Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 BOLLUKAFFI að Hamri, félagsheimili Þórs, sunnudaginn 10. febrúar frá kl. 14.00-17.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Glæsilegar, ódýrar veitingar. ÞÓR Ljósritun Hef opnað Ijósritunarstofu og umboðsskrif- stofu í Ráðhúsinu á Dalvík. Ef þú þarft að láta Ijósrita skýrslur, tilkynningar, fundargögn, söngtexta fyrir árshátíðina eða eitthvað annað þá er þetta rétti staðurinn. Geri föst verðtilboð. Sæki og sendi ef óskað er. beymib Fljót og góð þjónusta. auglýsinguna HELGI JÓNATANSS0N Ljósritun og umboðsskrifstofa Ráðhúsinu Dalvík. Sími 63113 • Fax 63114 Heimasími 61066. Vínar- tónleikar í íþróttaskemmunni Akureyri laugard. 9. febrúar kl. 17.00. Einsöngvarar: Signý Sæmundsdóttir sópran og Óskar Pétursson tenór. Stjórnandi: Páll Pampichler. 50 manna hljómsveit! StórviðburÖur. Aðgöngumiðar kr. 1000 seldir við innganginn. Kammerhljómsveit Akureyrar. SIGMUNDUR ERNIR FRÉTTAMAÐUR ...Rauttnef £fýiurnrnrimann Sala rauða nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaöra. ©SEM-hópurinn. ~k of erlendum veffvangi Ölvíman - og breytileg áhrif hennar Oft er spurt, hvers vegna sumir verði árásargjarn- ir, þegar þeir neyta áfengis, en aðrir fyllast við- kvæmni. Sumir halda því fram, að ölvunarein- kennin myndu að mestu leyti hverfa, ef þeim, sem drekka, væri ekki Ijóst, að þeir væru undir áhrif- um. Getur þetta verið satt? Þegar menn drekka áfengi verða þeir hávaðasamir, þreytandi og viðkvæmir. Oft einnig ögrandi og árásargjarnir. Flestir eru sammála unt þessa lýsingu á áhrifum áfengis á okkur mannfólkið. Eigi að síður er lýs- ingin röng. Sífellt fleiri niður- stöður rannsókna leiða í Ijós, að hegðun einstaklinga undir áhrif- um áfengis er háð því menning- armunstri, sem viðkomandi búa við, og svo því, hverju þeir sjálfir og aðrir búast við. Það er t.d. mikill munur á hegðun Norðurlandabúa undir áhrifum áfengis og íbúa Suöur- Evrópu. Þá geta mannfræðingar - þeir vísindamenn, sem kanna lifnaðarhætti manna á mismun- andi menningarsvæðum - stað- fest það, að áfengisáhrifum fylgir ekki nein ákveðin hegðun, sem frá náttúrunnar hendi sé öllum ásköpuð. Meðal Mojave-indíánanna í Arizona, sem búa þar nálægt landamærum Mexíkó, haga þeir innfæddu sér nánast eins undir áhrifum áfengis og þcir gera ódrukknir. Vissulega verður þeim hættara við að hrasa, verða klaufalegri í tilburðum, kannski sljóir eða syfjaðir, en þeir brydda ekki upp á neinni óeðlilegri hegðan. Hjá þeim verður ekki vart háreysti, árásargirni eða við- kvæmni. Hjá indíánum í norðurhluta Kólumbíu, þeim sem ekki hafa blandast „menningar-" þjóðfélag- inu, má sjá annað dæmi þess sama. Þar losar áfengið ekki um málbeinið, nema síður sé. Sá, sem hefur drukkið sig ölvaðan, sest venjulega um kyrrt eða leggst útaf og fer að sofa. Ekkert tilefni verður til fjörugra og hávaðasamra stjórnmálaum- ræðna. Það er ekkert náttúrulögmál, að fólk verði hávaðasamt, æst eða árás- argjarnt af að drekka áfengi. Þetta er þvert á móti áunnin hegðun og endurspeglun þess, sem við sjálf og umhverfið gerum ráð fyrir sem afleiðingum vímunnar. I Taira-bæ á norðurströnd jap- önsku eyjarinnar Okinawa eru menningaráhrifin, sem segja fyrir um það, hvernig ölvaður maður skuli liaga sér, miklu greinilegri en á okkar menningarsvæði. Mannfræðingarnir hafa tekið eft- ir því, að þegar karlarnir safnast saman til áfengisdrykkju, gerist það iðulega, jafnvel þó að aðeins sé um óveruleg áfengisáhrif að ræða, að allt logar í ofsafengnum deilum og blóðugum slagsmál- um. Drekki karlarnir hinsvegar í félagsskap kvenna, gerist nánast ekki neitt - jafnvel ekki þó að þeir hafi drukkið frá sér ráð og rænu. En snúunt okkur að því, sem nær okkur er. Áratugum santan. Menntamálaráðuneytið Laus staða Við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar lektorsstaða ( sjúkraþjálf- un. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sepdar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 7. febrúar 1991. Kí KENNARASAMBAND ÍSLANDS Auglýsing um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennara- sambands íslands auglýsir styrki til kennara sem vinna að: Rannsoknum, þróunarverkefnum eða umfangs- miklum verkefnum í skólum. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasam- bands (slands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 1. mars 1991. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu KÍ, fræðsluskrif- stofum og hjá trúnaðarmönnum KÍ í skólum. já öldunt saman. höfum við sagt, að áfengir drykkir vektu árásar- hneigð. Þessi „staðreynd" hefur hlotið slíka viðurkenningu, að við þorum varla aö setja spurn- ingarmerki við hana. Eigi að síð- ur er ný kynslóð vísindamanna, sem kannar áhrif áfengis, farin að láta spurningarmerkið sjást. Samt sem áður hafa niðurstöður kannana, sem benda til þess, að áfenginu fylgi ekki sjálfkrafa áhrif, sem leiði til árásargirni, átt erfitt með að ná viöurkenningu. En getur það verið, að þetta „augljósa" samband sé í rauninni ekki fyrir hendi. Jafnt alþýða manna sem stjórnmálamenn og aðrir þeir, sem ákvarðanir taka, spyrja sjálfa sig þessarar spurn- ingar, með efa í röddinni. Og röksemdafærslan er á þá leið, að enda þótt einhverjir indíánaþjóðflokkar og Japanir, sem búi utan endimarka siö- menningarinnar. bregðist ekki „á eðlilegan hátt" við áhrifum áfengis, þá sé ekkert við því að gera. - En við hér í norðrinu séum þó siðmenntað fólk og bregðumst því ööruvísi við. þeg- ar við drekkum! En vísindamennirnir halda fast viö sitt. Og hér gæti verið við hæfi að vitna til áhugaverðrar til- raunar, sem sænskir vísindamenn stóöu fyrir í þeim tilgangi að láta reyna á kenninguna um að áfengi valdi árásarhneigð. Einstaklingum þeim. sem voru þátttakendur í tilrauninni. var skipt í þrjá hópa og valið í þá þannig, að í öllum hópunum væri fólk með hliðstæða atvinnu. þjóðfélagsaðstæður o.s.frv. Þeir, sent voru í hóp I. voru látnir drekka hóflegt magn áfeng- is, þannig að þeir urðu léttkennd- ir. Síðan var veist að þeim meö grófum móðgunum, og viðbrögð þeirra urðu reiði og tilraunir til að berja á mótgerðamanninum. Þeini, sem voru í hóp II, var sagt, að áfengi væri í þeim drykkjum sent þeim voru bornir. en í rauninni var ekkert áfengi í þeim. Þátttakendur í þessum hópi urðu því alls ekki fyrir áfengisáhrifum. En þegar veist var að þeim með móðgunum, brugðust þeir alveg á sama hátt við og þeir, sent voru í hóp I, og reyndu að berja á þeim, sent veittist að þeim. í hóp III voru þátttakendum bornir óáfengir drykkir og þeint sagt rétt til um, hvað það væri. sem þeir fengju að drekka. í þessum hóp brugöust þátttakend- ur á annan hátt við móðgunun- um. Þeir reiddust, en stilltu sig og sýndu engar tilhneigingar til öfbeldis. Vísindamennirnir halda því fram, að þessi tilraun sýni, hvern- ig fólki lærist að skella skuldinni á áfengið, þegar það langar til að brjóta reglur þjóðfélagsins. Allir vita, að það er bannað að berja samborgara sinn, jafnvel þó að hann hagi sér heimskulega. og ódrukknir stilla menn sig oftast og þola móðgunina. En hafi menn drukkið áfengi - eða haldi að þeir hafi gert það - láta menn slag standa og kenna svo áfeng- inu um. En fari svo, að þessar rann- sóknir verði teknar alvarlega og viðurkenndar, hlýtur það að ger- breyta öllum viðhorfum til áfeng- ismála frá því sem nú er. í stað þess að einblína á strangar rcglur og bönn, ber að snúa sér að því að kenna fólki nýja og heppilegri siði í umgengni við áfengi og áhrif þess. (Bengt Bengtsson í Fukta. -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.