Dagur


Dagur - 26.01.1991, Qupperneq 3

Dagur - 26.01.1991, Qupperneq 3
fréttir Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 3 Athyglisverðar hugmyndir Trausta Valssonar í nýútkominni skýrslu: Æskilegur byggðaás frá Reykjanesi til NA-lands „Byggðaþróuninni verður að beina inn á jarðhitasvæði landsins, en þau fylgja eins og kunnugt er aðallega eldvirknins- svæði þess, sem er sprungu- belti sem liggur á línu frá Reykjanesi til NA-lands. Þetta belti er æskilegur Byggðaás framtíðarinnar,“ svo segir í skýrslu um hálendisvegi eftir Trausta Valsson Ph. D. og könnun á því hvort valkostur fínnist á lúkningu vegar norður Sprengisand sem Vegagerð og Landsvirkjun gætu sameinast um að leggja. Skýrslan lá frammi á ráðstefnu um hálendisvegi sem haldin var á Hótel Reynihlíð um síðustu helgi. í henni segir að þó verð á olíu sé lágt nú um skeið niegi ekki gieyma því að líklegt sé að ný Bergsteinn Karlsson, formaður Skjálfanda, afhenti Jóni Kjartanssyni, for- manni Garðars, 200 þús. kr. peningagjöf. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi: Björgunarsveitin fékk flugeldapeningana Hin árlega flugeldasala Kiwan- isklúbbsins Skjálfanda á Húsa- vík gekk nokkuð vel að þessu sinni. Nokkrir félagar úr kúbbnum heimsóttu Björgun- arsveitina Garðar sem þeir gáfu 200 þúsund kr., ágóða flugeldasölunnar, í síðustu viku. Það var Bergsteinn Karlsson, formaður Skjálfanda sem afhenti formanni Garðars, Jóni Kjartans- syni gjöfina. Bað Jón Bergstein að færa öðrum félögum Skjálf- anda bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem kæmi sér mjög vel. „Ég á von á að það létt- ist brúnin á félögum okkar þegar þeir frétta af þessari gjöf. Það er alltaf mjög erfitt að reka slíka sveit á áhuganum einum og svona stuðningur er mjög kærkominn. Það er að mörgu að hyggja og margt sem vantar og við höfum verið svolítið staðnaðir undanfar- in ár, einmitt vegna fjárhags- örðugleika. Þá á ég við að við höfum átt erfitt með að endur- nýja og bæta þann búnað sem við þurfum til að geta brugðist við þegar við erum kallaðir til,“ sagði Jón. IM Bændaferð til Belgíu og Frakklands í mars: Mið-Evrópu- og Ameríku- ferðir frrirhugaðar í sumar Ákveðið hefur verið að efna til bændaferðar til Belgíu og Frakklands í mars næstkom- andi. Ferðin verður með svip- uðu sniði og ferðir er voru farnar á síðastliðnum vetri og þóttu takast frábærlega vel. Þá er gert ráð fyrir stórri bænda- för til Þýskalands og Austur- ríkis í sumar auk ferðar til norðurríkja Bandaríkjanna og austurstrandar Kanada. Vetrarferðin hefst með flugi til Amsterdam 18. ntars og farið þaðan til borgarinnar Ostende þar sem gist verður í fjórar nætur. Meðan á dvölinni þar stendur verða daglega farnar ferðir yfir til Frakklands. Frá Ostende verður farið til Gent, gist þar á hótel Arcade og farið í skoðunarferðir meðal annars til Brugge og Brussel. Áætlað er að tveir 50 manna hópar fari til Þýskalands og Aust- urríkis í júní. Annar hópurinn fer til Vínarborgar en hinn til Frankfurt. Ráðgert er að hóparn- ir ferðist síðan um Bæjaraland og Austurríki auk þess sem fyrir- huguð er dagsferð til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Þá eiga hóparnir að hittast í St. Englmar í Bæjaralandi og verða samferða heim. Að þessu sinni er ekki gert ráð fyrir leiguflugi til Winnipeg í Kanada eins og undanfarin ár en þess í stað áætlað að fljúga til New York síðast í júlí og ferðast síðan um Minnisota til Cavalier í Norður-Dakota þar sem tekið verður þátt í hátíðahöldum sem fram fara í byrjun ágúst. Síðan er fyrirhugað að fljúga til Seattle og halda þaðan til Wancouver og fleiri staða í Kanada. Heimferð er síðan áætluð frá Seattle í gegn- unt Now York að þriggja vikna ferð lokinni. ÞI orku- og olíukreppa muni koma innan 10-20 ára og því verði að beina byggðaþróuninni á jarð- hitasvæðin. „Öflugasta tæki til að stjórna þróun æskilegasta byggða- mynsturs er að leggja vegakerfi samkvæmt þessu mynstri, þvf þar sem vegir koma dafnar byggð. Það er í framhaldi þessarar hug- myndar sem undirritaður lagði til að meginakvegur liggi yfir hálend- ið eftir NA-línunni allt að Fjórð- ungsöldu, en síðar skuli hann kvíslast í þrjá sprota sem stefna niður í byggðir á Norðurlandi. Enn síðar mundi hann einnig greinast í framtíðarsprota til Austurlands, því þó þar sé ekki tmikinn jarðhita að fá, er nauð- synlegt að byggðakjarninn á Áustfjörðum sé líka í góðum tengslum við aðrar byggðir landsins," segir í skýrslunni, en hún var samin fyrir rúmum tveimur árum. í skýrslunni segir að hvað sjálfa gerð Sprengisandsvegar varði sé skynsamlegt að byrja á því að leggja fyrst upphækkaðan veg af sumarvegsgerð niður í byggð norðanlands, og láta síðan reynsluna af honum skera úr um það hvernig og hvort hann yrði seinna endurbættur til að geta orðið góður vetrarvegur. Ef af lagningu góðs vegar á að verða með þeirri aðferð að Landsvirkj- un og Vegagerð sameinist um gerð vegarins, þarf slíkur vegur að verða orðinn að raunveruleika áður en Landsvirkjun hefur lagn- ingu línunnar norður. IM DAGUR Akurevri 0 96-24222 Norðlcnskt dagblao Nýbygging Olíufélagsins á Sauðárkróki: Iramkvæmdir hafiiar Þann 18. þessa inánaöar fékk Olíufélagið hf. úthlutaö lóð viö Ártorg á Sauðárkróki og eru framkvænidirnar hafnar við nýtt húsnæði félagsins. Skipta þarf um jarðveg lóðar- innar að einhvcrju leyti en nú er unnið við að grafa og keyra möl í grunninn. Reiknað er með aö svipaður rekstur verði í nýja húsnæðinu og í því gamla, scm nú er starfrækt skammt norðan við nýju lóðina. Stefnt er að því að fram- kvæmdum við þjónustuhúsnæði Olíufélagsins hf. Ijúki á næsta ári en hversu hratt framkvæmd- ir ganga á næstunni er mikið komið undir vcðri. Lóðin sem Olíufélagið hf. fékk úthlutað er 4575 fermetrar aö grunnfleti. Teikningar af nýja húsnæðinu eru ekki enn þá komnar af teikniborðinu en telja má öruggt aö nýja húsið verði að minnsta kosti 300 fcr- metrar. kg SKINN OG LEÐURJAKKAR VETTLINGAR, HÚFUR, SKÓR SÉRSAUMUM EFTIR MÁLI INGÓLFUR ÓLAFSSON KRINGLUMÝRI 11 600 AKUREYRI S. 96 22558 Nýtt á söluskrá Kleifargerði: Einbýlishús á einni hæð + bíl- skúr, samt. um 202 fm. Borgarsíða: Einbýlishús i smíðum m/bílskúr. Samt. um 148 fm. Afhending um 1.-15. apríl. Norðurbrekka: Sérhæð m/bílskúr, samt. um 158 fm. Skipti á 3ja-4ra herb. raðhúsi eða íbúð á jarðhæð á Brekkunni. Borgarhlíð: 2ja herb. ibúð á efstu hæð um 60 fm. Góð íbúð. Smárahlíð: 3ja herb. endaíbúð á annarri hæö, um 77 fm. Góð íbúð. Bogasíða: Einbýlishús í smíðum, hæð og ris um 126 fm + bílskúrsgrunnur. Skipti á blokkaríbúð möguleg. Borgarsíða: Verið er að hefja byggingu 18 íbúða fjölbýlishúsi, 2ja-4ra herb. íbúðir. Hagstætt verð. FASTEIGNASALA Hafnarstræti 108 Símar 11444-26441 KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.