Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 20
Pétur Helgason, framkvæmda- stjóri Árvers á Árskógsströnd: Útlitið ekki bjart en áfram verður þraukað - Kristján Þór EA mun leggja upp rækju hjá Árveri Pétur Helgason, framkvæmda- stjóri Arvers hf. á Árskógs- strönd, segir að óneitanlega sé slæmt útlit með rækjuvinnsl- una í landinu. Vinnslan sé rek- in með umtalsverðu tapi og því miður ekki horfur á að úr ræt- ist á næstunni. Þrátt fyrir erfiða stöðu hefur tekist að halda uppi stöðugri atvinnu hjá Árveri hf., en síðasta vika er undanskilin. Unnið hefur verið í átta tíma á dag, að lang- stærstum hluta erlend rækja. Pét- ur segir þó að horfur séu á að inn- lend rækja fáist til vinnslu á næst- unni því Kristján Þór EA, skip Snorra Snorrasonar á Dalvík, muni leggja upp hjá fyrirtækinu. Rækjuverð fór mjög lágt á erlendum mörkuðum á síðasta ári og í raun lægra heldur en svartsýnustu menn spáðu. Rækju- verksmiðjurnar supu seyðið af þessu og Árver var þar engin undantekning. Pétur segir að vissulega hafi þetta gert fyrirtæk- inu erfitt fyrir, en verðfallinu hafi verið mætt með því að draga eins Helgarveðrið: Hægviðri! Norðlendingar geta loks kast- að mæðinni eftir sviptingar í veðri og hremmingar undan- farnar vikur. Veðurspá helgar- innar hljómar eins og lágvær, fögur tónlist í eyrum lands- manna. „Hægviðri,“ hvíslaði starfsmaður Veðurstofu Islands með lotningu þegar Dagur leit- aði eftir helgarspánni. Já, Norðlendingar fá hæga suð- austan átt og bjart veður um helgina. Á sunnudaginn verður komið vægt frost. Á mánudag er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri. Heldur kólnar norðanlands og gæti orðið nokkuð næturfrost. Þetta er ljómandi haustspá. SS og hægt var úr kostnaði. Yfir- bygging fyrirtækisins sé lítil og það komi sér vel á þrengingatím- um. Pétur bendir á að rækjuvinnsl- an sé mikilvægust fyrir hinar dreifðu byggðir landsins og því komi verðfall á rækjumörkuðum harðast niður á þeim. Árver er fjölmennasti vinnustaðurinn á Árskógsströnd með hátt í 20 manns á launaskrá og því má hreppsfélagið ekki við því að missa það úr rekstri. Því verður að sögn Péturs áfram þraukað og reynt að hagræða og spara eftir mætti. óþh í skólanum er skemmtilegt að vera. Mynd: Golli Hús Sjálfsbjargar á Akureyri: Verður kjallarinn nýttur undir þjónustukjama? - í framhaldi af vangaveltum um byggingu Qölbýlishúss fyrir aldraða við Bugðusíðu Þeirri hugmynd hefur skotið upp að hugsanlega sé unnt að nýta kjallara Bugðusíðu 1, húseignar Sjálfsbjargar á Akureyri, fyrir þjónustumið- stöð í tengslum við íbúðir aldr- aðra. Áður hefur komið fram að Ióð við Bugðusíðu er meðal þeirra valkosta sem eru fyrir hendi fyrir væntanlegar íbúða- byggingar aldraðra í bænum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en Halldór Jónsson, bæjarstjóri, segir koma til greina að kanna hvort hér sé um hentuga lausn að ræða. Halldór segir að hugmyndin um nýtingu kjallarins hafi komið út frá vangaveltum um hvort heppilegt sé að byggja fjölbýlis- hús fyrir aldraða við Bugðusíðu. „Þetta mál er að öllu leyti á athugunarstigi. Það hefur ekki einu sinni verið ákveðið hvar eigi að byggja næst fyrir aldraða, og ég tel slíka ákvörðun raunar ekki vera bæjarins. Allsendis óvíst er Trúlega kólnar um miðjan febrúar og marsmánuður verður svalur - segir Sigurlaug „spákona“ á Kárastöðum Tíðarfarið það sem af er árinu hefur orðið mörgum umhugs- unarefni. Hvassviðrið og frost- leysið í febrúar þykir tíðindum sæta. Til að forvitnast um það hvernig framhaldið gæti hugs- anlega orðið, hafði blaðamað- ur Dags samband við Sigur- laugu á Kárastöðum í Hegra- nesi en hún er þekkt fyrir að spá um veðrið. „Ég hafði spáð því að veturinn yrði mildur og góður framan af. Hvassviðrið sem verið hefur undanfarið er alls ekki gott að sjá fyrir. Ég gæti trúð að það kólnaði um miðjan febrúar og að mars- mánuður verði svalur,“ sagði Sigurlaug „spákona“ á Kárastöð- um. Mörgum leikur forvitni á að vita hvernig vorið verður og margir hafa spáð því að það verði kalt. Um það vildi Sigurlaug ekki láta hafa neitt eftir sér en minnti á að mildur vetur þyrfti ekkert endilega að boða kalt vor. Þegar Sigurlaug spáði í garnir kinda sinna í haust, sá hún fyrir góðviðriskafla á miðjum vetri og fram yfir áramót. Hvort þeim kafla lýkur að viku liðinni, verð- ur að koma í ljós. -kg hvort bærinn sem slíkur á að standa fyrir þeim byggingum. Ég hef látið þá skoðun í ljós að æski- legt sé að bærinn væri minna inni í þeim málum en var við Víði- lundinn. Þjónustan hvílir þó vissulega á bæjarfélaginu, og við reynum að leysa þau mál á sem hagkvæmastan hátt,“ segir hann. Bæjarráði hafa verið kynntir ofangreindir möguleikar, og auk þess ýmsir aðrir staðir sem til greina geta komi fyrir byggingar aldraðra. Akureyrarbær hefur undir höndum skýrslu um málefni Bjargs frá síðasta ári, unna á veg- um ríkisins. Fjárveitingar í fjár- lögum til Sjálfsbjargar taka mið af henni, auk þess sem gerð er til- laga um að Akureyrarbær komi félaginu á einhvern hátt til aðstoðar. Engin afstaða hefur verið tekin til þessarar ábending- ar, og Akureyrarbær var ekki aðili að vinnu við skýrsluna. „Við höfum hliðrað til við Sjálfs- björgu með gerð langtímasamn- ings um íþróttahúsið. Vel má vera að í þessu dæmi leynist lausnir þar sem menn geta slegið fleiri flugur í einu höggi, og ég tel jákvætt ef bærinn getur leyst ákveðna hluti hjá sér á hagkvæm- an hátt, á sama tíma og hann veitti öðrum ákveðna úrlausn, án þess að taka á sig aukin útgjöld,“ segir Halldór Jónsson. EHB Aflaverðmæti ísfisktogara: Vestflarðatogarar í sérflokki - Sólbergið efst á Norðurlandi Sólberg ÓF-12 fékk mesta aflaverðmætið í flokki ísfísk- togara á Norðurlandi á síöasta ári eða 204,7 milljónir fyrir 2.739 tonn. Kaldbakur EA-301 veiddi hins vegar mest, 4.290 tonn, en verðmæti aflans var 170,6 milljónir. Þessar upplýs- ingar koma fram í skýrslu frá LIÚ. Dalborg EA-317 fékk hæsta skiptaverð á hvert kíló, 62,91 kr., en Sólbergið kom næst með 49,12 kr. Akureyrartogararnir Harð- bakur, Svalbakur, Sólbakur og Kaldbakur fengu lægsta skipta- verð á kíló, 21,11-29,43 kr. Vestfjarðatogararnir eru að< Sólberg ÓF-12 fiskaði fyrir rúmar 204 milljónir króna á síðasta ári. vanda aðsópsmestir ísfisktogara. Guðbjörg ÍS-46 fékk 407,7 millj- ónir fyrir 5.369 tonn, en þetta eru hæstu tölur yfir allt landið, og Bessi ÍS-410 var í öðru sæti með 303,9 milljónir fyrir 4.300 tonn. Páll Pálsson ÍS-102 kom næstur með 291,6 millj. fyrir 4.697 tonn. Meðalskiptaverðmæti Vestfjarða- togaranna á hvert kíló var 36-50 krónur. Þegar tölur um aflaverðmæti eru skoðaðar ber að hafa í huga að flestir togarar hífa töluna upp með sölu erlendis, mismikilli þó, en t.a.m. togarar Útgerðarfélags Akureyringa landa eingöngu í heimahöfn. SS Frestur til að skila skattframtölum rennur út á morgun: Þó leyfilegt að skila á mánudag Frestur til að skila skattfram- tölum einstaklinga rennur út á morgun, sunnudaginn 10. febrúar. Þar sem síðasta skila- dag ber upp á sunnudag gefst fólki kostur á að skila framtöl- um sínum á skattstofur á Norðurlandi í síðasta lagi á mánudaginn. „Ég held að megi segja að allir séu syndlausir sem skila á mánu- daginn," sagði Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi á Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Bogi Sigurbjörnsson, skatt- stjóri Norðurlandsumdæmis vestra, sagði að samkvæmt aug- lýsingu væri síðasti skiladagur 10. febrúar, „en hjá mér hef ég látið þau boð út ganga að ellefti sé í lagi. “ Síðasti skiladagur skattfram- tala atvinnurekenda er 15. mars nk. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.