Dagur - 09.02.1991, Side 3

Dagur - 09.02.1991, Side 3
Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 3 frétfir i- Gróður tekur við sér í hlýindunum: Allt að 15 cm há grös á túnum ástæða til að óttast kal ef kólnar snögglega Gróður hefur tekið við sér í hlýindunum að undanförnu og má nú víða sjá grænan lit á túnum. Þá hafa bændur not- fært sér veðurblíðuna til að brenna sinu og hefur mátt sjá elda loga í úthögum eins og á vordegi væri. í hlýindunum að undanförnu hefur gróður tekið nokkuð við Fljótsdalsvirkjun: Opinn firndur í Freyvangi Landsvirkjun efnir í næstu viku til opins fundar í Frey- vangi í Eyjafjarðarsveit þar sem kynntar verða fyrirhugað- ar virkjanaframkvæmdir á Fljótsdal og línulagnir um landið í framhaldi af því. Nokkur kurr hefur verið í nátt- úruverndarmönnum vegna þessara línulagna og á fundinn munu mæta fulltrúar frá Nátt- úruverndarráði til að kynna sín sjónarmið. Knútur Otterstedt hjá Lands- virkjun á Akureyri segir að ætl- unin sé að lína sú sem lögð verð- ur frá Fljótsdalsvirkjun til Akur- eyrar muni Iiggja síðasta spölinn samsíða línunni frá Kröfluvirkj- un en nýja línan mun einnig tengjast við tengivirkið á Rangár- völlum ofan Akureyrar. Reiknað er með að línan komi um Bílds- árskarð yfir í Eyjafjörð. Knútur segir að þetta mál í heild verði kynnt á fundinum á, Freyvangi svo og á öðrum hlið- stæðum fundi sem fyrirhugaður er í Mývatnssveit innan skamms. „Hugmyndin er að þetta verði almenn kynning á virkjuninni og öllum línulögnum vegna virkjun- arinnar en það eru skiptar skoðanir um þetta mál, eins og fram hefur komið,“ sagði Knútur. J(jH sér. Víða má sjá grænan lit í görðum og á túnum og finna má allt að 15 cm háan nýgræðing á stöku stað. Bændur eru nokkuð áhyggjufullir vegna þessa og kvíða því að hinn ótímabæri gróður eigi eftir að orsaka kal- skemmdir. Grétar Guðbergsson, jarðfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, sagði að nokkur ástæða væri til þess að óttast kal í túnum í vor vegna þessara vetrarhlýinda. Þó réði framvinda veðráttunnar það sem eftir er vetrar milklu um hver þróunin yrði. Ef snjóaði, þiðnaði síðan og svellalög næðu að mynd- ast ykist hætta á kali verulega. Sauðárkrókur: Möguleikar á sölu á heitu vatni - Rípurhreppur óskar eftir viðræðum Þreifingar eru í gangi milli Rípurhrepps og Sauðárkróks- bæjar um kaup Rípurhrepps á heitu vatni af Hitaveitu Sauð- árkróks. Hreppsnefnd Rípur- hrepps óskaði eftir viðræðum við Sauðárkróksbæ um hugsan- legan kostnað við kaup á heitu vatni. Bæjarstjórn Sauðár- króks tók vel í málaleitan hreppsnefndar og viðræður hefjast væntanlega á næstunni. Að sögn Árna Gíslasonar oddvita í Eyhildarholti er hrepps- nefnd einungis að láta athuga hvort um raunverulegan mögu- leika á flutningi á heitu vatni sé að ræða. Dreifbýli er nokkuð í Rípurhreppi og vegalengdir sem leiða þyrfti vatnið töluverðar. Samvinnumál á fleiri sviðum eru til umræðu milli Sauðárkróks og Rípurhrepps. Nýlega var gerður samningur um urðun sorps á sameiginlegum öskuhaug- um Skarðshrepps, Sauðárkróks og Rípurhrepps. Möguleikar á samvinnu sveitarfélaganna virð- ast því vera nokkrir þó ekki séu í gangi viðræður um sameiningu, en þær virðast hafa rekið í strand. kg Húsnæðisnefnd Akureyrar veitti viðtöku 15 íbúðum frá Aðalgeiri Finnssyni hf. í gær. Mynd: Golli Aðalgeir Finnsson hf.: Aflhenti 15 íbúðir við Melasíðu 1 Aðalgeir Finnsson, bygginga- verktaki, afhenti húsnæðis- nefnd Akureyrar 15 íbúðir í Melasíðu 1 í gær. íbúðirnar eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, fallegar og smekklega innréttaðar. Aðalgeir Finnsson hf. hefur alls byggt 47 íbúðir við Melasíðu. Hönnun lóðar, leikvallar og ann- arra umhverfisþátta var lokið áður en bygging hófst. Fyrirtækið framleiðir sjálft steypu, innrétt- ingar, hurðir og glugga í bygging- una, en Aðalgeir er með sína eig- in steypustöð og trésmiðju. Undirverktakar voru Haukur Adólfsson pípulagningameistari, Þórir Magnússon málarameistari og Vilhelm Guðmundsson raf- verktaki. Ibúðirnar í Melasíðu 1 eru all- ar afhentar fullfrágengnar, með sér þvottahúsi. „Mér finnst mjög gott að vinna fyrir húsnæðisnefnd Akureyrar, sem áður hét stjórn verkamannabústaða. Kosturinn fyrir mig er sá að ég sé sjálfur um alla helstu verkþætti, allt frá framleiðslu á steypu til innrétt- ingasmíðinnar,“ segir Aðalgeir. EHB Grétar sagði að túngróður væri þó í minni hættu en til dæmis trjágróður sem þyldi illa mikla vetrarhita og kal gæti einnig orsakast af fleiri þáttum en vetrarhlýindum. ÞI Egilsstaðir: Óknyttir og skemmdarverk Óknyttir og skemmdarverk hafa veriö tíð í vetur á Egilsstööum. Rúðubrot eru algeng, rusla- kassaniðurrifsmenn á ferðinni og stelpur sparkandi í Ijósa- staura. „Þetta er algjört virðingarleysi fyrir eigum annarra, og hér hefur þetta aldrei verið eins slæmt og í vetur,“ sagði Úlfar Jónsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Egils- stöðum, og sagðist hann hund- Ieiður á þessum skemmdarverka- faraldri. Fyrir nokkrum dögum varð lögreglubíll sem stóð á plani við verkstæði fyrir talsverðum skemmdum. Ljós og sírena voru brotin af bílnum, sparkað í hurð- ir og rúður rispaðar. IM Akureyri: Sala hafin á 95 oktana bensíni í gær hófst sala á 95 oktana bensíni á bensínstöðvum Esso og Shell á Akureyri. Þetta nýja bensín var koinið á dælur Skeljungsstöðvanna við Mýr- arveg og Hörgárbraut og hjá Olíufélaginu hf. í Leirustöð og Veganesti. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmönnum olíufélaganna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 57,80 krónur og ekki bjuggust þeir við neinu verðstríði sín á milli. Hjá Olíuverslun íslands hf. fengust þær upplýsingar að 95 oktana bensínið væri ekki enn komið á tanka Olís en það væri væntanlegt á næstu dögum. Ekki var komin nein reynsla á það í gær hvernig nýja bensíninu var tekið. SS GLERÁRGÖTU 36 SSEVIi 11500 4ra-5 herb. íbúð á jarðhæð og 1. hæö, samtals ca. 110 fm. Bílskúr. Laus fljótlega. Tjarnarlundur: Mjög falleg 4ra herb. ertda- íbúð á 3. hæð 107 fm. Laus eftir samkomulagi. Stekkjargerði: 5 herb. einbýlishús á tveimur pöllum ásamt bíl- skúr, samtals ca. 172 fm. Mikið endurnýjuö eign. Rimasíða: 4ra herb. raðhús ásamt bílskúr, samtals ca. 136 fm. Laust eftir samkomulagi. Borgarsíða: í smíðum. 4ra herb. einbýl- ishús ásamt bílskúr, sam- tals ca. 148 fm. Afhendist fullbúið í apríl/maí. Greiðsla að hluta m/húsbréfum. Hjallalundur: 2ja herb. íbúðir á 3. og 4. hæð, báðar ca. 55 fm. Laus- ar fljótlega. Smárahlíð: 3ja herb. íbúðir á 1. hæð og 3. hæð - mjög fallegar íbúö- ir. Lausar eftir samkomulagi. Vantar: Litla 3ja herb. íbúð v/Furu- lund og raðhús með bíl- skúr við Heiöarlund. FASTÐGIÍA& IJ SKIPASAIAZxSS NORÐURLANDS rt Glerárgötu 36,3. hæð Sími 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum tímum eftir samkomulagi Sölustjóri: Pétur Jósefsson Heimasími 24485 Lögmaður: sm Benedikt Ólafsson hdl. il ri/ÍN uið HRRFNRölbv Bolluhlaðborð alla helgina Velkomin í Vín Sími 31333

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.