Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 11 „Eg er ekki glcrtaði sonurinn“ — segir Carlos Alberto Mendez frá Kolumbíu henni. Þegar til Akraness kom klippti ég algjörlega á enskuna, nú skyldi íslenska lærð og töluð. Fjölskyldan og raunar flestir voru lirtér hjálplegir, en skolli var þetta erfitt. Eg hóf trésmíðanámið margumrædda í Fjölbrautaskól- anum, en fljótt kom í ljós að hæfileikarnir lágu ekki á því sviði. Trúlega er ég ekki nægilega þolinmóður til að dunda við tré- smíðar. Öll mín orka fór í að skilja og tala íslensku. Orðaforð- inn jókst smátt og smátt og eftir tæpa þrjá mánuði gat ég bjargaö mér allvel. Skólakrakkarnir voru feimin við mig í fyrstu, enda var ég nokkru eldri en þau, en þegar ísinn var brotinn og við fórum að ræða saman þá fleygði mér hratt áfram í íslenskunáminu. Ekki sakaði að ég eignaðist kærustu og þannig small ég inn í munstur bæjarins." Að vera í Reykjjavík er að vera ekki á Islandi „Ég vann alltaf með náminu í Fjölbrautaskólanum. Ég þurfti þess með. Vasapeningarnir frá AUS voru litlir og því fékk ég vinnu hjá Akraprjóni til að byrja með og síðan í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Þar lærði ég að sjóða og brenna og vann í Skipasmíðastöðinni allt til vors þar til ég fór aftur til Reykjavík- ur. Er til Reykjavíkur var komið þá fékk ég vinnu við gerð tog- hlera hjá Jósafati Hinrikssyni. Eg kunni betur við járnið en timbrið. í raun langaði mig alltaf í matreiðslunám. Fljótlega eftir að ég kom til Reykjavíkur kynnt- ist ég strák frá Kólumbíu, sem var kokkur á Horninu. Af okkar kynnum þróuðust mál þannig að ég réði mig á Sælkerann sem pizzugerðarmaður og í júnímán- uði hafði ég flutt mig yfir á Duus- hús og bakaði þar. Kærastan frá Akranesi var löngu gleymd og nú átti ég aðra í Reykjavík, sem var dóttir eigandans í Duushúsi. Ég er alinn upp í katólskri trú, þar sem allt er njörfað niður af kennisetningum og orð prestanna eru lög. Hér er allt svo frjálslegt. Ég hreifst með og naut daganna í Reykjavík. Nú fór að líða að brottför minni frá íslandi. Dvöl minni sem skiptinema var að ljúka og ég hafði ekki atvinnu- leyfi. Þó svo að ég vildi vera um kyrrt, þá var það ekki hægt. Ég fór til Bogota ásamt íslensku kærustunni. Við dvöldum í Kól- umbíu hjá fjölskyldu minni í mánuð, en þá hafði ég fengið atvinnuleyfi á íslandi. Við flug- um til baka og ég kvaddi Kól- umbíu. ísland var mitt land. Næstu misserin vann ég í Duushúsi, sem pizzugerðarmaður, á barnum og jafnvel sem dyravörður. Er leið að áramótum höfðu mál þróast á þann veg að við vinirnir frá Kólumbíu ásamt íslenskri fjölskyldu ákváðum að fara norð- ur til Akureyrar til að hefja rekst- ur nýs veitingastaðar. Reykja- víkurkærastan stakk af eftir að við komum frá Bogota og einnig var mjög erfitt að fá húsnæði leigt á sanngjörnu og viðráðanlegu verði, þannig að ekkert hélt í mig. í byrjun ársins 1988 érum við komnir norður til Akureyrar með stór plön í kollinum. Ég kunni strax vel við mig á Akur- eyri. Mér varð strax ljóst að vera í Reykjavík er að vera ekki á ís- landi. Allt líf er svo uppspennt og fólk lifir svo hratt. Þar er ekki sál þjóðarinnar heldur prjálið sem ég hef aldrei þolað. Því miður verður að segjast sem er, að þessi veitingastaður Hlóðir sem ég átti hlut í gekk ekki. Margt kom til sem ég ætla ekki að tíunda hér. Þó verð ég að segja að óheiðar- leiki hinna íslensku félaga minna kom þar við sögu ásamt trúgirni minni og blindu fyrir vissum göll- um manna. Ég tapaði miklum pen- ingum, sem enn íþyngir mér.“ íslenskur ríkisborgararéttur „Ég var dottinn út úr veitinga- rekstri með sárt ennið en ekki dugði að leggja árar í bát. Ég fór að vinna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. í fiskaðgerð. Einnig fór ég sem kokkur einn túr með Ólafi Bekk frá Ólafs- firði. Ég kunni vel við mig á sjónum, þrátt fyrir að ég væri sjóveikur fyrstu þrjá dagana. Til stóð að ég héldi áfram sjó- mennsku, en þá kom Þráinn Lár- usson, veitingamaður á Uppan- um, til mín og bauð mér ágæta vinnu. Ég er rekstrarstjóri Upp- ans og sé að mestu um daglegan rekstur. Mjög gott er að vinna hjá Þráni og hann er heiðarlegur gagnvart sínu starfsfólki. í dag er ég fjölskyldumaður norður við heimskautsbaug. Það er langur vegur frá Bogota til Akureyrar og ég er hamingjusamur og reynslunni ríkari. Margt hefur borið við á stuttri ævi og stökkin hafa oft á tíðum verið stór. Ég var ákveðinn í að verða íslend- ingur og á þessu ári fæ ég íslensk- an ríkisborgararétt. Vissulega sakna ég fólksins míns í Bogota, en nú þegar ég á konu og barn á íslandi horfa málin öðruvísi við. Móðir mín hefur heimsótt okkur hingað. Ég sendi henni farmiða. í dag er öllum ættingjum í Kól- umbíu rórra. Ég er ekki glataði sonurinn." ój I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.