Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 7
Handknattleikur, 1. deild:
Stórleikur Alfreðs
- skoraði 12 fyrir Bidasoa
Alfreð Gíslason var í miklu
stuði þegar Bidasoa sigraði
Mepamsa 20:18 á útivelli um
helgina. Alfreð átti stórleik
og skoraði 12 mörk fyrir
Bidasoa, þar af tvö úr víta-
köstum.
Alfreð virðist vera í mjög
góðu formi þessa dagana en
hann á nú hvern stórleikinn á
fætur öðrum. Alfreð er mikil-
vægur hlekkur í Bidasoaliðinu
en hann og Pólverjinn Bogdan
Wenta þykja yfirhurðamenn á
þeim bænum.
Leikurinn um helgina var lið-
ur í úrslitakeppni spænska
handboltans og hefur Bidasoa
unnið tvo lyrstu leiki sína í
keppninni. Liðiö varð spænskur
bikarmeistari á dögunum eins
og komið hefur fram.
Alfrcð Gíslason.
Blak, 1. deild kvenna:
Völsungur fyrsta liðið
til að vinna Víking
Á föstudagskvöldið urðu væg-
ast sagt óvænt úrslit í 1. deild
kvenna í blaki þegar Völsung-
ur sigraði Víking 3:0 á Húsa-
vík. Völsungur varð þar með
fyrsta liðið til að sigra Víking á
þessu keppnistímabili en liðið
hefur haft mikla yfirburði til
þessa og aðeins tapað 7 hrinuin
fyrir þennan leik. KA-stúlkum
- KA tapaði 0:3
gekk hins vegar ekki jafn vel
gegn Víkingum á Akureyri
daginn eftir og töpuðu í þrem-
ur hrinum.
Víkingsstúlkurnar áttu slakan
dag á Húsavík en Völs-
ungsstúlkurnar virðast vera að ná
sér upp úr lægð og áttu sinn besta
leik í vetur. Þær tóku leikinn
strax í sínar hendur og unnu í
þrentur hrinum, 15:11, 15:7 og
15:10.
Jóhanna Guðjónsdóttir og
Kristjana Skúladóttir léku frá-
bærlega í lágvörninni en annars
var liðið jafnt og sigurinn skrifast
á liðsheildina.
Víkingsstúlkurnar mættu mjög
grimntar í leikinn á Akureyri
daginn eftir og voru greinilega
ákveðnar í að gefa engan griö.
KA-stúlkur náðu sér aldrei á
strik og máttu þola 3:0 ósigur,
7:15, 11:15 og 10:15.
Völsungsstúlkur komu á óvart og lögöu meistarakandidata Víkings 3:0.
Mynd: Golli
Knattspyrna:
34 Kð í 4. deildiimi
- TBA og Narfi ekki með
34 lið taka þátt í 4. deildar-
keppninni í knattspyrnu í sum-
ar en það er sex Iiðum færra en
í fyrra. Tvö af þeim liðum sem
voru með í fyrra en ekki í ár
eru frá Norðurlandi, TBA frá
Akureyri og Narfi frá Hrísey.
Liðunum hefur verið skipt í
fimm riðla og eru þeir þannig
skipaðir:
A-riðill
Ægir (Þorlákshöfn), Njarðvík,
Reynir (Sandgerði), Bolungar-
vík, Leiknir (Reykjavík) og TBR
(Reykjavík).
B-riðill
Afturelding (Mosfellsbæ), Vík-
ingur (ðlafsvík), Armann
(Reykjavík), Víkverji (Reykja-
vík), Stokkseyri, Geislinn
(Hólmavík).
C-riðill
Árvakur (Reykjavík), Fjölnir
(Reykjavík), Léttir (Reykjavtk),
Snæfell (Stykkishólmi), Hafnir
(Keflavík), Grótta (Seltjarnar-
nesi).
D-riðill
Kormákur (Hvammstanga),
Austri (Raufarhöfn), Neisti
(Hofsósi), Hvöt (Blönduósi),
HSÞ-b (Mývatnssveit), Þrymur
(Sauðárkróki), UMSE-b (Eyja-
firði), SM (Eyjafirði).
E-riðill
Sindri (Hornafirði), Einherji
(Vopnafirði), Höttur (Egilsstöð-
um), Huginn (Seyðisfirði), Valur
(Reyðarfirði), Leiknir
(Fáskrúðsfirði), Austri (Eski-
firði), KSH (Stöðvarfirði/Breið-
dal).
Eitt lið úr hverjum riðli kemst í
úrslitakeppni þar sem keppt
verður um tvö sæti í 3. deild.
Handboltinn sem boðið var
upp á á laugardaginn var kannski
ekki sá áferðarfallegasti sem sést
hefur í deildinni en leikurinn var
engu að síður mjög fjörugur og
spennandi allan tímann. Barátt-
an var í fyrirrúmi enda stigin
mikilvæg fyrir bæði lið.
Liðin skiptust á að hafa foryst-
una í fyrri hálfleik en KA-menn
voru sterkari síðustu mínúturnar
fyrir hlé og höfðu þá eins marks
forystu, 15:14. Þeir héldu síðan
forystunni allt þar til 6 mínútur
voru til leiksloka en þá jöfnuðu
Haukar 24:24. KA-menn höfðu
þá haldið þriggja marka forystu
dágóða stund. Síðustu mínúturn-
ar var allt í járnum en þegar ein
og hálf mínúta var eftir komust
Haukar yfir, 26:25. Á þeim
skamma tíma sem eftir var
brenndu KA-menn af fjórum
dauðafærum af línunni en Pétri
Bjarnasyni tókst að jafna metin
þegar 10 sekúndur voru til leiks-
loka og var þá allt að verða vit-
laust í húsinu.
Leikur þessi var að mörgu leyti
vel leikinn og KA-menn sýndu
sparihliðarnar sem alltof sjaldan
hafa sést í vetur. Baráttan var
góð og sóknarleikurinn árangurs-
ríkari en oftast áður. Sigurpáll
Árni Aðalsteinsson átti mjög
Sigurpáll Aöalstcinsson átti einn sinn besta leik í vetur þegar KA-menn
mættu Haukum. Mynd: Golli
góðan leik og Hans skoraði
grimmt.
Sigurjón Sigurðsson var frískur
í Haukaliðinu og Petr Baumruk
sterkur í vörn og sókn. -bjb/JHB
Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/2, Sigur-
jón Sigurðsson 6, Sveinberg Gíslason 5,
Pétur Ingi Arnarsson 3, Steinar Birgisson
2, Snorri Leifsson 1, Óskar Sigurðsson 1.
Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
8/2, Hans Guðmundsson 8/1, Pétur
Bjarnason 5, Andrés Magnússon 3, Guð-
mundur Guðmundsson 2.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson. Komust ágætlegafrá
erfiðum leik.
KA-menn nálægt sigri
gegn Haukum í Haftiarfirði
- jafntefli 26:26 og möguleikar KA litlir
KA og Haukar geröu jafntefli
26:26 í hörkuleik í 1. deild
handboltans í Hafnarfiröi á
laugardag. KA-menn áttu
einn sinn besta leik í vetur og
lciddu lengst af í síöari hálflcik
en misstu forystuna niður á
lokamínútunum og uröu að
sætta sig við jafntefli. Nú verð-
ur að teljast sennilegt að KA-
menn leiki í neðri hlutanum í
úrslitakeppninni því ÍBY vann
FH um helgina og hefur
þriggja stiga forskot á KA þeg-
ar tvær umferðir eru eftir.