Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 12. febrúar 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKFIIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÓSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASIMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Innlent sjónvarps-
efni á undanhaldi
Allt frá því útsendingar Sjónvarpsins hófust
hér á landi hafa ráðamenn þjóðarinnar, eink-
um þeir sem hafa menningar- og fræðslumál
á sinni könnu, talað fjálglega um nauðsyn
þess að auka hlut íslensks dagskrárefnis til
að sporna gegn erlendum áhrifum, sér í lagi
engilsaxneskum. Mjög erfiðlega hefur hins
vegar gengið að fylgja slíkum yfirlýsingum
eftir með því að efla innlenda dagskrárgerð í
raun og veru. Ástæðan er fyrst og fremst fjár-
skortur. Stjórnmálamennirnir hafa sem sagt
ekki látið kné fylgja kviði. Þeir hafa látið sitja
við orðin tóm í stað þess að fylgja þeim eftir
með aðgerðum. Ef hægt væri að reka Ríkis-
útvarpið á fögrum fyrirheitum væri það
örugglega einhver stöndugasta stofnun
landsins og þótt víðar væri leitað. Svo er því
miður ekki, eins og flestum er kunnugt.
Stjórnvöldum hefur ekki einu sinni tekist að
búa svo um hnútana að Ríkisútvarpinu auðn-
aðist að halda í horfinu í baráttunni við
sístreymi erlends sjónvarpsefnis. Hlutur inn-
lends dagskrárefnis minnkar með hverju
árinu sem líður og hefur aldrei verið minni en
nú. í nýliðinni viku, 2.-8. febrúar sl., var
erlent, óþýtt efni frá Sky-sjónvarpsstöðinni,
sýnt í rúmar 96 klukkustundir í Sjónvarpinu.
Annað efni var sýnt í 49 stundir. Þar af var
innlenda efnið tæpir 22 tímar, erlent efni með
íslensku tali, einkum barnaefni, var rúmar sjö
stundir og erlent efni með íslenskum texta 19
stundir. Með öðrum orðum var innlend dag-
skrárgerð aðeins um 15 af hundraði dagskrár
Sjónvarpsins þessa viku. Á Stöð tvö var svip-
að uppi á teningnum. Erlent, óþýtt efni var
þessa viku sent út í 94 klukkustundir, textað
eða talsett erlent efni í 64 stundir en innlent
efni í einungis 10 klukkustundir. Þetta eru
hroðalegar staðreyndir og einna alvarlegast
er að meirihluti útsendingarefnis íslensku
stöðvanna þessa viku var óþýtt efni, mest-
megnis fréttir.
Núverandi menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, ber mikla ábyrgð á því hvernig
komið er því með reglugerðarbreytingu heim-
ilaði hann útsendingar á erlendu, óþýddu
efni. Með þeirri aðgerð hefur hann beinlínis
stuðlað að því að erlent gervihnattasjónvarp
fylli dagskrár íslenskra sjónvarpsstöðva.
Þetta geta reynst hættuleg mistök ef fram fer
sem horfir. Samsetning dagskrár íslensku
sjónvarpsstöðvanna í liðinni viku talar sínu
máli um það. BB.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til stjórnskipunarlaga um breyt-
ingar á stjórnarskrá lýðveldisins.
í frumvarpinu felast fjórar meg-
inbreytingar er snerta starfshætti
og málsmeðferð á Alþingi og
miðast við að gera alla umfjöllun
og störf þingsins skilvirkari og
nútímalegri. í fyrsta lagi er gert
ráð fyrir að deildaskipting
Alþingis verði afnumin og það
starfi sem ein málstofa. I öðru
Frá þingfundi í neðri deild. Með núgildandi skipan þarf hvert lagafrumvarp
að fara í gegnum þrjár umræður í hvorri deild.
Frumvarp um starfshætti Alþingis:
Ein málstofa og þingslit falli niður
- nauðsynlegt að frumvarpið verði samþykkt á yfirstandandi þingi
lagi er samkomudegi þingsins
breytt þannig að það skuli koma
saman 1. október ár hvert. í
þriðja lagi fari þingslit ekki fram
og þingið starfi þannig allt árið
þrátt fyrir sumarhlé. í fjórða lagi
er síðan gert ráð fyrir breytingum
á meðferð frumvarpa til bráða-
birgðarlaga þannig að þau falli úr
gildi hafi Alþingi ekki samþykk
þau eða lokið afgreiðslu þeirra
innan mánaðar frá því þau voru
lögð fram.
í framhaldi af þessunt fjórum
meginbreytingum á starfsháttum
Alþingis er einnig lagt til í frum-
varpinu að fellt verið niður
ákvæði sem ekki eru talin eiga
við lengur. Þar er fyrst að nefna
ákvæði um að ekki megi taka
alþingismann fastan fyrir skuldir
án samþykkis þingsins en slík
frelsissvipting hefur almennt ver-
ið óheimil hér á landi í rúma öld.
Pá er gert ráð fyrir að ákvæði um
eiðvinningu þingmanna falli brott
og einnig ákvæði um að embætt-
ismenn, sem á þing eru kosnir
þurfi ekki leyfi stjórnarinnar til
að þiggja kosningu og einnig er
gert ráð fyrir að burt falli ákvæði
um að embættismenn verði að
launa staðgengla sína meðan þeir
sitja á þingi. Pá er gert ráð fyrir
að skýrar verði kveðið á um með-
ferð fyrirspurna og skýrslna á
Alþingi.
Alþingi verði ein málstofa
Eins og kunnugt er skipar sam-
einað Alþingi nú þingmönnum til
starfa í tveimur þingdeildum sem
er arfur frá þeirri tíð að valið vai
til deildanna á mismunandi hátt.
Val til þingdeilda fór fyrst fram
með konungskjöri 1874 til 1915
en landskjöri 1915 til 1934. Hinar
sögulegu forsendur deildarskipt-
ingar Alþingis eru því löngu
horfnar en skiptingin talin geta
skapað ýmiskonar vanda við
þingstörf. í frumvarpinu er bent
á að deildaskiptingin hafi oft leitt
til þess að ríkisstjórnir, sem notið
hafa stuðnings meirihluta þing-
manna, hafa átt erfitt með að
koma málum í gegnum þingið ef
tilskilinn meirihluta hafi skort í
annarri hvorri deild. í því sam-
bandi er skemmst að minnast
bráðabirgðalaga núverandi ríkis-
stjórnar vegna kjarasamnings
Bandalags háskólamenntaðra í
þjónustu ríkisins. Pá eru þau rök
færð fyrir sameiningu Alþingis í
eina málstofu að með því myndi
þingnefndum fækka úr 23 í 12.
Slíkt þýddi að hver þingmaður
þyrfti ekki að vera í nema um
það bil tveimur nefndum og gæti
þar af leiðandi rækt nefndaskyld-
ur sínar mun betur en nú er
mögulegt. Til eru dæmi um að
þingmenn hafi orðið að eiga sæti
í allt að sjö nefndum.
Hraðari málsmeðferð
Með því að þingið starfi í einni
málstofu má gera ráð fyrir því að
afgreiðsla mála verði mun ein-
faldari og einnig að hún verði
mun hraðvirkari. Fordæmi fyrir
því má finna bæði í Danmörku
1953 og í Svíþjóð 1971 er deildar-
skipting var afnumin í þjóðþing-
um þeirra ríkja. Þá er talið að
tími ráðherra muni nýtast mun
betur í einni málstofu þar sem
þeir þurfi ekki lengur að taka
þátt í umræðum um mál er snerta
þeirra ráðuneyti í tveimur deild-
um. Eins og fyrirkomulag á starf-
semi Alþingis er í dág' starfar
þingið í raun í þremur deildum,
efri- og neðrideild auk sameinaðs
þings. Af þeim sökuni verður öll
málsmeðferð þar flókin í augum
almennings og fallin til þess að
valda misskilningi og óþarfa vanga-
veltum um slæleg vinnubrögð
af hálfu þingmanna. Breyting á
starfsemi þingsins í eina málstofu
myndi því að öllum iíkindum
stuðla að bættum skilningi
landsmanna á störfum þingsins
auk þess sem kostnaður við starf-
semi Alþingis myndi minnka.
Mótrök -
óvandaðri málsmeðferð
Mótrök þeirra, er halda vilja
óbreyttri deildaskiptingu Alþing-
is, hafa einkum verið þau að
núverandi kerfi deildaskiptingar
tryggi betri umfjöllun um löggjöf
en mögulegt sé starfi þingið í
einni málstofu. Bent hefur verið
á að frumvarp þurfi nú að fara í
gegnum þrjár umræður og
umfjöllun nefnda í tveimur deild-
um og hljóti það að fyrirbyggja
vanhugsaðar ákvarðanir og auð-
veldi þingmönnum að íhuga
vandlega breytingartillögur sem
koma fram við frumvörp. í
athugunum sem gerðar hafa ver-
ið á störfum Alþingis kemur fram
að unnt sé að benda á einstök
dæmi um það að síðari deild hafi
lagfært frumvarp er fyrri deild
hafi yfirsést eitthvert atriði er
betur mætti fara. Slík dæmi heyra
þó til undantekninga og auk þess
hefur oftast verið um smávægileg
atriði að ræða. Af þeim sökum
vegur röksemdafærsla gegn sam-
einingu Alþingis í eina málstofu
ekki þungt í umræðu um þetta
mál.
Þingslit falli niður
í frumvarpinu um breytingar á
starfsháttum Alþingis er lagt til
að þingið starfi allt árið. Forseti
lýðveldisins stefnir Alþingi
saman, svo sem verið hefur, að
loknum almennum kosningum og
mun jafnframt setja reglulegt
þing þann 1. október ár hvert.
Hefðbundnar þinglausnir, þar
sem forseti slítur þinginu á
hverju vori, falla hins vegar
niður. Veldur þessi breyting því
að mun auðveldara verður að
kalla þingið saman á þeim tíma
sem það er ekki starfandi ef brýn
málefni ber á góma. Frestir er
varða þingrof eru einnig styttir
þannig að ekki má líða nema
einn og hálfur mánuður frá því
að forseti íslands gerir kunnugt
um þingrof og þar til að kosning-
ar til Alþingis fari fram í stað
tveggja mánaða eins og núgild-
andi lög kveða á um. Einnig: er
gert ráð fyrir að ekki megi líða
nema fjórir mánuðir frá þingrofi
þar til nýtt þing kemur saman en
þessi frestur er nú átta mánuðir.
Þá er gert ráð fyrir ákvæði sent
segir að þingmenn haldi umboði
sínu til kjördags og þannig tryggt
að landið verði aldrei þing-
mannslaust en vöntun á slíku
ákvæði hefur meðal annars vald-
ið því að þingmenn missa umboð
sitt þegar fjögur ár eru liðin frá
kjördegi síðustu alþingiskosn-
inga og af þeim sökum hafa ris-
ið deilur um hvort flýta verði
kosningum ef meira en fjögur ár
líði frá síðustu kosningum áður
en kemur að lögbundunum kjör-
degi. Nú í ár hefur verið ákveðið
að flýta alþingiskosningum fram
til 20. apríl vegna vöntunar
lagaákvæðis sem tryggir þing-
mönnum umboð fram að næsta
kjördegi þótt lengri tími verði
liðinn frá síðasti kjördegi.
Nauðsynlegar breytingar
Með frumvarpinu til stjórnskip-
unarlaga er verið að svara kröf-
um tímans og færa starfshætti
löggjafarsamkomu þjóðarinnar til
nútímalegra horfs. Við lestur
frumvarpsins virðist ljóst að allar
þær breytingar sem fyrirhugaðar
eru samkvæmt því verði til
bóta. Þær auðveldi störf alþingis
og það sem miklu máli skiptir að
umfjöllun mála og önnur þing-
störf verða auðveldari og skil-
virkari. Stefnt er að því að
afgreiða frumvarp þetta sem lög
frá því þingi er nú situr en þegar
um lög er snerta breytingar á
stjórnarskrá lýðveldisins er að
ræða verða þau að fást samþykkt
á tveim þingum og kosningar
verða að eiga sér stað á milli
þeirra til þess að þau öðlist gildi.
Af þeim sökum er nauðsynlegt
að lagafrumvarpið um starfshætti
Alþingis verði samþykkt fyrir
þinglok í vor og síðan aftur á því
þingi er kemur saman eftir kosn-
ingar. ÞI