Dagur - 26.01.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991
Nissan Primera 2.0 SLX
Sameinuð Evrópa er Japönum og
Bandaríkjamönnum nokkurt
áhyggjuefni. Markaðurinn sem
þar opnast þátttakendum í
Evrópubandalaginu er gríðar-
stór og þýðingarmikill. Áhyggju-
efni Japana og Bandaríkja-
manna er að frelsið innan
markaðssvæðisins muni ekki ná
út fyrir landamæri þess, þannig
að þær þjóðir sem ekki eru þátt-
takendur í samstarfinu muni eiga
erfiðara með að selja vörur sínar
í Evrópu en hinar.
Þrátt fyrir tilraunir forsvars-
manna Evrópubandalagsins til
að sannfæra umheiminn um að
engin höft verði lögð á viðskipti
bandalagsins við önnur ríki er
ljóst að margar þjóðir sem standa
utan bandalagsins gera ráð fyrir
hinu gagnstæða og fyrir liggur að
einhverjir tollar verða lagðir á
hluta innflutnings til Evrópu
a.m.k. fyrst í stað.
Stórfyrirtæki frá USA, Japan,
Svíþjóð, Sviss og fleiri löndum
hafa því markvisst unnið að því
að koma sér fyrir í Evrópu til
dæmis með því að breyta mark-
aðs- og sölufyrirtækjum sínum þar
í framleiðslufyrirtæki. Þetta er
mjög áberandi í bílaiðnaðinum
þar sem Japanir hafa sem óðast
verið að setja upp verksmiðjur í
Evrópu eða tryggja sér mjög náið
samstarf við evrópskar bílasmiðj-
ur. Má þar nefna samvinnu
Toyota og Volkswagen, Honda
og Rover svo og verksmiðju Niss-
an í Sunderland í Bretlandi. Þar
smíðaði Nissan til skamms tíma
Bluebird-bíl sinn fyrir Evrópu-
markað.
Umsjón:
Úlfar
Hauksson
Nissan er greinilea að búa sig
undir nýja landvinninga í Evrópu
og byrjaði fyrir nokkru smíði á
alveg nýjum bíl í Sunderland,
sem heitir Nissan Primera. Þetta
er í fyrsta skipti sem nýhannaður
japanskur bíll er smíðaður í
Evrópu í svo miklu magni sem
hér er ætlunin, en Nissan
stefnir að því að árleg framleiðsla
verði orðin um 100 þús. bílarárið
1993. Það telst einnig til tíðinda
að u.þ.b. 80% af efniviðnum í
Primera er evrópskur enda er
það eitt af markmiðum Nissan
með þessum nýja bíl að tryggja
óheftan aðgang að markaði í
Evrópu.
Reglur EB segja að vara teljist
evrópsk ef 60% af „innihaldi"
hennar eru frá Evrópulöndum og
því telst Primeran evrópsk skv.
þessum reglum.
Þá er það ekki síður saga til
næsta bæjar að 5 dyra útgáfan af
Primera verður eingöngu smíðuð
í Bretlandi og verður flutt þaðan
út til Japan!
Nissan Primera er nýjasta trompið frá Nissan.
Endurskoðun Dalvík sf.
Frá og með 1. janúar 1991 hefur Endurskoðun Dalvík sf.
tekið yfir rekstur Bókhaldsstofunnar hf. á Dalvík.
Skrifstofan er til húsa í Ráðhúsinu á Dalvík.
Umsjónarmaður skrifstofunnar er Ingólfur Hauksson
löggiltur endurskoðandi.
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA:
Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu
og önnumst m.a.:
★ Endurskoðun og reikningsskil
★ Uppsetningu og færslu á bókhaldi
★ Launabókhald og hvers konar tölvuvinnslu
★ Ráðgjöf í skattamálum og gerð skattframtala
★ Stofnun og sameiningu félaga
★ Rekstrarráðgjöf og áætlanagerð
AÐILAR AÐ FÉLAGINU:
Aðilar að Endurskoðun Dalvík sf. eru Endurskoðun Akureyri hf.,
Akureyri og Endurskoðun hf., Reykjavík.
Bæði félögin eru aðilar að alþjóðaendurskoðunarfyrirtækinu KPMG.
Endurskoðun Dalvík sf.
Ráðhúsinu, 620 Dalvík
Símar: 96-61318 og 96-61319
i
bílor
/
Innréttingar eru vandaðar í Nissan Primera
Undirritaður ók Nissan Primera
lítillega á dögunum, og þrátt fyrir
óhagstæð akstursskilyrði, hálku
og leiðindaskyggni fékkst reynsla
af Primerunni sem nægir til að
fullyrða að þessi bíll hefur
aksturseiginleika og fjöðrun sem
er mun nær eiginleikum evr-
ópskra bíla en við eigum að venj-
ast í japönskum bílum. Japanskir
bílar hafa margir haft of slag-
stutta fjöðrun og hafa sumir enn.
Það kemur reyndar ekki að sök á
venjulegum vegum og götum
með bundnu slitlagi, en þegar á
reynir eru vondir íslenskir vegir
stundum ofjarlar þannig fjaðra-
búnaðar.
Primeran er laglegur bíll, sem
hefur meira innra rými en stærð
hans gefur til kynna. Frágangur
er góður og ekki síðri en í Nissan
bílum frá heimalandinu, Japan
(þetta geta Bretar). Útlit bílsins
minnir óneitanlega mikið á Opel
Vectra, og það svo að ókunnugir
gætu ruglað saman Nissan-merk-
inu á Primerunni og Opel-inerk-
inu á Vectrunni. Stærð bílanna er
nánast hin sama, innréttingin
mjög lík og jafnvel áklæði og efn-
isval er ótrúlega svipað og í
Vectrunni.
Það breytir því ekki að stjórn-
tækjum er vel fyrir komið í Prim-
erunni, og svipað má segja um
sætin, þau eru ágæt, dálítið hörð,
en ekki þreytandi. Bíllinn sem ég
ók hafði rafdrifnar rúður, spegla
og læsingar. Plastefni í innrétting-
unni og mælaborði virðast
vönduð. Rými er allgott bæði í
fram- og aftursætum og farangurs-
rýmið er stórt og getur stækkað
með því að leggja má niður aftur-
sætisbakið. Það opnast vel og því
gott að lesta og losa Primeruna.
Loftræsi- og miðstöðvarkerfi eru
öflug og auðvelt að stilla þau.
Aksturinn í Primera er bæði
auðveldur og ánægjulegur og
hjálpast þar flest að, góð fjöðrun,
góðir aksturseiginleikar og góð
vél. Vélin er 4 strokka 2.0 lítra
115 hö og skilar hlutverki sínu
með ágætum. Þetta er ný vél,
með 16 ventlum og beinni inn-
spýtingu. Hún er kraftmikil á
hvaða snúningshraða sem er og
vinnur því ágætlega með sjálf-
skiptingu. Hún hefur svolítið
grófan gang en virðist alltaf upp-
lögð og bregst snarlega við hverri
hreyfingu bensínpinnans.
Fjöðrunin er sjálfstæð á öllum
hjólum og réði vel við flest sem
fyrir hana var lagt. Primera er
búinn vökvastýri sem veitir öku-
manni mjög góða tilfinningu fyrir
veginum. Bíllinn sem vegur ca.
1250 kg er því mjög léttur og lip-
ur í akstri. Því miður var færið
ckki alltof gott þegar ég hafði bíl-
inn til ráðstöfunar, en ég treysti
mér þó til að hæla aksturseigin-
leikum Primerunnar, þó ekki
væri mögulegt að reyna þá með
venulegum hætti. Bíllinn er þræl-
stöðugur og liggur vel í beygjum.
Fjöðrunin er reyndar ekki ein-
ungis góð frá aksturslegu sjónar-
rrtiði, beldur er hún einnig mjög
þægileg að mínu viti, þó ein-
hverjum kunni að þykja hún í
stífara lagi. Sjálfskiptingin í bíln-
um sem ég ók var ágæt og
skiptingarnar voru mjúkar og
eðlilegar. (Ég hef fyrir satt að
gírhlutföll og skiptingar í 5 gíra
beinskipta bílnum séu einnig til
fyrirmyndar.) Bremsurnar eru
öflugar, með diskum við öll lijól
og því jafnframt nákvæmar og
auðvelt að stjórna virkni þeirra.
Nissan Primera er greinilega
tromp á hendi þessa japanska
bílarisa í baráttunni um hylli
kaupenda í hinni nýju Evrópu.
Þar ræður einkum þrennt, eigin-
leikar sem eru svipaðir eiginleik-
um evrópskra bíla, ágætur frá-
gangur, og að því er virðist, skap-
legt verð.
Gerð:
Nissan Primera 2.0 SLX, 4 dyra fólksbíll, vél að framan, framhjóla-
drif.
Vél og undirvagn:
4-strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, 2 yfirliggjandi knastás-
ar, 4 ventlar við hvern strokk, bein eldsneytisinnspýting, slagrými:
1998 cm, borvídd: 86,0 mm, slaglengd: 86,0 mm, þjöppun 9,5:1,
115 hö við 6000 sn/mín, 166 Nm við 4000.
Drif á framhjólum, 4 þrepa sjálfskipting.
Sjálfstæð fjöðrun að framan með þverarmi að neðan og McPher-
son gormlegg.
Að aftan tvöfaldir þverarmar, gormar og demparar.
Jafnvægisstangir aö framan og aftan.
Aflstýri, aflhemlar, diskar að framan og aftan, handbremsa á
afturhjólum.
Hjólbarðar 185/65 R 14 h, eldsneytisgeymir 60 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 440,0 cm; breidd 170,0 cm; hæð 139,0 cm; hjólahaf 255,0
cm; sporvídd 147,0/146,0 cm; eigin þyngd ca. 1.226 kg; hámarks-
þyngd 1.665 kg.
Framleiðandi: NISSAN LTD, Sunderland, England.
Innflytjandi: Ingvar Helgason hf, Reykjavík.
Umboð: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Akureyri.
Verð: ca. kr. 1.324.000.