Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990 FréttaannáJl ársíns Skurðgrafa sokkin á kaf í húsgrunni við Vestursíðu á Akureyri. Þá höldum við áfram þar sem frá var horfið í gær við að rifja upp nokkrar helstu fréttir Dags af atburðum árs- ins sem er að líða. 1. Mun fleiri börn hafa fæðst í ár á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri en á sama tíma í fyrra. Síð- astliðinn miðvikudag höfðu fæðst þar 193 börn samanborið við 158 börn á sama tíma í fyrra. 6. Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Akur- eyrar. Bæjarfulltrúar Sjálfs- stæðisflokks og Alþýðubandalags standa að meirihlutanum og segja oddvitar flokkanna að atvinnumálin verði sett á oddinn. 7. Landssamtök fjarvinnu- stofa stofnuð á Hvammstanga. Að samtökunum standa fjórai fjarvinnustofur. Markmiðið með stofnun samtakanna er að skilgreina hvað fjarvinnustofa er og koma sameiginlega fram gagn- vart ríkisvaldi og stærri stofnun- um. Samtökunum er einnig ætlað að vinna að samstarfi við sam- bærileg erlend samtök. 8. Það hefur kostað 10 millj- ónir króna að halda Ólafsfjarðar- múla opnum frá áramótum. Heildarkostnaður við snjómokst- ur í umdæmi Vegagerðar ríkisins á Akureyri varð 112,6 milljónir króna og af einstökum leiðum var kostnaðarsamast að moka veginn um Ólafsfjarðarmúla og Öxnadalsheiði. 9. Vopnfirðingar eru ákveðnir í að byggja upp sitt eigið slátur- hús. Eitt sameiginlegt slátursam- lag fyrir svæðið frá Húsavík til Vopnafjarðar, með nýbyggingu sláturhúss á Þórshöfn, verður því ekki að veruleika. 13. Uggvænlega horfir í atvinnumálum því um síðustu mánaðamót voru 233 á atvinnu- leysisskrá hjá Vinnumiðlunar- skrifstofunni á Akureyri. Á fyrstu dögum júnímánaðar komu 56 nýskráningar. Um helmingur þeirra er vegna ræstingakvenna, sem unnið hafa fyrir skólana og eru atvinnulausar yfir sumarmán- uðina en flestar hinna eru vegna skólafólks. 15. Iðavelli verði lokað. Að mati heilbrigðisfulltrúa er hús- næði dagvistarinnar Iðavalla svo illa farið að verði ekki gerðar endurbætur á því fyrir næsta vet- ur verði dagvistinni lokað. 16. „Við viljum stærri bita af kökunni,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, varðandi væntanlega ferðaþjón- ustu í bænum. „Þetta er óplægð- ur akur og mál sem við Siglfirð- ingar höfum ekki sinnt undanfar- in ár,“ sagði Kristján. 19. Gestabók Sesselíubúðar fannst á sorphaugum Sauðkræk- inga. í síðasta mánuði kom í ljós að bókin var horfin úr Sesselíu- búð en um hvítasunnunna var hringt í konu í slysavarnardeild kvenna á Akureyri, sem annast umsjón með Sesselíubúð og sagt að bókin hafi fundist á fyrr- greindum stað. Spurningunni um hvernig hún komst þangað hefur hins vegar ekki verið svarað. 21. „Ég er mjög svartsýnn í dag,“ sagði Sigurður Jónsson hjá Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri. Byggingaverktakar geta ekki hafið framkvæmdir af fullum krafti og múrarar eru bundnir við innivinnu í sumar. Undirverktakar sjá fram á verk- efnaskort með haustinu. Sigurð- ur dró upp dökka mynd af stöðu byggingamanna á Akureyri og sakaði bæjaryfirvöld um að sýna ekki nein viðbrögð. 23. Nokkrir Þjóðverjar, sem fóru fyrir Ólafsfjarðarmúla til að virða miðnætursólina fyrir sér, lentu í kröppum dansi þegar grjótskriða féll á húsbíl sem þeir voru í. Þeir höfðu lagst til svefns í bílnum eftir að liafa notið kvöldsólarinnar og vöknuðu upp við að stórgrýti buldi á bílnum. Þeir sluppu án meiðsla en með skrekk og skentmdan farkost. 26. Um 1000 skráningar liggja fyrir frá norðlenskuni ung- mennafélögum um þátttöku í Landsmóti Ungmennafélags íslands sem fram fer í Mosfellsbæ 12. til 15. júlí. 27. Byggingarland við Vestur- síðu á Akureyri reyndist renn- blaut mýri. Um helgina sökk beltagrafa á bólakaf í mýri við Vestursíðu. Jarðvegurinn er ákaflega gljúpur og sagði Þorgeir Jóhannesson, einn aðila að bygg- ingafélaginu Fjölni, að lóðirnar væru greinilega ekki í byggingar- hæfu ástandi. „Maður var eins og barinn harðfiskur fyrstu dagana,“ sagði Siggerður Bjarnadóttir, sem tók sér hlé frá fiskmatsstörfum og ekur 40 tonna grjótflutningsbíl í Grímsey. Hún kvaðst aldrei hafa ekið slíku farartæki áður en lært á 10 tonna Scaniu og æft sig af og til á lítinn vörubíl. Siggerður sagði að þetta gengi mikið betur en hún hefði átt von á. 29. Gullæði á hestamanna- móti. Ævintýralegar fjárhæðir hafa verið nefndar varðandi leigu á húsnæði í Skagafirði meðan á landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum stendur. Dagur fékk staðfest í gær að eitt dæmið hljóðaði upp á 130 þúsund krón- ur í leigu fyrir einbýlishús í fimm daga ásamt morgun- og kvöld- verði. 3. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði hornstein að Blönduvirkjun að morgni sunnudags. Athöfnin fór fram í iðrum jarðar, 230 metra undir yfirborði. Áður en hornsteinninn var lagður fluiti Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, ávarp þar sem hann rakti sögu Landsvirkjunar og skýrði frá hvernig Blöndu- virkjun tengist henni. 4. „Þetta er múgæsingur," sagði Kristinn Hugason, hrossa- ræktarráðunautur, um óánægju hestamanna vegna hrossadóma fyrir Landsmót hestamanna. Hann sagði að alltaf væri mikið um óraunsæi í mati á eigin grip- um hjá fólki. 5. Fimm þúsund manns voru á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í gær og búast má við því að í dag fjölgi verulega. Mikill fjöldi útlendinga er einnig kominn til að vera viðstaddur mótið. 6. „Eins og að koma á Norðurpólinn,“ sagði Guðbjörn Jóhannsson á Þórshöfn, starfs- maður hjá Ratsjárstofnun, en hann lenti í snjókomu og skaf- renningi á Gunnólfsvíkurfjalli. Ferðafélagarnir urðu frá að hverfa vegna veðurhamsins og kvaðst Guðbjörn aldrei hafa lent í öðru eins. Um hálftólfleytið á miðviku- dagskvöld lenti flugvél frá sviss- neska flugfélaginu TEA á Akur- eyrarflugvelli. Koma hennar markaði upphaf beins áætlunar- flugs milli Akureyrar og Zurich í Sviss á vegum Ferðaskrifstofunn- ar Nonna á Akureyri. Ákveðnar hafa verið sjö beinar flugerðir milli þessara staða í sumar. 10. Óprúttnir veiðiinenn fá sér í soðið í Ólafsfirði. Nokkuð hef- ur borið á ólöglegri laxveiði við Ólafsfjarðarós. Hafbeitarlax frá Óslaxi hefur verið að skila sér upp í vatnið og freistar hinna óprúttnu veiðimanna. 13. Rússar kaupa gamlar Löd- ur á Akureyri. Þessir rússnesku „bílabraskarar“ voru skipverjar á rússnesku skemmtiferðaskipi sem kom til Akureyrar. Áður en skipið lét úr höfn voru 5 gamlir Lödubílar teknir unt borð. Löng bið er eftir nýjum Lödum í Sovétríkjunum og sagði einn skipverja að hann væri mjög ánægður með bílinn sem hann hefði keypt. Einungis þyrfti að gera örlitlar lagfæringar til að bifreiðin teldist gangfær. 17. Yfirstjórn Álafoss hf. verður að hluta til flutt til Mos- fellsbæjar fyrir 1. september nk. Þessi ákvörðun kom meðal ann- ars fram er starfsmönnum á skrif- stofu fyrirtækisins voru kynntar breytingar á starfsmannahaldi sem fyrirhugaðar eru á næstunni. 21. „Horfi með hryllingi til vetrarins,“ sagði Björn Snæ- björnsson, varaformaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri, um atvinnuástandið. Björn sagði að verkalýðsfélögin á Akureyri væru búin að greiða atvinnuleysisbætur langt umfram þær upphæðir sem greiddar voru á síðasta ári. Um síðustu mán- aðamót voru 256 á atvinnuleysis- skrá en hefur fækkað niður í 210 í dag. 27. Fjárhagsörðugleikar steðja að mörgum ungum fjöl- skyldum á Akureyri. „Fjöl- skyldufólk leitar í auknum mæli hjálpar vegna peningamála þegar það sér ekki fram úr skuldun- um,“ segja Pétur Þórarinsson og Þórhallur Höskuldsson, sóknar- prestar á Akureyri í samtali við Dag. ÁGÚST 1. Mikið hefur verið um hettu- máv á Akureyri að undanförnu. Fuglarnir hafa gerst ágengir og hafa grillveislur jafnvel orðið að engu að sögn viðmælanda blaðsins. Svanberg Þórðarson, meindýraeyðir, sagði að fuglinn væri orðinn hið mesta vandamál en mávurinn er friðaður og því ekkert hægt að gera. 2. Halldór Jónsson, nýráðinn bæjarstjóri á Akureyri, tók form- lega við starfi sínu í gærmorgun en hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Hann kvað starfið leggjast vel í sig en mörg stórverkefni biðu úrlausnar. Sigurður Arnórsson hefur keypt Efnagerðina Flóru af Kaupfélagi Eyfirðinga og var samningur þar að lútandi undir- ritaður í fyrradag. Sigurður kvaðst mjög ánægður með að hafa skrifað undir samning við kaupfélagið og hafa mikla trú á þessu fyrirtæki. Sigurður verður áfram framkvæmdastjóri Lindu og hefur Halldór Kristinsson ver- Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, gefur vél svissneska flugfélagsins TEA nafnið City of Akur- eyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.