Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 frétfir t Fjórðungssamband Norðlendinga: Samráðsfundur um gróður- vemd og umhverfismál - haldinn í samráði við umhverfisráðuneytið Fjórðungssamband Norðlend- inga stendur að samráðsfundi um gróðurvernd og umhverfis- mál í samráði við umhverfis- ráðuneytið á Akureyri 22. febrúar. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, og verð- ur Júlíus Sólnes, umhverfis- ráðherra, meðal framsögu- manna. Samkvæmt ákvörðun Fjórðungsþings Norðlendinga 1990 eru umhverfismál aðal- mál þessa starfsárs. Verkefninu er skipt í tvo meg- inþætti. Hollustuverndarmál og mengunarvarnir þeim tengdar, sem eru á vegum sveitarfélaga. Samráð er við sveitarfélög, gróð- urverndarnefndir, náttúruvernd- arnefndir og umhverfismála- nefndir á þeirra vegum um gróð- urvernd og umhverfisvarnir tengdar nytjun landsins. Varðandi fyrra verkefnið hefur verið haft samráð við umhverfis- ráðuneytið um kynningarfundi og um viðræður um framkvæmd mengunarvarna, sem leiði til bættra hollustuhátta í þéttbýli. Með þessum samráðsfundi mun Fjórðungssamband Norð- lendinga í samstarfi og fyrir atfylgi umhverfisráðuneytisins hefja kynningu á þeim þætti umhverfismála er einkum varðar gróðurvernd og náttúruvernd. Til þessa fundar eru boðaðir sérstaklega þeir menn sem eiga sæti í starfsnefndum sveitarfélaga á áðurnefndum vettvangi, svo og þeir sem eiga sæti í sambæriieg- um nefndum á vegum héraðs- nefnda. Það hefur komið í ljós að ekki eru til staðar í mörgum sveitar- félögum starfsnefndir, sem fjalla sérstaklega um umhverfismál. Þess vegna var sú leið valin að boða einnig forráðamenn sveitar- félaga á samráðsfundinn, bæði til að öll sveitarfélögin eigi þess kost að fylgjast með og sérstaklega vegna þess að öll sveitarfélögin eiga að bera ábyrgð á þessum málaflokki að lögum, eins og öðrum sveitarstjórnarmálum. Eitt meginverkefni fundarins er að kynna sveitarstjórnarmönn- um og starfsnefndum sveitarfé- laga lagaboð um framkvæmd gróðurverndarmála og jafnframt að hvetja til aðgerða. Með sama hætti verða viðhorf og áform umhverfisráðuneytisins kynnt, bæði í umhverfismálum í heild og sérstaklega hvað varðar skipulag gróðurverndar og gróðurvernd- arstefnu. Til að nálgast aðstæður á Norðurlandi verða fjórir fram- sögumenn úr hópi heimamanna. Hér er átt við fulltrúa bænda sem hafa reynslu af uppgræðslu í sambandi við Blönduvirkjun. Einnig verður fulltrúi bænda, sem búa við venjuleg búskapar- skilyrði. í þriðja lagi forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, og skógræktar- fræðingur er fjallar um gróður- vernd í þéttbýli og þátt skógrækt- ar í uppgræðslu. Fulltrúar ráðuneytisins verða Júlíus Sólnes, umhverfisráð- herra, og Jón Gunnar Ottósson, deildarstjóri. Þeir munu kynna málefni ráðuneytisins og fram- kvæmd verkefna á vegum þess. Af hálfu ríkisins mun land- græðslustjóri ræða um samstarf við sveitarfélög, en gróðurvernd- arfulltrúi ræðir um samstarf við bændur um gróðurvernd. Lög- fræðingur landbúnaðarráðuneyt- isins fjallar um hinar lögboðnu hliðar landnýtingar, t.d. laga- ákvæði er snerta búfjárhald í þéttbýli. Samráðsfundurinn verður haldin á Hótel KEA á Akureyri föstudaginn 22. febrúar, hann hefst kl. 13.00 og lýkur eigi síðar en kl. 18.00. EHB „Viltu aðeins lyfta upp fætinum.“ Mynd: Golli Maverðmæti frystitogara: Akureyrin EA-10 trónir á toppnum - þrír norðlenskir togarar meðal fimm efstu Akureyrin EA-10 sem Sam- herji hf. á Akureyri gerir út var fengsælasta frystiskipið á síðasta ári sem jafnan áður. Örvar HU-21, frystitogari Skagstrendings á Skagaströnd, er í öðru sæti hvað varðar afla- magn og aflaverðmæti, en þessi tvö skip skera sig úr flotanum og eru þau einu sem losa hálfan milljarð króna í aflaverðmæti. í skýrslu frá LÍÚ kemur fram að aflaverðmæti Akureyrinnar á árinu 1990 var ríflega 683 millj- Landsvirkjun tekur neikvætt í að selja varastöðina á Oddeyri Rafveita Akureyrar hefur spurst fyrir hjá Landsvirkjun um kaup á varastöðinni á Guðmundur Jónsson arkitekt: Athugasemdvegna Listagðs Guðmundur Jónsson, arkitekt, hafði samband við Dag vegna frétta um Listagil og vildi árétta tölur um kostnað við framkvæmdir við svonefndan fjölnýtisal. Dagur birti í gær frétt um þessi mál þar sem Guðmundur segir að 134 milljónir króna kosti að inn- rétta fjölnýtisal í Listagili. Guð- mundur segir að þegar hann nefni þessa upphæð þá eigi hann bæði við innréttingu fjölnýtisalar og myndlistasalar í Listagili, en ekki aðrar framkvæmdir. Guðmundur segir að stækkun Amtsbókasafnsins sé orðin mjög brýn, það viti allir. Burðarþoli hússins hafi verið gróflega mis- boðið, gólfin séu ekki gerð fyrir þann þunga sem nú hvílir á þeim, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. EHB Oddeyri. Landsvirkjun hefur tekið frekar neikvætt í þessa málaleitan, en hefur ekki látið í Ijós opinbera afstöðu til sölu- hugmyndarinnar. í varastöðinni á Oddeyri eru tvær díselvélar af gerðinni Ruston. Við minni vélina, sem er frá árinu 1965, er riðstraumsraf- all sem afkastar 2000kw/2500 kVA, 6600 volt. Stærri vélin kom árið 1968, rafallinn afkastar 3,5 megavöttum, 4375 kVA, og er einnig 6600 volt. Til samanburð- ar þá afkastar varastöðin á Rang- árvöllum 7,8 megavöttum. Vara- stöð þessi er ekki á neinn hátt tengd við kerfi Landsvirkjunar og er sárasjaldan keyrð. Guðmundur Helgason, deild- arstjóri rekstrardeildar Lands- virkjunar, segir að engin niður- staða sé fengin í málinu. Rafveita Akureyrar hafi ekki sent inn formlega fyrirspurn, og því ekki fengið formlegt svar. „Við höfum þó sagt að við séum frekar and- vígir sölunni að svo stöddu,“ seg- ir Guðmundur. Eins og kunnugt er tók ný gjaldskrá og rammasamningur Landsvirkjunar gildi um árainót- in. í kjölfarið er rafveitum skylt að eiga aðgang að varaafli, og á þeim grundvelli var fyrirspurn Rafveitu Akureyrar gerð. „Mér skilst að Hitaveita Akur- eyrar sé að hugsa um að koma sér upp varaafli, eftir áfallið sem þeir urðu fyrir. Það gæti verið að raf- veitan væri í einhverju samkrulli með það. En fyrirspurn rafveit- unnar var vegna svonefnds yfir- álags, sem getur verið tekið af hvenær sem er. Þá þurfa þeir að hafa aðgang að díselvélum í staðinn. Ég hef sagt rafveitu- stjóra, að ef hitaveitan kemur sér Laugar: Tónleikar með Todmobfle Nemendafélag Laugaskóla stendur fyrir tónleikum með hljómsveitinni Todmobile nk. mánudagskvöld. Tónleikarnir verða haldnir í íþróttahúsi Laugaskóla í Reykja- dal, og hefjast kl. 21.00. Selt er inn á tónleikana. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið beitir sér fyrir tónleikum af þessu tagi. EHB upp díselvélum, og rafveitan væri tilbúin til að nota slíkt varaafl þegar illa stendur á, þá myndum við taka því alveg eins og þeir væru að semja við RARIK,“ seg- ir Guðmundur. EHB ónir króna og aflamagn 6.075 tonn. Örvar fékk 587,7 milljónir fyrir sín 5.068 tonn. Meðalskipta- verð á hvern úthaldsdag var hins vegar ívið hærra hjá Örvari. I þriðja sæti yfir aflaverðmæti er Júlíus Geirmundsson ÍS með 464,5 milljónir, Haraldur Kristj- ánsson HF fékk 429 milljónir og í fimmta sæti er togari Útgerðar- félags Akureyringa Sléttbakur EA-304 með 416,4 milljónir (4.559 tonn). Norðlendingar eiga þannig þrjá af þeim fimm frystitogurum sem sköpuðu mestu verðmætin á síðasta ári. Aðrir norðlenskir frystitogarar sem veiddu fyrir meira en 300 milljónir á síðasta ári eru Margrét EA, Hjalteyrin EA, Hólmadrangur ST, Mána- berg ÓF og Sigurbjörg ÓF. SS Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.: Opið hús á Akureyri í dag - þar sem boðið verður upp á kynningu, ráðgjöf og fróðleg erindi Verðbréfamarkaöur íslands- banka hf. verður með opið hús frá kl. 13.00-17.30 í dag í afgreiðslu Islandsbanka í Skipa- götu 14 á Akureyri. Þar verða flutt þrjú fróðleg erindi, auk þess sem kynnt verður á hvern hátt Verðbréfamarkaðurinn aðstoðar fólk við að leggja fyrir og ávaxta sparifé sitt. Fólki gefst einnig kostur á að kynna sér fjármálaráðgjöf, reglu- legan sparnað, verðbréfasjóði og hlutabréf. Erindin þrjú verða flutt kl. 14.00, 15.00 og 16.00. Ásgeir Þórðarson ríður á vaðið með erindi sem hann kallar; Fjár- málin fylgja okkur alla ævina. Kl. 15.00 flytur Edda Vilhelmsdóttir erindi sem hún kallar; Hvaða verðbréf á ég að kaupa? og þriðja og síðasta erindið flytur Svan- björn Thoroddsen, sem hann kallar; Hvers vegna eru hlutabréf spennandi? Að loknu hverju erindi gefst gestum tækifæri til að bera upp spurningar og ræða efni þess. Víst er að þessi mál sem verða til umfjöllunar í dag, eru ofarlega í huga fjölmargra landsmanna og hér gefst Norðlendingum kær- komið tækifæri til þess að fræðast nánar um þau.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.