Dagur - 26.01.1991, Síða 20

Dagur - 26.01.1991, Síða 20
Það lá vel á matreiðslumeisturunum í matvöruverslun KEA í Hrísalundi í gær, enda þorri genginn i garð með til- heyrandi þjóðlegum átveislum. Til vinstri er Júlíus Jónsson en Jón Vídalín til hægri. Mynd: Goiii Loðdýrabændur: Óvíst um skinnauppboð í febrúar vegna ótta kaupenda við hryðjuverk Akureyri: Landsveitingartf. opna skemmti- stað í febrúar Hlutafélagið Landsveitingar hyggst hefja rekstur skemmti- staðar, að Hafnarstræti 100 á Akureyri, upp úr miðjum febrúar, í húsnæði því sem H-100 var starfrækt í áður. Að sögn Sigurðar Ólasonar, eins hiuthafans í Landsveiting- um hf., hefur verið unnið að lagfæringum á húsnæðinu að undanförnu. „Gagngerar breytingar á húsakosti verða ekki gerðar fyrst um sinn. Að opnun er unnið hægt og rólega. Þannig reisum við okkur ekki hurðar- ás um öxl. Við stcfnum að opnun á litlum og huggulegum skemmtistað, sem verður í takt við mannlífið á Akur- eyri,“ sagði Sigurður. Framkvæmdastjóri Lands- veitinga hf. er Stefán Stefáns- son, veitingamaður í Reykja- vík. Enn hefur ekki verið valið nafn á staðinn. ój Kaupfélag Langnesinga: Kristján Karl hættir Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langncsinga á Þórshöfn, lætur af störfum um mánaða- mótin apríl-maí. Stjórn kaupfélagsins hefur auglýst kaupfélagsstjórastarfið laust til umsóknar. Sigtryggur Þorláksson á Svalbarði, stjórnarformaður kaupfélagsins, segir að Kristján Karl hafi óskað eftir að láta af störfum og sagt upp með 6 mánaða fyrirvara þann 1. nóvember sl. „Kristján sagði upp með það fyrir augum að hætta í vor, í iok apríl- mánaðar. Við erum að leita að nýjum kaupfélagsstjóra,“ seg- ir hann. Ekki náðist samband við Kristján Karl áður en blaðið fór í prentun í gær. EHB Helgarveðrið: Miltogbjart Landsmcnn þurfa ekki að kvíða frosthörkum eða norð- angarra um helgina því suð- lægar áttir verða áfram ríkj- andi. I dag verður suðvestan strekkingur á Norðurlandi, bjart veður og hiti í kringum frostmark. Veðurstofan spáir sunnan- átt á sunnudaginn. Strekkings- vindur gæti orðið á Norður- landi og dálítil rigning vestan til. Veður fer hlýnandi á ný. Á mánudag er aftur gert ráð fyrir vestlægari vindunt með kólnandi veðri. SS Ævarr Hjartarson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, segir að skinnaupp- boðshaldarar í Kaupmanna- höfn setji spurningamerki við hvort árlegt febrúaruppboð verði haldið í ár. Hann segir að vegna stríðsins við Persaflóa óttist uppboðshaidarar að kaupendur víðsvegar að úr heiminum komi ekki á upp- boðið af ótta við hryðjuverk á flugvöllum. Verði ekkert upp- boð í febrúar horfir það mjög illa við hérlendum loðdýra- bændum. Menn eygðu þá von að skinnaverð kynni að þokast upp á við eftir að það stóð í stað og jafnvel lækkaði á upp- boðinu í desember. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um afkomu hérlendrar loð- dýraræktar á síðasta ári. Hún var einkar slæm, sem helgaðist fyrst og fremst af lækkandi skinna- verði. Loðdýraræktin má muna sinn fífil fegri. Ef litið er til stöðu greinarinnar í Eyjafirði kemur í ljós að nú er loðdýrabúskapur aðeins stundaður á sjö bæjum. Þetta eru Ytra-Garðshorn í Svarfaðardal, Þverá í Skíðadal, Ytri-Bakki í Arnarneshreppi, Fornhagi og Auðbrekka í Skriðu- hreppi og Grávara og Hóll í Grýtubakkahreppi. Þá eru loð- dýr á tveim búum í Ólafsfirði, í Burstabrekku og Kálfsá. Hins vegar var loðdýrum farg- að á sex býlum í Eyjafirði á síð- asta ári, hjá Dalalæðu og á Skeiði í Svarfaðardal, Hellu á Árskógs- strönd, Möðruvöllum í Hörgár- dal og Lómatjörn og Grýtubakka í Grýtubakkahreppi. Þá var á síðasta ári skorið niður á Hall- gilsstöðum, í Hjarðarholti og Hrísgerði í Fnjóskadal. Ævarr segir að nú séu 3100 minkalæður og 790 refalæður í Eyjafirði. Árið 1988, þegar flest var, voru á milli 14 og 15 þúsund minkar á svæðinu. Fækkunin er því hátt í 80%. Samdrátturinn er eitthvað minni í refnum. Til síðustu áramóta voru loð- dýr í Eyjafirði fóðruð með blaut- fóðri frá Húsavík. Fimm bændur Lögreglan í Olafsfirði hefur kært tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur í Ólafsfjarðar- göngunum og einum hefur ver- ið gefin áminning. Fimmtíu kflómetra hámarkshraði er í jarðgöngunum, eins og ræki- lega er merkt við jarðganga- munnana. Ökumönnum er bent á að hafa hemil á bensínfætinum þegar ekið er í gegnum göngin, enda hefur Ólafsfjarðarlögreglan góð- ar gætur á umferðarhraðanum. Deildar meiningar eru um kaupa nú þurrfóður frá ístess hf., en bændur í Fornhaga og Auð- brekku fá enn fóður frá Húsavík. Þá sér Þórður Guðmundsson í Burstabrekku loðdýrum á tveim býlum í Ólafsfirði fyrir fóðri. Að sögn Ævarrs eru allar líkur á því að þeir bændur í Eyjafirði, sem ekki skáru niður á síðasta ári, þrauki út þetta ár. Óvíst sé hins vegar um framhaldið. óþh æskilegan hámarkshraða á veg- kaflanum frá jarðgangamunnan- um Ólafsfjarðarmegin og niður í Ólafsfjarðarbæ. Samkvæmt nú- gildandi reglum er hámarkshraði þar 80 km/klst. Lögreglumenn- irnir í Ólafsfirði lögðu hins vegar til á umferðarnefndarfundi nýverið að hámarkshraðinn á þessum kafla yrði lækkaður niður í 70 km/klst., sem yrði sérstak- lega merkt við jarðgangamunn- ann Ólafsfjarðarmegin. Ekki er komin endanleg niðurstaða í þetta mál, og á meðan leyfist að aka þarna á 80 km hraða. óþh Nýr búvöru- samningur íyrir lok febrúar? - kapp lagt á undirskrift nýs samnings fyrir ríkisstjórnaskipti „Það er unnið á fullu við undirbúning nýs búvörusamn- ings og ennþá stefnt að því að gera hann fyrir febrúarlok,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda. „Svokölluð sjömannanefnd aðila vinnurriarkaðarins, sem skipuð var í apríl í fyrra, hefur fundað mikið að undanförnu og leitað leiða til að lækka búvöru- verð með aukinni hagræðingu. Ég á von á því að það komi einhver niðurstaða í þá vinnu um mán- aðamótin. Ef það tekst, verður farið á fullt í sjálfa samningsgerð- ina,“ sagði Hákon. Fyrir liggja grófar útlínur búvörusamningsins. Aðaláhersla verður lögð á að aðlaga fram- leiðsluna að innanlandsmarkaði. Það þýðir að mjólkurframleiðsl- an verður á svipuðu róli og verið hefur, en umtalsverður samdrátt- ur verður í sauðfjárframleiðsl- unni frá núgildandi búvörusamn- ingi. Gunnlaugur A. Júlíusson, að- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra, sagði ekkert launungarmál að áhersla væri lögð á að ljúka samningsgerðinni fyrir ríkis- stjórnarskipti í vor eða sumar. Hann sagði ennfremur að núgild- andi búvörusamningur rynni út í lok næsta verðlagsárs, þ.e. í lok ágúst 1992, og því þyrftu bændur, einkanlega þó sauðfjárbændur, að fá klárar línur um áframhald- ið eigi síðar en í haust. óþh hækka brautina og undir- byggja hana betur en besta lausnin er klæðing en slíkt er ekki á áætlun næstu ára,“ sagði Rúnar Sigmundsson, umdæmisstjóri Flugmála- stjórnar á Norðurlandi, aðspurður um aurbleytu á flugbrautinni á Siglufirði sem oft hamlar flugi þangað. Rúnar sagði að brautin hefði verið lengd fyrir nokkrum árum og sá hluti brautarinnar sé í góðu lagi enda standi hann lítið eitt hærra en eldri hlutinn. Á þann hluta safnist því frekar vatn og þá veðst brautin upp. Brautin á Siglufirði er ekki sú eina á Norðurlandi sem til vand- ræða er vegna aurbleytu. Alkunn eru vandamál með flugbrautina á Aðaldalsflugvelli vegna þessa en aðrar malarbrautir eru til á Norðurlandi sem ágætt ástand er með á veturna og vorin, t.d. á Sauðárkróki og Þórshöfn. „Yfirleitt eru vorin alltaf verst en það er rétt að nú er ekki besta veðráttan fyrir þessar brautir," sagði Rúnar. JÓH Aurbleyta á Sigluflarðarflugvelli hamlar oft flugi: Framtíðarlausnar langt að bíða „í svona tíðarfari er ekkert I braut á Siglufírði. Það eina hægt að gera varðandi þessa sem hægt væri að gera er að Ólafsfjarðargöngin: Búið að kæra tvo fyrir hraðakstur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.