Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 17

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 17
efst í huga Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 17 l Reksturinn má ekki gleypa allt fjármagn Það sem er flestum landsmönnum efst í huga þessa dagana er veðurfarið frá ára- mótum. Hver lægðin af annarri fer yfir landið með miklum látum og allt virðist vera öfug- snúið miðað við eðlilegt vetrarveður. Hver skyldi trúa því að vegna snjóleysis í Hlíðar- fjalli hafa Akureyringar ekki komist á skíði nema einn dag frá áramótum og vinir ívars eru farnir að senda honum einn og einn kassa af snjó, sem kemur trúlega aö litlum notum, eða hvað? En er þetta veðurfar einsdæmi? Svo er ekki. Stefán, menningarmálafrömuður á rit- stjórn Dags, var að fletta Degi frá árinu 1935 og þá rakst hann á klausu, sem birtist í blað- inu 31. janúar, og segir þar m.a.: „Hér á Is- landi er enn hinn mildasti vetur. Fjallvegir eru bílfærir hér austurum, á Austfjörðum og Snæfellsnesi, blóm springa út í görðum og vörpum sunnanlands og norðan, og dæmi til þess í Vopnafirði að eigi sé farið að kenna lömbum át. En suður um Evrópu eru grimmd- arfrost og hríðar, svo að t.d. á (talíu er þetta talinn kaldasti vetur í manna minnum..." Þetta þótti mönnum 1935 einkennileg veðrátta og svo er einnig nú. Það getur varla talist eðlilegt að dag eftir dag, þegar hávetur er hér á landi, að hitastigið skuli vera svipað og við Miðjarðarhafið. Þetta er vissulega allt eitthvað öfugsnúið. En nóg um það. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyr- ir yfirstandandi ár, sem er í burðarliðnum, er mörgum bæjarbúum umhugsunarefni. íþróttaáhugamenn o.fl. hafa kvatt sér hljóðs og vilja fá gervigrasvöll til knattspyrnuiðkun- ar og telja sumir að hann eigi að hafa forgang, en ekki íþróttahússbygging við Lundarskóla. Það er nú einu sinni svo að alltaf hljóta að verða skiptar skoðanir um það í bæjarfélagi eins og Akureyri hvað á að hafa forgang og hvað ekki. En einu mega menn ekki gleyma, að samningar þeir, sem gerðir hafa verið við íþróttafélög hér í bæ; Þór, Golfklúbbinn, Skautafélagið og nú síð- ast KA, eru af hinu góða og ég spyr: Hvar stæðu þessi félög með sínar framkvæmdir ef engir samningar hefðu verið gerðir? Það eru allir sammála um það að bæta þarf aðstöðu knattspyrnumanna hér í bæ, sem nýtast myndi öllum Eyfirðingum og jafnvel Þingeyingum og Skagfirðingum. En því er ekki að leyna að ég hef vissar efasemdir um að gervigras komi að notum miðað við eðli- legt árferði hér á Akureyri. Áður en farið verður í þá framkvæmd þyrfti að huga að veðurfari hér í bæ t.d. síð- ustu 10 ár og þá kæmi í Ijós hve marga daga yfir veturinn slíkur völlur myndi nýtast. Yfir- byggður malarvöllur er það eina, sem öruggt væri að kæmi að fullum notum, en það er víst mjög dýr framkvæmd. Eitt er það, sem bæjarbúar mega aldrei gleyma, það er sjálfvirkur rekstrarkostnaður sem fylgir framkvæmdum á vegum bæjarfé- lagsins. Það kostar'eitthvað að reka íþrótta- mannvirki, dagvistir, aðstöðu fyrir menningu og listir o.s.frv. Við verðum að gæta að því að reksturinn gleypi ekki allt fjármagn bæjar- félagsins, þannig að við stöndum uppi einn góðan veðurdag með rekstrarkostnað, sem nemur hærri upphæð en tekjur bæjarsjóðs. Svavar Ottesen Ný reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna Ný reglugerð um flokkun og merkingu eiturefna og hættu- legra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni hefur öðlast gildi. Akvæði reglugerðarinn- ar ná jafnt til efna sem notuð eru á vinnustöðum og efna sem ætluð eru til dreifingar á almennum markaði í smásölu- einingum. Með þessu er tekið upp sama eða svipað flokkun- ar- og merkingarkerfí og gildir í öllum nágrannalöndum okkar. I Fréttabréfi Vinnueftirlits ríkisins kemur fram að eiturefni og hættuleg efni skulu flokkuð í einn eða fleiri flokka. Myndin' hér til hliðar sýnir varnaðarmerk- in. Einnig skal ákveða viðeigandi hættusetningar (H-setningar) og varnaðarsetningar (V-setningar) fyrir hvert eiturefni og hættulegt efni í ofangreindum flokki. Umbúðir skulu merktar á íslensku og þar skulu m.a. koma fram eftirfarandi upplýsingar. 1. Heiti eiturefna og hættulegra efna sent varan inniheldur. 2. Nafn og heimilisfang innlends frantleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila. 3. Notkunarreglur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. 4. Varnaðarmerki. 5. Hættusetningar. 6. Varnaðarsetningar. Varnaðarmerki skal vera svart á appelsínugulum grunni og heiti flokksins ritað með svörtu letri á hvítum grunni fyrir neðan merkið. Með reglugerðinni fylgir flokk- unarlisti þar sem fram kemur með hvaða varnaðarmerki og varnaðar- og hættusetningum merkja skal umbúðir. Ef innlend- ur framleiðandi, innflytjandi eða umboðsaðili hyggst dreifa eitur- efnunt eða hættulegunr efnum sem ekki eru á flokkunarlistanum ber þeim að óska fyrst eftir bráðabirgðaflokkun efnanna. Reglugerð um flokkunarlista og öðrum fylgiskjölum hefur ver- ið gefin út og fæst hjá Hollustu- vernd ríkisins, Síðumúla 13 í Reykjavík. ój VARNAÐARMERKI Tx T Xn X STERKT EITUR EITUR VARUÐ HÆTTULEGT C Xi E £k X f| ÆTANDI ERTANDI SPRENGIFIMT Fx F O i 1 MJÓG ELDFIMT i ELDFIMT ( ELDNÆRANDI SundLlaucj Þelamerkurskóla er opin um helgar, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.00 til 20.00. Heitur pottur með loft- og vatnsnuddi. 10. bekkur. Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri, verður opin frá og með mánudegi 11. febrúar kl. 16.00-18.00. Síminn er 21180. Framsóknarfólk er hvatt til að líta inn eða hafa samband í síma. Kosningaundirbúningur er að hefjast! Menntamálaráðuneytið Styrkir til náms á Spáni Spænsk stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa fslendingum til náms á Spáni á námsárinu 1991-92. Finn styrk til háskólanáms í 12 mánuði. Ætlast ertil að ti sé kominn nokkuö áleiðis i háskólanámi og nati mjcg gott vald á spænskri tungu. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í Madrid sumarið 1991. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 7. febrúar 1991. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 11. febrúar 1991, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Heimir Ingimarsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Tilboð Vátryggingafélas íslands hf. óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum. 1. Isuzu Trooper árgerð 1989 2. Honda Accord EX árgerð 1988 3. Peugeot 205 XS árgerð 1988 4. Subaru 1800 st .. árgerð 1988 5. Citroen BX 16 TRS .... árgerð 1988 6. Toyota Corolla DX árgerð 1986 7. Lada Sport árgerð 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 Akureyri, mánudaginn 11. febrúar nk. frá kl. 9 til 16.00. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17.00 sama dag hjá Skoðunnarstöðinni. s\Mf* VATRYGGIIMGAFELAG ^rlaí ÍSLANDS HF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.