Dagur - 09.02.1991, Side 4

Dagur - 09.02.1991, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 Sam-Frímúrara- reglan á Akureyri í mars næstkomandi verður haldið upp á 70 ára afmæli Sam-Frímúrarareglunnar á Is- landi. Sam-Frímúrararcglan er sjálfstæð regla sem starfar um allan heim og lýtur eigin form- um og venjum. Upphaf regl- unnar má rekja til Frímúrara- stúkunnar „Les Libres Pens- eurs“ (Frjálsir hugsuðir), sem starfaði í nágrenni Parísar- borgar. Meðlimir hennar höfðu kynnst Mariu Deraismes, er var einn fyrsti frumkvöðull frönsku kvenréttindahreyfing- arinnar og óþreytandi að hvetja konur til starfa á sem flestum sviðum. Maria Dera- ismes beitti sér síðan fyrir stofnun Sam-Frímúrarastúku í París árið 1893. Reglan barst til íslands árið 1921 og voru stofnendur hennar sjö talsins. Innan Sam-Frímúrarareglunn- ar starfa karlar og konur sam- an á fullum jafnréttisgrund- velli. Orðið frímúrari er dregið af enska orðinu „mason“, sem þýðir bæði steinsmiður og múrari. Sam-Frímúrarar nota því hefð og orðaforða gömlu múraranna til að Ijá byggingaraðferðum sínum táknræna merkingu. Er það í samræmi við uppruna frímúrara, sem er að finna í iðnfélögum (gildum) miðalda en að áliti margra hafa í þeim varðveist ævafornar kenningar launhelga, sem tjáðar eru með táknrænum helgiathöfnum. í grein sem Njörður P. Njarðvík, rithöfund- ur, skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum segir meðal ann- ars að í því felist skýringar á þeirri leynd sem hvílir yfir störf- um frímúrara. Hann segir að hér sé um að ræða sérstaka, esótíska aðferð til könnunar á innri veru- leika mannsins, sem ekki sé hægt að treysta öllum fyrir af ótta við misnotkun. Njörður bendir hins vegar á í sömu grein að Frímúr- arareglan sé ekki leynifélags- skapur og ekkert leyndarmál að hún sé til. Hér á íslandi megi til dæmis fletta henni upp í síma- skránni. Hins vegar krefjist félagsskapurinn þagnar og leynd- ar um innra starf, og sú leynd sé í rökréttu samhengi við eðli starfsins. Mannssálin og vitundarlíf hvers einstaklings er aðalatriði Tilgangur Sam-Frímúrararegl- unnar er að láta í té sérstaka aðferð sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgi- siði, til að leita sannleikans og skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til að ná þessum markmiðum sínum hafa meðlim- ir reglunnar fullkomið frelsi til eigin skilnings og til að tryggja slíkt frelsi er gerð krafa um tillits- semi og umburðarlyndi. Allsherj- ar Sam-Frímúrarareglan lýsir yfir jafnrétti karla og kvenna. Með því að gefa mannréttindi til kynna í einkunnarorðum sínum lýsir reglan einlægri ósk um að karlar og konur um allan heim njóti þjóðfélagslegs réttlætis á jafnan hátt. Margrét Guðmundsdóttir, nú- verandi forstöðumaður Sam-Frí- múrara á Akureyri, segir það skoðun sína að innst inni búi í hverjum manni djúp þrá til þess að þekkja sinn innri mann, bæta hann og þroska. Ein leiðin til þess sé að víkka vitund hans, þannig að hún verði skýrari og nemi smátt og smátt æðri veru- leika sem við álítum að ríki bak við yfirborð hlutanna, þann mátt sem allt hefur búið til af sjálfum sér. Mannssálin og vitundarlíf hvers einstaklings séu aðalatriðin sem verði að hlú að. Því hærri sem vitundin sé því minni verði aðgreiningin og því minni sem aðgreiningin verði því betri heimur. Þannig getum við stuðl- að að framþróun, því öll séum við runnin af sömu rót. í Sam- Frímúrarareglunni fáist gott tækifæri til þess að rækta þessi aðalatriði: að bæta okkur, að kunna að lifa betur og að vera maður sjálfur. Margrét segir að Sam-Frímúrarastarfið hafi mikið félagslegt gildi. Þar ríki eining og vinarhugur. Mannfélagslegu gildi Sam-Frímúrarareglunnar þurfi að viðhalda svo að hún geti hald- ið áfram að vera sá möguleiki sem hún alltaf hefur verið. Að fræðast um sinn veruleika í Sam-Frímúrarareglunni fræðast menn um sinn eigin veruleika, sinn innri mann. Því verði menn að horfast í augu við eigin tak- markanir og sníða af vankanta sína án þess þó að líta á sig sem betri menn en aðra. Hins vegar er ætlast til innan reglunnar að menn sýni viðleitni til að bæta sig. Reglan leggur fram ákveðna aðferð til leiðbeiningar fyrir með- limi sína og henta þær sumum betur en öðrum eins og gildi um aðrar leiðbeiningar. Sam-Frí- múrarareglan felur ekki í sér nein sérstök trúarbrögð eða heim- spekikerfi. Við inngöngu í hana þurfa menn ekki að játa ákveðna trú heldur eru öll trúarbrögð jafn rétthá og sést það best á því að Sam-Frímúrarastúkur starfa í milli 50 og 60 löndum. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að sá sem óskar eftir inngöngu velti því fyr- ir sér hver hann sé, hvaðan hann komi, hvert hann ætli og hugleiði rök tilverunnar þótt reglan skammti engum skoðanir. í Sam-Frímúrarareglunni er fólk af flestum stéttum. Innan hennar er ekki um nein viðskipta- sambönd eða þjóðfélagslega tryggingu að ræða. Ekkert þarf þó að vera óeðlilegt við að reglu- systkini, er starfa saman að mannrækt, styðji hvert annað ef fólk verður fyrir verulegum áföll- um, öðrum en fjárhagslegum, í lífi sínu. Sérstakt íslandssamband Sam-Frímúrarareglan er alheims- regla, þar sem heiminum er skipt í umdæmi eða sambönd undir yfirstjórn æðstaráðs sem hefur aðsetur í París. Sam-Frímúrara- reglan barst fyrst til íslands árið 1921 og voru stofnendur hennar sjö að tölu. Lengst af starfaði reglan hér á landi sem hluti af skandinavíska sambandinu en 1. desember 1985 var stofnað ís- landssamband með fullkominni stjórn í eigin málum. Forstöðu- maður þess í dag er Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. Áhersla er lögð á hinn andlega grundvöll Sam-Frímúrarastarfsins, ástund- un hans í daglegu lífi og til mótunar á skapgerð hvers og eins. Ætlast er til reglulegrar fundarþátttöku því hópstarf er grundvallaratriði í starfi Sam- Frímúrara. Sam-Frímúrarareglan hefur starfað á Akureyri í 64 ár og þeim sem óska nánari upplýsinga um starfsemi hennar er bent á að skrifa og senda fyrirspurnir í Pósthólf 164 á Akureyri en einnig má senda bréf með fyrirspurnum um Sam-Frímúrarastarfið í Póst- hólf 7184,127 Reykjavík. Samantekt ÞI Hörður Geirsson: Mjög góð kynni skapast í slíku starfi Hörður Geirsson hefur starf- að innan Sam-Frímúrararegl- unnar á sjötta ár. Hann kvaðst lengi hafa haft áhuga á að taka þátt í störfum ein- hverjar reglu og hefði Sam- Frímúrarareglan síðan orðið fyrir valinu. „Ég hafði alltaf áhuga fyrir því að taka þátt í reglustarfi og í framhaldi af því varð Sam-Frí- múrarareglan fyrir valinu. Ástæða þess að ég valdi hana er meðal annars að innan hennar starfa bæði karlar og konur og algjört jafnrétti ríkir á milli kynja.“ Hörður sagði að eigin- kona sín starfaði nú einnnig í Sam-Frímúrarareglunni en neit- aði algjörlega að hann hefði haft nein áhrif á þá ákvörðun hennar að gerast Sam-Frímúr- ari. „Hún valdi þetta án alls til- lits til þess að ég hefði starfað í reglunni." Hörður sagði að regluformið hentaði sínum áhugamálum mjög vel og að hann hefði ekki orðið fyrir von- brigðum með störf innan hennar. Hann sagði einnig að mjög góð kynni sköpuðust milli fólks þegar það ynni saman í slíku félagsstarfi. Ásta Sigmarsdóttir: Félagsstarfið hcfur mjög uppbyggjandi áhrif Ásta Sigmarsdóttir er búin að starfa í Sam-Frímúrararegl- unni í rúm 20 ár. Hún sagði að sér hefði fyrst verið bent á rcgluna af kunningja sínum en hún hefði þá um nokkurn tíma verið búin að hugsa sér að taka þátt í uppbyggilegu félagsstarfi. „Eg vissi ekki um Sam-Frí- múrararegluna fyrr en mér var bent á hana en ég hafði verið búin að hugsa mér að taka þátt í einhverjum félagsstörfum og þá helst þeim er hefðu andlega uppbyggingu í för með sér. Því hef ég ekki orðið fyrir vonbrigð- um í þau rúm 20 ár sem ég hef starfað á þessum vettvangi.“ Ásta sagðist telja af sinni reynslu að félagsstarf innan reglunnar geri engum illt en öllum gott. Innan hennar ríki siðrænt kerfi sem byggist á frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Innan reglunnar verði fólk systkin í reynd og fé- lagsstarfið hafi mjög uppbyggj- andi áhrif. Ásta sagðist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum eft- ir að hún gekki til liðs við Sam- Frímúrararegluna. Þær vænting- ar er hún hafi borið í brjósti til félagsstarfsins hafi fyllilega orð- ið að veruleika og starfið vel til þess fallið að láta gott af sér leiða. Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir: Innan reglunnar rflár einhugur, vinátta og jafhrétti Hafdís Freyja Rögnvalds- dóttir hefur starfað í Sam- Frímúrarareglunni í sex ár og sagðist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá reynslu sem hún hafl orðið aðnjót- andi í félagsstarfinu á þessum tíma. „Ég hef starfað í Sam- Frímúrarareglunni í sex ár. Ég leitaði eftir góðum félagsskap sem byggðist á andlegum grunni. Þá kynntist ég Sam- Frímúrarareglunni í gegnum vinkonur mínar sem þar störf- uðu og fannst að þetta yrði góð leið til aukins þroska. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þá leið sem ég hafði valið mér. Ég fann að þetta var það sem ég hafði leitað eftir. Sam-Frímúr- arareglan er mannbætandi félagsskapur sem byggist á trú- arlegum grunni og innan hennar ríkir einhugur, vinátta og jafn- rétti.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.