Dagur - 26.01.1991, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASOLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.),______
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON,
ÞRÖSTUR HARALDSSON.
AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skömmu eftir að Stöð tvö hóf bein-
ar útsendingar á fréttum banda-
rísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN
kvað Útvarpsréttarnefnd upp þann
úrskurð að útsendingarnar væru
ólöglegar og þeim bæri að hætta.
Nefndin taldi að útsendingarnar
brytu í bága við gildandi reglugerð
um útvarps- og sjónvarpsrekstur
þar sem fréttirnar væru sendar út á
ensku án þess að þeim fylgdi
íslensk kynning eða endursögn
þular. Mörgum til furðu brást
menntamálaráðherra við með því
að breyta reglugerðinni á þann veg
að útsendingarnar yrðu löglegar. í
stað þess að láta fjalla um meint
reglugerðarbrot Stöðvar tvö á við-
eigandi vettvangi ákvað mennta-
málaráðherra sem sagt að gera
lögbrotið löglegt. Afleiðingin er sú
að nú senda báðar íslensku sjón-
varpsstöðvarnar út fréttir og
fréttatengt efni á ensku - án þýð-
ingar - um það bil hálfan sólar-
hringinn.
Talsverðar umræður hafa orðið
um þetta mál að undanförnu og
sýnist sitt hverjum. Þeir sem
lengst vilja ganga í frjálsræðisátt
finnst reglugerðarbreyting mennta-
málaráðherra sjálfsögð og eðlileg.
Talsmenn óþýddu sjónvarpsút-
sendinganna hafa jafnframt sakað
andmælendur þeirra um „afdala-
hugsun" og sagt þá haldna minni-
máttarkennd og ótta við allt sem
útlenskt er. Þetta sjónarmið kom
m.a. fram í forystugrein Alþýðu-
blaðsins í fyrradag. Þar var mál-
verndarsinnum bent á að þeir
þyrftu að viðurkenna að þeir
byggju „í borgríki en ekki bænda-
samfélagi". Málflutningur af þessu
tagi er óábyrgur og Alþýðublaðinu
ekki til sóma.
Mál þetta snýst hvorki um
„afdalahugsun" né ótta við það
sem útlenskt er. Hér er þvert á
móti tekist á um grundvallaratriði í
framkvæmd útvarpslaganna, sjálfa
þýðingarskylduna. Kristján Árna-
son, formaður íslenskrar mál-
nefndar, komst svo að orði um
kjarna þessa máls í Morgunblað-
inu í fyrradag:
„Meginröksemdin fyrir þýðing-
arskyldunni er réttur íslendinga til
þess að fá þjónustu sjónvarps-
stöðvanna framreidda á móður-
máli sínu, þannig að vald á
íslensku dugi til að njóta efnisins.
Ef svo er komið að „íslenskir11 fjöl-
miðlar selja löndum sínum þjón-
ustu á tungumáli sem ekki er móð-
urmál þeirra, þá er fólki mismunað.
Boðið er upp á þjónustu sem ekki
allir geta notið.“
Talsmenn fullkomins frjálsræðis
í sjónvarpsrekstri hafa bent á að
hver sá sem á því hefur hug og ráð
getur náð útsendingum erlendra
sjónvarpsstöðva með því að kaupa
sér móttökudisk til að taka við
sendingum um gervihnött. Þess
vegna sé sjálfsagt að leyfa
íslensku stöðvunum að senda út
sams konar efni, án íslenskrar þýð-
ingar eða endursagnar. Þetta er
beinlínis rangt því samanburður-
inn stenst ekki. Það er reginmunur
á sjálfstæðu framtaki einstaklinga
til að bera sig eftir erlendu, óþýddu
sjónvarpsefni og því að reka inn-
lenda starfsemi sem dreifir slíku
efni.
Landsmenn hafa um margra ára
skeið getað orðið sér úti um lesefni
á erlendum tungumálum hér á
landi. Þeir hafa hins vegar ekki
þurft að hafa áhyggjur af því að
íslensku dagblöðin, tímaritin og
bækurnar væru að meira eða
minna leyti skrifuð á enska tungu.
Svo mikið er víst að lesendur
Alþýðublaðsins létu örugglega
vanþóknun sína í ljós ef blaðið
þeirra yrði að hluta til skrifað á
erlendu tungumáli. Það myndi
engu breyta þótt þeir ættu það á
hættu að ritstjóri blaðsins sakaði
þá um „afdalahugsun og ótta við
allt sem útlenskt er.“ BB.
Þýdingarskylda
og afdalamennska
Sælir eru
friðflytjendur
Stundum þegar ég skrifa þessi fátæklegu
orð mín í Akureyrarpistla, sem oftast
tengjast litlum heimi okkar hér á Akur-
eyri og á íslandi, verður mér hugsað til
þess, hvernig umhorfs er úti í hinum
stóra heimi og hvað þar er að gerast og
hvort atvik og atburðir þar koma okkur
nokkuð við. Ekki síst hefur mér orðið
hugsað til þessa vegna atburða síðustu
daga. Svik, ofbeldi og manndráp eru ekki
ný af nálinni. Saga mannkyns er vörðuð
rangsleitni, kúgun og yfirgangi. Öld eftir
öld hafa orðið atburðir sem leiddu til
mannlegra hörmunga þar sem illmennska
varð yfirsterkari mannkærleika og mann-
virðingu. Af þeim sökum ættu atburðir
síðustu mánaða ef til vill ekki að koma
neinum á óvart. Engu að síður komu
atburðirnir við Persaflóa mér á óvart og
þó enn frekar atburðirnir í ríkjunum við
Eystrasalt.
Ekki ætla ég hér að taka afstöðu með
eða á móti leikjum í þeirri pólitísku ref-
skák sem tefld er á bak við tjöldin í
Moskvu, Bagdad, Wasington og Róm -
vald skemmir, og ég ætla heldur ekkert
að segja um fréttaflutning og frétta-
skýringar innlendra og erlendra fjölmiðla
en er minnugur orða kellingar að ekki er
furða þótt skreytt sé á skemmri leið en
frá Jerúsalem og hingað þegar logið er á
milli búrs og baðstofu.
Mig hefði langað til að vekja athygli á
hversu illa er komið fyrir heiminum,
enda þótt ég viti að heimurinn vilji ekki
láta frelsast. Steinn Steinarr gerði sér
þetta líka ljóst og sýndi fram á með ein-
földum rökum í kvæði sínu Að frelsa
heiminn:
Að frelsa heiminn er eins og að standa
uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
„Hérinni er stúlka í alltof þröngum kjól. “
Og öllum erljóst, að þessi maður ergalinn.
En atburðir úti í hinum stóra heimi,
sem koma okkur ef til vill ekkert við og
sem við getum ekki skilið og engin áhrif
haft á eru komnir inn á mitt stofugólf hjá
okkur, jafnvel um hánótt. Það er því
ekki að furða þótt börnin okkar séu
hrædd og spyrji um hinstu rök lífsins og
mannlegra samskipta þegar ofbeldið og
yfirgangurinn, mannvonskan og valda-
hrokinn, stríðið úti í hinum stóra heimi
er komið til okkar í beinni útsendingu.
Við erum eins og orðin þátttakendur í
svínaríinu án þess að vita okkar rjúkandi
ráð og án þess að þekkja upphaf eða endi
á.
Það er ekki að furða þótt fólk missi
trúna á guð og menn þegar það verður
vitni að þessari illmennsku, heimsku og
óskammfeilni valdsmanna heimsins.
Friðrik mikli Prússakeisari á að hafa sagt
undir lokin: „Því betur sem ég kynnist
mönnunum, því vænna þykir mér um
hundinn minn.“ Hann hafði þá misst
trúna á mönnunum. Ævi hans var að vísu
furðuleg historía, því ýmsar verða ævirn-
ar. Faðir hans, Friðrik Vilhjálmur Prússa-
keisari, barði hann til hlýðni og vildi gera
hann að kjarkmiklum hermanni, en
Friðrik hinn ungi vildi lesa ljóð og heim-
speki og umgangast skáld og listamenn.
Þó kom svo að lokum að hann varð kjör-
fursti af Brandenbúrg og keisari yfir
Prússlandi og fór sjálfur í stríð og sigraði
þjóðir og lönd og lagði grunninn að hinu
þýsk-prússneska veldi og stóð fremstur
hinna svokölluðu menntuðu einvalda á
18du öld og kallaði sig „fremsta þjón
ríkisins". Um fimmtugt var hann svo orð-
inn gamall og þreyttur, að því er sagan
segir, og „skap hans var kalt og myrkt
eins og dimmur vetrardagur“. Þá á hann
að hafa sagt þessi frægu orð.
Þannig fer um valdsmenn heimsins.
Þeir hljóta makleg málagjöld og heimur
þeirra fellur að lokum á illverkum sínum.
En það er illt að svo margir skuli þurfa að
líða fyrir og bíða tjón á sálu sinni og lík-
ama. Því tek ég enn afstöðu með friðar-
sinnum - með friðflytjendum. „Sælir eru
friðflytjendur, því að þeir munu guðs
börn kallaðir verða.“ En ef til vill viljum
við ekki láta kalla okkur guðs börn. Það
er ekki „inn“. En sennilega ættum við
hér uppi á íslandi og á Akureyri að huga
að friðarboðskap og friðarfræðslu, bæði í
skólum, á heimilum og á vinnustöðum,
og taka afstöðu gegn öllu ofbeldi hvar
sem það er að finna og friðlýsa hús okkar
og heimili. Það gæti þá verið fyrsta
skrefið.
Akur-
eyrar-
pistill
Tryggva Gíslasonar