Dagur - 26.01.1991, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991
menningarmál
99
ÖHum hefðum
varhafiiað“
- segir Guðmundur Oddur Magnússon
myndlistarmaður og grafískur hönnuður
„Á Akureyri eru menn alltaf
að gæta sín og ábyrgðartilfinn-
ingin er mikil, þannig að það
kemur niður á ímyndunarafl-
inu sem þarf til framkvæmda
og sköpunar. Af teikningum
má ráða að bygging sýningar-
salar við Amtsbókasafnið virð-
ist miðast einna helst að óskum
embættismanna bæjarins, held-
ur en að hugsað sé um lista-
gyðjuna og þá sem henni
þjóna. Listagil er betri lausn
og frjórri. I Listagili ættu lista-
menn að vinna með ábyrgðina
og ímyndunaraflið, veruleik-
ann og drauminn, arfleifðina
og framtíðina,“ segir Guð-
mundur Oddur Magnússon,
myndlistarmaður og grafískur
hönnuður, sem nýlega er kom-
inn heim til æskustöðvanna
eftir langt nám í Reykjavík og
Kanada.
Guðmundur Oddur er fæddur
árið 1955 á Akureyri. Hann er
sonur Magnúsar Oddssonar, sem
kenndur er við Glerá, og konu
hans Gyðu Guðmundsdóttur.
Skólaganga Guðmundar var
hefðbundin fyrst framan af,
barnaskóli, síðan gagnfræðaskól-
inn og Menntaskólinn á Akur-
eyri.
Norrænu villidýrin
„Ég lauk ekki Menntaskólanum,
heldur hélt til Reykjavíkur í
Handíða- og Myndlistarskóia
íslands. Listagyðjan heillaði mig
snemma og því hélt ég á vit
hennar. Fyrsti veturinn fór í for-
námið og árið eftir var ég í grafík-
deildinni. Á þriðja ári tók nýlista-
deildin við og þaðan útskrifaðist
ég árið 1980, eftir fjögurra ára
nám við skólann. Magnús Páls-
son var deildarstjóri nýlistadeild-
ar og hann hafði mikil og sterk
áhrif á okkur nemendur. Einnig
kenndu við deiidina Dieter Roth
frá Þýskalandi og Hermann
Nitsch frá Austurríki, auk
margra ágætra listamanna.
Nitsch var mikill gjörningameist-
ari og hann tók okkur í þetta
fræga tónleikaferðalag um Mið-
Evrópu. Við gáfum út sex hljóm-
plötur, „Íslandssynfóníuna". Erf-
itt er að lýsa þessu ferðalagi, nema
á þann hátt að segja, að ferðalag-
ið var ein allsherjar díónýsk
veisla. Guðinn Díonýsíus var
andstaðan við Appolon. Appolon
var guð kerfis og reglu, en Díonýs-
íus þessi villti kraftur, þar sem
hjartað er látið ráða. Nitsch var
uppnuminn af norræna villidýr-
inu í okkur og hann áleit að við
værum mikið öðruvísi en ungl-
ingar í löndum Mið-Evrópu. Því
vorum við drukkin nær allan
þann tíma sem ferðalagið stóð.
Við lékum í Vín, Insbrúck,
Basel og Múnchen í tónleikahöll-
um og nútímalistasöfnum. Ekk-
ert okkar var hljómlistarfóik og
ekki kunnum við skil á tónfræð-
inni. Við kunnum ekkert á hljóð-
færin, en þetta voru fiðlur, selló,
trompettar og frönsk horn þ.e.
mjög klassísk hljóðfæraskipan.
Hljóðfærið mitt var franska horn-
ið og svo öskraði ég öðru hvoru.
Við vorum tíu frá Islandi og síð-
an bættust útlendingar í hópinn,
þegar út var komið. Petta var
mikill gjörningur og vakti eftir-
tekt mikla.
Dieter Roth var með okkur
fyrri veturinn í nýlistadeildinni
og hann hafði heilmikil áhrif. Við
gerðum hljómplötu og langa
kvikmynd auk bóka og fleira og
fleira var brallað. Þessir vetur í
nýlistadeildinni voru heljarstökk
og flikk flakk á víxl. Árin í ný-
listadeildinni skildu eftir sig hugs-
unarháttinn og þar fengum við að
kynnast samtímamyndlist frá
fyrstu hendi. Að vera í návígi við
þessa listamenn gefur aðra mynd
en að skoða nútíma listamanninn
úr fjarlægð.
Atli Heimir, tónskáld, og Guð-
bergur Bergsson, rithöfundur,
kenndu okkur í deildinni. Þeir
voru sérstakir. Við vorum í að
brjóta niður múra milli listgreina.
Að tengja saman tóniist og
myndlist með Atla, en ritmál og
myndlist með Guðbergi."
Rautt hús og suður aftur
„Að skólanum loknum fór ég
norður og vann að minni list. Við
stofnuðum Rauða-Húsið í Skipa-
götunni. Rauða-Húsinu var kom-
ið á fót til að við félagarnir gæt-
um fengið þá myndlist norður
sem við vildum skoða. f raun, að
fá smá framhald á fylleríinu.
Slíkt var ekki hægt að stöðva.
Við gátum ekki látið staðar
numið. Öllum hefðum var hafn-
að, en ég vann og vann og hélt
sýningar. Sýningin Gullströndin
andar, sem haldin var í Reykja-
vík 1983 var mikil uppákoma
ungra myndlistarmanna á ís-
landi. Á þessum árum var mikið
að gerast í myndlistarheiminum í
Þýskalandi og ítalfu og raunar
vorum við að spegla þá straúma
sem þar voru.
Rauða-Hússhópurinn á Akur-
eyri var mér nægileg upplifun á
þessum árum. Þar voru ólíkir
einstaklingar og tekið á mörgu.“
Grafísk hönnun
„Á Akureyri starfaði ég til 1984
og fer þá til Reykjavíkur aftur, til
að vinna að auglýsingagerð. í
raun og veru var þetta allt mjög
undarlegt. Þegar ég kom fyrst í
Myndlistarskólann ætlaði ég að
læra auglýsingateikningu, en
nýlistin hreif mig með.
Á þessum árum áleit ég að
auglýsingateiknun eða grafísk
hönnun væri mjög auðvelt við-
fangsefni. Þau tvö ár, sem ég
vann að auglýsingagerð í Reykja-
vík, færðu mér sönnun um, að
grafísk hönnun var snúið mál og
ég vissi lítið. Þessi vitneskja rak
mig til náms. Ég fór til Kanada,
1986, til náms í grafískri hönnun.
Vancouver á vesturströnd Kanada
varð fyrir valinu og ég innritaði
mig í Ríkislistaskóla Bresku Col-,
umbiu Emily Carr College Of
Art And Designe. Skólinn er
fimm hundruð manna skóli og
starfræktur í gömlu verksmiðju-
hverfi á eyju rétt við miðborgina.
Verksmiðjubyggingarnar hafa
haldið ytra útliti og eru í eigu
ríkisstjórnarinnar. Skólinn flutt-
ist í þetta hverfi 1980. Þarna
gerðist raunar það sem er að ger-
ast hvað varðar Listagilið á
Guðmundur Oddur Magnússon,
myndlistarmaður og grafískur hönn-
uður.
Forsíða fyrir tímaritið Faszination
sem Guðmundur gerði 1988.
Akureyri. Listagilið er að þessu
leyti ekki frumleg hugmynd. Á
mörgum stöðum hefur sá háttur
verið hafður á, að nýta verk-
smiðjuhús til lista. í hverfinu
Texti:
Oli G. Jóhannsson
voru tvö ieikhús, vinnustofur
listamanna, bændamarkaður,
verslanir og verkstæði sem sér-
hæfðu sig að þörfum listamanna
og fl. Já, þarna var mikið líf og
fjör.
Ég innritaðist í deild, þurfti
ekki að taka forskólann. I
skólanum var lögð mikil áhersla á
að drepa ekki listamanninn í
nemendunum og skólinn reyndist
mér vei þau þrjú ár sem ég var
við nám. Að skólanum loknum
fékk ég atvinnuleyfi til eins árs.
Ég hóf störf við grafíska hönnun
á vinnustofu sem skólasystkini
mín opnuðu og starfræktu. Starf-
ið var fjölbreytt og gefandi.
Þarna var gaman að vera og mik-
ið líf í tuskunum. Að þessu ári
loknu fékkst atvinnuleyfið ekki
framlengt. Strangar reglur gilda
þar um og því fór ég heim. Ég
átti enga valkosti. Ekkert lá
beinna við en að fara heim til
pabba og mömmu, blankur mað-
urinn.
Ég var í lausu lofti og er trú-
lega enn. Nú vinn ég á teiknistofu
á Akureyri og hef mikið að gera.
í prentiðnaðinum á íslandi eru
slík undur og stórmerki að
gerast. Tölvan hefur hafið inn-
reið sína. Allt er verið að tölvu-
væða. Ekki aðeins útgáfuna
sjálfa, heldur hönnunina einnig.
Hér kemur kunnátta mín að
gagni.
Tíminn líður hratt. Árin í
Myndlistarskólanum voru öll út á
við. Við vorum að víkka sjón-
deildarhringinn. Árin í Kanada
fóru öll í að njörfa niður þekk-
inguna og koma skipulagi á hlut-
ina. Ég var í Appóiónísku námi í
Kanada."
Sýnishorn af verkum Guðmundar Odds, sem hann hefur hannað hér heima og í Kanada.