Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. desember 1990 - DAGUR - 11 Valgarður Baldvinsson, bæjarritari, býður nýráðinn bæjarstjóra Halldor Jónsson velkominn til starfa. Staðsetning álvers eitt heitasta mál ársins ið ráðinn framkvæmdastjóri Efnagerðarinnar Flóru. „Sjáum engin rök fyrir breyt- ingum á kynbótadómum," sagði Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, en Búnaðarfélag íslands synjaði stjórn Hrossaræktar- sambands Skagfirðinga um að Kristinn Hugason yrði ekki odda- dómari á kynbótasýningu sam- bandsins á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina. Vegna þessarar synjunar hefur verið ákveðið að fresta sýningunni um eina viku eða fram yfir fund for- ystumanna hrossabænda af land- inu öllu með búnaðarmálastjóra. 8. Á fundi sem Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra, átti með Héraðsráði Eyjafjarðar síðastlið- inn föstudag kom meðal annars fram að Atlantsálfyrirtækin telja mögulegt að ná betri árangri í hreinsun mengunarefna en fram kemur í spá NILU. í máli iðnað- arráðherra kom einnig fram að tölur um 5 til 6 milljarða mun á stofnkostnaði milli Keilisness og Dysness, er nefndar hafa verið, eiga ekki við nein rök að styðjast. 14. Innlán Sparisjóðs Aðal- dæla jukust um 64% á liðnu ári, sem er önnur mesta innlánsaukn- ing sparisjóða á landinu á árinu 1989. Flestir norðlensku spari- sjóðirnir juku innlán sín á síðasta ári um og yfir 30%. Sparisjóður Aðaldæla, Sparisjóður Kinnunga og Sparisjóður Vestur-Húnvetn- iga skera sig úr hvað mikla inn- lánsaukningu varðar. 15. Ekki verður borað á há- hitasvæðinu við Bakkahlaup í Öxarfirði á þessu sumri. ísbor er að ljúka verkefnum á svæðinu en engar líkur eru á að borinn nýtist við Bakkahlaup að þessu sinni þar sem engin svör hafa borist frá opinberum aðilum varðandi til- boð heimamanna um að leggja fram tíu milljónir króna til verks- ins gegn því að sama upphæð verði lögð fram af opinberu fé. Samkvæmt ákvæðum breyttrar mjólkurreglugerðar eiga haughús að vera við öll fjós í landinu fyrir næstkomandi áramót. Ekki er til nákvæm úttekt á því hvað haug- hús vantar víða en talið er að um nokkurn fjölda bæja sé að ræða. 15. Stofnað hefur verið hluta- félag um kaup og rekstur slátur- húss á Kópaskeri. Félagið heitir Fjallalamb hf. og var stofnfundur þess haldinn í fyrrakvöld. Um 100 sátu fundinn og safnað hefur verið hlutafjárloforðum fyrir um 20 milljónir króna. 17. Tollfrjáls varningur á Akureyri. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, afhenti í gær Sigurði Aðalsteins- syni, framkvæmdastjóra Flugfé- lags Norðurlands, bréf þar sem félaginu er veitt leyfi til reksturs tollfrjálsrar forðageymslu vegna farþega sem koma erlendis frá. Salan fer fram með þeim hætti að viðkomandi farþegar fylla út Akureyri. Eyjólfur K. Sigurjóns- son, formaður ráðsins sagði að stjórnendur bankans væru ákveðnir í að beita sér af alefli til að styrkja fyrirtæki í bænum og við Eyjafjörð, ekki síst vegna þeirra erfiðleika sem steðjuðu að svæðinu. 19. Álafoss hf. heldur áfram að tapa og nema skuldir fyrir- tækisins nú á þriðja hundrað milljónum umfram eignir. Á aðalfundi Álafoss hf. kom fram að fyrirtækið hafi tapað um tveimur milljörðum króna á þeim 30 mánuðum sem liðnir eru frá samruna Iðnaðardeildar Sam- bandsins og gamla Álafoss í eitt fyrirtæki. Eigið fé Álafoss hf. var neikvætt um 267 milljónir króna um áramótin og staða þess því ekki góð. 21. Ráðstefna um íslenska bókfræði í nútíð og framtíð hófst á vegum Háskólans á-Akureyri í gær. Haraldur Bessason, rektor setti ráðstefnuna og minnti á að bókfræði væri nú orðin merk vís- indagrein. í erindi sem Hildur G. Eyþórsdóttir, bókasafnsfræðing- ur, hélt á ráðstefnunni kom fram að á síðasta áratug voru alls gefn- ar út um þrettán þúsund bækur og rit á íslandi. 25. í gær var opnað nýtt og stærra útibú íslandsbanka að Skipagötu 14 á Akureyri. Jafn- framt var útibúunum við Geisla- götu og í Hafnarstræti lokað. Eyjólfur Magnússon, hárskeri, var fyrsti viðskiptavinur liins nýja útibús. 27. Bændur í Garði í Mývatns- sveit unnu mál gegn Kaupfélagi l’ingeyinga í Hæstarétti. Garðs- bændur töld sig ekki fá sauðfjár- afurðir greiddar á réttum tíma frá Kaupfélagi Fingeyinga haustið 1987. landi vestra. Norðlendingar vilja þjappa sér saman um álverið og eygja þar möguleika á að efla atvinnulífið í fjórðungnunt. Fjölmennur borgarafundur var haldinn í Sjallanum um miðjan maf og meirihluti fund- armanna lýsti sig fylgjandi byggingu álvers við Eyjafjörð. Stefán Valgeirsson sagði á fund- inum að aldrei hefði staðið til að reisa álver við Eyjafjörð en Árni Gunnarsson hafði tröllatrú á því að það yrði gert. Hann gaf það í skyn að ríkisstjórnin gæti ekki reitt sig á stuðning lands- byggðarþingmanna ef álverinu yrði fundinn staður á suðvestur- horninu. Svo mörg voru þau orð. Nú var farið að tala meira um hugs- anlega mengun og NILU skýrsl- una sem sífellt var beðið eftir. Bent er á Árskógsströnd sem annan valkost í Eyjafirði. En tíminn líður og menn verða óþolinmóðir. Fulltrúi í Héraðs- nefnd Eyjafjarðar segir í Degi í ágúst að Árskógsströnd sé sennilega ekki lengur inni í myndinni. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra segir hins vegar í septemberbyrjun að Norður- land komi enn til greina. Síðar í september kemst orð- rómur á kreik uin að Keilisnes hreppi næsta örugglega hnossið og í októberbyrjun kemur rot- höggið: Áfangasamningur um að álverið skuli rísa á Keilisnesi er undirritaður. Eftir þetta lognast álumræð- an út af í Degi en hún er þó enn til staðar í þjóðfélaginu því ekki er fyllilega komið á hreint hvort álver verði yfir höfuð byggt á ís- landi. SS 4. Breskur slátrari kynnir nýja fláningsaðferð á Kópaskeri. „Hann mun kynna tæknibúnað sem algengur er orðinn í slátur- húsum í Bretlandi. Hann verður með okkur og gegnumlýsir störf- in í sláturhúsinu og bendir á það sem betur má fara,“ sagði Garðar Eggertsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Fjallalambs hf. á Kópaskeri. 5. „Merk tímamót í atvinnulífi bæjarins,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar í tilefni þess að Ingimundur hf., útgerðarfyrirtæki í Reykjavík keypti eignir þrotabús Siglóverk- smiðjunnar. Ólafur Ragnar Álmálið var það mál sem var efst í huga hjá flestum Eyfirð- ingum á árinu og spunnust miklar umræður um staðsetn- ingu álbræðslu á síðum Dags. Mikill meirihluti íbúa í Eyja- firði virtist fylgjandi þeirri hugmynd að álver yrði reist á Dysnesi og horfðu menn þá sérstaklega til þess að hleypa nýju blóði í atvinnulífið á svæðinu og einnig vöruðu menn við þeirri byggðarösk- un sem yrði ef álverið risi á suðvesturhorninu. Fréttaskriðan af álversmálinu fer af stað í mars. Sigurður P. Sigmundsson segir í blaðinu 9. mars aö tilkoma Alumax í Atlantal-hópinn auki bjartsýni manna á að álver muni rísa við Eyjafjörð. Paul Dracke, for- stjóri Alumax, segir í blaðinu 13. mars að Eyjafjörður henti vel fyrir álver en fulltrúar frá Alumax og Hoogovens höfðu þá kynnt sér aðstæður. Eftir þetta er nánast fjallað um álmálið í viku hverri. Verka- lýðsfélög og önnur félagasamtök lýsa yfir stuðningi við byggingu álvers í Eyjafirði og stuðnings- yfirlýsingar koma víða úr kjör- dæminu og einnig frá Norður- Séð í suður frá Dysnesi við Eyjafjörð þar sem rætt var um að staðsetja fyrirhugað álver Átlantsálsfyrirtækjanna. Vilhclm Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÚA, Pétur Bjarnason, stjórnarformaður, Kristinn Gestsson, skipstjóri og Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri við komu Aðalvíkur KE 95 til nýrrar heimahafnar á Akureyri. pöntunarseðla í flugvélunum sem síðan verður afgreitt eftir á jörðu niðri. 24. „Hagræðing fyrir íslensk- an sjávarútveg í heild,“ sagði Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa þegar Aðalvík, togari sem félagið hefur fest kaup á, kom til nýrrar heimahafnar eftir 30 tíma sigl- ingu frá Keflavík. 31. Lanbakjötsauglýsingar Spaugstofunnar voru harðlega gangrýndar á aðalfundi Stéttar- sambands bænda. Nokkrir fund- armenn vörpuðu fram þeirri spurningu til hverra hefði eigin- lega átt að höfða með því að setja hálfan skrokk á sundlaugarbarm undir suðrænum gróðri. Grímsson, fjármálaráðherra undirritaði samning um sölu á rækjuverksmiðju og öðrum eign- um ríkisins til Ingimundar hf., sem flytur starfsemi sína norður í kjöifar kaupanna. „Horfi bjartsýnn til framtíðar- innar á Siglufirði,“ sagði Ármann Ármannsson, forstjóri Ingimund- ar hf. Rekstur fyrirtækisins hefur að mestu byggst á rækju undan- farin þrjú ár. Ármann Ármanns- son sagði ástæður kaupanna fyrst og fremst vera gífurlegan kostn- að við að flytja rækju landleiðina til Reykjavíkur. 11. „Þetta var meiriháttar upplifun," sagði Margrét Krist- insdóttir, húsmæðrakermari sem hnýtti fluguna og landaði 22. punda hæng úr Laxá í Aðaldal. Margrét hlaut fimm verðlauna- bikara að launum fyrir þessa góðu veiði. 14. Miklar endurbætur standa nú yfir á Akureyrarkirkju. Kirkj- an verður öll máluð og parketgólf slípað og lakkað í tilefni 50 ára afmælis hennar sem ha|dið verð- ur upp á í nóvember. Bankaráð Landsbanka íslands hélt fyrsta fund eftir sumarleyfi á SEPTEMBER

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.