Dagur - 26.01.1991, Side 19
til umhugsunar
Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 19
?-
Frelsun Kúvæt eða faJl Saddams
Á síðasta ári úrskurðaði Sadd-
am Hussein, forseti og ein-
ræðisherra í Irak að eiginmenn
eða ættingjar lauslátra kvenna
mættu ráða þær af dögum án
þess að hljóta refsingu fyrir.
Með þessari ákvörðun kemur
vel í Ijós sá hugsunarháttur og
það siðferði sem forystumaður
Iraks lætur stjórnast af. Virð-
ingin fyrir lífi manneskjunnar
er engin og skiptir ekki máli
hvort um er að ræða konu sem
álitin er hafa sængað hjá öðr-
um karlmanni en eiginmanni,
pólitískan andstæðing eða her-
menn á vígvellinum.
Hugmyndafræði Saddams
Hussein virðist vera blanda af
hugsunarhætti ýmissa grimmra
frammámanna í Miðausturlönd-
um frá fyrri tímum, hugmyndum
sósíalis og síðast en ckki síst trú-
arhugmyndum múslima, sem
hann hefur tileinkað sér í sífellt
ríkara mæli eftir að hann taldi sig
þurfa á stuðningi annarra araba-
þjóða að halda í stríðsrekstri
sínum. Fyrst við klerkastjórnina í
hinum persneska hluta Miðaust-
urlanda, íran, en síðan við Vest-
urlönd sem er þó í rauninni háð
til að ná völdum yfir gjörvöllum
arabískum heimi.
Draumur íraksforseta virðist
vera sá að verða herra araba-
þjóða. Leiðtogi ímyndaðs stór-
veldis. Saddam Hussein höfðar
til hinna fornu konunga er réðu
lögum og lofum í gróðurvininni
sem árnar Efrat og Tígrís mynda
í eyðimörkinni þar sem þær falla
úr fjöllum Tyrklands í átt til
Persaflóa og kallaðist Mesópóta-
mía en heitir nú írak. Saddam
hefur líkt sjálfum sér við Neb-
úkadnesar konung í Babýlon
hinni fornu og eytt miklum fjár-
munum í endurbyggingu hinnar
sögufrægu borgar. Hann höfðar
einnig til Hammúrabís, er ríkti á
þessum slóðum um miðja 18. öld
fyrir Krist og þykir einn hinn
grimmasti stjórnandi í mann-
kynssögunni. Múhameð spámað-
ur, höfundur íslams, mun meðal
annars hafa sótt sitthvað í lagaá-
kvæði Hammúrabís er hann reit
þá siðfræði er múslimar fara eftir
enn þann dag í dag. Saddam vitn-
aði meðal annars til þessa guð-
föður síns er hann gaf út úrskurð
sinn um réttmæti aftöku fram-
hjáhaldandi kvenna án dóms og
laga.
Frumleg getgáta - sonar-
sonur Stalíns
Þótt Saddam Hussein virðist að
hluta til vera afturganga úr
mannkynssögunni er hann einnig
óútreiknanlegur á nútíma vísu.
Hann hefur komist til áhrifa af
eigin rammleik og beitt til þess
snjallræði og fastmótaðri
grimmd. Hann er sagður fæddur í
þorpinu Tikrit norðan Bagdad og
foreldrar hans eiga að hafa horfið
er hann var á fyrsta ári. Getgátur
eru á kreiki á Vesturlöndum um
uppruna hans og ein sú frumleg-
ast birtist í Bandarísku blaði
nýverið að hann sé sonarsonur
Jósefs heitins Stalíns. Pótt þessi
skýring sé nokkuð langsótt þyrfti
gamli skósmiðssonurinn tæpast
að snúa sér við í gröfinni af
skömm yfir því að „afkvæminu“
væri illa í ætt skotið hvað blóð-
þorsta og grimmd varðar. Saga
Saddams er blóði drifin. Hann
gekk ungur til liðs við Baath
flokkinn, sem kallaði sig sósíal-
ískan og byggði að einhverju
leyti á slíkum hugmyndum. Baat
flokkurinn vildi á þeim tíma ekk-
ert með íslömsk trúarbrögð hafa
og Saddam taldist ekki til trú-
ræknari manna. Trúarofstæki
hans í dag virðist því fremur
þjóna þeim markmiðum að kalla
til samstöðu annarra arabaríkja í
viðleitni hans til að ná yfirráðum
yfir þeim sjálfum en þjóna með-
fæddri trúarvitund. Áköll hans til
almættisins eins og þau hafa með-
al annars birst í útvarpsstöðvum
á Vesturlöndum síðustu daga
virðast því hrein áróðursbrögð
hins blóðþyrsta einræðisherra.
Ævisaga persónudýrkunar
- staðreyndir á íiuldu
Ævisaga Saddams Hussein minn-
ir um margt á sambærilegar sagn-
ir um fyrrum foringja kommún-
istaflokka í austri og ýmsa ætt-
flokkahöfðingja þriðja heimsins.
Dregin er upp ímynd sem þjónar
persónudýrkun og þeim mark-
miðum er persónan berst fyrir
hverju sinni fremur en einhverju
sem telst vera í ætt við sannleik-
ann. Saddam hefur, líkt og marg-
ir einræðisherrar, stjórnað landi
sínu af hörku og með grimmd þar
sem líf andstæðingsins er minna
en einskis virði. Slíkir menn eru
líklegastir til að meta stöðu sína
út frá allt öðrum forsendum en
hinum raunverulegu. Saddam
Hussein ætlaði að kenna trúar-
hollum Khomenísinnum í íran
sína lexíu á nokkrum dögum en
eftir tíu ára skotgrafahjakk
fannst enginn sigurvegari þótt
ekki væri um beina uppgjöf
stríðsaðila að ræða. Prátt fyrir að
stríðinu við írani lyki ekki með
skjótum sigri íraka eins og Sadd-
am hafði ætlað sér þá tókst hon-
um að græða verulega á því.
Klerkastjórnin í íran var illa
þokkuð af heimsbyggðinni, með-
al annars vegna áráttu til hryðju-
verka, og átti írakshöfðingi því
stuðning um víða veröld vegna
stríðsaðgerðanna. Af þeim sök-
um reyndist honum auðvelt að
nota tekjur sínar af olíusölu til
Vesturlanda til að festa kaup á
vopnum. Þau vopn mynda síðan
það vopnabúr sem nú veldur þvf
ásamt hugmyndum úr fjarlægri
fortíð og draumórum einræðis-
herrans að hann ofmetur stöðu
sína gagnvart fjölþjóðahernum
við Persaflóa.
Að losna við lánadrottinn
sinn - en hirða eigur hans
Saddam Hussein réðst inn í
Kúvæt að því er virðist til að
sleppa frá því að greiða skuldir.
Meðan á stríði hans við írani stóð
fékk hann miklar upphæðir að
láni hjá hinni olíuauðugu fjöl-
skyldu sem stýrt hefur smáríkinu
Kúvæt við botn Persaflóans. Þeg-
31 Kúvætar fóru að minnast á
greiðslur þessara skulda að stríð-
inu við írani loknu svaraði Sadd-
am með því að senda herinn að
landamærum þess og síðan inn-
rásinni 2. ágúst síðast liðinn.
Fjárhagur íraks er í kaldakoli.
Landið hefur minna en ekkert
lánstraust hjá alþjóðlegum fjár-
málastofnunum. Aðstæður Sadd-
ams til greiðslu skulda við Kúvæt
eru því engar. Eignir íraks eru að
miklu leyti bundnar í hergögnum
og því einasta færa leiðin á þeim
bæ að taka lánadrottnana til
fanga eða hreinlega af lífi. Á
þetta framferði gátu þjóðir heims
ekki horft og því var tekin
ákvörðun á vegum Sameinuðu
þjóðanna um að stöðva út-
þenslustefnu Saddams Hussein í
Austurlöndum nær.
Hlutverk bandamanna -
að frelsa Kúvæt -
en hvað um Saddam?
Þegar þetta er ritað eru stríðs-
átökin í fullum gangi. írakar hafa
ekki náð að svara verulega fyrir
sig og að áliti herfræðinga á Vest-
urlöndum gengur tölvert á
vopnabúr og birgðir þeirra. Enn
er þó barist í lofti og ef íraksher
hörfar ekki eða gefst upp fyrir
ofureflinu innan tíðar er ljóst að
bein átök hefjast á landi í Kúvæt
og ef til vill suðurhluta íraks.
Ógerlegt er að svara því á hvern
hátt Irakar taka frekari ósigrum.
í landhernaði er eins víst að þeir
kjósi að berjast til síðasta manns.
Götubardagar í návígi gætu því
hafist og færst síðan í norðureftir
átakasvæðinu. Þá ber einnig að
hafa í huga að hlutverk fjöl-
þjóðahersins er samkvæmt sam-
þykkt Sameinuðu þjóðanna að
frelsa Kúvæt úr höndum íraka en
ekki að steypa stjórnvöldum þar í
landi. Fjölþjóðaherinn er því
ekki á veiðum eftir höfuðleðri
Saddams Hussein. Af þeim sök-
um getur orðið umdeilanlegt hve-
nær stríðsaðgerðunum sem
kenndar eru við eyðimerkur-
storminn á að vera lokið. Því
vakna þær spurningar hvort írak
verði gert hættulaust friði heims-
ins þótt hersveitir þess verði
hraktar burt frá Kúvæt. Að ein-
hverju leyti mun það orsakast af
því hversu ágengt fjölþjóðahern-
um verður við að eyðileggja
vopnabirgðir þeirra. Á meðan
hinn óútreiknanlegi og blóðþyrsti
Saddam Hussein heldur völdum
er vart að treysta neinu þar um.
Getum hefur verið leitt að því að
valdastóll hans sé ekki eins
traustur og látið er í veðri vaka.
Stjórnvöld sem styðjast við
byssukjafta eru oft völt í sessi ef
vopnin bregðast. Menn hafa
spurt sig hvort sú hrifning íraka
af foringja sínum, sem sýnd hefur
verið sé ekki fremur sprottin af
ótta en einlægni. Þótt Saddam
hafi ekki komið til Vesturlanda
svo vitað sé og þyki um margt
einangraður í eigin hugarheimi er
hann síður en svo nokkur
heimskingi. Ákvarðanir hans
virðast þrauthugsaðar þótt með-
ölin séu umdeild. Því er til
umhugsunar hvort stríðinu við
Persaflóa sem styðjast við byssu-
kjafta eru oft völt í sessi ef vopn-
in bregðast. Menn hafa spurt sig
hvort sú hrifning Iraka af foringja
sínum, sem sýnd hefur verið sé
ekki fremur sprottin af ótta en
einlægni. Þótt Saddam hafi ekki
komið til Vesturlanda svo vitað
sé og þyki um margt einangraður
í eigin hugarheimi er hann síður
en svo nokkur heimskingi.
Ákvarðanir hans virðast þraut-
hugsaðar þótt meðölin séu
umdeild. Því er til umhugsunar
hvort stríðinu við Persaflóa muni
í raun og veru ljúka nema með
brotthvarf Saddams Hussein af
valdastóli lífs eða liðnum. Einnig
er til umhugsunar hvort nauðsyn-
legt verði fyrir fjölþjóðaher
bandamanna að elta höfuð hans
uppi til dýpstu fylgnsa írakskra
varnarbyrgja eða hvort hans eig-
in þjóð grípur í taumana og losar
sig við hann áður en honum tekst
að steypa henni í algjöra glötun
með því að neita að horfast í
augu við staðreyndir. Maður sem
gefur eiginmönnum ótrúrra eig-
inkvenna dóms- og aftökuvald í
þeirra eigin sök er til alls líklegur
þótt aðrir hagsmunir liggi að
baki.
Iðjufélagar
takið effir!
Veitt verður aðstoð við einföld skattaframtöl
fyrir félagsmenn.
Áríðandi er að hafa með sér öll tilskilin gögn fyrir
framtölin.
Tímapantanir á skrifstofu Iðju í síma 23621.
Stjórn Iðju.
Vélstjóra eða vélavörð
vantar strax á 200 tonna bát Sjöfn ÞH 142 frá
Grenivík.
Upplýsingar gefur Oddgeir í síma 985-22997 eða
33124.
Dalvíkurbær óskar
eftir fóstru
við leikskólann.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-61372
og 96-61045.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Starfsfólk óskast
til afleysinga
á sambýlið að Álfabyggð 4, Akureyri, sem er
sambýli fyrir fólk með geðræna fötlun.
Um tvær 50% stöður er að ræða.
1. Afleysing í eitt ár, frá 15. febrúar 1991 til 15.
febrúar 1992.
2. Afleysing í sjö mánuði, frá 1. mars 1991 til 1.
október 1991.
Vinnutími er einkum síðdegis/kvöldvinna og um
helgar.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í Álfabyggð
4, og í símum 21995 og 27995.
HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI
jmm
Meinatæknar
Meinatækni vantar í fullt starf á rannsóknastofu
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri frá 15. mars
1991 eða eftir samkomulagi.
Vinnuaðstaða rannsóknastofunnar er mjög góð.
Laun eru skv. kjarasamningum ríkisins.
Umsóknir um starfið skulu berast framkvæmdastjóra
í síðasta lagi 8. febrúar 1991.
Nánari upplýsingar gefur yfirmeinatæknir fyrir
hádegi virka daga í síma 22311.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
50% staða sérfræðings í háls-, nef- og
eyrnalækningum við HNE-deild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, er laus til um-
sóknar.
Staðan veitist frá 1. júlí 1991.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Inga
Björnssyni.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson yfirlæknir.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100.