Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 Mynd: Golli Viðmælandi minn heitir Carlos Alberto Mendez og kemur frá Bogota í Kólumbíu. Kólumbía er á marg- an hátt framandi land okkur íslendingum. Frétta- flutningur frá þessu landi Suður-Ameríku er afar einlitur þar sem fjallað er um kókaínbaróna í átök- um við stjórnvöld, átök við skæruliða, fátækt og hörmungar. „Þessi fréttaflutningur gefur ekki rétta mynd af því þjóðlífi sem ég ólst upp í. Vissulega á Kolumbía sínar skuggahbðar sem og allar aðrar þjóðir, en að undanförnu hefur áhugi fréttamann- anna beinist að þeim. Bjartar hliðar eru á tilverunni í Kolumbíu engu að síður. Ég verð þó að segja, að Kólumbía hentar mér ekki í dag, ég hef kynnst öðru. Ég hef búið á íslandi í hart nær fimm ár. Konan mín er frá Akureyri og við eigum einn son, sem er eins og hálfs mánaðar. Við búum á Akureyri og ég starfa sem rekstrarstjóri Uppans hjá Þráni Lárussyni, veit- ingamanni. Á Akureyri hef ég fundið minn sælureit langt frá skarkala Bogota, þar sem átta milljónir búa.“ „Ég er kominn af sjálfseigna- bændum í Kólumbíu. Afar mínir og ömmur í báðar ættir voru bændur, sem ræktuðu kaffi, tómata og fleira. Þau voru þokkalega efnum búin og jarð- irnar eru í eigu ættarinnar. í sveitinni átti ég því athvarf þegar stórborgin þrengdi að mér. Pabbi er framkvæmdastjóri hjá stóru þvottahúsi, sem er rekið af lög- regluskólanum, og móðir mín vinnur á heilsugæslustöð sem rit- ari. Þau eru því starfsmenn ríkis- ins og við tilheyrum millistétt- inni. Stéttaskipting í Kólumbíu er mikil. Höfuðborgin Bogota gefur glögga mynd af þessari stétta- skiptingu. Nyrst í borginni býr ríkasta fólkið í höllum og umgjörðin er sem í ævintýri. Er ekið er til suðurs dofnar þessi glansmynd smátt og smátt og þegar syðst er komið býr fólkið í Texti: Óli G. Jóhannsson pappakössum. Borgin er röndótt. Þar ráða auður og völd, spilling og her. Stéttaskiptingin er mikil og peningar og mútur er allt sem þarf til að láta hjólin snúast. Þannig er þessu varið víðast í Suður-Ameríku. í skólunum múta nemendurnir oft kennurun- um með flösku af agvardiente til að ná góðum prófum. Agvardi- ente merkir eldvatn og er brenni- vín Kólumbíumanna." Ég er á móti öllu hernaðarbrölti „Við bræðurnir erum þrír og gengum allir í skóla. Barnaskól- inn er ríkisskóli og allir eiga rétt á að sækja hann. Þó er svo að víða fara börn ekki í skóla. Að loknu barnaskólanámi er tekið próf og þeir sem standast það geta farið í framhaldsskóla á vegum ríkisins. Slíkt nám er viðráðanlegt pen- ingalega séð. Þeir sem ekki ná prófum en vilja halda áfram verða að fara í einkaskóla sem er mjög dýrt. Því er svo að mjög margir í Kólumbíu eru aðeins með barnaskólamenntun. Ég hélt áfram í framhaldsskóla og vann á skrifstofu með náminu. Ég varð ekki stúdent því áður en til þess kom fór ég til íslands, sem skipti- nemi á vegum AUS. Ég hafði lent í vandræðum heima í Bogota. Ár hvert dregur herinn út vissan fjölda nemenda, sem verður að gegna herþjón- ustu. Ég var svo óheppinn að lenda í þessu úrtaki. Ég er á móti hermennsku og vígaferlum. Margir vinir mínir höfðu lent í herinn og eftir stutta þjálfun voru þeir sendir í 'fremstu víglinu til að kljást við skæruliðana eða kókaínbarónana. Þeir féllu flestir. Skrifstofustjórinn minn, sem var kona, var mér vinveittur. Hún þekkti hershöfðingja, sem gekk í málið. Embættismönn- um var mútað og ég var laus að ég hélt. Nokkrar vikur liðu en þá var ég handtekinn og beðinn um persónuskilríki og passann frá hernum. Þennan passa átti ég ekki og lenti því í grjótinu. Málið var slæmt. Herforingjarnir ætl- uðu að senda mig strax fram í víglínuna sem refsingu fyrir svik. Það varð ekki. Kippt var í spotta af skrifstofustjóranum mínum góða. Ég var sendur til hershöfð- ingjans, sem áður hafði farið með mitt mál. Hann sendi mig í læknisskoðun og niðurstaða þeirrar skoðunar varð sú, að ég var „veikur“ og ekki hæfur til herþjónustu. Hver „veikindin" voru veit ég ekki. Ég slapp með skrekkinn. Þar naut ég vina. Mútur komu til sem oftast þegar einhverju þarf að hnika.“ í trésmíöanám á íslandi „Eldri bróðir minn er sjálfstæður atvinnurekandi. Hann á rútur og sinnir sérleyfum í Bogota. Hinn fór í læknisfræðinám, sem hann lauk ekki. Honum gafst kostur á að fara sem skiptinemi á vegum AUS til Finnlands. Þar var hann í eitt ár, en hefur ekki snúið aftur heim til Bogota. í dag er hann sölumaður á Spáni. Hugur minn stefndi til útlanda. Ég hafði lent í erfiðleikum hvað varðar herinn og því var best að koma sér burtu. Ég setti mig í samband við AUS og sótti um nemendaskipti. Þúsundir stráka reyndu hið sama, en nú var ég heppinn ég varð fyrir valinu. írland var fyrirheitna landið. Ég vildi komast til lands sem var gjörólíkt öllu því sem ég þekkti. Einnig var hvað ódýrast að fara til írland, mun ódýrara en til Þýskalands eða Bandaríkjanna. Vegna misskilnings fékk ég út- hlutun til íslanda, sem ekki var hægt að breyta sem betur fer eftirá séð. Ég var 21 árs þegar ég hélt til íslands. Flogið var frá Bogota til Caracas í Venezuela og þaðan til Trinidad og Tobago, sem eru eyjar norður af Vene- zuela. Þaðan lá leiðin upp til Evrópu til Lundúna. Þar byrjuðu erfiðleikarnir. Ég talaði litla sem enga ensku. Að vísu lærum við ensku í Kolumbíu, en ekkert vit er í þeirri kennslu og krakkarnir taka hana ekki alvarlega. Enska heyrist aldrei. Allt er á spænsku. Frægustu popparar heimsins syngja á spænsku ekki á ensku. Okkar suður-ameríski heimur er stór og spænskur, ekki enskur. Að vera með vegabréf frá Kol- umbíu er líkast að vera með svartan passa. Allir Kólumbíu- menn eru álitnir sölumenn dauð- ans og meðhöndlaðir vægast sagt illa á förnum vegi. Ég villtist í flughöfninni í Lundúnum. Töskurnar mínar hurfu. Þær voru hjá tollinum. Ég var grunsamleg- ur. Ekki bætti ég stöðuna, þegar ég gat á einhvern máta gert útlendingaeftirlitinu það skiljan- legt að ég væri á leið til íslands til að læra trésmíði. Að Kólumbíu- maður væri á leið til íslands til að læra trésmíði þótti gjörsamlega út úr allri mynd, þá sérstaklega þar sem ég var hvorki með vega- bréfsáritun til Bretlands eða til fyrirheitna landsins. Útlitið var svart. Þá mundi ég eftir, að ég var með símskeyti frá AUS á ís- landi stílað uppá ensku. í skeyt- inu stóð, að ég þyrfti ekki vega- bréfsáritun til fslands. Allt væri frágengið og fyllsta ábyrgð tekin á mér af AUS á íslandi. Þetta skeyti breytti öllu og trúlega hef- ur útlendingaeftirlitið hringt Til | íslands. Eftit átta tíma þras í London, þar sem lögreglumenn stóðu yfir mér, þá loks slapp ég uppí þotu Flugleiða. Ég var á leið til Keflavíkur." Fáir skildu mig og ég engan „Að koma til íslands virkaði mjög sterkt á mig. Þetta var í byrjun ágúst og mér þótti allt bjart og kalt. Þó var öllu yfir- sterkari sú tilfinning að vera kominn á áfangastað og spenn- ingurinn var mikill yfir hvað ég ætti í vændum. Ég var þreyttur eftir ferðalagið og fór að sofa þegar til Reykjavíkur var komið. Er ég vaknaði endurnærður á sál og líkama tóku við íslenskunám- skeið hjá AUS. Ég var síðastur skiptinema til landsins þetta árið: Hópurinn hafði verið í íslensku- kennslu í tíu daga og mjög erfitt var fyrir mig að fylgjast með. Eft- ir hálfan mánuð í íslenskunáminu tvístraðist hópurinn. Hver fór til sinnar fjölskyldu nema ég. Ekki hafði tekist að finna mér fjölskyldu. Stúlka, sem vann að málum AUS í Reykjavík og bjó þar, var á leið til Hornafjarðar og hún var svo góðhjörtuð að lána mér íbúð- ina sína. Ég var einn í íbúðinni og ósköp einmana. Fáir skildu mig og ég engan. Því tók ég á mig rögg. Ég var ákveðinn að sigrast á erfiðleikunum. Ég tók að flakka um Reykjavík til að skoða bæinn og mannlífið. Ég var á þessu flakki mínu í um réttan mánuð, en þá fékk ég fjölskyldu á Akranesi. Þetta voru hjónin Halldór Jóhannesson og Hrönn Jónsdóttir. Þau eiga þrjár dætur og sú elsta var í Kólumbíu sem skiptinemi. Halldór og Hrönn reyndust mér vel í alla staði og ég á þeim mikið að þakka. í Reykjavík notaði ég þá litlu ensku sem ég kunni. Allir tala ensku og því æfðist ég fljótt í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.