Dagur - 26.01.1991, Page 5

Dagur - 26.01.1991, Page 5
Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 5 Hugsanleg olíuverðshækkun skapar vanda í efnahagslíflnu - auðvelt að draga úr bensínnotkun án þess að óþægindi hljótist af í áætlun Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um aðgerðir til að draga úr bensínnotkun segir að vegna styrjaldarátaka við Persaflóa hafi vestræn ríki ákveðið að grípa til tvíþættra aðgerða í olíumálum. I fyrsta Iagi verði gripið til samræmdra aðgerða í því skyni að draga úr olíunotkun og í öðru lagi verði selt af neyðarbirgðum ríkja til að auka framboð og halda á þann hátt sem mestu jafnvægi á olíumörkuðum þann- ig að sveiflur í olíuverði valdi atvinnulífi ekki óviðráðanleg- um erfiðleikum. Hér á landi er gert ráð fyrir að verulega dragi úr olíunotkun fiskiskipa og fiskimjölsverksmiðja á næstu mánuðum vegna loðnubrestsins. Af þeim sökun er ekki talin brýn þörf á beinum aðgerðum til þess að draga úr notkun gasolíu og fuelolíu að sinni. Hins vegar er talin þörf á að draga nokkuð úr bensínnotkun iandsmanna vegna hættu á olíuverðshækkunum í kjölfar stríðsátakanna. Verð á olíu hækkaði um 30 til 40% í kjölfar innrásar íraka í Kúvæt í ágúst síðast liðnum og fór verð á hráolíu í allt að 25 til 30 dollara tunnan meðan það var hæst. Síðan fór verðið aftur lækk- andi og á fyrsta sólarhring þeirra stríðsátaka sem nú standa yfir við Persaflóa bárust fréttir um að olíuverð hefði orðið lægra en það var fyrir innrásina í ágúst. Bjart- sýni gætti meðal bandamanna eftir loftárásir fyrstu stríðsnætur- innar en síðar kom í ljós að ekki hafði tekist að eyðileggja eins mikið af hernaðarmannvirkjum og vopnabirgðum íraka og í fyrstu var álitið. Ljóst er því að ef stríðsátökin dragast á langinn er hætta á að olíuverð hækki veru- lega á nýjan leik. Olíuverð úr 13 dollurum í 40 dollara árið 1979 Hinn vestræni heimur hefur feng- ið að kynnast verðsveiflum á olíu og eru íslendingar þar engin undantekning. Um 60% af heild- arolíubirgðum veraldar eru í Miðausturlöndum. Þegar styrjöld braust út milli ísraels og Araba- ríkjanna haustið 1973 og OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, skipuðu olíufélögum að draga úr olíuvinnslu þrefaldaðist olíuverð á skömmum tíma. Verðið sveifl- aðist aftur upp árið 1979, eftir valdatöku klerkastjórnarinnar í fran. Meðalverð á hráolíu var um 13 dollarar á tunnu árið 1978 en fór hátt í 40 dollara árið eftir. Olíuverðshækkanirnar á síðasta áratug fóru illa með íslenskt efnahagslíf. Viðskiptakjör þjóð- arinnar versnuðu og rekja má rætur þeirrar óðaverðbólgu er hér geysaði að miklu leyti til olíu- verðshækkana og afleiðinga þeirra. Birgðir til þriggja mánaða - ríkisstjórnin leggur til 7% sparnað Samkvæmt upplýsingum olíufé- laganna eiga birgðir af elds- neyti sem til eru í landinu að duga í allt að þrjá mánuði ef mið- að er við venjulega notkun. Ef stríðið dregst á langinn og verður farið að hafa áhrif á olíuverð er hætta á að kaupa verði eldsneyti á mun hærra verði. Hversu hátt það getur orðið er ómögulegt að spá fyrir um en verðsveiflur undanfarinna ára sýna að minni atburðir en þau stríðsátök sem nú eiga sér stað geta haft veruleg áhrif á olíuverð. Vegna þeirrar óvissu hefur ríkisstjórn Islands hvatt til minkandi eldsneytis- notkunar og lagt til að stefnt verði að 7% sparnaði fyrst í stað, eins og samþykkt Orkumála- stofnunar OECD gerir ráð fyrir. Ríkisstjórnin leggur til að helstu þættir sparnaðaraðgerðanna verði upplýsinga- og áróðursher- ferðir í fjölmiðlum um á hvern hátt megi ná þessu markmiði. Hér er um almenna hvatn- ingu um sparnað á eldsneyti að ræða og beinist hún að sögn ráðamanna ekki einvörðungu að eigendunt bifreiða heldur einnig öllum þeim aðilum er nota elds- neyti varðandi starfsemi sína og rekstur. Útgerðin - þrír milljarðar í olíu - 12% af tekjum Miðað við verðlag á olíu eins og það var áður en átökin við Persa- flóla hófust á liðnu sumri var olíukostnaður útgerðarinnar um 3 milljarðar króna á ári eða um 11 til 12% af heildartekjum hennar. Ef olíuverð hækkar um 30 til 40% eins og varð eftir inn- rás íraka í Kúvæt í ágúst og búast má við að endurtaki sig ef stríðs- átökin nú dragast á langinn, myndi slíkt auka olíukostnað útgerð- arinnar um 1000 til 1200 milljónir króna á ársgrundvelli. Annar stór eldsneytiskaupandi er flugrekst- urinn. Hækkun á verði þotuelds- neytis til Flugleiða var yfir 60% frá því í fyrri hluta júlímánaðar til fyrstu viku í ágúst. Ef gengið er út frá meðalverði á þotuelds- neyti frá árinu 1989 og fram á mitt síðasta ár nemur hækkunin um 40% eða um 400 milljónum króna. Flugleiðir standa betur að vígi hvað varðar eldsneytishækk- anir vegna hinna nýju Boeing B737-400 og B757 flugvéla sem félagið hefur fest kaup á og leyst hafa eldri vélar af hólmi. Nýju vélarnar nota um 35 til 40% minna eldsneyti en hinar eldri og kostnaður Flugleiða vegna elds- neytiskaupa er áætlaður um 12% af rekstrarútgjöldum félagsins miðað við óbreytt olíuverð. Sjö prósent bensín- sparnaður - hálft fjórða þúsund einkabíla Bensínnotkun landsntanna er um 125 þúsund tonn á ári eða um 10,4 þúsund tonn til jafnaðar á mánuði ef notkuninni er deilt út á þann hátt. Bensínnotkun breytist eitthvað milli mánaða og má gera ráð fyrir að hún sé í hámarki yfir júlí og ágúst. Ef bensíneyðslan yrði dregin saman um 7% þýðir það um 8750 tonn á ári eða 728 tonn á mánuði miðað við jafnað- arútreikning. Ef miðað er við að venjulegum fjölskyldubíl sé ekið fyrir um 11.200 krónur á mánuði sem santsvarar um 200 lítrum ef notað er 92 oktan bensín þýðir það meðalakstur um 3600 einkabíla á ári. Ætlun ríkisstjórnar íslands er að fyrsta stig aðgerða til þess að draga úr bensínnotkun verði að beita fortölum og hvatningu en ekki verði gripið til frekari aðgerða fyrr en séð verður hver áhrifin af auglýsingaherferðinni verða. Ætla má að unnt sé að spara jafngildi umferðar hálfs fjórða þúsund einkabíla á öllu landinu án þess að það komi að verulegu leyti niður á samgöng- um. Lagt er til að umferðatíðni almenningsfarartækja verði auk- in og fólk hvatt til að nota þau til ferða til og frá vinnu. Aukin umferð almenningsfarartækja kemur fyrst og fremst stærsta þéttbýlissvæði landsins til góða og ætti þar af leiðandi að geta dregið nokkuð úr notkun einka- bíla. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein fjölskyldubifreið í notkun að staðaldri. Með því að fjöl- skyldur nýttu farkosti sína betur með tilliti til tíma, vinnustaða og fleiri aðstæðna á heimilum er án efa unnt að spara aukabifreiðina verulega eða leggja henni að miklu leyti um einhvern tíma. Einnig er hægt að draga úr notk- un mjög eldsneytisfrekra bif- reiða, svo sem sérlega kraftmik- illa fólksbifreiða og fjallajeppa sem fremur eru notaðar til tóm- stundaiðkana en daglegra þarfa fjölskyldna og einstaklinga til að koma sér milli staða. Bifreiðar eyða nokkru meira magni af eldsneyti ef þeim er ekið mjög hratt. Af þeim sökum er unnt að spara nokkuð með því að aka á jöfnum umterðarhraða og ef ökumenn halda sig innan þeirra hraðatakmarkana sem umferðarlög heimila er lítil hætta á umframeyðslu vegna hraðakst- urs. Að síðustu hafa stillingar á eldsneytis- og brennslubúnaði bifreiða mikil áhrif á eyðslu þeirra. Með tilkomu fullkominna stillitækja, sem mörg hver eru tölvustýrð, er mjög auðvelt að mæla eldsneytiseyðslu bifreiða og halda henni í lágmarki. Margir bifreiðaeigendur láta mæla og stilla eldsneytis- og brennslu- búnað bifreiða sinna reglulega. Þó er vitað að margar vanstilltar bifreiðar eru í daglegri notkun og eyða meira eldsneyti en þyrfti. Að sögn bifvélavirkja er algengt að unnt sé að minnka eyðslu bif- reiðar um 2 til 3 lítra miðað við ekna 100 kílómetra með réttri stillingu. Auðvelt að draga úr bensínnotkun án þess að óþægindi hljótist af Ljóst er að með samstilltu átaki eiga landsmenn auðvelt með að draga úr bensínnotkun án þess að nein veruleg óþægindi hljótist af. Ef bifreiðaeigendur og aðrir not- endur eldsneytis taka tillit til þeirra tilmæla sem stjórnvöld hafa gefið um að draga úr notkun eldsneytis ætti að vera unnt að komast hjá harðari sparnaðarað- gerðum eins og skömmtun þótt hernaðarátök á Persaflóasvæðinu haldi áfram um einhvern tíma. Aðgerðir á borð við bensín- skömmtun eða bann við akstri einkabifreiða um helgar eins og Norðmenn hafa nú boðað myndi leggjast illa í þjóðarsálina á ís- landi. Skömmtun býður einnig ýmsum hættum heim eins og að bifreiðaeigendur fari að safna eldsneyti á brúsa og geyma í hýbýlum sfnum og farangurs- geymslum bíla með tilheyrandi eld- og sprengingahættu. Engar fréttir hafa borist af því að menn séu farnir að hamstra bílabensín en ef farið verður að ræða um skömmtun í alvarlegum tón má búast við að svipað ástand skapist og þegar verkföll eru yfirvofandi. Ef landsmenn taka alvarlega undir áskorun ríkisstjómarinnar og fara eftir þeim tilmælum sem boðuð hafa verið ætti að vera auðvelt að ná 7% bensínsparnaði á skömmum tíma. ÞI Ekki verður ekið langt á þessum dropa en hann ætti að minna menn á að margt smátt gerir eitt stórt þegar um bensínsparnað er að ræða. Mynd: Goiii

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.