórhallur Höskulds-
son predikar og þjónar fyrir
altari.
Á nýársdag verður hátíðar-
guösþjónusta í Akureyrarkirkju
kl. 14. Sáimar 105, 106, 104 og
516. Séra Birgir Snæbjörnsson
predikar og þjónar fyrir altari. Á
santa tíma verður hátíðarguðs-
þjónusta á Fjórðungssjúkrahús-
inu. Séra Þórhallur Höskuldsson
predikar og þjónar fyrir altari.
Klukkan 17 á nýársdag verður
einnig hátíðarguðsþjónusta á
Seli. Séra Þórhallur Höskuldsson
predikar og þjónar fyrir altari.
Hörpuutgáfan:
Tvær nvjar sögusnældur
Heiðdísar Norðfjörð
Hörpuútgáfan hefur gefiö út
tvær nýjar sögusnældur fyrlr
börn. Snældurnar heita: „Jóla-
sveinaprakkarar“ og „Sögur
fyrir svefninn“. Sögumaöur er
Heiðdís Norðfjörð.
Á snældunni „Sögur fyrir
svefninn" eru eftirtaldar sögur:
Að klæða fjallið (Björnstjerne
Björnson); Litli brúni fuglinn
(endurs. Grétu Guðmundsdótt-
ur); Þegar furan ákvað að una
glöð við sitt (endurs. úr sænsku);
Andvaka kóngsdóttir (gamalt
ævintýri); Hamingjublómið (Jó-
hanna Brynjólfsdóttir); Mídas
konungur (grískt ævintýri) og
Konungssonurinn hamingjusami
(Oscar Wilde).
„Jólasveinaprakkarar" hafa að
geyma 10 sögur, frásagnir og
kvæði. Þau eru: Jólasveinarabb
(um íslenska jólasveininn); Jóla-
sveinarnir (kvæði Jóhannesar úr
Kötlum); Afmælisveisla hjá
Askasleiki (höfundur ókunnur);
Grýla og jólasveinarnir (Guðrún
Sveinsdóttir); Skóla-jólasveinar;
Jólasveinarabb (sænski jóla-
sveinninn); Heimsókn jólasveins-
ins (ævintýri); Jólasveinarabb
(enskir jólasveinar); Jólasveina-
ríkið (ævintýri) og Rúdólf -
rauðnefjaða hreindýrið (amerískt
ævintýri).
Tónlistarflutning á snældunum
tveimur annast Gunnar Gunnars-
son, tæknimaður er Björn Sig-
mundsson hjá RÚVAK en um
myndskreytingar sér Brian Pilk-
ington.
Laugardagur 29. desember 1990 - DAGUR - 9
■___________________________________
Forvitnilegt dúó
- myndlistarsýning í Myndlistaskólanum
Tveir norðlenskir listamenn opn-
uðu samsýningu í húsnæði Mynd-
listaskólans á Akureyri fimmtu-
daginn 20. desembcr. Annar er
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
sem fædd er á Akureyri, og hinn
Ragna Hermannsdóttir. fædd í
Bárðardal.
Eitt það, sem gefur sýningu
þessara tveggja listamanna
skemmtilegan svip, er sá rnunur.
sem er á myndrænni tjáningu
þeirra, myndefni og tækni. Ætíð
er gaman að bera saman slík atr-
iði og til þess gefast fá tækifæri
betri en samsýningar.
Guðrún Páltna Guðmunds-
dóttir sýnir tuttugu og eitt
málverk. Þau spanna talsvert
svið. Verk númer eitt til sex eru
stílfærður natúralismi. Þessi verk
eru heldur þunglamaleg en bera í
sér visst óræði, sent Guðrún
Pálína beitir talsvert í verkum
sínum á þessari sýningu. I þess-
um flokki vakti mcsta athygli
verk númer 4, sem ber heitiö
„Endurskin". I því gerir lista-
maðurinn tilraun til nokkurs kon-
ar óhlutlægrar speglunar, en
verkið nær því miöur ekki jafn-
vægi og er heldur yfirþungt.
Onnur verk Guðrúnar Pálínu á
sýningunni eru óhlutlæg. Nokkur
þeirra eru allt að því „geómetrísk".
en önnur eru frjálsari í formi. í
þessum verkum leitar Guðrún
Pálína dulúðar í tjáningu sinni,
og tekst víða dável. Á meöal
verka í þessum flokki má nefna
verk númer 19, „Nótt". 2I.
„Landamæri", 13, „Nýr heimur"
og 7, „Hulið baksvið", sem er eitt
sterkasta verkið í sýningarhluta
Guðrúnar Pálínu og verkar eins
og djúpur tónn á áhorfandann.
Verk Rögnu Hermannsdóttur
eru með mikið öðrum blæ, enda
allt öörum aðferðum beitt.
Fimmtán eru tréristur. en fimm
eru teikningar unnar með bland-
aðri tækni.
Verk Rögnu eru fíniega unnin,
litrík og mörg allóhlutlæg að stíl.
Tréristur hennar eru laöandi i
margbreytileika sínum og bera
vott skemmtilegri sýn á viöfangs-
efniö og möguleika þeirrar tækni.
sem listamaðurinn beitir. Yfir
nokkrum þeirra svífur fornlegur
blær líkt og listamaðurinn hafi
leitast við að elda liti sína. Til
þessara verka má nefna númer
13. „Blá rós". Af öörum trérist-
um má benda á númer 7, „Spor-
baugur með svörtu", þar sem
listamaðurinn hefur náð
skemmtilegri vefnaðaráfcrð í
tréristuna.
Af teikningunum vakti mesta
athygli verk númer 16, seni ber
heitiö „Svört sól". Einnig er
myndtríóið nútrter 18. 19 og 20.
sem ncfnist „Þrjár systur"
skemmtilega unnið og fjörlegt.
Það er l'engur að samsýningu
Guðrúnat Pálínu og Rögnu. Hún
veitir birtu og yl inn í hið norö-
lenska skammdegi.
Enn kom í ljós. hve góð að-
staða er í Myndlistaskólanum til
sýningahalds. Verk Rögnu og
Guörúnar Pálínu fara vel á veggj-
unum og lýsing er yfirleitt góð.
Helsti gallinn er naum lýsing við
suðurvegg. þar sem voru verk
Guörúnar Pálínu númer 19, 20
Haukur Agústsson.
Tilkynning til launa-
skattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
iaunaskatts fyrir desember er 2. janúar n.k.
Launasskatt ber launagreiðanda að greiöa tii innheimtu-
manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um
leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
W
Frostrqsl
FV98.7
★ Góð tónlist
★ Getraunir
★ Viðtöl
Fro^®:
FM98.7
-útvarpið þitt í jólaskapi.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1986
Hinn 10. janúar 1991 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
__________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.353,40_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 2969 hinn 1. janúar nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 10 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991.
Reykjavík, 29. desember 1990
SEÐLABANKIÍSLANDS