Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 í heimi kvikmyndanna Lifað í>að er hugsanlega einhvern tímann í kringum unglingsárin sem fólk vaknar upp við vondan draum. Heimurinn og umhverf- ið er ekki eins og menn höfðu hugsað sér. Pað er æði misjafnt á hverju menn byggja hamingju sína. En ef við lítum á samfé- lagið í heild, hvaðan kemur þá það mótandi afl sem gefur okk- ur hugmyndir um það hvað er gott og hvað er vont, hvað er ljótt og hvað er fallegt og enn fremur, hvað er skemmtilegt og hvað er leiðinlegt? Kvikmyndir. Reyfarar. Við höfum komið okkur upp þeirri venju að horfa á kvikmyndir og skáldað efni í tíma og ótíma og einhver kann að hugsa sem svo að það hafi nú ekki svo mikið að segja en jú, það hefur sitt að segja. Pað að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á einhverja kvikmynd er ekki eftirtektarvert í sjálfu sér en það sem mætti sjá ef við leyfum okkur að skyggnast á bak við þetta „undarlega“ atferli að sitja tímunum saman fyrir fram- an sjónvarpið er meira en afþreyingin sjálf. Það er meira en einungis atburðarásin og ævintýramennskan í kvikmynd- unum sem hefur áhrif á menn. Hér er um að ræða eins konar „eituráhrif" sem seytla inn í fólk án þess að það veiti því athygli. Flestir fullorðnir menn vita að atburðirnir í kvikmýtid- inni eru skáldskapur, en umhverfið eða umgerðin er oft- ast skáldskapur líka. Hús og híbýli, garðar, framkomuhætt- ir, klæðaburður... ekkert af því er algerlega raunverulegt. Þetta er hvergi til eins og það birtist. Hægt er að festa atburði á filmu þannig að svipurinn yfir hlutun- um verði allur annar en hann í rauninni er. Pað er hvergi auð- veldara að ljúga en í kvikmynd- um. Tilgangurinn er ekki að segja satt, heldur hrífa menn. Hrífa alla upp úr skónum. Allt við kvikmyndina þarf að vera mjög áhugavert og aðlaðandi eða þá hið öfuga. Viðbjóðslegt og fráhrindandi. Hljóðfærið sem kvikmyndin á að spila inn á er tilfinningalífið en ekki vits- munalífið þó myndin megi ekki vera í mótsögn við vitsmunalíf- ið. Ætlunin er að vekja annað hvort hroll eða ljúfa og innilega löngun hjá áhorfandanum. Kvikmyndunum hefur tekist hlutverk sitt aðdáunarlega vel. Þeim hefur algerlega tekist að blekkja fólk enda hafa þær tek- ið sæti hindurvitna í nútímanum eins og sagnir af tröllum og úti- legumönnum voru hér áður fyrr. Það þarf ekki að líta langt til þess að sjá nærtæk dæmi. Það tíðkast einhvers konar barnaleg dýrkun á öllum ofurhetjum og ofurmennum. Allt mögulegt er orðið að dýrkunarefni, hvort sem það er pólitíkusar, leikarar eða söngvarar. Sá heimur sem menn hugsa sig inn í í kvikmyndum er þann- ig ákaflega falskur. Það er glansbónaður heimur þar sem engir komast að nema uppá- klæddir persónugervingar ofur- hetjunnar. En síðan ana menn út í hið daglega líf beint úr þess- ari draumatilveru. En í hinu daglega lífi er enginn sem er góði karlinn og enginn sem er vondi karlinn og aldrei kemur að hinum svokallaða „happý end“ eins og sagt er á lélegri íslensku. Aldrei er heldur um að ræða sérstaklega hörmulegar ófarir. Eiginmaðurinn ber kon- una sína í laumi saman við kyn- táknið Birgitte Bardot og hús- móðirin skilur ekki hvers vegna stofan hennar getur ekki verið jafn yfirskilvitlega flott og glansandi eins og híbýlin sem hún Sá í einhverri kvikmynd, eða var það kannski Dallas? Ósjálfrátt gera menn þennan samanburð og af því sést að það er ekki einungis atburðarás kvikmyndanna sem greypir sig inn í hugann þegar horft er á kvikmyndirnar. Það er í þessu sem vald draumanna og langan- anna yfir mönnunum kemur í Ijós. Það virðist ekki skipta neinu hve raunsæ myndin er. Hún er alltaf blekking og fölsk á sinn hátt. Jafnvel þó hún sé hreint listaverk. Listrænt gildi er ekki hér til umræðu. Kvikmynd er ekkert annað en úrklippa úr mannlífinu. En var ég ekki að segja að kvikmyndirnar væru blekking? Jú, þær eru ekkert annað en úrklippur úr mannlíf- inu en samt eru þær blekking. Hvers vegna? Það er vegna þess sem er klippt úr: biðin. Kvik- mynd getur aldrei sýnt hið gráa hversdagslega líf sem við öll lifum. Daufleiki og grámyglu- legur blær hversdagsleikans er aðallega fólginn í hinni letilegu eyðslu tímans. Þess vegna er grár hversdagsleikinn leiðinleg- ur. Kvikmynd sem sýndi liann eins og hann er væri jafn leiðin- leg og enginn vildi sjá hana. Og þá verða ekki til neinar ofur- hetjur, ofurmenni eða goð til að dýrka. Menn vilja láta draga sig á tálar og blekkja sig með kvik- myndum. Til þess eru þær. Vínartónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar: Ég hlakka mikið til - segir stjórnandinn Páll Pampichler Pálsson 99 Kammerhljómsveit Akureyrar heldur Vínartónleika í íþrótta- skemmunni í dag kl. 17, en fresta þurfti tónleikunum sl. sunnudag. Fluttir verða fjörug- ir Vínardansar og létt og sígild lög úr óperettum. Hljómsveit- in verður skipuð um 45 hljóð- færaleikurum og þar af koma 10 frá Reykjavík. Einsöngvar- ar verða Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Oskar Pétursson, tenór, og stjórnandi er hinn landsþekkti Páll Pampichler Pálsson. Páll hefur getið sér gott orð sem stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og Karlakórs Reykjavíkur, auk þess sem hann er afkastamikið og eftirsótt tónskáld. Dagur ræddi stuttlega við hann um Vínartónleikana. - Óveðrið setti strik í reikn- inginn á sunnudaginn. Var allt til reiðu fyrir tónleikana? „Já, hljóðfæraleikarar úr Sin- fóníuhljómsveitinni voru komnir og söngkonan Signý Sæmunds- dóttir. Það náðist mjög góð stemmning á æfingunni á sunnu- dagsmorgun og allt var tilbúið fyrir tónleikana. Því miður varð ekkert af þeim vegna óveðurs en við vonum að veðrið verði betra á laugardaginn." „Nauðsynlegt að ná Iéttleikanum“ - Nú hefur þú fengið góðan tíma með Kammerhljómsveitinni. Hvernig líst þér á hana? „Hún kom mér skemmtilega á óvart. Þarna er mikið af ungu og mjög duglegu fólki. Vínartónlist- in er svolítið sérstök að því leyti að það er ekki nóg að spila bara nóturnar heldur líka það sem er á milli þeirra til að fá þennan rétta Vínartakt. Það tók mig dálítinn tíma að ná þessu en það kom með því að hamast nógu mikið. Það er nauðsynlegt að ná létt- leikanum í tónlistinni og það get- ur tekið tíma. Sumir vilja spila langar nótur í staðinn fyrir stuttar, en ég fékk góðan æf- ingartíma og mér skilst að hljóm- sveitarmeðlimir hafi haft mjög gaman af þessu. Þeir sýndu líka mikla þolinmæði.“ - Þú hefur líka notað tímann til að halda námskeið í Tónlistar- skólanum á Akureyri. „Já, ég er með unga krakka í lítilli sinfóníuhljómsveit, strengja- sveit og blásara. Síðan er ég með D-sveitina sem er málm- og tré- blásarasveit. Þetta er mjög skemmtilegt og góð tilbreyting fyrir mig. Eg er búinn að vera hér í hálfa aðra viku og ætla að vera eina viku í viðbót." „Óskar er yndis- Iegur söngvari“ - Vínartónleikarnir eru haldnir í íþróttahúsi. Hvernig hentar Skentman fyrir tónleika? „Við æfðum fyrst í sal Tónlist- arskólans sem er ansi lítill og allt hljómaði sterkt og hátt en það voru mikil viðbrigði að koma í Skemmuna. Þetta er eins og dag- ur og nótt. Það er mikið mál að breyta Skemmunni í tónleikasal, breiða yfir gólfið, setja inn stóla og fleira, en eftir að fólkið er komið í salinn dempast hljóðið og þá eru aðstæður orðnar nokk- uð góðar. Þarna er gott pláss fyrir hljómsveitina og áheyrendur.“ Signý Sæmundsdóttir og Óskar Pétursson syngja einsöng með Kammerhljómsveitinni. Signý stundaði m.a. nám í Vínarborg og hefur sungið í fjölmörgum óperum og á tónleikum hérlendis og erlendis. Óskar er búsettur á Akureyri og hefur getið sér gott orð fyrir fagran tenórsöng. Páll þekkir til hans. „Já, hann er yndislegur söngv- ari, góður tenór og skemmtilegur strákur. Ég þekki Óskar frá því hann söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur og ég er mjög feg- inn að hann skuli vera með. Mér finnst líka mjög mikilvægt og skemmtilegt að mestur hluti þeirra sem taka þátt í tónleikun- um eru heimamenn. Ég er líka viss um að áheyrendum finnst það garnan." 66 - Nú er stundin að renna upp. Hvernig leggjast tónleikarnir í Þig? „Mjög vel, ég hlakka mikið til. Ég ætla að hafa eina stutta æfingu og svo skellum við okkur í þetta. Við skulum bara vona að veðr- ið verði sæmilegt," sagði Páll Pampichler Pálsson að lokum. SS Hér stjórnar Páll Pampichler Sinfóníuhljómsveit íslands á tónlcikum í Skemmunni 1982 en nú stjórnar hann Kammerhljómsveit Akureyrar í fyrsta sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.