Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 12. febrúar 1991
29. tölublað
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri - Sími 23599
Niðurstöður loðnuleiðangurs:
Verða aðeins 50 þúsund
tonn til skiptanna?
I gær voru kynntar niðurstöður
úr leiðangri rannsóknaskipa og
loðnuskipa á loðnuslóðum við
ísland. Sjómenn og starfsfólk
Skúlagarður:
Handleggsbrot
áfjörugu
þorrablóti
Fjölmennt og vel heppnað
þorrablót var haldið í Skúla-
garði í Kelduhverfi á laugar-
dagskvöld. Það óhapp vildi þó
til á ballinu að kona datt og
handleggsbrotnaði.
Lögregla flutti konuna á
Sjúkrahúsið á Húsavík þar sem
gert var að meiðslum hennar, og
ók henni síðan austur í Keldu-
hverfi á ný. Þá var dansleiknum
lokið en konan hafði haft orð á
því að annars hefði hún alveg
verið til í að skreppa á ballið
með gifsið sitt.
Rólegt var hjá lögreglu á
Húsavfk um helgina. IM
loðnuverksmiðja hafa beðið í
ofvæni eftir þessum fréttum en
þær gefa aðeins tilefni til hóf-
legrar bjartsýni.
Niðurstöðurnar, sem kynntar
voru um borð í rannsóknaskipinu
Bjarna Sæmundssyni á Reyðar-
firði í gær, eru þær að fundist hef-
ur 450 þúsund tonna hrygning-
arganga en ekki kom fram hve
mikið verður leyft að veiða af
loðnunni.
Eftir því sem Dagur kemst
næst er nauðsynlegt að skilja eftir
400 þúsund tonna hrygningar-
stofn og samkvæmt því verður
ekki leyft að veiða nema 50 þús-
und tonn, en eins og áður segir
hefur ekkert verið tilkynnt í þeim
efnum. SS
Akureyringar fjölmenntu á skattstofuna í gær enda rann þá út skilafrestur sá cr laungþegar höfðu til að skila skatt-
framtalinu. Mynd. Golli
Matsnefnd eignarnámsbóta skilar niðurstöðum:
Bætur til góðra sauðfjárbúa hækka um 20%
Matsnefnd eignarnámsbóta hef-
skilað dómi sínum í máli
bætur í þrjú ár í stað tveggja
ur
Blönduvirkjun:
Maður slasaðist á hendi
Starfsmaður við Blönduvirkj-
un slasaðist um helgina. Um
var að ræða byggingaverka-
mann við starfsmannahús
Landsvirkjunar. Maðurinn
handarbrotnaði við smíða-
vinnu en hlaut ekki önnur
meiðsl. Bein brotnaði í hönd
mannsins og mun hann verða
frá vinnu svo vikum skiptir.
Starfsmaðurinn sem slasaðist
vann við byggingu íbúðarhúss
fyrir tilvonandi starfsmenn
Landsvirkjunar sem munu að
jafnaði vera starfandi við Blöndu-
virkjun. Hönd mannsins
klemmdist rrulli tveggja járna
með þeim afleiðingum að hand-
arbein brotnaði. Sá sem slasaðist
starfar hjá SH-veAtökum frá
Hafnarfirði sem starfa við að
reisa íbúðarhúsin.
Vinna við Blönduvirkjun hefur
gengið mjög vel enda hefur veður
verið mjög gott á virkjanasvæðinu
það sem af er vetri. kg
Maguússonar bónda á
Austur-Húnavatns-
Hauks
Bakka
sýslu. Landbúnaðarráðherra
fyrirskipaði niðurskurð á
Bakkafénu en Haukur vildi
ekki sættast á að taka þær bæt-
ur sem bundnar eru í lögum
um sauðfjárveikivarnir. Hauk-
ur höfðaði því eignar-
námsbótamál og skilaði Mats-
nefnd eignarnámsbóta dómi
sínum nú fyrir helgina.
Hreinn Loftsson lögfræðingur
Hauks Magnússonar segir helstu
niðurstöður dómsins vera að þær
meðaltalsbætur sem bændum
væru greiddar væru greinilega of
lágar í tilfelli Hauks Magnússon-
ar. Að sögn Hreins má túlka dóm
nefndarinnar á þann veg, að vel
rekin bú með góðri arðsemi, fái
engan veginn fullnægjandi bætur
samkvæmt núverandi bótakerfi.
Sú er niðurstaða nefndarinnar
að bændur eigi rétt á bótum
fyrsta árið eftir að nýr bústofn er
tekinn. Hingað til hafa Sauðfjár-
veikivarnir ekki greitt neinar
Málþing um menningu:
Burðarþoli bókasaftisins misboðið
Bókmenntir:
Fríða og Hörður
fengu verðlaun
Íslensku bókmenntaverð-
launin voru veitt við hátíð-
lega athöfn í Háskólabíói í
gær. Verðlaun í flokki fag-
urbókmennta hlaut Fríða A.
Sigurðardóttir fyrir skáld-
söguna Meðan nóttin líður.
í flokki fræðirita hlaut verð-
laun Hörður Ágústsson fyrir
bókina Skálholtskirkjur.
Forseti fslands, Vigdís
Finnbogadóttir, kynnti niður-
stöður dómnefndar og afhenti
verðlaunin. Vigdís árnaði öll-
um skáldum og rithöfundum
heilla og óskaði okkur fslend-
ingum til hamingju með hve
fágætar og góðar bókmenntir
við “igunt. SS
Amtsbókasafnið er að springa
vegna skorts á geymslurými.
Aðstaða starfsfólks er engin og
sitja menn í þröngum kompum
með tölvuna í fanginu. Burðar-
þoli byggingarinnar er stórlega
misboðið. Gögn liggja undir
skemmdum vegna þakleka og
þarf að flytja þau til Reykja-
víkur í geymslu ef ekki rætist
úr.
Þetta kom fram í ináli Lárusar
Zophoníassonar á Málþingi um
menningarmál. Hann sagði að
þegar menn hefðu verið að spá í
viðbyggingu hefði Amtsbóka-
safnið verið skoðað, burðarþolið
rannsakað og í Ijós kom að
geymslurnar þoldu ekki þann
þunga sem kominn var inn í þær.
„Við höfum fengið aðvörun
um það að óvarlegt sé að setja
meira í geymslurnar, gólfin þoli
það ekki og það sé nauðsynlegt
að styrkja þau. Að sjálfsögðu á
þetta einnig við um Héraðs-
skjalasafnið," sagði Lárus.
Hann vill að því starfi verði
haldið áfram sem hófst eftir sam-
þykkt bæjarstjórnar á afmælis-
fundinum 29. ágúst 1987 um
stækkun bókasafnsins. Efnt var
til samkeppni um bygginguna og
unnið hefur verið við hönnun í
þrjú ár.
Lárus sagði að mönnum hefði
orðið ljóst að byggingin í heild
var of stór til að hægt væri að ráð-
ast í hana í einu lagi. Arkitekt-
inn, Guðmundur Jónsson, var
fenginn til að skipta henni í tvo
áfanga og segir Lárus brýnt að
hafist verði handa við fyrri áfang-
ann, sem snýr að geymslum og
aðstöðu fyrir starfsfólk. SS
bætui fyrir afurðatjón á þriðja ári
og hefur það sætt mikilli gagnrýni
af hálfu bænda.
í tilfelli Hauks Magnússonar
bónda á Bakka þýðir dómurinn í
fljótu bragði séð um 20% hækk-
un á bótum auk þess sem bæturn-
ar greiðist að fullu strax en ekki á
tveimur árum eins og nú er greitt.
Frá skattalegu tilliti kemur niöur-
staða matsnefndar einnig betur
út fyrir bóndann heldur en núver-
andi bótakerfi.
Hvort ríkisvaldið sættir sig við
niðurstöðu matsnefndar og greið-
ir Hauki Magnússyni bæturnar
eða höfðar mál til að fá niður-
stöðu matsnefndar hnekkt kemur
væntanlega í Ijós fljótlega.
Kjartan Blöndal framkvæmda-
stjóri Sauðfjárveikivarna vildi
ekki tjá sig um niðurstöðu mats-
nefndar og ekki náðist í Gunn-
laug Classen ríkislögmann vegna
málsins.
kg
Snarpar umræður um Ríkisendurskoðun og Þormóð ramma:
Hörð gagnrýni á Ólaf Ragnar
Til harðra orðaskipta kom í
Sameinuðu þingi í gærdag er
sala á hlut ríkisins í Þormóði
ramma á Siglufirði og skýrsla
Ríkisendurskoðunar þar um
kom til umræðu utan dagskrár.
Olafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, hóf
umræðuna og talaði samfellt í
tvo tíma. Hann gagnrýndi
Ríkisendurskoðun mjög fyrir
skýrslu hennar um söluna og
taldi niðurstöður stofnunarinn-
ar um verðmæti hlutafjárins
alrangar.
Páll Pétursson, fyrsti þingmað-
ur Norðurlands vestra, gagnrýndi
fjármálaráðherra harðlega fyrir
það sem hann nefndi „eina sam-
fellda og tilhæfulausa árás á
stofnun sem heyrir undir
Alþingi.“ Páll taldi að fjármála-
ráðherra færi langt út fyrir öll vel-
sæmismörk með því að gagnrýna
heiftarlega menn sem ekki væru á
staðnum og gætu þar af leiðandi
ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
„Fjármálaráðherra varpar
fram þeirri spurningu hvort
Ríkisendurskoðun sé nægilega
vel mönnuð og starfi sínu vaxin,"
sagði Páll. „Svar mitt er að stofn-
unin sé fyllilega starfi sínu vaxin
en ég efast um að stóll ráðherra
sé þannig mannaður að unandi sé
við.“
Pálmi Jónsson, annar þing-
maður Norðurlands vestra, tók í
sama streng og sagði fulla þörf á
að svara „endemis dæmalausri
ræðu“ fjármálaráðherra. „Ég
hygg að slík árás ráðherra á
stofnun sem heyrir undir Alþingi
sé einsdæmi í sögu þingsins.“
Pálmi sagði að fjármálaráð-
herra sjálfur hefði hindrað að
raunvirði hlutafjár myndaðist þar
sem hann hefði haft almennar
viðskiptavenjur að engu með því
að auglýsa ekki hlutabréfin.
„Markaðurinn fékk ekki að segja
álit sitt,“ sagði Pálmi. BB.