Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 13
poppsíðan Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 13 Madonna hrellir gyðinga Það virðist sem engin takmörk séu á þv! hversu poppgyðjan Madonna er duglega við að vekja allskyns hneyksli og vanþóknun meö gerðum sínum og verkum. Skemmst er að minnast að stuttu fyrir áramót setti stúlkan allt á annan endann með myndband- inu við nýjasta lagið sitt, Justify my lové, og náðu siðapostular vart upp í nef sér fyrir bræði vegna þess, eins og áður hefur verið sagt frá hér á Poppsíðunni. Enn er þetta lag í sviðsljósinu, en nú af annarri ástæðu. Nú eru það aðrir en bandarískir siða- postular sem telja að sér vegið. Þannig er mál með vexti að í nýrri endurhljóðblandaðari útgáfu af Justify my love, sem Madonna hrellir gyðinga en hefur litlar áhyggjur af því. kallast The Beast within mix, er ritningu úr nýja testamentinu bætt inní á þann hátt að gyðingdómurinn er bendlaður við þann illa í neðra. Er ekki að sökum að spyrja að þetta hefur vakið harkaleg viðbrögð hjá hin- um ýmsu leiðtogum og forystu- mönnum gyðinga í Bandaríkjun- um. Hefur einn þeirra til að mynda skrifað umboðsmanni Madonnu og segir að þegar ein vinsælasta stjarna poppsins beri slíka kenn- ingu á borð gæti það stórlega ýtt undir gyðingahatur sem hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för meö sér. Þá hefur einnig verið gagnrýnt af leiðtogum gyðinga að svo virðist sem endurgerðin hafi ver- ið gefin út án þess að yfirmenn Warner Brothers (útgáfufyrirtæki Madonnu) hafi heyrt hana og formlega gefið leyfi fyrir úgáf- unni. Madonna hefur hins vegar með útgáfu yfirlýsingar neitað þessum ásökunum og segir að fólk geti litið á sig sem frægðar- dýrkanda, en að hún sé kynþátta- hatari eða hafi eitthvað á móti gyðingum sé tómt rugl og að hún ætli ekki einu sinni að reyna að verja sig fyrir slíkum ásökun- um. Hún segir ennfremur að til- gangurinn með þvi að setja ritn- inguna inní hafi verið að segja skoöun á illsku yfirhöfuð en alls ekki að bendla einn né neinn sér- staklega við hið illa, því þegar allt kemur til alls er lagið um ást en ekki um hatur. Hitt og þetta Queen Það hefur væntanlega ekki farið framhjá aðdáendum bresku stór- sveitarinnar Queen né öðrum rokkunnendum að hljómsveitin er komin á kreik á ný með nýtt lag, Innuendo, en það fór beint í fyrsta sæti vinsældarlistans breska fyrir þremur vikum. Þykir lagið, sem er þrítugasta og sjö- unda smáskifulag Queen, vera enn ein skrautfjöðurin í hatt hljómsveitarinnar, því ekki að- eins er það sjaldgæft aö lag fari beint á toppinn, heldur er það vægast sagt óvenjulegt að lag upp á sex og hálfa mínútu eins og Innuendo er að lengd nái hátt á vinsældalistum. Nú þegar þetta birtist ætti svo nýja breiðskífan, sem einnig kallast Innuendo, að vera komin út, en áætlaður út- gáfudagur hennar var þann 4. febrúar. Þess má svo að lokum geta að á 12 tommu útgáfunni af Innuendo og á smágeisladiskin- um fylgir með útgáfa þeirra Oueenfélaga á lagi David Bowie Under Pressure. Hljómsveitardauði... Eftir sex ára starf og einar þrjár þlötur hefur þjóðlagapoppsveitin The men they couldn’t hang lagt upp laupana. Meðlimir hljóm- sveitarinnar (sem heimsótti (sland fyrir nokkrum árum ef umsjónarmanni Poppsíðunar skjátlast ekki) hafa ákveðið að snúa sér að ýmsum öðrum hlut- um hver fyrir sig, sem m.a. felast í því að söngvarinn Cushætlar að gerast trésmiður og Paul Simm- onds hyggst skrifa tónverk. Mun ákvörðunin um að hætta hafa ráðist af því aö þeir félagar telja sig ekki geta náð lengra saman og því sé ekki ástæða til að halda áfram. ...og hljómsveitarupprisa Kvennarokksveitin Go-Bo’s, sem gerði það gott bæði vestan hafs og austan á fyrri hluta síðasta áratugar, en hætti fyrir nokkrum árum, er nú risin úr öskustónni og ný útgáfa af laginu þeirra Cool Jerk er komin út. Er lagið tekið af væntanlegri safnplötu með vinsælustu lögum Go-Go’s frá 1981-’85, eða frá þeim tíma sem hljómsveitin byrjaði og þar til hún hætti. Það er þó óvíst nema um tímabundna endurreisn sé að ræða og ekki er vitað hvort stelp- urnar hyggjast taka upp nýja plötu. Það er þó vitað að þær tóku upp lag sem út kemur á safnplötu með ýmsum flytjendum nú í febrúar. Sungið gegn stríði Fáum blandast hugur um að inn- rás (raka í Kúvæt var illur verkn- aður og þeir ættu að hverfa það- an hið snarasta, a.m.k. er það skoðun flestra Vesturlandabúa. Það er á hinn bóginn langt frá því að allir séu sáttir við þær hernað- araðgerðir, sem fylgt hafa í kjöl- farið að hálfu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Chuck D. LL CoolJ og Michael Jackson sett- ust inn í hljóðver stuttu áður en stríðið hófst fyrir alvöru til að taka upp lag gegn stríði og nú ætti nýja útgáfan af laginu hans John Lennon, Give peace a chance, með breyttum texta, með tilvísun til Persaflóastríðsins að vera komin út. Er það heill herskari af frægu tónlistarfólki sem kemur fram í laginu og má nefna sem dæmi, Jazzie D., MC. Hammer, Tom Petty, Dave Steward, Cyndi Laupher, Iggy Pob, Little Richard, Alannah Myles, áðurnefndur LL Cool J, Lenny Kravitz, meðlimi úr Guns ’n’ Roses ofl. ofl. Gaf ekkja Lennons, Yoko Ono, góðfúslega leyfi fyrir notkun lagsins en hagnaður af útgáfu þess mun renna til styrkt- arsjóðs til uppgræðslu jarðar, sem kenndur er við John Lennon. Tanita Tikaram Söngkonan rámraddaða, Tanita Tikaram, hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hún er nú rétt búin að senda frá sér nýja þlötu, þá þriðju í röðinni, og sú önnur sem kemur trá henni á tæpu ári. Platan nefnist Every body’s angel og til að fylgja skíf- unni eftir ætlar Tanita síðan að halda í tónleikaferðalag vítt og breitt um Bretlandseyjar og hefst ferðin í Dublin fyrsta mars. R.E.M. Bandaríska rokksveitin R.E.M. sendir frá sér sína sjöundu þlötu í byrjun mars. Mun gripurinn bera nafnið Outoftime og markar vissa breytingu frá síðustu tveim- ur plötum, Doccument Green, hvað það varðar að minna er um gítara, en þess í staö koma strengir og hljómborð. Þessa dagana er H.E.M. síðan aftur í hljóðveri að taka upp lag á plötu til heiðurs Leonard Cohen. Stelpurnar í Go-Go's byrjaðar aftur. auglýsingadeild • Simi 96-24222 Skilaírestur aug- lýsingasem eru 2ja dálka (10 cm) á breidd eða smáaug- lýsinga er til kl. 11.00 daginn fyrir útgáfu- dag, nema í helgarblað, þá er skilafrestur til kl. 14.00 á íimmtudag. Allar staerri aug- lýsingar og lit þarf að panta mcð 2ja daga fyrirvara. í helgarblað þarf að panta all- ar stærri auglýsingar fyrir kl. 11.00 á (immludag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.