Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 19
Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 19 til umhugsunar ll Dómgreindarskortur eða borgarastyijöld Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna hefur beitt tilskipanavaldi til að lýsa ólöglega skoðanakönnun er fram á að fara í Litháen nú um helgina um viðhorf almennings til framvindu mála þar í landi. Forset- inn hefur sagt að þessi könnun sé aðeins skoðanakönnun þjóðernis- sinna er afla vilji stuðnings við aðskilnaðarsjónarmið. Um nokk- urt skeið hefur verið Ijóst að forset- inn ætlar sér að berjast til þrautar til að halda ríkjasamsteypu Sovét- ríkjanna saman og virðist nú hafa leitað fulltingis á meðal þeirra afla er margir höfðu vonast til að væru að deyja út meðal annars með kyn- slóðaskiptum. Tilfinningaþrungin afsagnarræða Eduards Sevardnase, fyrrum utanríkisráðherra, fyrir nokkru gaf til kynna að þróun mála í Moskvu væri að taka nýja stefnu. Sevardnase hafði aflað sér mikils traust á Vesturlöndum fyrir ein- arða framgöngu í því að uppræta kalda stríðið. Asamt Gorbatsjov var hann talinn einn aðal hvata- maðurinn að þeim breytingum er voru að eiga sér stað innan Sovét- ríkjanna og hafa meðal annars orsakað það sem kallað hefur verið hrun kommúnismans í Austur-Evr- ópu. Atburðir síðustu daga og vikna sýna þó glöggt að hrunið er ekki eins vel á veg komið í Sovét- ríkjunum sjálfum og afturgöngur eru þar víðsvegar á ferli innan stjórnkerfis ríkjasamsteypunnar. Haldið hefur verið fram að Gor- batsjov geti aldrei orðið einræðis- herra. Pað sé hreinlega ekki hans stíll og verði hann því að hverfa frá völdum ef harðlínuliðinu tekst að hrifsa öll ráð á nýan leik. Enn virð- ist þó sem forsetinn telji að hann geti samið við þá sem augljóslega missa löglega jafnt sem ólöglega spón úr aski sínum ef lýðræðis- og markaðskerfi fá að þróast með eðlilegum hætti í landinu. Hann virðist enn álíta að semja megi við úlfa og afætur kerfisins um að láta hlut sinn smátt og smátt af hendi. Ólík menning sameinuð með valdboðum Á undanförnum árum hefur margt bent til þess að Bandaríki Norður- Ameríku séu hin eiginlega fyrir- mynd er Gorbatsjov hyggðist stefna að hvað framtíðarþróun Sovétríkjanna varðaði. Hins vegar hefur nú komið í ljós að á þeirri leið eru mörg ljón á veginum. Peg- ar aðstæður í Sovétríkjunum eru metnar verður að hafa í huga hvernig þau hafa orðið til. Ríkja- samsteypan er sett saman úr mörg- um ríkjum og samfélögum. Þau eru byggð fólki af mismunandi uppruna sem á sér mjög ólíkar hefðir og menningu. Sameining Sovétríkjanna átti sér stað með valdboðum í nafni kommúnismans er á þeim tíma boðaði sæluríki almúgans hér á jörð. Raunveruleg- ar lýðræðishefðir eru ekki til meðal íbúa flestra þessara sundurleitu þjóðfélaga og alræði stjórnvalda hefur nú staðið í um það bil manns- aldur. Því er tæpast til fólk í land- inu sem þekkir annað markaðs- kerfi af eigin raun en neðanjarðar- brask. Af þeim sökum er ógerlegt að bera tilurð Sovétríkjanna saman við bandaríkst þjóðfélag þar sem flestir landsmanna eru afkomendur landnema fram í ættir þótt frá flest- um heimshornum séu. Einnig má minnast þess að bandaríska þjóð- félaginu var ekki komið þrauta- laust á og það þróaðist hvorki á hálfum eða heilum áratug. Fyrir 25 árum - framtíð skriffinnskunnar var ógnað Um nokkurn tíma hafa framámenn í Sovétríkjunum skynjað að sam- félagsgerð þeirra var hætt að standast. Á sjöunda áratugnum reyndi Nikita Krutsjof og sam- starfsmenn hans að hrinda umbót- um af stað. En hin öfluga sveit sem komið hafði sér fyrir í kerfi skrif- finnskunnar og lifði í vellystingum sá framtíð sinni ógnað og hug- myndir og áætlanir Krutsjofs voru gerðar að engu og honum ýtt til hliðar. Á þeim tíma voru til her- skáir umbótasinnar er kölluðu á hefnd yfir þeim er leitt höfðu harð- stjórn og forréttindi hinna útvöldu og almenna kúgun yfir landslýð. Þekktastur slíkra manna er rithöf- undurinn Alexander Soltsénítsín og eðlisfræðingurinn og mannvin- urinn Andrei Shakarov kom þar einnig nokkuð við sögu.. Gorbatsjov hamlaði á móti - heimsótti Honecker Eftir tímabil stöðnunar og aftur- fara sem kennt er við Leoníd Bhrésnef var ástand mála orðið með þeim hætti að eitthvað varð að gera. Vitað er að ýmiskonar undir- búningur að breytingum og tilslök- un hafði átt sér stað áður en Gor- batsjov var trúað fyrir störfum aðalritara Kommúnistaflokksins. Hann fór sér einnig hægt af stað í fyrstu en hjólin fóru síðan að snú- ast hraðar en menn bjuggust við. Er ríki Austur-Evrópu losuðu sig hvert af öðru við afturgöngur komm- únismans án þess að Kremlverjar gætu við neitt ráðið var sýnilegt að allt stefndi að stórfelldum breyting- um á stjórnarfari austursins. í fyrstu reyndi Gorbatsjov að hamla á móti þessum hraða og fór jafnvel í opinbera heimsókn til Eriks Honeckers skömmu áður en aust- ur-þýski kommiserinn hrökklaðist frá völdum Hlaut friðarverðlaunin - en ófriður í aðsigi heimafyrir Á Vesturlöndum horfðu menn með velþóknun á þróunina og Gor- batsjov sá og skynjaði að með því að ýta undir þessar breytingar skapaði hann sér virðingu og traust á meðal lýðræðisþjóða heimsins sem foringjar Sovétríkjanna höfðu aldrei getað látið sig dreyma um. Hápunktur þessarar hrifningar af góðlega manninum með valbrána á enninu varð síðan þegar Nóbels- nefndin ákvað að veita honum friðarverðlaunin. Þótt veiting þeirra sé einungis táknræn og hafi ekkert að gera með framvindu mála innan Sovétríkjanna bar veit- ingin að nokkru upp á sama tíma og verðlaunahafinn virtist vilja efna til ófriðar við þá sem bundið höfðu vonir við hann. Þótt sjálf- stæðismál Eystrasaltsríkjanna beri þar hæst eru þau aðeins brot af þeim vandamálum sem Gorbatsjov þarf að glíma við á síðustu tímum. Þjóðfélag alræðisins - til að losna við skúrk verður að gerast meiri skúrkur sjálfur Eins og alls staðar sem einræði er viðhaldið verður að þróa öflugan her og leyniþjónustu. I ríki þar sem viðskipti eru bönnuð til að vernda einstaklingana fyrir þeim en hið opinbera skammtar naumt og dræmt á báða bóga verður hinn mannlegi breyskleiki allri reglu og skynsemi yfisterkari. Einstaklingar Eftir Þórð Ingimarsson. sem ráðnir eru til að hafa eftirlit með lífi náunga síns og fá völd til að skammta honum einhverjar lífs- nauðsynjar eru fljótir að koma sér þannig fyrir að þeir geta notað það sem þeim er trúað fyrir til að maka krók sinn. í kerfisbákni alræðisins er engin leið til að forðast spillingu önnur en sú að beita enn meiri spillingu. Til að losna við vondan skúrk verður að gerast enn verri skúrkur sjálfur. Við þvílík vanda- mál verður Gorbatsjov nú að glíma. Menn benda á AustupEvr- ópu og segja að lýðræðisþróunin hafi tekist þar. í ríkjum Austur- Evrópu var nokkuð ólíku saman að jafna. í fyrstu verður að viður- kenna að nýfengið lýðræði þeirra stendur enn víðast hvar á brauðfót- um. í öðru lagi verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að þessi ríki eru flest byggð einni þjóð eða tveimur. Þar er öðru saman að jafna en aragrúa sovétþjóða. Evrópsk menning á dýpri rætur í þessum löndum en bæði á sléttum Rússa- keisara og í Asíuhluta Sovétríkj- anna. Dómgreindarskortur eða borgarastyrjöld Hafi Gorbatsjov í raun trúað því að honum tækist að búa til Banda- ríki Rússlands og Norður-Asíu á nokkrum árum virðist sá átrúnaður vera lítils virði. Hvert sem þróunin mun stefna er ljóst að tími mikillar þjóðfélagsólgu er framundan innan Sovétríkjanna. Hvernig hún mun enda getur enginn séð fyrir nú en atburðir síðustu vikna benda til þess að hinir neysluglöðu kerfis- kallar láti nú meira og meira til sín taka. Þrátt fyrir hóglífi sitt og fjar- lægð frá almenningi er þeim auð- velt að ná vilja sínum fram. Þeir liafa enn í hendi sér yfirráðin yfir því kerfi sem haldið hefur samfé- laginu saman. Þeir leyfa enn og skammta enn. Þeir búa yfir mikilli vitneskju um náungann eftir ára- tuga öflugt njósnastarf. Þeim er í lófa lagi að láta lífsnauðsynjar hverfa eða týnast í járnbrautar- vögnunum á fáförnum og hálfyfir- gefnum stöðum á meðan almenn- ingur stendur illur en hnípinn í biðröðum við tómar verslanir. Þeir hafa því í raun meiri völd, tögl og hagldir í sovétsku þjóðfélagi en í fyrstu mætti virðast. Gorbatsjov hefur alla tíð gert sér grein fyrir þessu og reynt að halda sig á miðju stjórnmálanna. Reynt að brúa þá erfiðu gjá sem er á milli umbóta- sinnanna með orðsins brand og kerfiskallanna með efnahaginn í farteskinu. Því er til umhugsunar hvort honum hafi nú brugðist dóm- greind er hann veðjar á kerfisjálk- ana eða hvort hann sé einungis að bregðast við óumflýjanlegum að- stæðum. Einnig er til umhugsunar hvort Gorbatsjov sé í raun og veru að reyna að forða allsherjar borg- arastyrjöld innan Sovétríkjanna. Ef svo er verða Vesturlönd að gefa honum nokkurn umþóttunartíma enn þótt hann virðist kominn í sjálfheldu milli illsamræmanlegra afla og þær hættur sem ýmsir spáðu að samfara yrðu breytingum í Sovétríkjunum séu að koma fram hver af annarri. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Verkstjóri Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf verkstjóra með aðsetri í Stykkis- hólmi. Rafvirkjamenntun áskilin. Upplýsingar veittar á skrif- stofu Rafmagnsveitnanna í síma 93-81154. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 22. febrúar nk. Rafmagnsveitur ríkisins Hamraendum 2 • 340 Stykkishólmur Fóðurfræðingar - bú- fræðingar - kanditatar - líffræðingar, takið eftir! Rannsóknarstofnun landbúnaðarins aug- lýsir eftir sérfræðingi á tilraunastöðina á Möðruvöllum í Hörgárdal. Aðalviöfangsefni verða fóðurtilraunir með nautgripi. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun í fóðurfræði eða skyldum greinum. Skriflegar umsóknir skulu berast Rannsóknastofnun Landbúnaðarins Keldnaholti, 112 Reykjavík, eigi síðar en 15. mars n.k. Nánari upplýsingar gefa Þóroddur Sveinsson, til- raunastjóri og Þorsteinn Tómasson forstjóri í síma 91-82230. Atvinna Vegna mikillar vinnu framundan óskum við eftir starfsfólki á dagvakt og kvöldvakt við saumaskap og saumatengd störf. Hálfar vaktir eða hlutavaktir koma vel til greina. Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum. Uppl. hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (220). Álafoss hf. Akureyri Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN V. JÓHANNSSON, f.v. vélstjóri, Oddeyrargötu 4, Akureyri, sem lést á Kristnesspítala sunnudaginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Halldóra Kristjánsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.